Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1969. Átta af heimsmeisturum Tékka í liði þeirra hér — Koma á laugardag og leika á sunnudag og þriÖjudag HEIMSMEISTARALIÐ Tékka í handknattleik kemur hingað á laugardag'skvöldið og leikur hér landsleiki við íslendinga á sunnu daginn og þriðjudaginn. í liði Tékkanna eru 8 af þeim sömu görpum og hér voru í fyrra en þeir allir áttu sinn þátt í heims- meistaratitli Tékka. Leikurinn á sunnudaginn hefst kl. 4, en síð- ari leikurinn verður á þriðju- dagskvöld. Það verður fjör í „höliinni" þessa lcikdaga. Ungl- ingalandslið pilta og stúlkna leika á undan leiknum á sunnu- daginn og lið drengjanna einnig á þriðjudaginn. Lúðrasveit leik- ur bæði kvöldin og setur sinn svip á stemninguna. Tékkarnir leika tvo leiki við Svía áður en þeir koma hingað. Fara þeir fram í Gautaborg á miðvikudag og í Málmey á föstu daginn. Síðan koma þeir á laug- ardaginn hingað. van. en þeir voru báðir hér í Lið þeirra er þannig skipað: Markverðir: Arnost og Skar- fvrra. Leikmenn: Benes, Duda, Hav- lik, Herman, Konecny og Anton Mares, en þeir voru allir hér ‘ fyrra og auk þeirra eru Donicak Klimcik, Kranat, Vojta Mares, Podrygala og Satrapa. Fararstjóri er Knotak form. landsliðsnefndar og með í för- inni er hinn heimsþekkti þj'álf- ari, König og auk þess tveir aðr- ir i farartstjórn. Þessir leikir bjóða upp á einstök tækifæri fyrir hand- knattleiksunnendur. Tékkn- eska liðið hefur um langt ára- bil verið í allra fremstu röð og oft heimsmeistari — eins og það er nú. Liðið hlaut þó ósigur gegn V-Þjóðverjum 3. janúar sl. í Frankfurt er Þjóð- verjar unnu 14:13, eftir að Tékkar höfðu haft forystu i hálfleik 8-6. Velgengni Þjóðverja hefur verið með einsdæmum að undanfömu en úrslitin 14-13 sýna þó vel, að Tékkar geta vart talizt eftirbátar þeirra. Lið þessara þjóða má senni- lega telja sterkustu lið Evr- ópu um þessar mundir og þær leggja nú hið mesta kapp á undirbúning fyrir HM sem hefst í haust. íslendingar hafa fjórum sinn- um leikið við Tékka í landsleikj- um. Tékkar hafa unnið þrjá leik- anna: 27:17 árið 1'958 í Magde- burg, 19-17 í Reykjavík í fyrra Afslóttarmiðar á landsleikina HANDKN ATTLEIK 9SAMB AND IÐ hefur nú tekið upp þá ný- lundu að selja miða að öllum fjórum heimsleikjum ísl. lands- liðsins hér — en þeir verða allir í janúar — í afsláttarblokk. Eru þetta aðgöngumiðar að leikjun- um gegn Tékkum 12. og 14. jan- úar og leikjum gegn Spénverjum 25. og 26. janúar. Ef miðar eru 'keyptir á alla leikina kosta þeir 500 kr. en ella 600 kr. séu keyptir einstakir miðar. Þessar blokkir verða seldar í Laugardalshöli- einni á laugardag og sunnudag. Forsala miða hefst annars í bókaverzlunium Lárusar Blöndal og verðið eins og áður 150 kr. fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. Sá gamli vann í 4. sinn á 5 árum BELGÍSKI hlaupagarpurinn heimskunni, Gaston Roelants, sigraði í 4. sinn á fimm árum í hinu fræga Nýárshlaupi í Sao Fauio, en hlaupi þessu hefur verið gefið nafnið „kringum hús- in“, því hlaupíð er um stærstu iðnaðarborgir landsins, um þröngar götur með kröppum j beygjum og skari fólksins um- kringdir hlauparann hverju sinni — svo Iögregluþjónar verða að ryðja honum brautina. Að mirmsta kosti hélf önnur og 18:14 í sömu ferð í fyrra. Ein- um leik lauk með jafntefli, 15:15 í Stuttgart 1961, en það ár náði fel. liðið lengt í HM, hlaut 6. sæt- ið. Tékkar hafa farið miklum við- urkenningarorðum um ísl. hand- knattleiksmenn og leikir þessara þjóða alltaf verið mjög skemmti- legir og vel leiknir. Vonandi verð ur svo einnig nú. Þá verður eng- inn svikinn af heimsókn í Laug- ardalshöllina. Tveir af heimsmeisturum Tékka Mares. Skarvan markvörður t.h. Heppnin elti landsliðið — er það sigraði pressuliðið 21:15 á laugardaginn í leik stangarskota og misnotaðra vítakasta LANDSLIÐIÐ sigraði „pressu- liðið“ í handknattleik með 21:15 á Iaugardaginn og sigurinn varð stærri en efni stóðu til. Kom þar hvorttveggja til að einstök heppni lék við landsliðið og eins hálf gáfust pressuliðsmenn upp er á leið leikinn og á þá tók verulega að halla. En þó bæði lið, og þá einkum landsliðið, sem að sjálfsögðu lék mun heilsteyptari leik og kerfis- bundnari en ósamæft pressulið, ættu góða spretti í leiknum, þá var heildarsvipurinn heldur dauf ur. Kann það að stafa af þreytu liðsmanna eftir erfiðar æfingar, en þó svo sé er engin ástæða til að vera of svartsýnn fyrir leik liðsins um næstu helgi. Landsliðið hafði öll itök á leikn um fyrstu 12 mínútumiar og það dróst lengi að almennilegt akot kæmi að marki landsliðsins. Landsliðið skoraði 3 fyrstu mörk in og þannig stóð er 12 mín. voru af leik er Sturla Jónsson skor- aði fyrsta miark pressuliðsins. Landsliðið koimst síðan í 5:1 en þá vaknaði pressuliðið og átti góðan kiafla í 7:6 fyrir presisu- liðið og í hléi hafði pressuliðið forystu 8:7. Baráttan hélzt jöfn fram í miðjan síðari hálfleik e<n þá hiafði landsliðið náð eins marks forystu — enda elti óheppnin pressuliðsimenninia. En eftir aþð náði landsliðið algerum tökum á leikmum og vann sem fyrr segir með 21:15. Pressuliðsmenn áttu 5 stangar- skot og létu verja tvö vítakasita sinnia. Að vísu átti lamdsliðið einnig stangarskot, en færri og vfei misstu þeir engin. Langbeztur á vellinum var Geir Hallsteinsson .Hann skor- aði 7 mörk, en átti auk þess snilldarlegar línusendingar. Ekki er að efa að hann verð- ur okkar beittasta vopn gegn Tékkum en aðrir áttu einnig góðan leik eins og Ólafur Jóns son, Öm Hallsteinsson, Auð- unn Óskarsson og markverð- irnir báðir. En því miður var liðið glompótt. f pressuliðinu var Hjalti i markinu langbeztur í fyrri hálfleik en slappari eftir þvi sem á leið. Þar áttu og beztan leik Sigurbergur Sigsteinsson og Sigurður Jóakimsson. Heildarsvipurinn var í daufara lagi og mikið kraftaverk er ef landisliðið hrósar aftur slí'kri heppni og elti það í þessum leik. — A. St. Donskir dómar- ar dæma ÞAÐ verða tveir danskir dómar- ar sem dæma landsleiki íslend- inga og Tékka á sunnudaginn og Iþriðjudaginn. Það eru þeir Knud 'Hjuler og Henning Svemsson. — 'Hvorugur þeirra hefur áðir kom ið hingað en vonandi tekst þeim að hafa góða stjórn á þeirri spennandi viðureign sem um verður að ræða. Landsliðið móti heimsmeisturum miilljón manna var á hlaupaleið- inni oig belgíski sigurvegarinn var hyltur ákaifar en nok'kiru sinni fyrr. Hann hafði tekið forysitu í upphaifi og hél't 'henni alla leiðina, sem var 8500 m löng. Sigur Roelants var unninn með nokkr- urn yfi’rbuirð'urm en röðitn varð: 1. Roelants 24:32.9 mín. 2. Savaiki Japan 24:57.1. 3. Giusieppi Ítalíu 24:57.1. 4. Kulha Finnland 25:18.9. 5. Hesaelwall Svíþjóð 25:21.7 6. Dulonig USA 25:50.0. )Unglingarnir unnu: 3:0 EKKI gat orðið af „landsleikn um“ milli Ves'tmannaeyja og „landsliðsins" í knattspyrnu sem ráðgerður var á sunnu- dag. Varð ekki af flugi þang- að, en liðsmenn höfðu beðið lengi á flugvelli, ef gæfi. Unglingaliðið lék hin® veg- ar gegn Víking og unnu ung- lingarnir 3—0. Sýndu þeir oft góð tilþrif þrátt fyrir mjög slæm leikskilyrði. Mörkin skoruðu Marteinn Geirsson, Snorri Hauksson og Ágúst i Guðmundisson en sérstaka at- 'hvgli va'kti leikur Gylfa Gísla sonar framvarðar frá Selfossi, sem nú lék í fyrsta skipti með unglingalandsliðinu. Þar er mikið og gotf efni á ferðinni. — Einn nýliði og þrjár breytingar á tilraunalandsliði LANDSLIÐSNEFND hefur valið lið það sem leikur við Tékkana á sunnudag og er það þannig skipað. Tölurnar tákna fjölda lands- leikja er Ieikmenn eiga að baki: AL-landsl. Hjalti Einarsson, FH. 25 Emil Karlsson, KR 1 Ingólfur Óskarsson, Fram, fyrirliði 28 Ólafur H. Jónsson, Valur 2 Geir Hallsteinsson, FIH 17 Örn Hallsteinsson, FH 22 Auðunn Óskarsson, FH 9 Sigurður EinarsKon, Fram 26 Bjarni Jónsson, Valur 0 Jón H. Magnússon, Víkingur 13 Einar Magnússon, Víkingur 9 Sigurberg.ur Sigsteinsson, Fram 6 U-landsl. 3 4 4 4 5 9 8 7 Eins og sjá má er einn nýliði í liðinu, Bjarni Jónsi=on Val. Val hans er einkum umdeilt við þetta lið, en hans hlutverk mun aðallega að styrkja vörn liðsins og landsliðsnefnd telur að eng- inn 'hafi í æfingum liðsmanna að undanförnu tekið jafnmiklum framtförum og hann. Þrjár breytingar eru á lands- liðinu frá því er það lék gegn pressuliðinu á laugardag. Hjalti kemur í markið í stað Birgfe fé- laga síns. Sigurbergur Sigsteins- son og Sigurður Einarsson koma í liðið í stað Ágústs Svaivarssonar _ Jónis Karlssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.