Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1963 11 Halldór Jónsson, verkfrœðingur: Um framtíö einkafyrirtækja ÞAÐ eru víst flest okkar sam- mála um það, að ein meginfor- senda þess, að nokkur þjóð geti verið sjálfstæð, er sú, að þjóðin sé þese megnug að annast verzl- un með lífsgæði sín sjálf. Það er kunnara en á þurfi að minnast, hversu samvizkulausir kaupmenn hafa leikið frumstæð- ar þjóðir á öllum tímum. Hversu dökk er ekki minning hinna dönsku einokunarkaupmanna í huga okfkar Islendinga. Þetta hefur jafnvel leitt sum okkur til þess að taka vara á eér hvenær sem þeir heyra á kaupmennsku minnzt. Verzlunarábati er í þeirra eyrum sama og í vísu Páls stendur: Illa fenginn auðinn þinn áður en lýkur nösum aftur tínir andskotinn upp úr þínum vösum. Víst er um það. Kaupmenn verða alltaf eins og aðrir menn misjafnir eins og gengur. En það eru fleiri tegundir af kaupmönn- um til núna en áður tíðkuðuet. Nægir að nefna útgerðarmenn, bændur, og verktaka alls konar. Allir þessir stunda í' raun og veru verzlun. Vegna þeirra okk- ar, sem tileinkað hafa sér hugs- unarhátt til verzlunarábata, svip aðan þeim og fram kom í vís- unni, er ekki úr vegi að taka verzlun og ýmsan annan atvinnu rekstur á Islandi til lauslegrar abhugunar. Þegar ég tala um einka- fyrirtæki þá á ég við hvert það fyrirtæki, sem er rekið án opin- berrar þátttöku. BORGAR SIG AÐ REKA FYRIRTÆKI Á ÍSLANDI? Þessi spurning heyrist alloft. Þeir sem atvinnurekstur stunda eru yfirleitt ekki þeir sem svara spurningunni játandi. Hinir, sem eru áhugalausir launþegar benda á „skrifstofu'hallirnar“ og segja já. Þessari spurningu skulum við reyna að sváta hér á eftir, ef við þá getum það. Ég hygg að við séum flest sam mála um það, að við teljum rétt að einkafyrirtæki hafi vaxta- möguleika. Gerum við margt til þess? NeL Þetta er hápólitísk full- yrðing undir venjulegum krig umstæðum. En ég skaj forð- ast að fara út í pólitík. Það er nefnilega mín meining, að engin einstakur flokkur né hópur manna, 'hvað þá einstaklingar, beri einir ábyrgð á því efnahags- öngþveiti, sem íslenzkt þjóðfélag hefur verið að berjast við frá stríðsloknum. Hvernig komið er fyrir krónunni í dag er okkar alla sölk. Við gáfum okfeur aldrei tíma til þess að hugsa ráð okkar. Okkur fór sem sönnum Adams bðrnum og við fórnuðum hik- laust langtíma hagsbótum fyrir stundar þægindi. Þetta er alger- lega ópólitískur sannleikur. Hvað er það þá, sem takmark- ar vaxtamöguleika íslenzkra fyr- irtækja? Við skulum byrja á því að at- huga á hverjum ófarnaður krón- unnar hefur bitnað mest og hverj ir hafa grætt? Flestum okkar dettur strax í hug, að sparifjár- eigendur hafi tapað mestu og skuldakóngarnir, þ.e. atvinnufyr- irtækin grætt mest. Fyrra atriðið er vafalaust rétt, sparif j áreig- eigendur hafa verið leiknir svo grátt að maður hugsar sig tvisvar um áður en maður gefur barni sparibauk. En hafa allir skuldakóngar grætt? Al- menningur hefur grætt á þeim peningum, sem hann hefur feng ið að láni í húsbyggingar. En fyr irtækin? Hafa þau ekki raun- verulega tapað meiru en spari- fjáreigendur? Og hvar tapar þjóð in mest þegar á heildina er lit- ið? Eru skrauthallir og lúxir^nl- ar almennra launþega í samræmi við gjaldþrota atvinnufyrirtæki? Ég ætla að reyna að rökstyðja það, að atvinnufyrirtækin séu ekki þeir sem græða á verðbólg- unni: Mig langar því að líta yfir nokkrar greinar í iðnaði og verzl un og reyna að svara þeirri spurn ingu, hvort það borgi sig að reka einkafyrirtæki á íslandi. SMÁSÖLUVERZLUN Smásöluverzlun er samkvæmt orðanna hljóðan sú verzlun, sem kaupir hluti í heildsölu og selur þá síðan í etykkjatali og leggur um leið á vöruna þá prósentu, sem smásalinn þarf til þess að kostnað sinn. Að vísu er ekki svo gott lengur, að þetta lögmál fái að gilda. Farið hefur verið út í það hór, skv. hinni eðlislægu ofstjórnunarkennd íslendings- ins, að setja reglur út í loft- ið um hámarksálagningu, án þess að taka tillit til rekstrar- grundvallar smásöluverzlunar- innar. Þaðt er aldeilis íurðulegt að stór hópur þjóðarinnar virðist trúa því stait og stöðugt, að sé álagning frjáls, þá bindist kaup- menn samtökum til þess að við- halda einhverri okurálagningu. Ég fullyrði að þetta er ekki rétt. Það er nefnil. þáttur í mannlegu eðli sem heitir græðgi. Þessi þátt ur sér fyrir því, að einn lækkar sig niður fyrir hinn, til þess að ná af honum viðskiptunum. Þannig leitar verzlunin síns jafnvægis mjög fljóttega. Þann- ig gerir hún það alls staðar í heiminum og þannig gerir hún það einnig hjá oklkur Is- lendingum í iðnaðinum og verk- takaverziluninni. Það er meira að segja algengara, að menn fari á hausinn vegna ónógrar álagning- ar, sem er þó hj'á þeim aðeins tafcmörfeum af samkeppninni. Af hverju mundi ekfei gilda sama um smákaupmenn? Eða er ekki augljóst, að lögbund- inn álagningarprósenta getur ekki stuðlað að hagkvæmari inn kaupum. Miklu fremur hefur kaupmaður þá áhuga á því, að innkaupsverðið verði sem hæst, til þess að eitthvað verði úr álagn ingunni. Smásöluverzlun byggist upp með tiltölulega lítilli fjárfestingu í áhöldum og tækjum, ef þeir ekki endilega vilja byggja yfir sig isjálfir. Afskriftir véla og tækja verða því ekki ýkja mikl ar. Mikill hluti lagers smásalans er fé heildsalanna. Því er hægt að svara spurningunni jánkamdi hér, að því tilskyldu, að álagn- ingarprósenta sé ekki pínd niður fyrir það ómögulega af því opin bera. Efnahagslegur kollhnís þjóðfélagsins kemur víðar harðar niður en á smásoluverzluninni. HEILDSÖLUVERZLUNIN Öðru máli gegnir um heildsöl- una. Mikill hluti af íslenzkri heildverzlun er verzlun með er- lendan gjaldeyri, sem selja verð- ur uppá krít innanlands. Álagn- ingin er oft lögbundin oig þá otft ast höfðu fáránlega lit.il, ef um atriði er að ræða sem hafa á- hrif á vísitölu. Ég vildi til dæmis gjarnan sjá yfirvöld verðlagsmála setja upp heildsöluverzlun með t. d. rafmagnsrör eingöngu. Flytja þau inn á gengistryggðum víxl- um, lána þau út um allt land, fá seint og illa borgað hjá við- skiptavinunum, opinberum sem einkaaðilum, borga aðstöðugjöld vexti, laun ogallan kostnað. Selja síðan allan lagerinn á gamla geng inu þegar Nordal og Haralz segja, að nú skuli farinn enn einn efna hagslegur kollskítur, allt fyrir 10% álagningu. Og hvað yrði ef allir myndu neita að verzla með rafmagnsrör, þegar þessir væru farnir á hausinn? Jú, það mætti kannske fela Áfengisverzluninni að taka að sér málið eins og Sana bjórinn. Sem sagt, á isdðasta ári var heildverzluninni tekinn blóð- koppur, sem nam um helmingi lífsblóðsins, rekstrarfjárins. Ég held að jafnvel lögfræðingar gætu orðið ringlaðir af slíkri að gerð á eigin búk. Sumir okkar segja, þarna fengu heildsalarnir mátulaga á kassann. Aðrir þegja. Sjálfir þora heildsalarnir ekkert að segja, því þeir eiga undir högg misskilningis almennings á hlut- verki heildsölu að sækja. Þjóð- viljinn er fyrir löngu búinn að koma því inn í þjóðina, að heild- salar séu bara blóðsugur. — Samt er fátt eins líklegt að mínu viti til þess að skapa hagstætt vöruverð til almennings eins og öflug heildverzlun. Heild verzlanir stunda grimmilega sam keppni sín á milli um bæði verð, vörugæði og lánakjör, til þess að ná viðsikptunum við smásalana. En hvernig hefur efnahagsöng- þveitir leikið heldisalana sL 30 ár? Það er til þess dæmi, að verzl- unar- og iðnfyrirtæki, sem átti einnar miilljón krónu lager fyrir stríð, alla tið síðan sýnt krónu- legan ágóða og greitt þar af öll sín opinber gjöld, hefur nú 30 árum síðar þá aðstöðu, að skulda allan lager sinn, en SVipaður lag er og sá fyrri myndi nú vera að að krónutölu 40 milljónir. Þann- ig eru fleiri. Þetta eru fórnir færðar á altari hagspekinnar. Kannske mun Áfengisverzlunin verða að taka þessi fyrirtæki upp á arma sína eins og Sana. Er alþekkt skammlífi íslenzkra fyrirtækja nokkur tilviljun? Get- ur það verið, að við launþegar m.a. höfum drukkið upp lífsblóð atvinnuveganna? Á sér stað stöð ug eignatilfærsla frá atvinnurek endunum frá í gær til launþeg- anna frá í dag, sem verða at- vinnurekendur á morgun? Spurningunni svari hér hver fyrir sig. IÐNFYRIRTÆKI Stjómmálamenn tala faigur- lega um það, hivernig þeir ætli að bjarga landinu með því að efla iðnaðinn. — Það að þeir ætli að bjarga landinu með því að efla iðnaðinn. Það væri ósanngirni að segja það, að þeir hafi ekki reynt að gera eitt og annað fyrir iðnaðinn. En það er alltaf erfitt að samræma lýð- hylliishugmyndir atvinnustjórn- málamanna og staðreyndir í efna hagsmálum. Því fer gem fer, þrátt fyrir góðan vilja. Það á jafnt við um þau hag- stjórnarmódel, sem spámennimir okkar smíða, og okkar skatta- kerfi, að þau gera ekki ráð fyrir okkar allt að heimsmetsverð- bólgu. Hvernig breytir hún að- stöðu þess reksturs, sem verður stöðugt að endurnýja og afskrifa sínar eignir? Hér erum við kom in að óvininum mesta, verðbólg- unni. Hér á landi er algengt að leyfa 18% afskrift á mörgum vélbún- aði. Þessa verðmætisprósentu við urkenna skattyfirvöld sem nauð- synlega, til þess að fyrirtæki geti haft aðgang að yngingarbrunnin um fyrir þessi tæki. Hvernig fer með þessi 18%. Það er ópólitíisk staðreynd, að verðbólgan hefur nálgast 15% á ári sl. 20 ár. Verðrýmun hins al- þjóðlega gjaldmiðils, dollarans, er um 3% á ári. Hvar stendur ís- lenzka fyrirtækið að loknum af skriftatímanum og vill endur- nýja vélamar? Það lætur nærrí, að ekkert fé verður handbært til þess utan þau 40% af nettóágóða, sem möguleiki er á að geta haldið eftir þegar skattar eru frádregn ir. Greidd aðstöðugjöld af tap- rekstri lélegra ára hjálpa hér að minnsta kosti lítið til þess að stuðla að því, að þetta fyrirtæki haldi áfram að borga aðstöðu- gjöld. Þar að auki sér samkeppn- in, fyrir því, að ekki er kleift að reka fyrirtækin með neinum * hagnaði sem heitir umfram það, sem hægt er að kreista út með meinlætasparnaði á öllum svið- um. Og það er samkeppni í sparn aði líka á milli fyrirtækja. Þannig virðist vinsælasta leið in til þess að blása út þesskonar fyrirtæki sú, að færast gífurlega mikið í fang, slá óverðtryggð lán og fjárfesta, og auka umsvifin með hverju ári, unz blaðran springur. Verkefnin bregðast, lánstraustið minnkar, forustan orðin hjartabiluð af æsingnum og allt fer á hausinn. Hver er þá afraksturinn af starfi hins gjaldiþrota fyrirtækis? Svari því hver fyrir sig. En lit— um á húsa- og bílafcost launþega sama fyrirtækis. Ekki er gjald- þrot þar í augsýn. — Það er * aðeins athafnamannsgreyið, sem situr blankur í rjúkandi rúst fyr- irtækisins, því hann tímdi ekki að taka úr refestrinum kaup eins 'og hinir. Sé eitthvað eftir starfhæft af tæ&jakosti fyrirtækisins, þá er núna laus staða þarna fyrir eittihvað af þeim oftur- mennum flofekanna, sem geta kosið sér það hlutskipti í umboði pólitísku bankanna, að leiðbeina hinum lánlausa lýð ráðþrota at- hafnamanna, — án ábyrgðar á tapi eða gróða að sjálfsögðu. Eða bara láta Áfengisverzlunina taka við klabbinu og borga hallann af almannafé. Nú heyrum við síðast, að iðn- fyrirtæki okkar ætli að fara að selja framleiðsluvélar sínar úr landi til þess að fá meira upp I kröfur Gjaldheimtunnar, en lík- legt er að fáist fyrir þær á vænt- anlegum nauðungauppböðum. Okkar snöru þingmenn geta að vísu 'bannað útflutning vélanna.í' En þeir stöðva tæplega smíðina, ef til þesfc kemur að þeir fái ekki verkefni hér á landi. Þá verður ekki ógaman að koma í smiðjum ar og sjá bankastjóra og lögfræð inga við hvern rennibekk. Eða kannske að Áfengisverzlunin geti tekið að sér að berja jám líka, hver veit, hver veit. Ég geng frá að isvara spurning- unni hér líka. VERKTAKAFYRIRTÆKIN Hér á landi hafa á síðustu tím um verið boðin ú ýmis meiri hátt ar verk. Þar sem þau eru sum af þeirri stærðargráðu, að ekki er <að búast við því, að mörg íslenzk verktakafyrirtæki ráði við þau, þá er leitað til eriendra fyrix- tækja um tilboð. Nægir að nefna framkvæmdirnar við Álverk- smiðjuna, Straumsvíkurhöfn og Búr fellsvirk j un. Af þessum verkefnum hefðu íslenzkir aðilar að minnsta kosti haft tök á að byggja Straums- víkurhöfn, framkvæmt jarð- vinnu á álverksmiðjuióðinni og reisa háspennulínuna til Búr- falls. En hvers vegna gera þeir það ekki? Því er fljótsvarað. fs- lenzk verktakafyrirtæki hatfa greitt ful'la tolla af öllum vél- um. Þau hafa ekki aðgang að fjármagni eins og erlend fyrir tæki hafa, þó þau séu lítil. Auk þess er þau eins og önnur einka-r fyrirtæki seld umdir íslenzka skattalöggjöf, afskriftareglur og verðbólgu, sem áður frá greinir. Útlendingar eru lauisir við allt þetta. Þetta nægir til þess að 'úti loka okkar fyrirtæki frá samn- ingum eins og í pottinn var búið með þessar framkvæmdir. Hitt er svo eftirtektarvert, að hin erlendu fyrirtæki virðast lít- ið geta gert af viti hér, nema fá til okkar menn, sem þekkja okk- Framhald á bls. 18 Ur vélasal Kassagerðar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.