Morgunblaðið - 08.03.1969, Síða 1

Morgunblaðið - 08.03.1969, Síða 1
 I 32 S1ÐUR 56. tbl. 56. árg. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Skelfingar klaufar eruö þið greyin mín“ - — Sagði Scoit, þegar illa gekk að losa ferjuna — Fyrsti öskuhaugurinn er kominn á braut um jörðu Geimstjórnairstöðinni, Houston, 7. marz, AP. ♦ HIÐ vel heppnaða reynslu flug með tunglferjunni í dag, sannaði að allur sá útbúnaður, sem Bandaríkjamenn hafa smið- að til tunglferðarinnar er traust- ur og góður, og því ekkert til fyrirstöðu happasæili lendingu á þessum fyrsta hnetti sem mann- kynið lieimsækir. ♦ Tunglferjan er fyrsta mannaða geimfarið, sem ekki gat komzit til jarðar af eigin ramleik. ♦ Jafnvel í geimnum gera heimilisvandamálin vart við sig, tunglferjunni varð t. d. að breyta í fyrsta öskuhauginn á braut umhverfis jörðu. Á Kennedyhofða, í Houston, í öllum Bandarikj'unum ag lílklega mestuim hluta heimsi'ns, héldu mienn niðri í sér andainum og krosslögðu finigur, þegar tungl- ferjan var losuð frá Apolo 9, og henni flogið burt. Aðskilnaður- inn ihafði srniávegis vamdamál í för með sér, því ein tengistöngin losnaði ekki strax og ferjan hékk föst á henni. Af mikilli le.iknd tökst Scott að hreyfa stjórnfarið örlítið til, og þannig losa hana. „Skéifingar klaufar eruð þið, greyin mín“, sagði !hann við Mc- Divitt og Schweiekart. „Ég veit ekki hvort ég þori að skilja ykk- ur eina eftir“. Fyrsta hálftímann voru förin nær sambliða, meðan geimfar- arnir tveir yfirfóru tæki ferj- unnar. Þá ræsti Scott hreyfil ApoJlos og fór þrjár imílur fram- fyrir hana Með þvi móti hefðu brautir faranna skorizt sjálf- krafa eftir fyrsta hringinn, ef eitthvað hetfði komið fyrir. Klulkfcustund eftir aðskilnað- inn ræstu þeir McDiwitt og Schweickart eldflaugahreyfil ferjunnar til að auka fjarlægð- ina upp í 55 mílur. f>etta var enn ein öryggisráðstöfun, ef eitt hvað hefði komið fyrir hefðu brautir faranna skorizt eftir 90 mínútur. Eftir það ræstu ferju- fluigmennirinir tveir hreyflana nokkruim sinnum og æfðu sig í að stjórna ferjumni fram og aft- ur, upp og niður. f>eir fóru lengst um 113 mílur frá Apollo 9 og þar reyndu þeir lendi'n'garhreyfi‘1 inn, sem á að láta ferjuna síiga niður á tunglið. Skömmu síðar slepptu þeir neðri hluta ferj- unnar, sem lemdingahreyfiliinn er í, því hann é að verka sem skotpallur í flugtaki frá tumgl- inu. Svo byrjuðu þeir að færa sig smámsaman nær stjórnfarinu og framkivæmdu að lokum temging- una, sem geklk vel eins og aUt annað. Þegar því var lokið skriðu þeir inn til Scotts, fengu sér nautastei'k og sk'áluðu í ávaxta- safa. Hættulegasta hluta ferðar- innar var lokið. Tunglferjan er fyrsta mann- aða farið, sem er ófært um að snúa til jarðar af eigin ramm- leík. Hún er eingöngu gerð til að lenda á yfirborði tunglsirus, þar sem ekkert andrúmsloft er fyrir, en myndi brenna upp til agna í gufUhvolfi jarðar, þar sem hún hefur engan hitaskjöld og aðdráttaraflið er miklu meira en á tunglinu. Það hefur sannazt vel rnieð Apollo 9, að jafnvel þúsundir mílna frá konum og börnum losna menn ekki við heimilis- vandamál. Geimfararnir urðu líka að viðurkenna að þeir væru frekar slælegir húsráðendur. Á fimmtudagskvöldið voru þeir t.d. reknir fram úr rúmum sínum þvi þeir höfðu gleymt að slökkva ljósið. Mælitæki á jörðinni sýndu þa’ð, og úrillur og með stírurnar í augunum varð McDivitt að skríða inn í ferjuna og taka henn ar ljósbúnað úr sambandi. I dag voru þeir svo í vandræð um með allt ruslið sem hafði safnast kringum þá. McDivitt hafði að lokum sam band við stjómstöðina í Houston og kvaðst óska þess að fá frúrn ar upp, til að laga dálíti'ð til hjá þeim. Stjómstöðin svaraði um Framhald á bls. 31 SKEMMDIRNAR í HALLVEIGU Mestar skemmdir urðu í stigagangi í hásetaíbúðinni um borð í Hallveigu Fróðadóttur. Einnig urðu skemmdir í klefunum og þær meiri í efri lúkar en þeim neðri. Á myndinni sést fram á ganginn úr neðri lúkar bakborðsmegin. — Sjá fleiri myndir og frétt frá sjó- prófunum í gær á bls. 17. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Ég mon ekki eftir oð knfn skotiðj Kennedy, segir Sirhnn Sirhnn Los Angeles, 7. marz — AP — I RÉTTARHÖLDUNUM yfir Sirhan Sirhan, í dag, sagði sakborningurinn að hann iðr- aðist þess ekki að hafa drep- ið Robert Kennedy en hann væri heldur ekki stoltur af þvi. Hann hélt því fram að hann myndi ekki eftir ýms- um atriðum í sambandi við drápið. Verjendur Sirhans segja, að þeir hafi 17 vitni í viðbót sem þarf að yfirheyra, svo að rétt arhöldin geta dregizt nokkuð á langinn. Sirhan sjálfur hef- ur setið í vitnastúkunni í þrjá daga í röð, en bann hefur gert meira af því að hallmæla Gyð ingum, en að reyna að útskýra hvers vegna hann skaut Kenn edy, sem hann nú segist elska og dá. „Ég man það ekki“ sagði hann í sífellu þegar sækjand inn spurði hann um eitthvað í sambandi við atburðinn, eða nm vasabókina sem hann skrif aði í að hann ætlaði að drepa Kennedy. — Ertu feginn að hann er dáinn? — Nei berra, ég er ekki feginn. — Þykir þér það leitt? — Nei herra, mér þykir það ekki leiitt, en ég er ekki stolt- ur af því heldur því ég man ekki eftir að hafa drepið hann. Sirhan var yfirleitt rólegur, nema þegar talið barst að Gyðingum, þá varð hann æst- ur og illyrtur. Hann sagði rétt inum að hann hefði fengið sér nokkur glös af gini í sam- kvæmi, að kosningaíundinum loknum. Honum fannst hann vera þó nokkuð undir áhrif- um þegar hann gekk að bíln- um sínum, par sem hann hafði skilið skammbyssuna eftir. Hann kvaðst hafa verið of ölvaður til að aka og því farið aftur inn í hótelið, til að fá sér kaffi. Hann mundi ekki eftir að hafa tekið skamm byssuna með sér. — En af því sem á eftir fór, hlýtur þú að gera þér grein fyrir að þú tókst hana með, sagði sækjandinn. — Já, það hlýt ég að hafa gert. Sirhan kvaðst hafa fengið sér kaffi úr stórri könnu og talað við faliega unga stúlku. — Hvað skeði svo? — Ég man það ekki. — Hvað var það næsta, sem þú gerðir? — Næst þegar ég man eftir mér, var mér haldið á háls- taki. Sækjandinn spurði hvort hann hefði áður þjáðst af slíku minnistapi, og Sirihan svaraði neitandi. Verjandinn hafði haldið þvi fram að slífct hefði oft komið fyrir, allt frá því að hann var barn í Jór- dan. «■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.