Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 16
r 16 MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. „Lifandí brunnur hins andlega seims“ á jólagleöi menntskælinga Það var hressilegt og kátt fólk á jólagleði Menntaskólans í Reykjavík sem var haidin í Laugardalshöllinni um áramót in. AIls munu um 1700 manns hafa verið í húsinu og var þó vel rúmt. Nemendur höfðu skreytt íþróttasalinn mjög skemmtilega og var sitthvað á boðstólum, enda bar gleðin nafnið: „Lifandi brunnur hins andlega seims“. Gleðin hófst snemma kvölds og stóð til kl. 4 eftir miðnætti. Sást þó fáum bregða. Ymis skemmtiatriði voru á dagskrá, en í upphafi flutti inspektor skole ræðu og Þórarinn Guðna son kennari einnig. Þá var mikið um almennan söng, tón listahald og brandara að ógleymdum allsherjardansi, sem Hljótnar stóðu fyrir. rntur og stulka á listasýningunni. Auk þess voru stöðu.gt sýnd ar kvikmyndir í sérstöku kvik myndaihúsi, sem hafði verið reist í einu horni íþróttasal- arins. Þá var listsýning í ein- um bás og var sú sýning sett upp á 5 klukkustundum og listaverkin smíðúð jafn óðum. Voru þau í æðislegum nútíma stíl. Smurt brauð og sælgæti var selt í sérstökum bás, en engar pylsur. Sviðið í íþróttahöllinni var notað fyrir gömlu dans- ana og var þar þanin nikka í gríð og erg. Dunaði dansinn dátt bæði í gömlurn og nýjum móð, enda Hljómar mjög hress ir að vanda og Grettir Björns- son þandi nikkuna. Unga fólkið var glæsilega búið og bar sig vel. Glö'ggt báru klæði kvenna vott um Hljómar léku fyrir dansi á jo lagleðinni, sem um 1700 unglingar sóttu. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Setið við borð undir fisktrönum og netastroffum. Kátt fólk við bifreiðina sem gestir gátu dundað við að lag- færa að vild. Eins og sézt á myndinni er ökumaðurinn að koma út um framrúðuna Það var mikið sungið á jólagleðinni. Ljosm. Mbl. Ami Johnsen. tízku Viotoriutímatoilsins, sem um getur m.a. í Söigu Forsyte ættarmnar oig voru knippling- ar og blúndur í hévegum og fór vel. Borðaraðir í sal voru sta'ð- settar undir fisktrönum áklæddar veiðarfærum, en engin sérstök landhelgi-smörk voru í salnum og leið flestum vel. Margt gesta sótti jólagleð- ina auk heimamanna og var þar helzt um að ræða nem- endur Kennaraskólans og Hamrahlíðarskólans. í aðalsal var komið fyrir líki af bifreið og gátu gleði- menn dundað þar við viðgerð- ir. Vai'ð þó fáum áigengt, en margir höfðu gaman af. Um síðir hófu nokkrir barsmíð á tryllitækinu með þungum verkfærum og eftir þá útreið var bifreiðinni hent út. Þrátt fyrir allt var bifreiðin vinn- ingsnúmer í ókeypis happa- drætti, en enginn vitjaði vinn ingsins. Fór gleðin vel frám hvort sem andlegheit gleði manna hafa vaxið af henni eða ekki. Ánægjulegt var að sjá 1700 unglinga skemmta sér prúð- búna í hressum félagsskap og voru langflestix kurteisir á allan hátt. á.j. Framhald af bls. 5. einn pakki var afhentur í einu og sá næsti ekki afhentur fyrr en viðkomandi var búinn að sýna hvað hann hafði fengið. Hver skipverji hafði sitt núm- er, en sonur skipstjórans, sem komið hafði um borð í siðustu höfn til að vera hjá pabba sínum um jólin, dró út núm- erin úr skál hjá 1. stýrimanni Gúðmundi ArasynL Fyrsta númerið, sem dregið var út var númer 16, en það númer átti timburmaðurinn eða und- irritaður og var jólagjöf mín frá Kvenfélaginu Hrönn, fal leg, lítý keramikskál, íslenzk- ur iðnaður, og þakka ég hjart anlega fyrir mig. En þessi stund, þegar þessir 23 jóla- pakkar voru afhentir, er mér ógleymanleg, og veit ég að svo er með fleiri skipverja hér um borð, ef ekki alla. Það er ekki beint innitoald pakkanna, eða verðgildi, sem gleður okk- ur, heldur hugurinn, sem fylg- ir sendingunum. Við vitum a’ð það eru fleiri en ástvinir okk- ar, sem hugsa hlýtt til okkar. Og við virðum og dáumst að þessum koaum. Eg vil til gamans lýsa lítils- háttar einu skemmtilegu at- viki, af mörgum, varðandi af- hendingu þessara pakka, en svo er mál, að einn skipsfélaga okkar hefur þann leiða ávana (eins og raunar margir) að naga á sér neglurnair, þegar hann hugsar, er spenntur o.s. frv. Jólagjöfin hans frá kven- félaginu var ekki aðeins hon- um mjög nytsöm, heldur vakti almenna kátínu og hlátur (hans líka), en jólagjöfin var vandað naglasköfuseitt, svo hann átti ekki þessvegna að þurfa að naga á sér neglum- ar. „En hvemig vissu þær þetta?“ sagði hann í gríni á eftir. Þessi jól eru mín þriðju hér um borð, og jafnmörg sem ég hef verið að heiman frá fjöl- skyldu minni þau 15 ár, sem ég hef verið giftur. Maður gleymir að vísu ekki jólum að heiman, en þessi jól eru mér eftirminnilegust, og þakka ég það að mestu Kvenfélaginu Hrönn. Steingrímur Kristinsson, mt. Haförninn, Siglufirði. HÆTTA Á NÆSTA LEITI —-y— eftir John Saunders og Alden McWilliams I ADMIFE HtðN WISPCM.- LBT'A &ET THIS oveH WITHÍ „Jæja. Þá er komið að því. Fjarlægið alla oddhvassa hluti úr vösunum, festið beltin vel . . . og þegar ég kalla, þá haldið þessum púðum þétt fyrir andlitinu“. „Þetta kalla ég sniðugt. Nú verður hægt að skrifa: Köfnun á dánarvottorðið". ,,Hættu þessi Troy. Kímnigáfa með lakasta móti þessa stundina". „Þér ættuð að drepa í þessum vindli, herra. Við viljum ekki láta hann eyði- leggja fyrir okkur lendinguna?“ Hvað? Auðvitað! En ergilegt — þetta er bezti vindillinn, reykt“. „Þöglu mennirnir koma alltaf á óvart. Troy reytir af sér brandarana en Rudolph gamli skelfur eins og blautur hundur.“ „Ég dái skynsemi hans . . . Við skulum 'iúka þessu af“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.