Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. "CTtgiefiandi H.f. Arvafcuir, iReykjaivik. Framfcvaemda&tj óri Haraldur Sveinsaon. ‘Ritefcjórar Sigurður Bjarnason frá VigW. Mafcfchías Jdhannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. EitstjómarfuMfcnii Þorbjöm Guðmundsson, Fréttastjóii Björn Jólhannssoni, Auglýsingastjóii Arni Garðar Kristmsson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalsfcræti 6. Sími 19-100. Auiglýsingai? Aðalstræ'ti 0. Simi 22-4-99. Agfcrtftargjald fcr. 150.09 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 10.00 eintakið. ÖFLUGAR ELDVARNIR Druninn mikli á Akureyri ** og það gífurlega tjón í verðmætum og vinnutapi, sem af honum hefur hlotizt, verður óhjákvæmilega til þess að vekja athygli á nauð- syn svo öflugra eldvarna sem kostur er. Á þessu stigi máls- ins skal enginn dómur lagður á orsakir brunans en aðeins bent á, að forstjóri Bruna- bótafélagsins telur, að eld- varnir hafi ekki verið nógu góðar. Verksmiðjurnar á Ak- ureyri eru ekki einar um það, heldur mun það mála sann- ast að eldvörnum sé víða mjög áfát.t. Eldvamir kosta að sjálf- sögðu töluvert fé í byrjun og sjálfsagt eru forráðamenn verðmæta, hvort sem um fasteignir' er að ræða eða önnur verðmæti, þess lítt fýs- andi að verja miklum fjár- munum til varúðarráðstaf- ana, sem vonandi verður aldrei þörf- Engu að síður hafa svo margir stórbrunar orðið á síðari árum, að þeir hljóta að leiða til þess að strangari kröfur verði gerðar til þess að settum reglum um eldvarnir verði fylgt í fram- tíðinni. Hið mikla tjón á Akureyri er tilfinnanlegt fyrir alla aðila, ekki sízt þaran fjölda, sem nú verður atvinnnulaus um skeið. Vonandi er því að þegar verði hafizt handa um endurbyggingu þess, sem eyðilagðist í eldinum og skap ast þá nokkur atvinna við það svo og að verksmiðjurn- ar geti hafið starfrækslu sem allra fyrst. Þegar fjölmargir menn og konur verða skyndi- lega atyinnulaus hlýtur það að hafa tilfinnanleg áhrif í bæjarfélagi sem Akureyri. SMRKOVSKY BOLAÐ FRÁ CJíðustu vikur hefur barátt- an fyrir endurkjöri Jos- efs Smrkovskys, sem forseta sambandsþings Tékkósló- Vakíu vakið vaxandi athygli og jafnframt ugg um það, að Sovétríkin telji sig nú hafa komið ár sinni nægilega vel fyrir borð í Tékkóslóvakíu til þess að hefiast handa um að víkja úr embættum hinum frjálslyndu leiðtogum, sem forustu höfðu um þær um- bætur er leiddu til innrásar- innar í ágúst sl. Nú hefur Smrkovsky sjálf- ur lýst því yfir, að óhugsandi sé, að hann verði endurkjör- inn þingforseti og leikur því enginn vafi á því að Rússar hafa komið sínu fram. Jafn- vel þótt Smrkovsky hljóti annað valdamikið embætti er ljóst að Sovétríkin hafa unnið verulegan sigur. Röksemdir Gustavs Husaks leiðtoga kommúnista í Slóvakíu þess efnis, að þingforsetinn verði að vera Slóvaki, svo að jafn- ræði sé í æðstu embættum landsins eru léttvægar. Með því að bola hinum vinsæla Smrkovsky úr em- bætti þingforseta hefur Sov- étríkjunum loks tekizt að höggva skarð í raðir leiðtoga Tékkóslóvakíu og má nú bú- ast við að eftirleikurinn verði þeim auðveldari. Engan þarf að undra þótt á næstu mán- uðum berist fregnir um, að fleiri hinna frjálslyndu leið- toga hafi orðið að víkja úr sæti. BÖRNIN í BIAFRA mfyndir þær, sem sjónvarp- ** ið sýndu um áramótin af sveltandi börnum í Biafra hafa en aukið á þann óhug, sem þessi stríðsrekstur vek- ur hjá almenningi um heim allan. Þrátt fyrir mikið átak mannúðarsamtaka á borð við Rauða krossinn hefur engan veginn tekizt að bæta úr þeirri óskaplegu neyð, sem ríkir í Biafra. Vert er að hafa í huga, að hvorki Nígeríumenn né Biaf- ramenn gætu haldið átökun- um áfram nema vegna þess að þrjú eða fjögur stórveldi sjá þeim fyrir vopnum. Bret- land og Sovétríkin hafa tekið að sér það hlutverk að sjá Nígeríu fyrir þeim vopnum, sem valdið hafa svo mikilli neyð í Biafra og Frakkar hafa að tjaldabaki séð Biaframönn um fyrir þeim vopnabirgðum, sem nægt hafa til þess að stöðva framsókn Nígeríu- manna. Þessa styrjöld væri hægt að stöðva á fáum vikum af beggja hálfu einfaldlega með því að skrúfa fyrir vopnasend ingar til aðila. Meðan það er ekki gert halda bömin í Biafra áfram að svelta og deyja. Hversvegna vinum Lady Bird fœkkaði Eftir Nam Robertson Washington, 26.12. Frú Lyndon Johnson leit um öxl í dag yfir farinn veg síðustu fimm árin í Hvíta Hús inu. Hún aagði að dapurleg- ast væri að lokum, að vin- um sínum hefði fækkað, vegna ákvarðana, sem forsetinn og hún hefðu neyðst til að taka. Hún sagði einnig, að hver kona væri kjáni, sem ekki hefði notfært sér þau stór- kostlegu tækifæri, sem væru á vegi forsetafrúar. Æðsta eiginkona landsins upplýsti, að sársaukafullur at burðu er Kennedý forseti var myrtur, svo að segja fyrir augunum á þeim Johnsons hjónunum í heimaríki þeirra í Texas, hefði sett blett á alla tilveru þeirra í forseta- bústaðnum, og skerpt ábyrgð artilfinningu hennar í hlut- verki forsetafrúar. Frú Johnson ræddi um for tíð, nútíð, framtíð í 80 mín- útna viðtali í Lincoln stof- unni, þokaklegri fremri stofu á annarri hæð austur álmu Hvíta Hússins. Hún sagðist þess fullviss, áð hún hefði yfirunnið feimni sína, þar seim hún hefði neyðzt til þess að kynna sér og læra jafnframt því að temja sér þekkingu í töluverðum mæli á ýmsum málefnum, sem hún hafði áhuga á. Áhugasemi annarra sagði hún einnig hafa hjálpað sér áleiðis. En hún sagði, að sér hefði fundizt hún verða æ einangr- aðri, þar sem þeim vinum hefði farið dagfækkandi, sem skruppu til hennar í augna- bliksheimsóknir, svo sem eins og til þess að bjóða Johnson hjónunum í garðinn hjá sér að sumarlagi í „hamborgara- partí“. Þegar frú Johnson var spurð þess, hvort hún hefði misst nokkra vini strax, er hún flutti í Hvíta Húsið, var eins og skyggði á gleðina í svip hennar, og hún svaraði eftir smáþögn: „Ó ég er viss um það. Eg undanskil mig ekki frá manni mínum í þeim efn- um. Og það er það dapurleg- asta. Það sem ég meina, er það, að þetta er staða, sem krefst þess af okkur, að við séum ávallt að taka ákvarð- anir og ekki er til neitt, sem er áreiðanlega gott og rétt, og ekkert, sem er áreiðanlega illt og rangt. Frú Lyndon Johnson „Mjög sársaukafull lífs- reynsla". Hún kallaði þessa lífs- ireynsl'u mjög sársaukafulla. En hún sagðist hafa eign- azt marga vini, þar sem hún hefði hlotið það hnoss að hitta margar gáfaðar, athygl- isverðar og ánægjulegar mann eskjur, og fcaldi hún það hafa víkkað sjóndeildarhring sinn að kynnast áhugasviðum þeirra. Frú Johnson sagðist með ánægju skilja við eina hilð lífsins í Hvíta Húsinu, og og hún væri sú, að þurfa allt af að leggja alla sína krafta til ,líkamlega, andlega og trú arlega. „Ég ætla mér aðeins að liggja í hengirúmi og horfa upp í himininn áhyggjulaus eins og dýr merkurinnar. Lesa hægt og rólega þegar mér dettur það í hug“. Frúin talaði ákveðið um stríðið í Víetnam. Báðir tengdasynir hennar, Major Charles S. Robb, í landgöngu- liðinu og Patrick J. Nugent flugliði eru þar í hernum og er þeirra von heim í apríl. Hún var spurð þess, hvort til finningar hennar um stríðið hefðu breyzt og orðið per- sónulegri, vegna þeirra. Hún svaraði: — Vissulega, og eins og allir aðrir, sem eiga ein- hverja ástvini þar, tel ég dag ana þangað til þeir koma heim heilu og höldnu. Til- finningar fólks skerpast. Þær dofna ekki. Fólk er kvíðið, minnsita kosti er ég þannig — óróleg — fram í apríl. En ég er nú svo gamaldags, að ef landið mitt tekur þátt í því, vil ég að fólkið mitt taki líka þátt í því. Er hún var spurð þess, hvort henni fyndist stríðið hafi hamlað eða stöðvað ein- hver hagsmunamál heima fyr- ir, svo sem félagslegar endur bætur, var forsetafrúin jafn ákveðin og sagði: „Ég lýsi ósigri, þegar Medicare verð- ur þurrkað út, og svo um fleiri framfara og þjóðþrifa- félög. Með öðrum orðum, þá álít ég, að ávinningar okkar merka þjóðfélags séu orðnir til langframa, og frekari um bófca.“ New York Times Fréttaþjón- ustan. S5°Jo hœkkun á burðargjöldum — fyrir póst til útlanda NÝ gjaldskrá fyrir póst og síma tók gildi um áramótin eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrri viku. Morgunblaðið sneri sér til Gunnlaugs Briem, póst- og símamálastjóra, og gaf hann blað inu eftirfarandi upplýsingar til viðbótar við frétt föstudagsins. Burðargjld fyrir póst til út- landa hækka um 55% til jafnað- ar en einingarverð er látið standa á 50 aurum. Ábyrgðar- gjaldið fyrir ábyrgðarbréf hækk- ar úr 6 í 12 krónur en jafnframt hækkar ábyrgðarupphæðin sam- svarandi. Burðargjald fyrir hrað- bréf hækkar úr 14 í 20 krónur. Burðargjald fyrir innrituð blöð innanlands hækkar um 30% og burðargjald fyrir „prentað mál“ um 60%. Stofngjald síma, þar sem um sjálfvirkar stöðvar er að ræða, hækkar um 2500 krónur; úr 5000 í 7500, og þar sem handvirkar stöðvar eru um 1000 krónur; úr 4000 í 5000. Gjald fyrír flutning á síma hækkar úr 2500 krónum í 3750. Umframsímtöl hækka um 23% og kostar umframskrefið nú 1,60 krónur en var áður 1,30. Þá 'hækka handvirk langlínusamtöl einni um 23%. Fréttabréf úr Holtum Mykjunesi, 27. des. HÉR hefur verið hið fegursta jólaveður, stillt og kyrrt 10-12 stiga frost og lítiLsháttar snjó- föl á jörðu. Frosit hefur verið síð an 13. des., og hefur komizt nið- ur í 16-17 gráður mest, með roki þannig að kuldi var mifcilL Árið sem nú er að fcveðja var allerfitt, harður vebur og vor og rigningasamt sumar, þannig að heyskapur gekk illa. Haustið hef- ur aftur á móti verið afburða gott og jörð klakalaus fram í miðjan des. og var uranið að jarða bótum til þess tíma. Afkoma sumra bænda er ekki nógu góð og er það meðal annars fyrir það að framleiðslan fæst seint borg- uð og ekki að fullu eins og gert er ráð fyrir í lögum. Nú dregst mjólkurframleiðslan mjög sam- an hér um slóðir og fer þeim fækkandi sem stunda mj ólkur- framleiðslu og er margt sem veld ur því. Heilsufar hefur verið sæmilega gott nema að hettusótt hefur verið að stinga sér niður hér næstum í heilt ár. Og svo fer dagiran að leragja og nýtt ár rennur upp og við von- um að það taiki því ári fram, sem raú er að kveðja. — M. G. ÍUGIYSINGAR SÍMI 22*4*80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.