Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 24
AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*SO ÞKIÐJUDAGUR 7. JANUAR 196S RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1D-1QQ Höfðaborgin að hverfa HÖFÐABORGIN hverfur á næstu fimm árum samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, en þá hefur hún um þrjátíu ára skeið gegnt hlut- verki sínu sem bráðabirgðahús- næði. í gær voru framkvæmdir Flugmaðurinn lonnst ú Inugordog AMERÍSKA Islanderflugvélin, sem nauðlenti á Grænlandsjökli sl. föstudag, fannst á laugardag- inn og var flugmaðurinn, Robert Iba, fluttur til byggða með þyrlu laust eftir hádegi á sunnudag. Það var helikoptervél frá GrÖn- landsfly, sem bjárgaði mannin- um og flutti hann til Narsarsuaq. Nauðlending Roberts Ibá á föstudagskvöldið hafði tekizt vel, og mun flugvélin lítið löskuð. Ekki höfðu verið gerðar ráðstaf- anir til að bjarga vélinni, er blað ið aflaði sér frétta af þessu máli í gær. Ahugi á Surprise en engin tilboð enn ENGIN tilboð hafa borizt í tog- arann Surprise, en togarinn ligg- ur nú á Landeyjasandi, þar sem hann strandaði á fyrra ári, s.s. kunnugt er. Mbl. ræddi í gær við Hafstein Baldvinsson hjá Sam- tryggingum íslenzkra botnvörp- unga og spurðist fyrir um tilboð. Hafsteinn sagði að skilafrest- ur á tilboðum rynni út hinn 9. janúar. Hann kvað marga hafa hringt og spurzt fyrir um togar- ann og virtust margir hafa áhuga á honum. hafnar við niðurrif fyrstu 14 íbúðanna, en á þessu ári verða rifnar 20 til viðbótar, að því er Gunnar Þorláksson tjáði blaðinu í gær. Höfðaborgin var byggð á árun- um 1941 og 1942 sem bráða- birgðahúsnæði vegna mikilla hús- næðisvandaræða. Alle urðu íbúð- ir þar 104. Á sl. vori var sam- þykkt í borgarstjórn að Köfða- borgin skyldi rifin á næstu fimm árum. Hafa íbúar þeirra íbúða, sem nú eru að hverfa feng ið annað húsnæði og betra, marg- ir þeirra eru fluttir í Breiðholts- hverfið nýja, en aðrir í annað húsnæði, ýmist á vegum borgar- innar eða eigin vegum. Hér sést sá hluti Höfðaborgarinnar, sem byrjað er að rífa. Ljósm.MJbl., Sv. Þorm. Heildarmagn kindakjöts 2,1% minna en árið 1967 — Mjólkurframleiðslan svipuð — Veruleg aukning á notkun áburðarefna í yfirliti um þróun landbún aðar á árinu 1968, sem Hall- dór Pálsson búnaðarmála- stjóri flutti í Ríkisútvarpinu í gær kom fram að á fyrstu 11 mánuðum ársins 1968 var innvegin mjólk til mjólkur- samlaga 95.467.809 kg., sem var 0,9% meira magn en á sama tímabili 1967, en hins vegar var mjólkurframleiðsl- an í desember með allra minnsta móti og því líklegt, að ársframleiðslan 1968 verði svipuð og 1967. Skv. bráðabirgðaupplýsingum var slátrað á sl. ári 22.214 færri kinduim en 1967. Samtals var 837. 577 kindum slátrað, þar af 778. 005 dilkum og 59.572 fullorðnum kindum. Nú var slátra’ð 16.652 færri fullorðnum kindum en haustið 1967 og bendir það til þess að fé hafi aðeins fjölgað. Heildarmagn kindakjöts, sem barst ti] sláturhúsanna var 12.372 smálestir sem er 264 smálestum minna en 1967 og er það um 2,1% lækkun. Meðalþungi dilka reynd ist 0,2 kg. meiri en 1967 eða 14,33 kg. Á norðurhluta landsins voru dilkar yfirleitt vænni en 1967, en á sunnanverðu landinu voru þeir ýmist léttari eða svipaðir að vænleika. I heild mun töðufengur hafa orðið í meðallagi og mun meiri en sumarið 1967. Á Suður- og Suðvesturlandi varð heyfengur víðast hvar mikill að vöxtum en lélegur að gæðum vegna þess að töður spruttu úr sér og hröktust. Á Norðvestur- og Norðurlandi varð heyfengur mun meiri og betri en vonir stóðu til. Kartöfluuppskeran varð aðeins minni en 1967 og er áætluð 55— 60 þúsund tunnur og er það ekki meðaluppskera. Sölufélag garð- yrkjumanna seldi grænmeti fyrir um 24 milljónir króna og er það einni milljón króna meiri sala en 1967. Af tómötum voru framleidd ar 273 smálestir en 288 smálestir 1967. Af gúrkum voru framleidd Framhald á bls. 15 Somningafund- ur í dng í dag kl. 9.30 hefst samninga- fundur sjómanna og útvegs- manna um kjörin á bátunum. Fundurinn verður haldinn í húsa kynnum Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. 3 seldu í Þýzknlundi ÞRÍR togarar seldu í Þýzkalandi í fyrradag og í gær. Togarinn Víkingur seldi í Bremerhaven 202 tonn fyrir 181.500 mörk, HaU veig Fróðadóttir seldi í Cuxhav- en 191 tonn fyrir 156.073 mörk og Neptúnus mun hafa selt í Cux haven í gær 173 tonn fyrir 175 þús. mörk. 69 biunuútköll Kefluvík í SLÖKKVILIÐ Keflavíkur var kallað út 69 sinnum á liðnu ári. Voru útköll í Keflavík 51 og 12 í Njarðvíkum, en 6 á öðrum stöð um á Reykjanesi. Urðu vinnu- stundir slökkviliðsmanna 1715. Var í flestum tilfellum um elda á byrjunarstigi að ræða og varð fljótlega ráðið við þá. Mesta tjónið varð er eldur kom upp í Félagsbíói en þar tókst litlu að bjárga. — hsj — Gerði kröfu um 4 bruna- hana við verksmiðjurnar fyrir 4 árum, segir slökkvilidssfjóri Akureyrar Eldur í hituveitustokk í GÆRKVÖLDI kl. 10 kom upp eldur í hitaveitustokk við Réttar- holtsskóla. Fór slökkvilið þegar á staðinn og var eldur í einangrun stokksins á nokkru svæði. Var unnið að slökkvun er blaðið fór í prentun, en seinlegt getur ver- ið að fást við eld í einangrun hitaveitustokkanna. Stúlu Uekjum RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík handtók nýlega tvo unga menn, sem brutust inn í verzlun Valdimars Long í Hafn- arfirði 8. ágúst í sumar og stálu útvörpum, segulböndum og plötu spilurum, 17 tækjum alls, að verð mæti um 74 þúsund og fimm hundruð krónur. Tókst að hafa upp á sjö tækjanna en hin höfðu mennimir selt og nokkrum, sem reyndust vera notuð tæki, fleygðu þeir í sjóinn. Krcapcastífla í Laxá MBL. átti stutt samtal við slökkviliðsstjórann á Akur- eyri í gærkvöldi, Svein Tóm- asson, og spurði hann um að- stæður við slökkvistarfið í verksmiðjubrunanum. Hann sagði: — Ég hafði fyrir alllöngu gert kröfu um fjóra bruna- hana utan við verksmiðjuna, en þar var aðeins einn sem kunnugt er. Hefur dregizt sl. fjögur ár, að orðið yrði við þessari kröfu minni. Kom ég máli mínu á framfæri við bæjaryfirvöld, en forstjórum Sambandsins og brunamála- nefndinni hér á Akureyri var vel kunnugt um þessa kröfu mina. Bærinn leggur aðal- leiðslur til brunahananna, en síðan verða einstaklingar að kosta lagningu á sínum lóð- um. Mun málið eitthvað hafa verið rætt og er mér m.a. kunnugt um, að bæjarverk- fræðingur og fulltrúi frá Sam- bandinu höfðu fjallað um það, en ekki hafði orðið af fram- kvæmdum. — Hefðu fjórir brunahanar hjá verksmiðjunni ráðið úr- slitum um brunatjón? — Um það get ég ekki full- yrt, en vatnið notaðist mjög illa vegna þess, hve langar leiðslur við urðum að leggja Og svo var krap í Glerá og allt stíflaðist í slöngunum. Veðrið, frostið og vatnsskort- urinn, gerði slökkvistarfið svo örðugt sem raun bar viitni. — Hvað um aðra aðstöðu til slökkvistarfsins? — Ég vil taka það fram, að innanhússkerfi og slökkvitæki innanhúss voru í góðu lagi að mínu áliti. En það skapar auð- vitað ekki svo litla erfiðleika við bruna sem þennan, að ekki skuli vera nema sjö fast- ráðnir slökkviliðsmenn hér á Akureyri. Akureyri 6. janúar. KRAPASTÍFLA hefur myndazt í Laxá í Þingeyjarsýslu við Hall- dórsstaði og nær fimm til sex kílómetra til suðurs frá þeim sitað. Mjög hefur dregið úr rennsli árinnar undanfama daga af þessum sökum og í gær var orkuvinnsla Laxárvirkjunar kom in niður í 9000 kílóvött og þá taldar horfur á að grípa þyrfti til skömmtunar á orkuveitusvæð inu á mesta álagstíma sólarhrings ins. í dag hefur rennsli hins vegar farið vaxandi, en eykst mjög hægt. Líkur fara vaxandi á því að áin nái sér fram eðlilega með því að grafá sig undir stífluna og er það miklu æsfcilegri þróun en ef hún ryddi sig skyndilega. Ekki eru taldar horfur á að ó- breyttu ástandi að til rafmagns- skömmtunar komi. Síðdegis í dag var orkuvinnsl- an komin upp í 11000 kílóvött. — Sv. P. Bolfiskverð ekki úkveðið YFIRNEFND, sem ákveður bol- fiskverð, kom saman til fundar í gær, en verðákvörðun var ekki tekin. Mun nefndin koma saman aftur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.