Morgunblaðið - 08.03.1969, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.1969, Side 2
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. BLÖDUGAR ÁRÁSIR KOMMÚNISTA Á BORGIR OE BÆIISUDUR-VIETNAM Fórnarlömbin einkum börn og óbreyttir borgarar — Til hvaða ráðstafana verður nú gripið gegn Viet Cong og Hanoi? Saigon, 7. marz. AP-NTB. Hryðjuverkasveitir Viet Cong kommúnista gerðu í nótt árásir með sprengjuvörp um og eldflaugum á þrjátíu bæi og herstöðvar í S-Víet- nam, þrátt fyrir aðvaranir Melvin Lairds, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Saigon, um að Bandaríkin muni grípa til við eigandi gagnráðstafana ef árásum verði ekki hætt á borgir og bæi í landinu. í gærmorgun leituðu grátandi suður-víetnamskir borgarar að börnum sínum í rústum 12 búsa, sem eyðilögðust í eldflaugaárás Viet Cong á hafnarlhverfi Saigon þá um morguninn. Þann dag gerðu skæruliðar árásir á 35 bæi og henstöðvar víðsvegar um land ið. í Saigon biðu bana a.m.k. 25 óbreyttir borgarar, þar af mörg börn og um 70 særðust. Hefur manntjón aldrei orðið jafn mik- ið í borginni í einni árás skæru- liða. Skömmu eftir árásina í gær kom Melvin Laird, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna til Saig- on og lýsti því yfir við komu sína, að ef kommúnistar héldu áifram árásum sínum á bæi í Suð ur-Vietnam, yrðu þeir að vera reiðubúnir að taka afleiðingun- um. Sagði Laird, að ef árásum þessum yrði haldið áfram, yrði að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana, en neitaði að svara því, hvort hann ætti við að loftárásir á N-Vietnam yrðu hafnar á ný. ENN ÁRÁSIR í DAG Eins og fyrr getur héldu komm únistar áfram uppteknum hætti í nótt og í morgun og gerðu árás ir á 30 bæi og herstöðvar víðs- vegar um landið. Hinn fagri ferðamannabær Dalat var meðal þeirra bæja, sem ráðist var á í nótt. Eitt barn fórst í þeirri árás og 12 manns særðust af sprengju kasti. Fimm eldflaugum var skotið að flugvellinum við Da Nang. í gærkvöldi hélt Melvin Laird blaðamannafund í Saigon og sagði þá m.a.: „Við höfum reynt að sýna þolinmæði, en við verð- um að endurskoða afstöðu okkar ef eldflaugaárásum þessum verð ur haldið áfram“. FUNDUR MEÐ ELLSWORTH BUNKER Laird sat í allan dag á fundi með Ellsworth Bunker, sendi- herra Bandaríkjanna í Saigon, og var Creighton W. Abrams, yfirmaður herafla Bandaríkja- manna í S-Víetnam einnig við- staddur. Enda þótt hér væri urn leynilegan fund að ræða, sögðu embættismenn í Saigon, að rætt hafi verið um til hvaða ráðstaf- ana skuli gripið, haidi kommún istar áfram eldfiauga- og sprengi vörpuárárum sínum á borgir og bæi. í dag var 13. dagur sóknar kommúnista gegn borgum í S- Víetnam og B-52 risasprengju- þotúr Bandaríkjamaniia gerðu nú hörðustu árásir sínar í heila viku á ýmis frumskógasvæði í S-Víetnam til þess að reyna að draga úr sókn kommúnista. 60 þotur vörpuðu 1600 smálestum af sprengjum á herstöðvar komm- únista, birgðastöðvar og her- ílokka. í dag lýsti Nguyen Cao Ky, varaforseti S-Víetnam, því yfir, að hann teldi permnulega að rétt væri að hefna fyrir eldflaugaárás ir kommúnista á Saigon, og er hann var að því spurður, hvort hann teldi að loftárásir á N-Víet nam ættu að vera liður í þeim ráðstöfunum, svaraði hann ját- andi. N-Vietnamar lýstu því yfir ) dag, að Viet Cong réði nú fjór- um fimmtu hlutum Suður-Viet- nam og að hreyfingin væri stað- ráðin í að leggja landið allt und- ir sig. Var þessi yfirlýiing lesin í útvarpinu í Hanoi. Majór í bandariska hernum heldur hér á barni sem hann grul úr rústum húss skammt frá Bien Hoe, eftir að hermenn frá N- Víetnam og S-Víetnam höfðu barizt þar. KÍNVERJAR MYRTU SÆRÐA LANDAMÆRA- VERÐ! MED BYSSUSTINGJUM — að sögn rússneskra yfirvalda — Mótmœlaganga í Moskvu □---------------------□ Sjá grein á bls. 19. □---------------------□ Moskvu, 7. marz, AP. • RÚSSAR segja að Kínverjar hafi myrt Rússneska landamæra verði, sem særðust í átökunum í fyrri viku. • Þúsundir rússneskra verka- manna fóru í mótmæla|göngu framhjá kínverska sendiráðinu í Moskvu í dag. Margar rúður voru brotnar, en ekki kom til átaka. • Rússar hafa sent Kínverjum harðorða mótmælaorðsendingu, þar sem hótað er hefndum ef svona atburðir verði endurtekn- ir. Á fundi með fréttamönnum í dag, sagði talsmaður rússnesku stjórnarinnar, að Kínverjar hafi verið óvægir við rússmeska landamæraverði, sem særðust í átökunum í fyrri viku. Átökin hófust með því — að sögn tals- mannsins — að um 300 vopnaðir Kínverskir hermenn fóru yfir kvísl Us’suri árinnar og komu sér fyrir á Damanskyey, sem er rúss neskt landssvæði. Nokkru síðar fóru 30 Kínverjar í viðbót yfir ána. Allir innrásarmennirnir voru klæddir í hvíta kufla, en hinum megin á bakkanum voru Kínverjar í venjulegum herklæð um, vopnaðir sprengjuvörpum og hlaupvíðum vélbyssum. Hópur rússneskra landamæla- varða hélt í átt til innrásarmann anna og ætlaði, eins og áður hef- ur verið gert, að mótmæla þessu broti. En þegar þeir voru alveg að koma að Kínverjunum, var hafin á þá mikil skothríð bæði með vélbyssum, rifflum og sprengjuvörpum. Rússarnir hörf uðu til stöðva sinna og börðust á undanhaldinu. Nokkrir þeirra féllu og aðrir særðust það mikið að þeir gátu ekki fylgzt með hin- um. Rússneski foringinn gat ekki eytt tíma í að bera þá rneð, því m-enn hans hefðu verið murkaðir niður á meðan. Hann fékk fljót- Framhald á bls. 31 íslendingar þurfa engu að kvíðaum niðurstððu handriíamálsins sagði K. B. Andersen, fyrv. kennslumálaráðherra Dana FRRVERANDI kennslumála- ráðherra Danmerkur K. B. Andersen kom í stutta heim- sókn til íslands í fyrradag og hélt heimleiðis í morgun. Hingað kom hann í boði Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur og var heiðursgestur og aðal- ræðumaður á árshátíð félags- ins. K. B. Andersen er íslend- ingum að góðu kunnur sem hollur og ötull stuðningsmað- ur okkar í handritamálinu og hefur hann oft komið til fs- lands áður. Fréttamenn hittu K.B. Andersen að máli stund- arkorn í gær. Andersen sagði, «að hann hefði setið fund Norðurlanda- ráðs, sem er nýlega lokið og í ræðu sinni myndi hann að nokkru fjalla um Ráðið og þó einkum hin ýmsu skipulags mál þess, þar sem margir væru þeirrar skoðunar, að það væri of þungt í vöfum. Hann sagði, að nefnd væri tekin til starfa að kanna þessi mál sérstaklega og er Fagerholm fyrrv. forsætisráðherra Finn- iands formaður hennar. Verk- efni nefndarinnar er að gera tillögur til úrbóta og vonandi að henni takist að ljúka störf um fyrir næsta fund Norður- landaráðs, sem verður i Reykjavík. K.B. Andersen sagði, að eins og fram hefði komið í fréttum af fundum Norður- landaráðs hefði mjög verið rætt þar um efnahagssam- vinnu Norðurlandanna, og hann kvaðst geta fullyrt, að Danir biðu þess tíma með ó- þreyju og tillhlökkun, er ís- lendingar gætu orðið virkir þátttakendur í slíkri sam- vinnu. Andersen sagðist einnig mundu vikja nokkuð að breytt um og nýjum viðhorfum í dönskurn stjórnmálum, þar sem nú væri borgaraflokka- stjórn við völd með sterkan meirihluta að baki. Venjulega hefðu Jafnaðarmenn og Radi- kale Venstre átt með sér sam- starf, en nú væru þeir síðar- nefndu i náinni samvinnu við Borgaraflokkana. Þetta gæfi Jafnaðarmönnum að sjálf- sögðu mun frjálsari hendur en áður, þegar að því kæmi að þeir færu aftur í stjórn. K.B. Andersen kvaðst ekki bú ast við kosningum í Danmörku K. B. Andersen fyrrv. kennslumálaráðherra Dana. fyrr en haustið 1971. Aðspurður kvaðst K. B. Andersen ekki treysta sér til að leggja neinn fullnaðardóm á störf núverandi stjórnar, enda hefði hún ekki verið við völd nema rétt ár. Hins veg- ar gæti hann nefnt að atvinnu leysi í Danmörku væri nú mun meira en í tíð stjórnar Jafn- aðarmanna. Þá hefði atvinnu leysi venjulega verið um 2,5%, þó að sú tala hefði að vísu hækkað nkokuð á veti s væru allt að 8% atvinnulaus- ir í Danmörku og þó að sú tala gæfi ekki fullkomlega rétta mynd af ástandinu væri það þó mun meira en hefði verið í tíð stjórnar sinnar. Þó mætti búast við að atvinnu- leysingjum fækkaði aftur tals vert með vorinu. Aðspurður um handritamál ið rifjaði K. B. Andersen að lokum upp, að það hefði verið meðal fyrstu mála, sem hann hefði haft afskipti af, þegar hann varð ráðherra árið 1964. Hann sagði, að afstaða sín væri sú sama og hún hefði alltaf verið og hann hefði eng ar áhyggjur af því, að niður- staðan yrði ekki fslendingum í hag. Hann sagði, að mikill áhugi væri á því að búa vís- indamönnum sem bezta að- stöðu til að koma til íslands, þegar handritin væru komin heim, til að halda áfram fræði iðkunum og rannsóknum, og núverandi kennslumálaráð- herra ynni einmitt að athug- un á því, hvernig því yrði bezt komið í kring.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.