Morgunblaðið - 08.03.1969, Page 15

Morgunblaðið - 08.03.1969, Page 15
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. 15 „Það er með þetta eins og aðra þætti lífsins... t. d. ástina... “ Spjallað við tvo unga lœkna, hjónin Helgu Hannesdóttur og Jón C. Stefánsson „ÉG var alltaf ákveðin í að fara í háskólanám og einhvern veginn varð læknisfræðin úrslitalausnin — en hvers vegna endilega hún, á ég erfitt með að svara. Ef til vill var það vegna þess, að ekki var völ fyrir mig á öðrum raunvísindum við háskólann hér á landi, eða kannski vegna þess að faðir minn var læknir og vakti starfið því snemma forvitni mína.“ Og Helga Hannesdóttir viðurkennir, að sú staðreynd, að faðir hennar var læknir og afi hennar sömuleiðis og þau kynni, sem hún þannig hafði af starfi lækna, hafi ráðið ein- hverju um, að hún ákvað að feta í fótspor þeirra. Fyrir skömmu lauk hún prófi frá læknadeild háskólans og er byrj-, uð sitt kandídatsár. En það er ekki aðeins, að faðir hennar, Hannes Guðmunds- son hafi verið læknir og afi hennar, Guðmundur Hannesson, heldur er eiginmaður hennar, Jón G. Stefánsson, einnig lækn- ir. Má því ætla að heilsufarið verði í góðu lagi á heimil- inu því. Mbl. heimsótti þau hjón eitt kvöld fyrir skömmu, til að reyna að skyggnasit aðeins inn í þann heim, sem bíður ungra lækna í dag. Það vekur athygli, að vegg ir dagstofunnar á heimii þeirra eru hárauðir og hús- gögnin eru í svipuðum lit. Það hvarfar að manni, að þessir litir eigi að vega Upp á móti hvítklæddu fólki, hvít um rúmum og ljósmáluðum veggjum, en slíkt er um- hverfi þeirra á vinnustað. Helga er, eins og fyrr segir, byrjuð sitt kandídatsár og fyrsta hálfa mánuðinn verð- ur hún á Fæðingadeildinni en fer síðan á Slysavarðsitof- uraa. Það eru nokkrir erfið- leikar fyrir nýútskrifaða læknakandídata að fá kandí- datsstöður, því að lausar stöður eru nú af skornum skammti og ganga eldri kandí datar að sjálfsögðu fyrir. Jón er á lyflækningad'eild Land- spítalans og er hann að ljúka sínu kandídatsári, þótt þrjú ár séu ’liðin, síðan hann lauk háskólaprófinu. Hefur hann tekið kandídatsárið í hlutum, en unnið við önnur læknis- störf á milli, að mestu á Kleppsspítala. KANDÍDATSPRÓFIÐ ER AÐEINS AFANGI „Þessa dagana er fólk allt- af að Segja við mig hvað ég hljóti nú að vera ánægð með að vera búin ... vera búin að fá svona mikið próf, segir Helga. En í rauninni er kandí datsprófið aðeins áfangi á þeirri leið, sem maður er að fara. Ég er ekki lengur bund in við skólann og kennsilu- kerfi hans og hef ekki leng- ur bókastaflann stöðugt yfir mér — en námið heldur á- fram, þótt ég geti nú farið að sinna meira þeim greinum læknisfræðinnar, sem ég hef áhuga á eða ætla að leggja fyrir mig.“ Og Jón bætir við: „Þegar háskólanámi lýkur er maður laus við það kerfi, sem mað- ur heíur orðið að búa við allt frá 7 ára aldri. Maður hefur orðið að lesa bækur, sem mann langar ekki til að lesa og læra fög, sem mann langar ekki til að læra. En ... þótt losnað hafi um tök námsskipulagsins, þá er mað- ur ekki endanlega laus, því að í sérnámi eru gerðar kröfur, sem verðandi sérfræðingur skal uppfylla, hvort sem hon um þykir súrt eða sætt.“ „Nú ætlar þú að leggja fyrir þig geðlækningar Jón. Hvað ræður vali þínu á sér- grein?“ „Það er tilviljun, sem ræð- ur því á hvaða grein lækn- isfræðinnar maður fær áhuga. Það er eins með þetta og aðra þætti lífsins. Tökum t.d. ástinia. Hvers vegna verður maður ástfanginn af þessari konu en ekki hinni?“ „En nú er ástin hverful." „Áhugamálin breytast einn ig innan læknisfræðinnar. Læknanemi eða læknir, sem hefur haft brennandi áhuga á einni grein, fær allt í einu áhuga á annarri. En það er „Læknar skoða sjúkling- inn sem einstakling, segir Jón. Það skal allt gert fyrir hann, sama hvað það kostar. En það er minna hugsað um almennar sjúkdómavarnir. Læknir segir t.d. við feitan sjúkling með skert sykurþol: „Þú þarft að breyta um mat- aræði og grennast, þá líður þér betur og þú lifir lengur.“ Þetta segja Iæknar við sjúkl- inga sína daglega, en þetta er ekki sagt við fjöldann, alla þjóðina. Læknar eru ekki á eirau máli um, hvað er rétt og hvað er rangt eins og allir vita. En þeir eru sammála um fjölmörg grund- vallaratriði hollustuhátta og mættu gera meira að því að tala ti'l fjöldans. Krabba- meinsfélagið rekur áróður gegn reykingum ... en betur má ef duga skal.“ „Þau öfl í þjóðfélaginu, sem ráða verðlagi og gæða- mati taka ekki tillit til holl- ustu í ákvörðuiium sínum, seg ir Helga. Tökum t.d. kinda- kjöt. Kjötið, sem metið er í fyrsta flokk, sem bezta kjöt- almennt, hljóti að aukast. Það mætti segja mér, að það verði áhugamenn og stjórnmála- menn, sem taka frumkvæðið í þessum málum, meðan lækn ar leggja kollhúfur." ÞEKKINGIN VERÐUR ÞYNGST Á METUNUM „Hvað mætir lækninum, þegar hann kemur út úr há- skóla?" „Kandídatsárið, sem flestir taka strax eða stefna að því að ljúka sem fyrst, segir Helga. Það er 13 mánuðir, 2 mánuðir á fæðingadeild, 2 á slysavarðstofu, 5 á lyflækn ingadeild, 4 á handlækninga- deild og við þetta bætist hér- aðsskyldán, sem er mismun- andi llöng og getur farið upp í 6 mánuði. Nú er hún 3 mán- uðir. Þessu þarf að ljúka, áð ur en maður fær lagalega leyfi til að kalla sig lækni. Sumir byrja á að fara í sér- grein og taka kandídatsárið síðar. Það er ekkert skemmti leg tilhugsun að þurfa að byrja á kandídátsárinu því að það þykir heldur leiðin- Jón, Helga og Aðalbjörg litla. Hver veit nema Aðalbjörg eigi eftir að feta í fótspor foreldra sinna, afa og langafa? ekki vegna þess að hann hafi vegið og metið hverja grein fyrir sig og komizt þannig að raun um, hver muni vera sú bezta. Þarna er eitthvað annað, sem oft- ast ræður úrslitum. Það á ekki að gera of mikið úr þætti skynseminnar. En varð andi val mitt á sérgrein þá hef ég haft áhuga á geð- lækningum allt frá því ég byrjaði í læknisfræði. Ég var að hugsa um að fara í sál- fræði eða heimspeki í eina tíð og hef alltaf haft áhuga á fólki.“ ÞAÐ ÞARF AÐ KYNNA SKOÐANIR LÆKNA Við ræðum nokkra stund um hinár ýmsu háskólagrein ar og ungu læknarnir koma inn á það, að læknisfræðin sé í of litlu sambandi við þjóðfélagið. ið, er jafnframt það feitasrta og um leið e.t.v. óhollasta kjötið. Mjólkin verður að hafa ákveðið fitumagn til þess að teljast góð. En hún mætti vel vera með 1 prs. minna fitumagni, án þess að missa nokkuð af bragði sínu — ö'llum offeitum til bless- unar.“ „Það eimir ennþá eftir af hugsunarhættinum „feitur og fallegur", segir Jón. Annars þarf að gera meira að því að kynna skoðanir lækna. Ég held að þeir hafi lítið hugs- að út í þetta sjálfir og verði hafizt handa um almennari heilbrigðisfræðslu, sýnist mér það verði aðrir en læknar, sem hafa mumu frumkvæðið. Afstaðan gegn félagslegum vandamálum er mikið að breytast og áhugi á þeim ört vaxandi og eins held ég, að áhuginn á heilbrigðismálum legt og því fylgir vakt víð- ast hvar þriðja hvern dag og verður maður þá að vera til taks á sjúkrahúsinu allan sólarhringinn." „Eru kandídatar og aðrir yngri læknar þjakaðir undir yfirlæknaveldinu, sem maður heyrir stundum talað um?“ „Þetta með yfirlæknaveld ið hlýtur að hafa breytzt frá því sem var, segir Jón, ef sögurnar eru réttar, sem af því fóru. Yfirlæknarnir eru forráðamenn á sjúkrahúsun- um, og ég held reyndar, að áður fyrr hafi verið talið skylt að þeir vissu bezt og réðu í einu og öllu. Nú er aftur á móti frjálsar umræð- ur um hvert mál og allir geta látið rökstutt álit sitt í ljós. Yfirlæknirinn er foringi með al jafningja — en ungu lækn arnir, sem koma úr sérnámi, eru oft fróðari i sinni grein. Til þeirra er leitað og e'ldri læknar skilja það og sætta sig við það. Þetta er í takt við það, sem annars stað ar er. Þekkingin verður þyngst á metunum." ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ SETJAST f STÓL „Það tilheyrir víst að spyrja fólk að loknu háskóla prófi hvort háskólinn ræki sína skyldu?“ Jón svarar: „Ja, það eru svo margir, sem segja NEI, að maður fer að trúa því“. „Eru kennsluhættirnir í læknadeildinni þá ekki eins og þeir ættu að vera?“ „Kennsluhættir eru aldrei eins og þeir ættu að vera og verða það aldrei, segir Jón. Nú eru væntanlegar breytingar á kennslufyrir- komulaginu og þær verða á- reiðanlega til bóta. Námið ýerður líklega stytt, þannig áð meðalnámstími verði 6 ár í stað 6V2 nú, og ég býst vfð að í framtíðinni verði stefnt að því að stytta námið enn meir, niður í fimm ár.“ „Af hverju verður þá skor ið?“ „Fyrst og fremst þeim tíma sem hefur farið í ekki neitt. Með mun meiri skipulagn- ingu fæst betri nýting náms- tímans. Sennilega verður lagt harðar að mönnum og námið þyngt. Allt of mikil áherzla hefur verið lögð á sumar greinar, t.d. líffaérafræði og endurskipulagning námsins er löngu orðin brýn. Annars eru breytingarnar örar í læknisfræðinni og á hverju ári kemur margt nýtt fram, sem taka þarf upp í kennslu og um leið má strika annað út. Þess vegna þýðir ekkert að setjast í stól að loknu prófi og ætla sér að sitja þar og lækna til æfiloka, sam- kvæmt því, sem manni var kennt í skóla. Eftir nokkur ár er margt af vísdómnum orðið úrélt og því verða lækn ar að halda menntun sinni við. Ég gerir ráð fyrir að það komi að því, að mun strang- ari kröfur um viðhaldsmennt un verði gerðar til lækna en nú er.“ EINHVERS KONAR MINNAPRÓFSLÆKNAR „Nú er mikilil skortur á al- mennum heimilislæknum. Hafa ungir læknar ekki á- huga á því starfi?“ „Sú skoðun, að almennir læknar geti ekki gert neitt almennilega hefur legið í loft- inu. Þeim hefur jafnvel sjálf- um fundizt þeir vera ein hvers konar minnaprófslækn- ar. Þetta finna stúdentarnir greinilega, meðan þeir eru við nóm og þeir geta ekki sætt sig við tilhugsunina um að búa undir þessum rang- láta dómi. Séu menn spurðir viðurkenna þeir að hinir al- mennu heimilislæknar séu hinir ágætustu og þörfustu menn heilbrigðisþjóraustunnar en samt skortir þá dýrðar- baug sérfræðingsins. Gefa verður þeim kost á því að ná sömu metorðum og aðrir, með því að afla sér sérþekk- ingar í heimilislækningum, enda er í ráði að gera þær að sérgrein. Ég veit um marga er luku læknaprófi fyrir 3—4 árum, og hafa áhuga á að stunda almennar lækningar hér í Reykjavík eða úti á landi. Stærstur hópurinn vill stunda þær í samvinnu við aðra lækna og allt bendir til þess, að læknar verði fúsir ti'l að vinna á þeim lækna- stöðvum eða læknamiðstöðv- um, sem mikið hafa verið til umræðu undanfarið — þ.e.a.s. verði þeim komið upp. Ungu læknarnir vilja hafa góða Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.