Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. 11 Auður Jóhannesdóttir—Minning HINN 2i8. des. sl. lézt frú Auð-ur Jóhannesdóttir, ekkja Bjarna Bjarnasonar fyrrum ökumanns og verkstjóra á ísafirði, að heim- ili sínu Snorrabraut 36 í Reykja- vík. Verður þessi merka kona borin til grafar frá Fossvogs- kirkju kl. 1,30 í dag. Auður Jóhannesdóttir var fædd 26. apríl árið 1882 að Nolli, Grýtubakkahreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Voru foreldrar henn- ar Guðbjörg Björnsdóttir og Jó- hannes Guðmundsson bóndi, sem bjuggu þar. Ólst Auður upp hjá foreldrum sínum en árið 1903 giftist, hún Bjarna Bjarnasyni, sem ættaður var úr Öxnadal i Eyjafirði. Stofnuðu þau heimili á Akureyri og bjuggu þar til árs- ins 1909. Þá fluttu þau til ísa- fjarðar. Þar stóð heimili þeirra í tæp 30 ár, eða til ársins 1938. Frá ísafirði fluttu þau hjón þá til Reykjavíkur, og þar lézt Bjarni Bjarnason 6. jan. árið 1960. Hefur frú Auður síðan hald ið heimili með Bjarna syni sín- um á Snorrabraut 36, en þar stóð heimili hennar og eiginmanns hennar allt frá árinu 1939. Frú Auður var heilsugóð til efstu ára. Var hún aðeins rúmliggjandi tvo síðustu mánuðina, sem hún lifði. Lá hún þá heima á heimili sínu og lézt þar. Andlegum kröftum hélt hún til síðustu stundar. Naut hún einstæðrar umhyggju og ástúðar Bjarna sonar síns, sem hélt heimili með henni frá því að faðir hans lézt og hil hinztu stundar. hann þar bæði búskap, bifreiða- akstur og verzlun. Ennfremur var hann í mörg ár vegavinnu- verkstjóri. Gekk hann að öllum þessum störfum að harðifylgi og dugnaði. Auk þess rak Auður kona hans sjálfstæða vefnaðar- vöruverzlun á ísafirði í mörg ár. Frú Auður var mannkostakona. Hún var ágætlega greind og skap gerð hannar var heilsteypt og sterk. Munu margir minnast framúrskarandi hjálpsemi henn- ar við þá, sem við erfiðleika áttu að etja, og höllum fæti stóðu í lífinu. Var hún því mjög vin- mörg og gestkvæmt á heimili hennar, bæði á ísafirði og síðar hér í Reykjavík. Frú Auður átti sérstaklega gott með að blanda geði við ungt fólk. Kom því jafn- an margt fólk á heimili hennar, einnig eftir að hún var orðin há- öldruð kona. Þá komu frændur og vinir oft til þess að heilsa upp á hana. Var þeim jafnan tekið af gestrhni og ástúð. Þau frú Auður og Bjarni Bjarnason eignuðust samtals 9 börn. Af þeim dóu tveir synir kornungir. Sjö barnana komust upp, sex synir og ein dóttir. Af þeim er nú einn sonur látinn, Þórir bifreiðarstjóri á ísafirði, sem lézt á miðjum aldri, öllum harmdauði. Var hann hið meeta ljúfmenni og ágætis drengur. Börnin sex sem á lífi eru eru þessi: Björgvin útgerðarmaður og forstjóri, kvæntur Elínu Samú- elsdóttur. Eru þau búsett í Reykja vík. Charles, fyrrv. verkstjóri á ísafirði, kvæntur Ólöfu Jónsdótt ur, Kristín gift Hauki Davíðssyni, bifreiðastjóra í Reykjavík, Bjarni ökukennari í Reykjavík, Karl deildarstjóri í Reykjavík, kvaent ur Önnu Guðjónsdóttur og Matt- hías alþingismaður á ísafirði, kvæntur Kristínu Ingimundar- dóttur frá Hólmavík. Þegar frú Auður Jóhannes- Hestur tapaðist úr Mosfellssveit í nóvember S.I., rauðjarpur, 7 vétra, ómarkaður, járnaður. Hefur líklega sótt upp á Kjalar- nes eða áleiðis í Hafnarfjörð. Finnandi láti vita í síma 18800. Skrifstofastúlka óskast Þarf að vera vön enskum bréfaskriftum og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásam upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar blaðinu fyrir 15. janúar merkt: „Vátrygging — 6238“. Sá, sem þetta ritar kynptist frú Auði Jóhannesdóttur og fjöl- skyldu hennar fyrst meðan heim- ili þeirra stóð á ísafirði. Þar áttu þau lengstum heima að Brunn- götu 20. Var heimili þeirra um langt skeið eitt fjölmennasta heimili bæjarins. Þar ólst upp stór barnahópur og einnig var þar margt vinnufólk. Bjarni Bjamason, eiginmaður frú Auð- ar var mikill atorkumaður. Stundaði hann fjölbreyttan at- vinnurekstur á ísafirði. Rak Félagsfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan boðar til fé- lagsfundar um kjaramálin í dag kl. 17 að Bárugötu 11. A fundinum mætir Jónas H. Haralds. STJÓRNIN. dóttir er nú kvödd af fjölmenn- um hópi afkomenda sinna, vina og venzlamanna, stendur eftir mynd af óvenjulega sterkri og mikilhæfri konu. Góðvild henn- ar og hjálpsemi mun þá ekki síður verða mörgum minnistæð. Enda þótt frú Auður mætti ýmsu mótlæti á lífsleiðinni eins og flesta hendir, var hún þó gæfu manneskja. Hún eignaðist stór- an og mannvænlegan barnahóp og auðnaðist að koma honum til þroska og manndóms, með dug- miklum og traustum eigimanni sínum. Hún naut til efstu ára ást úðar og umhyggju barna sinna cvg hvarf héðan sátt við guð og menn. Venzlamenn og vinir þessar- ar merkiskonu kveðja hana með þakklæti fyrir líf hennar og starf. Ég votta ástvinum frú Auð- ar Jóhannesdóttur innilega sam- úð á kveðjustundu. S.Bj. Aðalfundur Sjálfstæbisfélags Grindavikur verður haldinn í kvenfélagshúsinu fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. fjbróttafélag kvenna Ný fimleika-náraskeið eru að hefjast hjá félaginu, bæði frúarf’okkar og fyrir stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Kennt verður í Miðbæjarskólanum mánudaga og fimmtudaga. Kennari í öllum flokkum verður ungfrú Hlín Torfadóttir. Allar nánari upplýsingar í síma 14087. STJÓRNIN. Skókþing Beykjavíkur hefst sunnudaginn 12. janúar í félagsheimili Tafl- féiags Reykjavíkur. Innritun miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20.00 og laugardag kl. 14—17 sími 83540. STJÓRNIN. Lærið ensku í Englandi í hinum nýtízkulega PITMAlll SCHOOL OF EIIIGUSH Þessi frægi skóli er viðurkenndur af Brezka Menning- arsambandinu er með nýtt námskeið fyrir 1969 í fimm samtímis, árangursríkum, 8 vikna námskeiðum, í ensku fyrir byrjendur og lengra komna, sem hefjast á sex mismunandi tímum í janúar, marz, apríl, júní, ágúst og október. Því til viðbótar er hægt að stunda ný byrjunar-námskeið í Alþjóðaverzlun Banka- og kaup- sýsluskipulagningu. Skrifið eftir bæklingi fyrir 1969, sem einnig veitir uppl. um 1969 Pitman sumarskó'a í London, Cambridge, Edinburgh og Oxford. Skrifið: N. Steven, B.A. Princi- pal, The Pitman School of English 46 Goodge Street, London, VIP 2AQ England. HVÖT HEIMDALLUR - ÚÐINN ARAMOIASPILAKVOLD ÁRAMÓTASPII.AKVÖLD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANN A I REYKJAVÍK VERÐUR FIMMTUDAGINN 9. JAN KL. 20.30 í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU. 1) SPILUÐ FÉLAGSVIST. 2) ÁVARP: Formaður Sjálfstæðisflokksins dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 3) SPILAVERÐLAUN AFHENT. 4) DREGIÐ I IIAPPDRÆTTI. Glæsilegir happdrættisvinningar. 5) SKEMMTIATRIÐI: Kristín Magnús, leik- kona, Collin Russcll, ballettmeistari. 6) DANS. Húsið opnað kl. 20. — Lokað kl. 20.30. — Sætamiðar aflientir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.