Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 4. tbl. 56. árg. ÞltlÐJUDAGUR 7. JANUAR 196« Prentsmiðja Morgunblaðsins. Talið fullvíst að Smrkovsky víki — Orðrómur borinn til baka um að sovézkir hermenn hafi búið um sig í verksmiðjum í Prag Prag, 6. jan. NTB. TALSMAÐUR tékknesku stjórn- arinnar bar í kvöld til baka þann orðróm, sem hafði gengið í höf- uðborginnl, að sovézk herfylki og stríðsvagnar hefðu hreiðrað um sig í helztu verksmiðjum í borg- inni. Hafði verið haft fyrir satt, áður en þessi yfirlýsing var gef- in út, að sovézkir hermenn hefðu fengið fyrirmæli um að búa um sig í verksmiðjum til að bæla niður hugsanlegar mótmælaað- gerðir í sambandi við væntanlega afsögn Josefs Smrkovskys, for- seta tékkneska þjóðþingsins, en hann mun nú að hverfa úr því embætti, að því er telja verður nær fullvíst. Stjórnin í kommúnistaflokkn- um í Bæjaralandi og Mæri samþykkti í kvöld að for- seti hins nýja þjóðþings landsins skuli vera Slóvaki en mælti með því, að Smrkovsky yrði fengið í hendur embætti varaforseta þess. Ýmsar blikur virðast á lofti í Tékkóslóvakíu, þar sem sýnt er að Smrkovsky verði látinn víkja Jóhannes Nordal úr embætti og um allt land hafa verið haldnir fjöldafundir, þar ;em afdráttarlausum stuðningi er 'ýst við hann. Smrkovsky hélt sjónvarpsræðu á sunnudagskvöld, þar sem hann bað menn gæta stillingar og kvaðst ófús hafa dregizt inn í þessi átök og honum væri mjög á móti skapi, ef efnt yrði til verkfalla eða mótmælaaðgerða hivers konar, þó að hann viki úr embætti þjóðþingsforseta. Flokksmálgagnið Rude Pravo sagði í forystugrein á miánudag, að ágreiningurinn um embætti þingforseta væri kominn í al- gera sjálfheldu og væri liður í aðgerðum, sem aðeins gætu kom- ið þeim til góða sem óskuðu eftir verkföllum og óeirðum. Æsku- lýðsblaðið Mlada Fronta sagði í dag, að óvissan og ringulreiðin í landinu stafaði fyrst og fremst af því að að almenningi væru ekki gefnar fullnægjandi upplýsingar um framvindu mála. Ben Belln sleppt? BEN BELLA, fyrrverandi for- seta Alsír, kann að verða sleppt úr haldi innan skamms. Hann hefur verið fangi síðan honum var vikið frá völdum í júní 1965. f fréttum frá Alsír segir, að móð ir hans hafi fengið að heimsækja hann 1. janúar og hafi honum þá liðið vel, enda hlotið góða meðferð. Menntamálaráðherra S-Vietnam myrtur Saigon AP. 6. jan. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Suður-Vietnam, Le Minh Tri, lézt í dag af sárum er hann hlaut þegar sprengju var varpað að bifreið hans fyrr um daginn. Tri sem var læknir að menntun hafði aðeins gegnt embætti menntamálaráðherra í þrjá mán- uði. Atburðurinn var í miðborg Saigon og ódæðismennirnir kom Ust undan í mannþrönginni. Bif- reiðarstjóri ráðherrans lézt einn- ig og lífverðir hans tveir og nokkrir vegfarendur' særðust. Sjónarvottar sögðu, að tveir ungir menn hefðu varpað sprengjunni og er talið víst að þeir hafi vei'ið útsendarar komm únista. Við atburðinn fengu þær sögur byr unair báða vængi að Viet-Cong menn hygðu á stór- aukna hryðjuverkasrtarfsemi í Saigon og í undirbúningi væri meiri háttar árás á borgina. Frá útför Tryggve Lie í brenn ingarkirkju í Osló í gær. Nánir ættingjar hins látna sjást vinstra megin á myndinni, en til hægri er Ólafur konungur, ríkisarfinn og kona hans. Virðuleg útför Trvggve Lie Osló, AP. NTB. 6. jan. ÚTFÖR Tryggve Lie, fyrsta fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, var gerð frá Þrenningar- kirkju í Ósló í dag, að við- stöddu fjölmenni. Hubert Hump- hrey, varaforseti Bandaríkjanna, kona hans, og dóttir Trumans, fyrrum Bandaríkjaforseta voru meðal þeirra, sem komu til Osló til að vera við útförina. ÖIl Norð urlöndin áttu og fulltrúa við út- förina og viðstaddur var og Ólaf- ur konungur, Haraldur rikisarfi og Sonja prinsessa, og fleira tig- inborið fólk. Ralph Bunche, að- stoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna var sérlegur fulltrúi U Thants og Sameinuðu þjóðanna við athöfnina. Athöfnin í kirkjunni var virðu leg og auk Fridtjovs Birkelis, biskups, sem jarðsöng og flutti út fararræðuna, fluttu þeir stutt ávörp í kirkjunni, Per Borten, forsætisráðherra Noregs og Gjaldeyrisstaöan hefur batnaö um 650 milljónir króna s.1.2 mánuði — Viðtal við Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til dr. Jóhannesar Nordal Seðlabankastjóra og spurt hann um áhrif gengisbreytingarinnar á gjaldeyrisstöðuna og afkomu okkar gagnvart útlöndum sl. ár. Gjaldeyrisstaðan versnaði í heild á sl. ári um nálægt 1300 millj- ónir króna miðað við núver- andi gengi, en hins vegar varð mikil breyting á við gengisfelling una, þannig að gjaldeyrisstaðan batnaði síðustu tvo mánuði árs- ins um nálægt 650 milljónir króna. Fer hér á eftir viðtalið við bankastjórann. — Hverjar urðu breytingarnar á gjaldeyrisstöðunni sl. ár? — Enn sem komið er eru eng- ar endanlegar tölur fyrir hendi um gjaldeyrisstöðuna og þróun gjaldeyrismála. Hins vegar er 'ljóst, eins og margbent hefur verið á, að mjög mikill greiðslu- 'halli varð á árinu í heild, enda mun útflutningur hafa minnkað ium 25% frá 1967, en 45% miðað Við 1966. Þessar tölur sýna þó engan veginn að fullu hið raun- verulega tekjutap, sem útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafa orðið fyrir á þessum tveimur árum, því að þrátt fyrir minnkun útflutn- ingstekna hefur orðið tiltölulega lítil læk'kun á heildarframleiðslu kostnaði þessa atvinnuvegar. — 'Þannig hefur verið áœtlað að lækkun þeirra nettó gjaldeyris- tekna sem útflutningsatvinnuveg irnir færa þjóðarbúinu nemi um 55% frá 1966 til 1968. — En hvernig hefur þróunin verið síðustu mánuði? — Þegar ljóst varð í haust, að í viðbót við fyrri áföll væri lík- indi til þess að síldarafli mundi að mestu bregðast á þessu ári, hlaut það að leiða til mjög al- varlegs ástands í gjaldeyrismál- unum, er m. a. byggðist á ótta við gengisbreytingu. Þrátt fyrir það að margvíslegar ráðstafanir væru gerðar til að draga úr gjald eyrisnotkun og ýmsar takmark- anir eettar á yfirfærslur, jökst Frambald & bls. S Ralph Bunche og fóru lofsanneg- 'iun orðum um líf og starf hins látna og hylltu hann sem bar- áttumann og göfugan son þjóðar sinnar, sem alla tíð hefði verið hugsjónum sínum trúr. Framhald á bls. 15 Konuríki London 6. jan. AP. BÓKSALI í London fékk fyr- I ir nokkru svohljóSandi bréf i frá einum viðskiptavina sinna: „Ég skila yður hér með bók- inni: „Hvernig stjórna á kon- um.“ Ég er viss um að þetta I er ágæt bók, en því miður vill konan mín ekki leyfa mér að lesa hana. Norður-Vietnamar: Hafna tillögum nema samnings- aðilar séu 4 París 6. jan. NTB. FULLTRUAR Norður-Vietnam á Parísar viðræðunum höfnuðu i dag öllum tillögum Bandaríkj- anna sem fela í sér, að samninga aðilar um Vietnam séu aðeins tveir. Á blaðamannafundi í París í dag sagði talsmaður sendisveitar Norður-Vietnama. að aldrei yrði fallizt á annað en aðilar væru fjórir og tækju allir þátt í fund- unum á sama grundvelli. Tals- maðurinn gagnrýndi bandarísku stjórnina harðlega og sagði að 'hún drægi málið viljandi á lang- inn og tefði fyrir að reglulegar friðarviðræður gætu hafizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.