Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969. — Hvað lesa þeir .... Fraœhald af bls. 15. og meta og sýna að japanskar bókmenntir eiga aðgang að les- endum utan eylands okkar. Frakkland Claude Imbert, L'Express í augum blaðamanna var árið 1968 í ríkara mæli ár atburða og staðreynda en bóka. Ætli beztu sögur ársins hafi ekki flestar birzt á síðum dagblað- anna. Að öllu gamni slepptu finnst mér einkennandi í því bókaflóði sem á markaðinn hef ur streymt, að þar er iðkuð áberandi góð blaðamennska, en innblásinn skáldskapur fágæt- ari. Persónulega man ég aðeins eftir einni bók, sem virðist hafa hlotið takmarkaða útbreiðslu, en ég tel verðskulda að nefna hana, þegar spurt er um bæk- ur ársins. Það er Archie, Essays on the Better life eftir Bertrand de Jouvenel. Það er bók manns, sem bregst eins og þroskaður maður við taumlausum, fárán- legum spurningum sem leita á uppreisnargjama hugi í sjúkum þjóðfélögum okkar . Hvers vegna gróðahyggjusjón armið? Hversu langt á sá metn aður að ganga að menn vinni sig hreinlega í hel? Hvað er unnið við það að bæta enn lífs- kjörin? Er enn gerlegt — og þá hvernig — að siðbæta hið siðaða þjóðfélag okkar. Þessum spurningum og fleirum varpar de Jouvenel fram, án allrar geðshræringar. Bók hans hjálp ar til að skýra og skilja hina flóknu og ruglingslegu atburði, sem hafa sett svip sinn á þá tíma, sem við lifum. Uppreisn- aræði stúdentanna í maímánuði í Frakklandi, Þýzkalandi, ítal- íu og Englandi birtu okkur taugahrun þjóðfélaga, undirstöð urnar voru að bresta og fylk- ingar riðluðust. í Arcadie veltir heilsteyptur, fordómalaus og gáfaður maður þessum málum fyrir sér — og það er ferskur blær yfir skrifum hans, skýringum og niðurstöðum. Aðra bók ársins tel ég hik- laust vera The First Circle eftir sovézka rithöfundinn Alexand- er Solzhenitsyn. Sagan er ekta, og hún hefur djúp og varan- leg áhrif á þann sem les hana af kostgæfni og íhygli. Óspart er vikið að miskunnarleysi og grimmd Stalíns, en það gerir skáldið á svo listrænan hátt, að í minnum skyldi haft, rétt eins og lýsingar Tolstojs á Napoleons- styrjöldunum í „Stríði og frið- ur“. Bókin er erfið, en þó er hún ljós og einföld. f stuttu máli sagt: hún er meistaraverk. Af skiljanlegum ástæðum, sem ég mun nú skýra, kýs ég að bíða um stund með að nefna þriðju bók ársins. Það stafar af því, að mér er kunnugt um, að eftir fjórtán ára hlé hefur Francois Mauriac skri£að skáld sögu, en hennar er ekki að vænta á bókamarkaðinn fyrr en á þessu ári. Þar sem hún var þó skrifuð á árinu 1968 tel ég naumast óviðeigandi að nefna hana eina beztu bók ársins, þó svo að hún sé ekki enn komin fyrir almenningssjónir. Jean Rosenthal, bókaútgefandi Við lok þes9a árs er átakan- legt að líta um öxl og sjá, hvensu fáar þær bækur eru, er hafa markað tímamót. Ég hrósa því happi að hafa aðeins verið beðinn að nefna þrjár bækur, þar sem viðbúið er að með því að telja þær upp verði ekki margar ónefndar, sem bragð er að. Sú bók, sem tvímælalaust setti svip sinn á árið og skildi eftir óafmáanleg spoir er The First Circle eftir Alexander Solzhen- itsyn. í þeirri bók heyrum við rödd fjarlægs meistara, hvers rödd barst til okkar á Vestur- löndum eftir krókaleiðum. Ég tel bók Solzhenitsyns meðal fimm eða sex beztu skáldsagna sem hafa komið út í heiminum á síðustu þrjátíu árum. Minnis- atæðust er mér þó ekki nöpur- og marglofuð lýsing hans á gamla harðstjóranum, sem situr í hátign og einmanaleik í kast- ala sínum í Kreml, heldur hin ástríðufulla bæn um frelsi, sem bókstaflega skekur bókina. Því áhrifameiri verður þessi bæn, þegar það er haft í huga, að höfundur hennar hefur eytt mörgum árum ævinnar lokaður frá umheiminum vegna fangels- isvistar og sjúkleika. Á þessu ári kom út bók eftir gamalkunnan rithöfund Margu erite Yourcenar en hún komst skyndilega á metsölubókalistann árið 1951 þegar hún sendi frá sér bók um Hadrianus keis- ara sem var gagnmerk, en á stundum dálítið þreytandi frá- sögn um líf hins nafntogaða, kynvillta rómverska keisara. Hún hafði þá gefið út allmarg- ar bækur, þótt þær hefðu feng ið dræmar viðtökur og síðan þessi bók um Hadrianus kom út hefur verið næsta hljótt um hana, utan ákveðinna hópa. Leikrit hennar (sem er gefið út ásamt ritgerðasafni) L‘Oeu- vre Au Noir er vel þess virði að því sé gefinn gaumur. Það er vel skrifað, virðist leikrænt og andi þess tíma sem það á að gerast á sýnist sannur. Sé litið á þann skáldsagna- stafla, sem hefur hlaðizt upp á árinu, fékk sérstaklega ein sam dóma lof gagnrýnenda, sem sögðu hana staðfestingu á frum legum og miklu hæfileikum. Þar á ég við Dod eftir Maurice Fickelson. Sagan er einhvers konar millistig draums og veruleika, yfir henni virðist afkáraleg framandi birta. Einlægni höfundar er óger- legt að draga í efa, stíll hans er blæbrigðaríkur og um fram allt sjálfstæður. Bandaríkin Francis Brown, bókmenntarýnir við New York Times Book Review Þegar New York Times Book Review birti bókalista ársins 1968 var sérstaklega greint frá tíu bókum, sem að mati að- standenda ritsins voru í sér- flokki. Fjórar þeirra tíu voru í enn meiri sérflokki. Fjórar þeirra tíu voru eftir bandaríska höfunda: The Armies of the Night eft ir Norman Mailer. Soul on Ice eftir Eldridge Cleaver. His Toy, His Dream, His Rest eftir John Berryman og The Double Helix eftir James D. Watson. Hinar sex voru eftirtaldar bækur: Lytton Strachey eftir Miche- al Holroyd A Cab at the Door eftir V. S. Prichett. The Collected Essays, Joum- alism and Letters of George Orweil. Confessions of Disloyal Europeans eftir Jan Myrdal. Anti Memoris eftir André Mal raux og The First Circle eftir Alexander Solzhenitsyn. í þessum flokki tíu beztu bóka ársins, að mati tímaritsins er aðeins ein skáldsaga, bók Solzhenitsyns. Að venju komu þó út fjölmargar skáldsögur í Bandaríkjunum, en uppskeran verður að teljast rýr, hvað gæði snertir. Þegar óskað er eftir áliti mínu, persónulega nefni ég fyrst bók Solzhenitsyn The First Circle, síðan The Armies of the Night eftir Mailer og Soul on Ice eftir Eldridge Cleaver, Clea ver er svertingi og hefur bók hans að geyma ritgerðir, þar sem mótmælt er, ekki beizkju- laust, misrétti kynþáttanna. í leiðinni langar mig og að drepa á njósnasöguna The Salzburg Connection eftir Helen Maclnn es, sem er í senn ágætlega skrifuð og æsispennandi. Rochelle Girson, gagnrýnandi við Saturday Review Rétt fyrir árslok skrifaði Jas cha Kessler mjög lofsamlega dóma í Saturday Review um nýjustu ljóðabók John Berry- man His Toy, His Dream, His Rest: 308 Dream Songs og líkti þessu framlagi Berrymans við Spoon River og Finnegans Wake. En ef undan er skilin frá bær lýsing' Normans Mailer á sjálfum sér og friðargöngunni 1967 í Washington í bókinni The Armies of the Night kom fátt bitastætt frá hendi þekktra bandarískra rithöfunda á síð- asta ári, sem þoli samjöfnuð við fyrri verk þeirra. Á hinn bóginn sendi gagn- rýnandinn og menntafröm- uðurinn Benjamin de Mott frá sér bók, sem mér þótti mikið til koma. f bók hans A Married Man hefur höfundurinn fært ósköp hversdagslega atburði og efni í hugljúfan og skáldlegan búning og skáldið Norman Rost en hefur í fyrstu skáldsögu sinni Under the Broadwalk seitt fram ævintýralega ljóðræni um margþvælt efni: bernskuár blá snauðs gyðingadrengs í Brook- lyn. f For Expensive People sagan af Rauðhettu væri Grimms ævintýri? Og líka Stígvélaði kötturinn? Og Mjallhvít? En svo er ekki. Þessar sögur skráði fyrst Frakkinn Perrault á síðari hluta 17. aldar. Perrault og sögur hans eru nær óþekktar á íslandi. Úr því ætlar franski sendikennarinn, Jaques Raymond að bæta, því hann hyggst flytja á vegum Alli- ance Franeaise tvo fyrirlestra á frönsku um Perrault. Verður sá fyrri miðvikudaginn 22. janúar kl. 8 í 1. kennslustofu í Háskóla íslands og er öllum heimill að- gangur. M. Raymond skýrði frétta- manni Mbl. frá ástæðunni fyrir því, að hann heldur þennan fyr- irlestur einmitt nú. Nýlega er komin út í Frakklandi bók um þjóðsögur Perraults, sem hefur vakið mikla athygli. Þetta er fyrstu gráðu doktorsritgerð, sem þekktur maður, Marian Soriano, varði við Sorbonne. Ritið kom út hjá Gaillmars-forlaginu og hlaut höfundur fyrir það Sainte- Beuve-bókmenntaverðlaunin. — Það er mjög sjaldgæft að slík verk, doktorsritgerð frá Sor- bonne, fái bókmenntaverðlaun. En þessi bók um Perrault og sög- ur hans virðist hafa vakið at- hygli bæði hjá bókmenntagagn- rýnendum og almennum lesend- um. Segir Raymond, að þama komi fram margar frumlegar hugmyndir. Á þessari bók bygg ir hann einkum fyrirlestra sína. Sá fyrri fjallar um Perrault, sög- una og þjóðsögur han.s, og sá síð- ari um Perrault og sálfræðilegar skýringar. Sögur Perraults, sem eru 11 talsins, þar af 3 í ljóðum, komu út á árunum 1691-97, og eru því ritaðar löngu áður en Grimms- bræður eða H. C. Andersen skrif uðu sínar sögur. Perrault, sem var alvarlega þenkjandi rithöf- undur og m.a. meðlimur bók- menntaakademíunnar, eignar sýnir Joyce Carol Oates at- hyglisverða dirfsku í stíl og efnismeðferð og skipar sér á bekk með okkur snjöllustu rit- höfundum. Sovétríkin Alexei Kondra- tovitsj, Novy Mir r Moskvu Mér vefst tunga um tönn, þegar ég er beðinn að kjosa bók ársins, þar sem úr mörgu er að velja. Engu að síður er ég ekki í neinum vafa um, að ég álít útgáfu bókarinnar Out of Winter eftir Elizabeth Drab- kina mesta bókmenntaviðburð ársins 1968 í Sovétríkjunum. Bókin fjallar um líf og hugsjón ir Lenins. Vfesulega hafa margar bækur verið ritaðar um hann og verða fleiri skrifaðar í framtíðinni. Samt sem áður verður verk Elizabethar Drab- kina að teljast einstætt í sinni röð. Verkið hlaut strax feikna lega góðar undirtektir þjóðar- innar. Foreldrar frú Drabkina voru bolsévikkar frá gamalli tíð og störfuðu í neðanjarðahreyfingu byltingarmanna á keisaratíma- bilinu. Meðal mynda sem birt- ast í bókinni er ein þar sem veikluleg ung telpa stendur við hlið Lenins. Það er Elizabeth Drabkina. Hún er nú komin á sjötugsaldur. Frú Drabkina hef ur áður ritað ágæt verk um sjálfum sér aðeins tvær fyrstu sögurnar, en hinar eru skrifaðar á reikning sonar hans, sem þá var 17 ára gamall, og tileinkaðar Loðvík 14. Frakkakonungi. Þess- vegna vaknar sú spurning, hvort Perrault hafi skrifað sögurnar á nafn sonar síns honum til fram dráttar eða hvort ferskleiki frá- sagnarinnar sé að þakka þessum æskumanni, sem dó um' tvítugt, sjálfum. Þar kemur hin sálfræði- lega hlið inn í og er það efni síð- ari fyrirlestursins. M. Jaques Raymond M. Raymond hefur borið Rauð- hettu Perraults saman við sög- una, eins og hún kemur út hér á landi. En Grimms-bræður end- uðu söguna öðru vísi, þegar þeir tóku hana upp. Saga Perraults er aðvörunarsaga og endar illa, úlf- urinn gleypir Rauðhettu og ömm una, og er sagan bæði til að vara litlar stúlkur við vondum dýrum og við ástinni. En hjá Grimms- bræðrum og í íslenzku útgáfunni er veiðimaðurinn látinn skera upp úlfinn og ná út Rauðlhettu og ömmunni. Frásögn Perraults er byltinguna, en síðustu árin hef ur hún helgað sig þessu verki einvörðungu. Upphafsorð bókarinnar Out of Winter hljóða á þessa leið: „Fátt er öðrugra en segja frá sjúkleika og andláti VJadirmir Ilyich Lenins. Ég mun byrja frásögn mína á endinum og snúa þannig tímanum við“. Lenin lézt aðeins 53 ára gam all og banamein hans var heila kölkun. Brezkur læknir, sem stundaði hann, lét hafa það eft ir sér, að þrátt fyrir mjög al- varlegar og miklar heilaskemmd ir hefði Lenin haldið greind og viti fram í andlátið. Nokkru fyrir flokksþingið 1922 veiktist Lenin svo hastar- lega, að hann óskaði eftir, að annar ræðumaður yrði valinn í sinn stað. Þó hélt hann áfram að semja ræður og skrifa grein ar. Hann hafði áhyggjur af því hvernig flokknum myndi reiða af í þeirri ringulreið og upp- lausnarástandi sem ríkti eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Hann hafði áhyggjur af afkomu bændastéttarinnar og af hinni nýju efnaihagsstefnu. Drabkina segir, að skýrslan hans til flokksins hafi komið til félaganna eins og „vorblær" og hafi hún stuðlað að því að stappa stálinu í þá, svo að þeir horfðu vongóðum og bjartsýn- um augum til framtíðarinnar. Out of Winter er ekki skáld- verk í eiginlegum skilningi, það er heimildarrit. Samt sem áður hefur Drabkina tekizt að draga fram persónutöfra Lenins í frá sögn sinni — það er sjaldgæft afrek í bókmenntum. alveg frábær, segir M. Raymound og mörg orðaskipti hjá honum halda sér nákvæmlega gegnum allar breytingar. T.d. orðaskipti Rauðhettu og úlfsins: Af hverju ertu með svona stór eyru? Svo ég geti betur heyrt til þín o.s.frv. Ein undantekning er þó á. Þegar kemur að síðustu setningunni, hættir Pérrault skyndilega þessu endurtekna orðalagi, til að koma á óvart og ná áhrifum, sem hægt er að gera með raddblæ í talaðri frásögn: í stað þess að svara spurningunni: Af hverju ertu með svona stórar tennur? á sama hátt og áður, þá fellir hann nið- ur orðið betur og segir: Svo að ég geti etið þig! Og svo etur úlf- urinn Rauðhettu. Sögulok. Þar sem ekki voru almennt rit aðar niður þjóðsögur fyrr en á síðustu öld, er erfitt að vita hve mikið af sögum Perraults er frá honum sjálfum komið og hvað er þjóðsaga. En hann hefur síðan haft mjög mikil áhrif á þjóðsög- ur í fjöldamörgum löndum. Sor- iano telur í ritgerð sinni, að sög- ur Perraults séu bókmenntir, sem þjóðsögur hafi orðið kveikj- an í. En mikið hefur verið unnið að því að finna uppruna sagn- anna. Hefur fundizt í Frakklandi og nærliggjandi löndum undir- staða sagnanna, sem verið hefur kveikjan að skrifuðum sögum hans. Það er einkennilegt með þessar sögur, segir M. Reymond, þessar sögur, segir M. Raymond, fyrir almúgafólk og eru nú gefn- ar út fyrir börn, en á um 16 ára tímabili í lok 17. aldar, þóttu þær frábærar bókmenntir fyrir full- orðna og voru fagurkerar bók- menntasalanna ákaflega hrifnir af þeim. En list Perraults er svo sérstök, að frásagnir hans ná að hrífa bæði börn og fullorðna. Af sögum Perraults þekkjum við t.d. auk Rauðhettu Stígvél- aða köttinn, sem Grimms-bræð- ur tóku upp seinna. En stundum tóku þessir þýzku bræður sögur, sem Perraults hafði, og slepptu þeim svo síðar úr sínum bókum, er þeir komust að því, ef þeir Framhald á hls. 19 Rauðhetta og Mjallhvít voru frönsk æfintýri Franski sendikennarinn flytur tyrirlestra um Perrault og sögur hans HAFIÐ þið ekki alltaf haldið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.