Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969.
3
Henry Cabot tekur við af Harrimann
á Parísarfundunum
New York, AP-NTB 6. jian.
RON ZIEGLER, talsmaður
Richards Nixons gerði þ-að
kunugt á sunnudagskvöld, að
Henry Oabot Lodge, sendi-
herra Baindaríkjanna í Bonn í
Vestur-Þýzkalandi, tæki við af
Averill Harrimann seim aðal-
fulltrúi Bandiaríkjanna á Par-
ísarfundunum um Vietnam. I
stiað Cyrus Vance hefur Nix-
on skipað Lawrence Walsh,
fyrrverandi aðstoðardómsmála
ráðherra. Þá kvaðst Nixon
einnig hafa ákveðið að Mars-
hall Green, sendiherra í .Indó
nesíu, og gamialreyndur dipló
mait í Austurlöndum, tæki þátt
í störfum bandarísku sendi-
nefndarinniar.
Um nokkra hríð hefur ver-
ið vitað, að Nixon hefði áhuga
á að Lodge tæki við af Harri-
miann og ýmis bandarísk blöð,
þar á meðal New York Times,
hafa látið í ljós áhyggjur
vegna þess. Averill Harrimann
sagði í dag, að val Nixons
væri rökrétt, þar sem forset-
inn nýkjömi bæri mikið traust
til Lodge. Harrimann benti og
á, að Lodge hefði mikla og
langa reynslu frá Vietmam og
í alþjóðamálum almennt, síð-
an hann hefði verið sendiherra
þar og einnig sem fulltrúi á
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Sendinefnd Suður Vietnam á
Farísarfundunum sendi út
stutta yfirlýsingu um ákvörð-
un Nixons, þar sem minnt er
á þekkingu Lodge um mál-
efni Vietnam. Óopinberar
heimildir segja, *að ánægja sé
meðal sendinefndar Suður Vi-
etnam um val Nixons.
Mike Mansfield, leiðtogi
demókrata í öldungadeildinni
neitaði að segja nokkuð um
útnefningunia, en Edmund
Muskie varaforsetaefni demó
krata við nýafstaðnar forseta-
kosningar sagði, að skipan
Lodge kæmi engum á óvart,
en bætti við að afstaða Lodge
væri sú, að ákveðinna banda-
rískra og suðurvietnamskra
hagsmuna yrði að gæta hvað
sem það kostaði. Út af fyrir
sig væri það ekki röng af-
staða, en á hinn bóginn efað-
iist hann um að hann myndi
verða Lodge sammála í því
hvaða stefnu hann tæki á
samningafundunum.
Henry Cabot Lodge er fædd
ur 5. júní 1902 í Massachuss-
etts og stundaði nám í Harvard
Hann fékk ungur áhuga á
falin ýmis trúnaðar og ábyrgð
stjórnmálum og voru honum
falin ýmis trúnaðar og ábyrgð
Henry Cabot Lodge
arstörf meðal repúblikana í
Massachussetts. Á stríðsárun-
um gegndi hann herþjónustu
á Miðjarðarhafi og víðar í Ev
rópu. Öldungadeildarþingmað
ur fyrir Massachussets varð
hann 1946, en féll fyrir John
F. Kennedy árið 1953. Eins og
frægt er, hafa Lodge ættin og
Kennedy ættin löngurn eldað
saman grátt silfur um áhrif
og yfirráð í rikinu og ýmsum
veitt betur. Síðar varð Lodge
fastafulltrúi Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum og
vakti athygli fyrir skélegga
ffiamkomu og einarðlegan mál
fhitning.
Árið 1960 var Henry Cabot
Lodge meðframbjóðandi Ric-
hards Nixons við forsetakosn-
ingamar og varð hann fyrir
nokkru aðkasti í kosningabar-
áttunni og var sakaður um
dugleysi. Á árunum 1963-64
var hann sendiherra Banda-
ríkjanna í Saigon og aftur ár-
in 1965-67. Fyrir forsetakosn-
ingarnar 1964 voru margir
repúblikanar sem voru andvíg
ir Barry Goldwiater fylgj-
andi því að Lodge
yrði fnambjóðandi flokksins.
Þegar William Scranton, ríkis
stjóri hóf baráttu sína til að
koma í veg fyrir að Goldwiat-
er hlyti úitnefningu kom Lodge
heim frá Suður Vietnam og
beitti sér mjög ötullega fyrir
því, að Scranton fengi nægi-
legt fylgi til að bera sigur-
orð af Goldwater á flokksþing
inu. Það tókst þó ekki. Síð-
ustu 2 ár hefur Lodge verið
sendiherra í Bonn.
Henry Oabot Lodge er sagð
ur maður hófsamur en stefnu-
fastur og traustur og skynug-
ur stjómmálamaður, sem
margt eigi sameiginlegt með
fyrirrennara sínum í sarnn-
ingastarfinu í París, Averill
Harrimann.
Framhald af bls. 1
greiðsluhallinn hröðum skrefum
og í lok októbermánaðar var
gjaldeyrisstaðan orðin neikvæð
um 243 milljónir króna á gamla
genginu, sem þýddi að skuldir
bankans erlendis voru þessari
fjárhæð hærri en gjaldeyriseign-
in.
— En hver hefur þróunin orð-
ið siðan gengisbreytingin var
gerð?
— Hin mikla lækkun á gengi
íslenzku króunnar, sem tilkynnt
var 11. nóv. hefur þegar haft
mikil áhrif á gjaldeyriss-töðuna,
og hafa þau augsýnilega fyrst og
fremst verið fólgin í því, að stór-
kostlega hefur dregið úr gjald-
eyrissölu bankana. Að nokkru
leyti verður þó að telja þessi
fyrstu áhrif á gjaldeyrissölu
tímabundin, þar sem innflytj-
endur höfðu hraðað greiðslum
fyrir innflutning og lækkað vöru
skuldir sínar erlendis mjög veru-
lega, áður en gengisbreytingin
átti sér stað, en þetta kemur
svo fram í minni eftirspurn eftir
gjaldeyri fyrst á eftir. Einnig er
rétt að benda á það, að desem-
bermánuður er venjulega hag-
stæður í gjaldeyrisviðskiptum,
iþar sem þá koma oftast til veru-
legar greiðslur fyrir útflutning.
— Hvernig verður staðan í árs-
lok?
— Lokauppgjöri á gjaldeyris-
stöðunni er enn ekki lokið, en
bráðabirgðatölur benda til þess
að gjaldeyrisstaðan hafi verið já-
kvæð um nærri 300 milljónir
króna. Sé gjaldeyris'staðan í októ
berlok umreiknuð til nýja geng-
isins þýðir þetta að gjaldeyris-
staðan hafi batnað um nálægt 650
milljónir króna á síðustu tveirn
mánuðum ársins, maðað við nú-
verandi gengi. Þótt hér sé vissu-
lega um uppörvandi þróun að
ræða, hefur rýrnun gjaldeyris-
stöðunnar í heild á árinu engu
að s'íður orðið nálægt 1300 millj-
ónum króna og er þá enn miðað
við núverandi gengi.
— Má gera ráð fyrir að þessi
hagstæða þróun haldi áfram?
— Eins og ég gat um áðan hafa
ýmsar sérstakar ástæður átt þátt
í því að gjaldeyrisstaðan hefur
batnað svo ört undanfarna mán-
uði, sem raun ber vitni. Ekki er
við því að búast að sama þröun
haldi áfram næstu mánuði, enda
fer ekki að gæta áhrifa vertið-
artekna á gjaldeyristekjur, fyrr
en kemur fram á vorið. Á liinn
bóginn er full ástæða tii þess að
gera ráð fyrir því að gengisbreyt
ingin hafi stórfelld áhrif í þá
átt að leiðrétta þann alvarlega
greiðsluhalla, sem íslendingar
hafa átt við að striða sl. tvö ár
vegna sílækkandi útflutnings-
'tekna. Sú leiðrétting mun í
fyrstu einkum koma fram í sam-
drætti í innflutningi og gjaldeyr-
isnotkun, þannig að þetta hvort
tveggja færist til jafnvægis við
þær gjaldeyriste'kjur, sem íslend
ingar geta aflað sér við núver-
andi aðstæður. Hins vegar er mik
Los Angeles, 6. janúar — AP—
SHIRAN Bishara Sirhan, sem á-
kærður hefur verið fyrir morðið
á Kennedy verður leiddur fyrir
rétt á þriðjudaginn (í dag).
Geysimiklar varúðarráðsbafianir
eru viðhafðar, m.a. verða tugir
lögreglumanna á verði við rétt-
arsalinn og glugga hans hafa ver
ið byrgðir með stálplötum.
Gert er ráð fyrir að réttarhöld
in standi í allt að tvo mánuði
því verjendur og sækjendur
munu kalla fram um 200 vitni.
í dómarasætinu verður Herbert
V. Waller, hæstaréttardómari,
ilvægt, að ekki líði á löngu áður
en gengisbreytingin fer einnig
að hafa veruleg áhrif til örvunar
útflutningsframleiðslu og an-n-
arrar gjaldeyrisöflunar. Er full
ástæða til að ætla að þeirrar þró
una fari að gæta, áður en langt
um líður, enda var það megin-
tilgangur gengisfellingarinnar að
örva útflutningsframleiðslu og
gjaldeyristekjur, og skapa þann-
ig að nýju grundvöll aukinna
þjóðartekna og bættrar afkomu.
sem á sínum tíma kvað upp dauða
dóm yfir Caryl Chessman. Verj-
endur og sækjendur eru .allir
frægir lögfræðingar.
Þegar Shirhan var ákærður,
neitaði hann að vera sekur um
að hafa myrt Kennedy að yfir-
lögðu ráði. Það má leggja út á
þann veg að hann neiti því að-
eins að morðið hafi verið framið
að yfirlögðu ráði, að sögn lög-
fróðra.
Móðir hans og tveir bræður
verða viðstödd réttarhöldin, en
faðir hans kemur ekki.
Sirhan fyrir rétt í dag
STAKSTEINAR
Sósíalistaíélagið
lifir enn
Um síðustu helgi voru lesnar
tilkynningar í Ríkisútvarpið frá
Sósíalistafélagi Revkjavíkur
þess efnis, að félagsmenn voru
hvattir til þátttöku í mótmaela-
göngu á vegum ungkommúnista.
Mönnum þóttu þessar tilkynn-
ingar dálítið kynlegar vegna
þess að um áramótin var því
lýst yfir, að Sameiningarflokk-
ur alþýðu — Sósíalistaflokkur-
inn hefði verið lagður niður. Að
sjálfsögðu var þá gengið út frá
því sem vísu, að þær einingar,
s-em Sósíalistaflokkurinn var
byggður upp af, sósíalistafélög-
in, hefðu einnig verið lögð nið-
ur. En tilkynningarnar í Ríkis-
útvarpinu benda ótvírætt til
þess að Sósíalistafélag Reykja-
víkur sé sprelllifandi. Sú eftir-
tektarverða staðreynd vekur
upp margar spurningar. Að lokn
um landsfundi Kommúnista-
flokksins í nóvembermánuði sl.
var því lýst yfir að meðlimir í
öðrum stjórnmálasamtökum gætu
ekki verið félagsmenn í hinum
■endurfædda Kommúnistaflokk
Kommúnistaflokksins var sér
og þegar nýkjörinn formaður
staklega spurður um það á blaða
mannafundi skömmu eftir lands-
fundinn hvort þetta ákvæði næði
til Sósíalistafélags Reykjavíkur
svaraði hann því játandi og gaf
þar með ótvíræða yfirlýsingu
um, að þeir, sem eftir þessi ára-
mót eru meðlimir í Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur geti ekki ver-
ið meðlimir í flokki hans.
Hverjir hafa sagt
sig úr Sósíalista-
félaginu ?
Nú virðist mega slá því föstu,
að ætlunin sé að láta Sósíalista-
félag Reykjavíkur starfa áfram,
annað hvort undir sínu núver-
andi nafni eða í einhverju öðru
formi. Þá er ljóst að þátttaka í
starfi þess og Kommúnistaflokks
ins er ekki samrýmanleg skv. lög
um hins síðarnefnda. Nú vakn-
ar sú spurning, hvort ýmsir
helztu áhrifamenn Kommúnista-
flokksins, sem jafnframt hafa
verið félagsmenn í Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur hafi sagt sig
úr þeim félagsskap nú um ára-
mótin. Sterkur grunur leikur á,
að svo sé ekki. Vitað er að Guð-
mundur Vigfússon, borgarfull
trúi og Sigurður Guðgeirsson,
starfsmaður Dagsbrúnar sögðu
sig úr Sósíalistafélagi Reykja-
víkur um áramótin en það er
líka allt og sumt. Sé það stað-
reynd, að menn á borð við Ein-
ir Olgeirsson, Magnús Kjartáns
son, Edvarð Sigurðsson og Guð-
mund J. Guðmundsson, svo að
nokkrir séu nefndir hafi ekki
sagt sig úr sósíalistafélagi
Reykjavíkur um áramótin er
augljóst að þeir hafa engan rétt
til þess að vera áfram í Komm-
únistaflokknum, sem hlaut sína
skírn í Sigtúni fyrir tveimur
mánuðum. Því ber formanni
Kommúnistaflokksins að gera taf
arlausar ráðstafanir t'il þess, að
þessum mönnum og öðrum félags
mönnum Sósíalistafélags Reykja-
víkur, sem telja sig meðlimi
Kommúnistaflokksins verði vik-
ið úr flokknum. Það eitt er í sam
ræmi við yfirlýsingar formanns-
ins skömmu eftir landsfundinn
og túlkanir hans á lögum flokks
• síns.