Morgunblaðið - 09.02.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.02.1969, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1969. Brenda, „svart vald er framtíð- BLACK is beautiful Fyrst varð á vegi okkar stúlka, sem kvaðst heita Brenda Nevmon og stunda nám í kennslufræði við Doane College í Nebraskafylki. — Skólinn okkar er ósköp líti'Il og notalegur og seint yrði hann víst tal- inn blaðamatur. En fyrst þú spyrð, þá sitjum við þarna í sveitasælunni á átt- unda hundrað manns og streitumst við að ná B.A. eða B.Sc. prófum. Ég á eftir eitt ár í námi, og þótt ekki sé það langur tími, verður mér samt órótt, þegar ég hugsa heim til New Jersey. Vissulega kann ég vel við mig í skólanum, innan um korn- akrana í Nebraska, en ég veit líka vel hverjir þarfnast mest krafta minna og því sezt oft að mér heimþrá. — Hvað heldur þú, að framtíðin beri í skauti sér um réttindabaráttu ykk- ar blökkumanna? — Sú barátta verður löng og erfið. Við hin yngri viljum breyta um bar- áttuaðferðir. Kjörorð okkar er „svart vald“, en í guðanna bænum misskíldu mig ekki. Það vald, sem við stefnum að er ekki til að kúga aðra menn held- ur að standa jafnfætis þeim. Martin Luther King hóf merkið fyrir rúmum áratug og margt hefur áunnizt. En síðan kom stöðnunin. Tvö síðustu árin fékk King í rauninni engu áork- að. Lagabókstafurinn kveður á um bann við kynþáttamisrétti á öllum mögulegum sviðum, og okkar góði Luth er King hélt áfram að ganga og ganga gegn óréttlæti. Þetta nægði bara ekki, við vissum það í rauninni öll, en að horfast í augu við það var þrautin þyngri. Eldra fólkið gerði sig ánægt. Því finnst réttarbæturnar kraftaverk. Foreldrar mínir mega ekki heyra minnzt á „svart vald", þau muna tím- anna tvenna. Við unga fólkið metum og skiljum unna sigra, en við horfumst í augu við þann napra sannleika, að lokatakmarkið er enn óralangt undan. Barátta okkar beinist inn á við, að eigin kynþætti. Aldalöng kúgun hefur svipt okkur heilbrigðum metnaði. Við erum haldin minnimáttarkennd og van- trú á eigin getu. Þennan draug ætlum við í hreyfingunni fyrir valdi hinna svörtu að takast á við. Hún stefnir að því, að þeir svörtu byrji á að bæta sjálfa sig. Menntun og uppfræðsla er fyrsta skilyrðið. Þá mun okkur vaxa ásmegin og trú á okkur sjálf, „black is beautiful“, segjum við í gamni og al- vöru. Við þrengjum okkur alls ekki upp á þá hvítu. Við ætlum okkur af eigin rammleik að ná því stigi, að eng- inn mannlegur máttur geti setið á rétti okkar. Þetta á ekkert skylt við ofbeldi, enginn þarf að skjálfa, þótt hann heyri minnzt á „svarta valdið". Hér er aðeins um að ræða fólk, sem ætlar að bjarga sjálfu sér. Ofbeldið er eitur í mínum Framhald á Ws. 13. Ármann Snævarr, háskólarektor, tekur bandarísku stúdentana tali. Neðan- jaröarhreyfing og körfuknattleikur — Spjallað við bandaríska liáskólastiidenta MARGT var um manninn í háskól- anum á þriðjudagskvöldið, er hópur 150 bandarískra háskólastúdenta átti kvöldstund í góðu yfirlæti með ís- lenzkum jafnöldrum sínum. Stúdent- arnir höfðu hér sólarhrings viðdvöl á leið sinni til Danmerkur, þar sem þeir dveljast til vors. Ferðin er far- in hæði til gagns og gamans, því stúdentarnir hljóta námsgráður af sama tagi og í heimalandinu. Mun- urinn cr bara sá að fá að njóta lífs- ins í „París norðursins", og það kváðu stúdentarnir líka sannarlegt til- hlökkunarefni. Þegar blaðamenn Mbl. komu í há- skólann mátti líta stúdentana í hróka- samræðum í stofum og göngum. Móttökunefndin hafði af mikilli röggsemi búið þannig um hnútana, að gestirnir færu héðan nokkurs vísari um háskólann og þjóðlífið al- mennt. í kennslustofum sátu full- trúar frá félagasamtökum stúdent- anna, sem kynntu þau og skiptust á skoðunum við Bandaríkjamennina. Annars staðar ræddu menn bók- menntir, tónlist og íþróttir, og bar margt á góma. Á ganginum framan við hátíðasalinn var komið fyrir veit- ingaborði, þar sem stúdentar stóðu í hópum og tóku ákvaraðnir um heims- málin yfir Egilslímonaði. Gestirnir rabba við Olaf Guðmundsson, stud. med., formann Stúdentafélags háskólans. Umræðuefnið var áhrif stúdenta á stjórn háskólans. Ljósm. Kr. Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.