Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MAJRZ 1969
Trúin á Guð, föðurland
mitt og yfirmann minn
— gerði mér kleift að standast 11 mánaða
pyntingar, sagði einn af áhöfn Pueblos
Kaliiforníu, 1. marz, AP.
LLOYD Bucher, skipherra á
Pueblo táraðist þegar einn skip-
verja hans af mexíkönskum
uppruna sagði frá pyntingnm
sem hann varð að þola meðan
þeir voru fangar í Norður Kóreu.
Kóreumennirnir voru sérstak-
lega grimmir við hann því þeir
héldu hann vera Suður-Kóreu-
búa eða Filippseying.
Mexíkaninn er kaþólskur og
hann var spurður hvort hann
hefði getað leitað styifes í trú
sinni.
,,Ekki þegar þeir voru nálæg-
ir, aðeins á nóttanmi þegar við
vorum einrr .
hegar hann sagði þetta laut
skiphenrann höfði.
,,Hvað var það sem gerði þér
kleift að standast pyntingamar
í þessa ellefu mánuði“ spurði
einn aðmirálanna.
„Trúin á Guð, föðurland mitt
og yfirmamn minn“.
Bucher fól andlitið í höndum
sér, og skömrnu síðar fór verj-
andi hans með hanin úr réttar-
salniuim. Allir sikipverjar Pue-
blos standa sem einn maður með
skipherraniumn og þeir eru sann-
fserðir um að hann hafi gert rétt.
Kvenfélng Hallgrímskirkju keld-
nr samkomu fyrir aldrað fólk
Á ÞRIÐJUDAGINN held-
ur Kvenfélag Hallgrímskirkju ár
lega samkomu fyrir aldrað fólk
í söfnuðinum. Yerður samkoman
í félagsheimili kirkjunnar og
hefst kl. 8.30.
Dagskráratriði verða þau, að
Guðrún Tómasdóttir, söngkona,
syngur við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar, en auk þess munu
sóknarprestamir báðir taka til
máis. Þá verða kaffiveitingar
fram bornar og kirkjuorganist-
inn mun stjórna almennum söng.
Þess má geta, að á þessari sam
komu verður vígt nýtt píanó,
Bezta auglýsingablaðið
sem Kvenfélag Hallgrímskirkju
hefur gefið félagsheimili kirkj-
Þessa mynd tók Sv. Þorm. í kín verska garðinum í gærmorgun, áður en opnað var þar aftur.
Hábœr opnar aftur í
Kínverska garðinum
í gær opnaði veitingahúsið Há-
bær aftur sumarveitingastað sinn
í kínverska garðinum og verður
þar opið hér eftir frá klukkan 11
á morgnana til kl. 11.30 á kvöld-
in.
Kínverski garðurinn er við
hliðina á veitingahúsinu, sem
kunnugt er og er hann yfir-
byggður, en tjörn og blóma-
skrúð inni, svo að gestum finnst
þeir vera a'ð borða úti í garði.
Frakki krefst 7,6 millj.
kr. skaðabófa
Málaferli út af leigu á Straumfjarðará
MÁLAFERLI eru hafin vegna
leígu á Straumfjarðará. Hefur
franskur maður stefnt íslenzkum
aðila hér heima, og eru ðóms-
kröfur í stefnu þær, að fslend-
ingurinn, sem hafði ána á leigu
í nokkur ár, greiði stefnanda
34 þúsund pund og 5.619 dollara
Feðgarnir á nýja verkstæðinu.
VIKINGUR
— nýtt bílaverkstœði á Akureyri
Akureyri, 6. febrúar.
FE£>GARNIR Jóhann Kristinsson
og Kristinn Jóhannsson opna I
dag nýtt og fullkomið bílaverk-
stæði að Furuvöllum 11 á Akur-
eyri. Jóhann hefir um margra
ára skeið verið framkvæmda-
stjóri Þórshamars h.f., en hóf á
síðastliðnu sumri ásamt Kristni
syni sínum byggingu hins nýja
húsnæðis til eigin starfsemi.
Húsakynnin eru mjög hentug og
fullkomin, og er vinnu3alurinn
um 400 fermetrar. Lýsing er þann
ig, að hvergi ber skugga á, og
gler í gluggum dreifir sólarljós-
inu jafnt um allan salinn. Loft-
ræstikerfi er um allt hús, einnig
í niðurfallsstokknum í gólfi vegna
kolsýringshættu. Auk vinnusal-
arins eru í húsinu skrifstofa, vöru
lager og varahlutageymsla, snyrt
ing og kaffistofa.
Viðgerðaþjónusta verður ekki
bundin við neinar einstakar bíla
tegundir, og einkum mun verða
fengizt við réttingar og almenn-
ar viðgerðir. Fyrst í stað verða
starfsmenn þrír, en verða sex
síðar meir. — Sv. P.
ásamt vöxtum og kostnaði, en
samtals eru þetta um 7.6 millj-
ónir íslenzkar krónur.
Mál þetta var þingfest i bæj-
arþingi Reykjavíkur 6. febrúar
sl. og lagði stefnandi fram
greinargerð sína í málinu í fyrra
dag. Stefndi hefur fengið frest
til að skila greinargerð sinni til
6. marz n.k., að því er Björn
Guðmundsson, fulltrúi hjá Borg
ardómaraembættinu tjáði Mbl. í
gær.
í greinargerð stefnanda segir
um málavexti, að árið 1961 hafi
hann (Frakkinn) í fyrsta sinn
tekið á leigu veiðirétt í Straum-
fjarðará, en þá mun hinn stefndi
hafa haft ána á leigu frá land-
eigendum. Tveimur árum síðar
lánaði Frakkinn íslenzka leigu-
takanum 5.619 dollara, og átti sú
upphæð að renna til að kaupa
lönd, sem lægju að Straumfjarð
ará. Upp í þetta áttu að koma
útgjöld í sambandi við kaupin.
Fyrri leigusamningurinn um
Straumfjarðará rann út árið
1964 og í október það ár var gerð
ur nýr leigumáli milli aðila um
tímabilið 1. jan. 1965 til 31. des.
1974. Stefnandi vissi ekki betur
en stetfndur hefði ána sjálfur
að leigu, þar til fyrir rúmu úri
að hann komst að því, að leigu-
máli fyrrverandi leigutaka árinn
ar var útrunninn sl. haust. Seg-
ir stefnandi í greinargerð sinni,
að hann hafi greitt alla leiguna
fyrirfram, þegar leigumáli var
gerður — samtals 35 þúsund
pund. Bréfaskipti fóru fram milli
Frakkans og íslenzka leigutak-
ans, og hinn 23. janúar 1968 rit-
aði hinn síðarnefndi Frakkanum
bréf, og mat þá veiðiréttinn á
7200 pund mánuðina júlí og
ágúst.
Stefnandi svaraði þessu bréfi,
og lagði hann til að annað hvort
yrði staðið við leigumálann eða
fyrri leigutaki árinnar greiddi
sér 39.830 pund. Er þar reiknað
með sjö árum, sem eftir voru af
leigutímanum, en Frakkinn hélt
veiðiréttinum sl. sumar, þannig
að vanheimildin nær ekki nema
til sex ára. Telur Frakkinn því
skaðabæturnar 34 þúsund pund.
Rétt er að taka fram, að hér
kemur einungis fram sjónarmið
stefnanda, en sem fyrr segir mun
lömaður stefnanda leggja fram
greinargerð hans hinn 6. marz
n.k.
Var garðurinn mjög vinsæll síð-
astliðið sumar og komu þar bæði
erlendir ferðamenn og tslending
ar. Matreiðslumaður er kínversk
ur, svo bæði eru þar á boðstól-
um kinverskir réttir og evrópsk-
ur matur. En kaffisala er þar
allan daginn. Gafðurinn er rek-
inn samhliða veitingahúsinu, en
inni í húsinu er vínstúka og veit
ingasalur. Tónlist er í garðinum,
leikið á rafmagnsorgel.
Svavar Kristjánsson, veitinga-
maður í Hábæ, sagði Mbl. áð
hann væri búinn að skrifa lista-
mönnum og segja þeim að þarna
væri aðstaða til sýningar á lista
verkum, og hafa reyndar áður
verið listsýningar í kínverska
garðinum. Eins sagði hann að
þar væri aðstaða fyrir verzlunar-
menn til sýningar á vörum og
tækjum.
Breytingor ó
Alþýðublaðinu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því
í gær, að það muni verða með
breyttu sniði í framtíðinni. Þann
ig sé baksíðuefni ætlaður stað-
ur í opnu blaðsins í framtíðinni,
nýr blaðhaus verði gerður og
ýmsar fleiri breytingar. Þá seg-
ir, að sunnudagsblöð Alþýðu-
blaðsins verði einnig með nokk-
uð öðru sniði en aðra daga.
Blaðið boðar einnig endurbæt-
ur á letri og prentun og batn-
andi tæknilegan frágang.
Móðir misþyrmdi litlum
syni á hroðalegan hátt
FIMM ára dreng var sl.
fimmtudag komið undir lækn-
ishendur, eftir að uppvíst
hafði orðið, að hann hafi orð-
ið að þola hroðaleigar mis-
þyrmingar af móður sinni.
Voru margir áverkar á drengn
um, m. a. var hann handleggs
brotinn og voru brotin talin
allt að 3ja vikna gömul. Dreng
urinn liggur nú á barnaspitala
Hringsins, en móðurinni hefur
verið komið í geðrannsókn, að
sögn Bjarka Elíassonar, yfir-
lögregluþjóns.
Mál þetta komst upp með
þeim hætti, að litli drengur-
inn kom í búð hér í bæ,
augljóslega vanræktur og bað
um að sér yrði gefið eitthvað
að drekka. Starfsfólkið sá
strax hvernig komið var fyr-
ir drengnum og lét lögregluna
vita, og eftir skjóta athugun
var barnaverndarnefnd gert
aðvart. Var drengurinn þeg-
ar fluttur í Borgarsjúkrahús-
ið, og þaðan í barnaspítalann.
Þar varð hann að gangasrt und
ir langa aðgerð, því að m. a.
þurfti að brjóta upp brotin á
handlegg hans sem byrjuð
voru að gróa saman. Áverk-
ar voru einnig á fótum, hálsi,
úlnliðum og andliti og virtust
sum sárin vera eftir bönd.
F uilvíst er, að það var
móðir drengsins, sem valdið
haifði þessuim áverkium, og
talið að hún haifi gert það
í æðisköstuim, þó að eflcki sé
vitað rnánar uim tildrög þess.
Sem fyrr segir hefur konunni
verið komið í sjúikralhús til
geðrannsóknar. Anmar somur
konunnar var á heimilmiu, ein
engir áverkar voru sjáanlegir
á honum, og talið að hamm
hafi ekki þurft að líða neinar
misþyrminigar. Honuma heíur
niú verið komið fyrir á bama-
heimili.