Morgunblaðið - 09.02.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1960.
19
eraðir og teknir saman með
beltum. Efnin eru einnig mjög
mismunandi að gerð, eftir því
hver flíkin er.
ÞÓTT þorri sé rétt hálfnað-
ur, eru sýningadömurnar á
Signubökkum búnar að
spranga um skrautsali tízku-
kónganna í París í þeim föt-
um, sem konur um heim allan
eiga að láta sig dreyma um
í vor og sumar. Vortízkusýn-
ingunum er loki'ð og því ætti
að fara að koma í ljós hver
„Parísarlínan" er að þessu
sinni.
Það er ekkent nýtt að tízku-
frömuðirnir þar syðra keppist
um að sýna skrýtin og öfga-
kennd föt, sem fáar konur
hafa löngun eða hugrekki til
að klæðast, a.m.k. fyrst um
sinn. Þannig sýndu þeir nú
síða kjóda, þar sem pilsið er
klofið upp að mjöðm, kjóla,
sem eru opnir að framan svo
að naflinn geti blasað við og
þannig mætti lengi telja. En
það eru ekki þessi föt, sem
beðið er eftir með eftirvænt-
ingu — það er beðið eftir því
að heyxa, hvað þeir segja um
sídd ,liti og það, sem sameig-
inlegt er hjá þeim. Það er
beðið eftir „Parísarlínunni".
PILSIN STYTTAST
Pilsin styttast enn. Hjá,
Sýningu Dior-tízkuhússins lauk að vanda með því að inn kom
brúður í fullum skrúða. Var kjóllinn að sjálfsögðu hvítur og
á hann eru fest hvít taublóm.
VortízkaníParís1969
Þröngir jakkar, sfutt felld pils og hvitir skór
Balmain eru pilsin aðeins
styttri en í fyrra, hjá Dior eru
þau miklu styttri og pilsin
hjá tízkuhúsum Feraud, Ung-
aro, Cardin og Courréges
gætu ekki verið styttri, ef þau
ættu áfram að kallast pils.
Þessi gráa flannelsdragt vakti mikla athygli hjá Dior. Pilsið
er fellt og vasarnir stórir.
HVÍTT — HVÍTT
Litur sumarsins er hvítt.
Þar með er ekki sagt að flík-
urnar eigi að vera alhvítar,
heldur á flest það sem við
þær er haft að vera hvítt:
skór, hanzkar, kragar, belti
og klútar og þáð skaðar ekki
að efnið í kjólnum sé hvít-
köflótt eða með hvítu mynstri.
Með öllu þessu hvíta eru áð-
allitirnir fagurblátt, ljós-
rautt, ljósdrapp og ýmsir
ljósir daufir litir.
SÖMU FÖT A KONUR
OG KARLA
Flest tízkuhúsin sýndu
buxnadragtir, en þó ekki eins
mikið og í fyrra. Buxnadragt-
irnar líkjast nú meir karl-
mannafötum en nokkru sinni
fyrr — eða eru það kannski
karlmannafötin, sem farin eru
að líkjast kvenfatnaði? Svo
mikið er þó víst að það þyk-
ir mjög vel viðeigandi að par
fái sér föt (dragt) úr sama
efni og með sama sniði og
klæðiat eins blússum eða
peysum við. Karlmenn hafa
nú „leyfi“ til þess áð klæð-
ast skyrtum og peysum úr
efnum, sem hingað til hafa
aðeins þótt hæfa kvenþjóð-
inni.
Síðbuxurnar sitja á mjöðm-
unum og skálmamar eru víð-
ar. Jakkarnir eru síðir, og ef
síðbuxurnar eru ekki hluti
af buxnadragt eru þær hafð-
ar við stutta kjóla eða
kyrtla.
ÞRÖNGIR JAKKAR
— FELLD PILS
Dragtarjakkar eru síðir og
þröngir og pilsin eru felld eða
plisseruð.
Á kjólum er allur gangur.
Þeir eru víðir, þröngir, plíss-
Búningur frá Lanvin. Bux-
urnar eru úr rauðu silki.
in er um hálsinn með bindis-
hnút. Dior lætur sér þó ekki
nægja hlásklút um hálsinn,
heldur á áð binda hann um
höfuðið að hætti tatara. Sýn-
ingastúlkurnar hjá Ricci voru
með klútana vafða um beltin,
en leður og málmbelti setja
mikinn svip á tízkuna.
Þeir, sem verið hafa þarna
syðra síðustu dagana segja, að
nú eigi allar sannar Parísar-
dömur klúta merkta einhverju
fínu tízkuhúsi og belti með
spennu með einkennisstöfum
einhvers tízkukóngsins. Þetta
er sá varningur tízkuhúsanna
frægu, sem skrifstofustúlkan
getur veitt sér — verðið á
kjólum og drögtum er ákveð-
ið með fjárráð annarra stét-ta
í huga.
Hvítur síðdegis og kvöldkjóll frá Jean Patou.