Morgunblaðið - 02.03.1969, Page 16

Morgunblaðið - 02.03.1969, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 Peningomenn — sælgætisgerð Sælgætisgerðarmaður óskar eftir sambandi við mann sem vill leggja fram fjármagn í sælgætisgerð, flestir staðir á Landinu koma til greina. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl., merkt: „Iðnaður — 6305“. Bach-tónleikar Bachtónleikar verða í Laugarneskirkju í dag, sunnu- daginn 2. marz kl. 5 síðdegis. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. Vélri tun arstúlka Stúlka vön vélritun með nokkra kunnáttu í málum óskast til starfa frá 15. marz nk. Laun samkvæmt kjaradómi. Uppl. ekki gefnar í síma. Rafmagnseftirlit ríkisins. argus auglysmgaslofa M/S GULLFOSS 20 daga vorferö 14. maí — 2. júní Prá Rcykjavík......... 14. maí Til London ........... 18. mai Prá London ........... 19. maí Til Amsterdnm......... 20. mal Frá Amsterdam ........ 22. maí Til Hamborgar . ...... 23. maí Frá Hamborg .......... 24. maí Til Kaupmannahafnar .. 25. mai Frá Kaupmannahöfn .... 28. mai Til Leith ............ 30. mal Frá Lcith .......... 30. maí Til Reykjavíkur........ 2. júni ALLT HEILLANDI FERÐAMANNABORGIR Verð farmiða frá kr. 13.000.00 fœði og þjónustugjald innifalið. Skoðunar-og skemmtiferðir í hverri viðkomuhöfn. Dragið ekki að panta farmiða. NOTIÐ FEGURSTA TIMA ARSINS TIL AÐ FERÐAST. * Ad«r ninarl upplýtlngar veltfr: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin Pósthússtræti 2, •fmi 21460 og umboðsmenn fótegslns. - ÚR VERINU Framhald af bls. 3 um 10 milljónir króna á dag, á meðan verkfallið stóð, eða 300— 400 milljónir króna yfir tímann, og er sjálfsagt frekar of vægt í sakirnar farið frekar en hitt. T.d. hefði mátt fara að veiða loðnu hálfum mánuði fyrr en gert var, ef verkfallið hefði ekki verið. Aflabrögð voru líka góð þegar í byrjun ársins, einkum á línu og raunar troll líka, og hefði trú- lega aflazt mikið þennan allt að hálfan annan mánuð, sem verk- fallið stóð eða áhrif þess. Nú vofa nýjar vinnudeilur yfir 1. marz út af vísitölunni. Margur er nú kvíðafullur út af þeim átökum, sem framundan eru. Verða nú staðir eins og Horna- fjörður og Vestmannaeyjar og verstöðvamar á Súðurnesjum og Akranesi fúsar til þess að lýsa yfir verkfalli á ný. Sjómanna- verkfallið varð miklu lengra en nokkurn óraði fyrir. Verkfallið í fyrravetur var líka miklu lengra eri nokkur gat búizt við. Verkfall stóð í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum í nær heila vertíð, og svo svarf það að öll- um, að enginn gat næstu árin hugsað sér verkfall. En er það ekki svo, að-hin ein- stöku verkalýðsfélög hafa afsal- áð sér réttinum til þess að fara með sín mél í hendur landssam- banda og ráða þar af leiðandi litlu um þessi mál? Hvert er stéttabaráttan að fara með efna- hag Bretlands, og hvert er hún að fara með efnahag íslands. Verkfall í marz og apríl myndi valda þjóðinni óbætanlegu tjóni, sem ekki verður séð fyrir afleið- ingarnar aT. TÍMAMÓT Þjóðin stendur á tímamótum efnahagslega. Sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli undanfarin 3 ár vegna þess að síldin lagðist frá landinu, mikið verðfall varð á útflutningsvörun- um, þorákveiðamar genigu sam- an, íslenzkur iðnaður átti í vök að verjast og landbúnaðurinn bjó við illt árferði. Afleiðingar kreppunnar 1930 komu ekki í ljós strax hjá al- menningi í versnandi lífskjörum, minni atvinnu og innflutnings- höftum. Það var ekki fyrr en 1—2 árum eftir að kreppan hafði skollið á sjávarútveginum með öllum sínum þunga, að almenn- ingur varð fyrir barðinu á henni. Sjávarútvegurinn bar svo ekki sitt barr í 10 ár eða þar til strið sneri hlutunum við. Nú eru af- leiðingar af erfiðleikum sjávar- útvegsins 3 undanfarin ár að skella á almenningi með fullum þunga og birtast nú m.a. í at- vinnuleysi, verri lífskjörum og landflótta. Við lok verkfallsins mun at- vinnuleysi að vísu minnka í sjáv arþorpunum og sums staðar mun það halda áfram. Þjóðinni allri er nú Ijóst, áð það verður að búa þannig að sjávarútveg- inum að hann beri sig. Haldi siávarútvegurinn áfram að draig- ast saman, dregst allt saman: atvinna, verzlun, framleiðsla ís- lenzks iðnaðar og landbúnaðar- ins og öll þjónustustarfsemi. Ríkisstjórnin gerði virðingar- verða tilraun til þess að rétta við hag sjávarútvegsins með gengis- lækkuninni í haust, en því miður var það of seint og of líti'ð, sem kom í hlut sjávarútvegsins við þá ráðstöfun. Hann hjakkar enn í saoia fari'niu. Byrðunuim hefur aðeins verið létt af ríkissjóði og svo óhjákvæmilegum álögum á almenning, ef ekki hefði verið farin gengislækkunarleiðin. Hvað verður nú gert til þess að hleypa nýju lífi í sjávarútveg inn? Ætli aðrar atvinnugreinar verði ekki of seinvirkar til að létta af atvinnuleysinu og auka útflutninginn? VERBLAG A LÝSI OG MJÖLI Undanfari'ð hefur verðlag á lýsi og mjöli verið að styrkjast og má heita gott á mjöli. Þetta á rót sína að rekja til minni veiði Norðmanna og að Perú- menn hafa stöðvað sínar veiðar fcíma og tíma, og stendur eitt veiðibann þeirra nú til 1. marz. Vetrarsíldveiði Norðmanna brást með öllu í fyrra, og þeir eru ekki farnir að veiða neina síld að rá'ði enn, og markrílveiðin í Norðursjónum hefur mikið til brugðizt. Hins vegar er mikil loðnuveiði við Noreg eins og hér. AFLI NORÐMANNA Um miðjan febrúar var þorsk- afLi Norðmannia orðirun meiri em nokkum tíma á undanförnum tíu árum eða 28 þúsund lestir. Það hefur dregið úr söltun á fiski, en aukizt herzlan og þó einkum frystingin. METVEIÐI A LOÐNU 1 NOREGI 20. febrúar voru Norðmenn búnir að veiða 750.000 tunnur af lo'ðnu, en fyrst þennan dag hófst loðnuveiðin við Noreg í fyrra. Heitur og kaldur SMURT BRAUÐ OG SNITTUR Sent hvert sem óskað er, simi 24447 SÍLDOGFISKUR BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu KAPUR - JAKKAR PILS - SKOKKAR HAGSTÆTT VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR HVÖT félag sjálfstæðiskvenna heldur tund miðvikudaginn S. marz kl. 8.30 eh. að Hallveigarstöðum Túngötu 14 Fundarefni: 1. Nýsköpun félagsmála hjá Reykjavíkurborg. Páll Líndal, borgarlögmaður flytur erindi, síðan frjálsar umræður. 2. Kaffihlé. 3. Sýndar verða kvikmyndir frá 2 síðustu sumarferðum Varðar. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.