Morgunblaðið - 09.02.1969, Side 28

Morgunblaðið - 09.02.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969. Símon hélt, að þau væru að hlæja að sér og eyddi þessu tali. Þau léku franskt kriket úti í garðinum og Lísa las fyrir Sím- on úr Andrési Önd. Því hafði Símon gaman af, en Peter fannst þetta heldur vellulegt lestrarefni fyrir strák. — Kemur hr. Peter með þér næst þegar þú kemur, Liz? sagði Símon þegar þau bjuggust til að fara. Hún tók eftir því, að hann vildi ekki láta hana kyssa sig nema þau væru ein. Svo að hún faðmaði hann snöggvast að sér og sagði. — Nei, vinur, vegna þess, að næst verð ég komin í frí og þá förum við saman til hans afa, eins og þú manst. — Já. . vitanlega. Er hann afi alltaf í sama húsinu? — Já, ætli það ekki. —Gott sagði Símon, um leið og hann stakk upp í sig heljar- miklum brjóstsykri, svo að frek- ara tal af hans hálfu kom ekki til mála. Á leiðinni til borgarinnar aftur spurði Lísa Peter, hvort honum fyndist Símon ánægður með til- veruna. Henni datt í hug þetta umtal um að heimsækja afa. — Áttu' við, að hann sé ekki öruggur um sig? Þetta umtal hans um, hvort afi væri enn í sama húsinu? — Mér finnst það ekki nema eðlilegt, sagði Peter. — ég minn- ist þess, að ég hugsaði það sama í sambandi við hann afa minn, sem átti stórt hús í Mount Cook. Við bróðir minn vorum vanir að fara þangað saman í sumarfrí- inu okkar. Þar var allt fullt af hesthúsum og útihúsum, þar sem við gátum leikið okkur. Skrifstofuhúsnœði til leigu í Austurstræti 17 (Silla og Valda húsið) 2. hæð. Upplýsingar í síma 19460. H/F JÖKLAR. Arnfirðingar — BílddœHngar SÓLARKAFFI Arnfirðinga og Bílddælinga verður í Hótel Sögu, Súlnasal sunnud. 9. febrúar kl. 8.30. Þorrakvartett, Alli Ruts o. fl. skemmta. — Dans. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Miðasala og borðpantanir gegn framvísun aðgöngu- miða verður frá kl. 2—5 sunnudag í anddyri Súlnasals. SKEMMTINEFNDIN. Gamli maðurinn, eða réttara sagt eitthvert sambland af honum sjá’lfum og húsinu hans, voru að- alhaldreipin hjá mér í þá daga. Ég sá mömmu sjaldan. Hún var dýralæknir. Kona, sem brauzt áfram. En hafðu engar áhyggj- ur, Lísa. Drengnum getur ekki liðið betur. — Ég hefði nú samt gaman af að geta haft hann eitthvað hjá mér Ég held hann sakni kof- ans okkar og kattanna, því að hann nefnir hvorugt á nafn. — Þetta er nú of djúpstætt og flókið fyrir mig, sagði Peter, dá lítið óþolinmóður. — Blessuð farðu ekki út í neina sálarfræði. Ég hef verið hrifinn af þér frá því fyrsta, einmitt vegna þess, hvað þú ert blátt áfram, telpa mín. — Ég er hrædd um, að það sé misskilningur hjá þér, svar- aði Lísa. Hún var hissa á þessu „telpa mín“ og fannst það vera eitthvað svo vanabundið orðatil- tæki — ekki sem neitt gæluorð, heldur bara í staðinn fyrir nafn- ið hennar. Hún tók að óska þess með sjá'lfri sér, að hann vildi aka svo lítið hraðar, því að hún var orð- 27 in óþolinmóð að komast heim, enda þótt hún vissi ekki hvers- vegna. Hún skyldi finna sér ein- hverja afsökun á því að hún byði honum ekki inn — hún gæti sagzt vera svo önnum kaf- in að búa sig til næstu ferðar. Hann var vonsvikinn, en lét ekki á því bera. Hann lofaði að hringja til hennar áður en hún legði upp í langferðina og sagði að enn væri hugsanlegt, að hann yrði sendur í flóttamannaflutn- ingana. — Líði þér vel . . .og talaðu ekki meira við ókunna karlmenn en þú þarft, sagði hann um leið og hann steig aftur upp í bíl- inn. — Bjáni, sagði Lísa. — Það er nú einmitt það, sem mér er borg- að kaup fyrir. — Já, það er ekki nema satt. Því er nú verr. Þegar hann var farinn, skamm aðist hún sín fyrir þetta vanþakk læti sitt. Það hafði verið fallega gert af honum að fara með hana í heimsóknina til Símonar, og það sparaði henni bæði kostnað og fyrirhöfn. Hún hafði nógan tíma til að búast af stað. Meira að segja hafði hún miklu minna að gera en Peter, og nú þegar hann var farinn. var hún einmana. Líklega var hún þverúðarfyllsta og van- IFUNA VARI ELDUUINAR MALNING FUNAVARI er plastbundin eldvarnarmálning, er blæs upp við hita og myndar frauð, sem logar ekki en einangrar vel gegn hita. FUNAVARI tefur því mjög fyrir íkviknun í eld- f imum vegg- og loftklæðningaref num og hindr- ar þannig lengi vel útbreiðslu elds. Á sama hátt einangrar FUNAVARI stálbita og járnhurðir og varnar því að málmurinn hitni og leiði hita til reiðslu elds. MALIMIIMG S KÓPAVOGI SSmi 40460 þakklátasta kvenpersóna, sem til var í heiminum. Nú lét hún niður í ferðatösku, auk handtöskunnar, sem nægði henni venjulega, því að þetta yrði langferð. Þetta tók hana um það bil klukkustund. Síðan hreins aði hún og affrysti kæliskáp- inn. Matinn úr honum fór hún með til konu með mörg börn, sem átti heima uppi á efsta lofti. Maðurinn hennar hafði skó- verkstæði á neðstu hæð. Hann gerði illa við skó og sjaldan, því að hann eyddi mestum tíma sín- um við veðhlaup. Konan var alltaf fegin að hitta Lísu og henni þakklát fyrir matinn, sem hún færði henni öðru hverju. Stundum bauðst hún til að taka til í íbúðinni fyrir hana, meðan w # ÁLFTAMÝSI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070 Opið alla daga öll kvöid og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. hún væri fjarverandi, en eftir rykinu og ruslinu að dæma í hennar eigin íbúð, þótti Lísu ekki fýsilegt að þiggja þá hjálp og sagðist alltaf hafa nógan tima tli að gera það sjálf. Konan var að gefa yngsta barninu þegar eitt eldri krakk- anna kom með Lísu upp stigann. Þrátt fyrir flakandi blúsuna og ringulreiðina á öllu, sem þarna var inni, fannst Lísu þetta eitt- hvað heilbrigt. Ungbarnið var feitt og ánægt. Enginn skeytti neitt um þefinn af óhreinum bleyjum — eða var það kannski kálsuðulykt? Börnin virtust öll heilbrigð og ánægð. Þessi kona hafði sýni- lega lent á réttri hillu í lífinu. Hún var ekki að fara í felur með neitt. Lífið gekk sinn vana- gang, eins og bezt vildi verkast. Ef ti'l vill höfðu börnin ekki neitt strangvísindalegt mataræði en mamma þeirra var þarna allt- af við höndina til að hugga þau eða skamma, eftir því sem við átti hverju sinni. Þarna höfðu þau öryggi. Á steinbrúnni úti fyrir var drengur að kenna systur sinni á hjóli. Litla stúlkan slagaði, æpti SCNNUDAGU 9. FEBRÚAR 1969 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Hvers konar skriftir ættu að ganga vel í dag, ekki sízt ef um skapandi verk er að ræða. Leitaðu þó álits vinar, sem get- ur ráðið þér heilt. Nautið 20. apríl — 20. maí Þér hættir til að segja ekki alltaf allan sannleikann og ættir að ráða bót á þeirri ónáttúru. Tvíburarnir 21. maí — 20. júín Alls konar óþægindi geta komið upp í dag, ef þú gætir ekki fyllstu skapstillingar. Sinntu þeim verkum, sem þú hefur tekið að þér, þótt hvíldardagur sé. Krabbinn 21. júní 22. júl> Þú ert hollur vinum þínum, en gleymir stundum þeim sem enn nær þér satnda. Það getur bakað sárindi, sem gróa seint, ef þú gerir ekki bragabót. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Krikjuganga væri að öllu leyti hressandi og upplífgandi fyrir þig i dag. Reyndu að fá yngri meðlimi fjölskyldunnar með. Ekki veitir af smá blessunarorðum ó þessum síðustu timum. Jómfrúin 23. ágúst — 22. sept Skapið er ekki upp á það bezta i dag. Þú ættir að heim- sækja góða vini þína og sækja þangað hressingu og upplyftingu, sem þér er nauðsyn. Vogin 23. september — 22. október Þú gætir þess venjulega að láta tilfinningarnar ekki ráða. En þú skyldir þó stundum hlusta eftir rödd samvizkunnar, a.m.k. i á- kveðnu fjölskyldumáli. Drekinn 23. október — 21 nóvember Aðstoð berst þér frá aðilum, sem þú áttir sízt von á að leggðu þér lið. Þetta skyldirðu meta að verðleikum og skrifa bak við eyrað. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Ef þú stundar einhvers konar sport, skaltu leggja það á hilluna i dag. Steingeitin 22. desember — 20. janúar Einhverjir kunningjar þínir vilja óðir og uppvægir leiða þig i allan sannleika um ákveðið og viðkvæmt mál. Ljáðu þvi ekki eyra og reyndu sjálfur að komast að niðurstöðu. Vatnsberinn '21. janúar — 19. febrúar Kaldhæðni þín er til að dylja þitt hlýja og góða eðli, það er óþarfi og þú skalt ekki hika við að koma til dyranna eins og þú ert klæddur, ef þannig stendur á. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz Þú ættir að heimsækja roskna ættingja í dag og munt komast að raun um, að það verður þér til gleði og góðs, ekki síður en þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.