Morgunblaðið - 08.03.1969, Side 16

Morgunblaðið - 08.03.1969, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. JltttgMitftltötfe 'Ú'itglefandi H.f. Árváfcuir, Reykjavíik. Fnamfcvíemdastj óri Haraldur Sveinsson. •Ritstrjóraif Siigurður Bjarrtason feá Viguir. Malifchías Jcthannessten. Eyjólfur Konráð Jónsson. Bitstjdmarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréfcfcaistjóri Björn JóHiannsson. Auglýsihgiaistjóxá Árni Garðar Kristmsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalsfcræti 6. Síml 10-100. Auglýsingar Aðlaílstrœ'ti 6. Síml 22-4-80. Ásfcriftargj'ald fcr. IBiO.00 á mánuði imnanlands. í lausasiöiu fcr. 10.00 eintafcið. HöRMULEGUR ATBURÐUR Á svo til hverju ári verður skarð fyrir skildi í ís- lenzkri sjómannastétt. Oftast verður það af völdum fár- viðris á hafi úti, en þó veit enginn hvenær höggið ríður, hvar eða hvers vegna. Áfallið kemur alltaf jafn óvænt og það er alltaf jafn þungbært. bært. Á einum sólarhring hafa 7 íslenzkir sjómenn farizt. Nú var það ékki Ægir, sem krafðist þessara fórna, held- ur olli eldur í tveimur ís- lenzkum togurum þessum hörmulegu atburðum. Á tog- ara Bæjarútgerðar Reykjavík ur, Hallveigu Fróðadóttur, fórust 6 skipverjar af þessum sökum og á Kveldúlfstogar- anum Agli Skallagrímssyni fórst einn ungur skipverji. íslenzka þjóðin er harmi slegin yfir þessum sorglegu atburðum. Slíkt skarð í raðir hinnar fámennu en dugmiklu íslenzku sjómannastéttar verður aldrei bætt. En þessi hörmulegu tíðindi verða okk ur áminning um að gera allt, sem í mannlegu valdi stend- ur til þess að tryggja öryggi sjómanna okkar á hafi úti. Morgunblaðið sendir ástvin- um og aðstandendum hinna látnu sjómanna innilegar samúðarkveðjur og þakkar þeim störf í þágu lands og þjóðar. ATVINNULEYSIÐ HÉR OG í DANMÖRKU Cíðustu daga hefur K. B. ^ Andersen, fyrrverandi kennslumálaráðherra Dana, verið í heimsókn hér á landi. Á fundi með fréttamönnum í gær skýrði hann m.a. frá því, að nú væri um 8% atvinnu- leysi í Danmörku. Jafnframt má bæta því við að hinn 26. febrúar sl. voru 13,5% bygg- ingariðnaðarmanna atvinnu- lausir í landinu. Þessar tölur munu vera miðaðar við fjölda tryggðra en ekki við allan mannaflann eins og gert hefur verið hér. Miðað við 8% atvinnuleysi í Danmörku samsvarar það því að um 3000 manns væru at- vinnulausir hér á landi, en láta mun nærri að svo hafi verið um sl. mánaðamót. Þessar upplýsingar hins danska stjórnmálamanns hljóta að vekja nokkra at- hygli hér á landi. Danir hafa ekki orðið fyrir neinum áföll- um í efnahagsmálum að und- ánfornu, sem jafnast á við þau. skakkaföll, sem við Is- lendingar höfum orðið fyrir á sl. tveimur árum. Samt sem áður er atvinnuleysi í Dan- mörku nú álíka mikið og hér. ' Auðvitað erum við engu bættari, þótt mikið atvinnu- leysi sé í Danmörku, en það hlýtur að vekja athygli, að þrátt fyrir hin gífurlegu áföll, sem við höfum orðið fyrir og þrátt fyrir það, að vertíðar- störf lögðust niður um nokk- urra vikna skeið vegna sjó- mannaverkfallsins er atvinnu leysi hér nú ekki meira en það er í Danmörku. BATNANDI GJALDEYRISr STAÐA ¥ upplýsingum, sem Seðla- bankinn hefur sent frá sér um gjaldeyrisstöðu lands- manna, kemur fram, að gjald eyrisstaðan hefur batnað mjög í kjölfar gengisbreyt- ingarinnar í nóvembermán- uði sl. Um áramót var gjald- eyrisstaðan orðin jákvæð um 302 milljónir króna og hafði batnað frá lokum október- mánaðar sl. árs um 677 millj. króna. Nú í febrúarlok hafði gjaldeyrisstaðan enn batnað og var orðin jákvæð um 440 milljónir króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nú ákveðið að veita Is- landi yfirdráttarlán að upp- hæð 660 milljónir íslenzkra króna og verður lán þetta notað í tvíþættum tilgangi. Annars vegar til þess að styrkja lausafjárstöðu bank- ans út á við og skapa öryggi og traust í gjaldeyrismálum, meðan áhrif gengisbreyting- arinnar og annarra efnahags- aðgerða á greiðslujöfnuðinn eru að koma fram og hins vegar til þess að gera banlc- anum kleift að framfylgja þeirri stefnu í lánamálum, sem mörkuð hefur verið að undanförnu og byggist á stór auknum lánveitingum Seðla- bankans til atvinnuveganna, einkum til útflutningsfram- leiðslu og iðnaðar. I fréttatilkynningu Seðla- bankans gætir hóflegrar bjart, sýni um þróun mála á næstu mánuðum. Kemur þar fram, að takist að forða frekari stöðvun framleiðslunnar og koma í veg fyrir kostnaðar- mj UTAN ÚR HEIMI RÚMENÍA:—Úttinn viö Sovét- ríkin tefur fyrir frelsinu — — Við höfum í hyggju að fara varlega, ekki styggja neinn (Sovétríkin) og ef til vill verða þannig fyrir sömu örlögum og Tékkóslóva'kia. Þessi sikýrinig heyrisfc oift frá starfsmönnum komimúnista • flokksins í Búlkarest við því, að frjálsræðisþróun innan- lands hefur ekki fylgt í kjöl- J far þess sjálfstæðis, sem ein- kennir utanríkiseefnu Rú- meníu. — í Rúmeníu sendur sósíal ismiinn föstum fótum í komm- únistafloikknum, sagði Nicole Ceausescu forseti landsins og leiðtogi flokksins fyrir gkömmiu. Eins og ástandið er nú í landinu, yrði aldrei unnt að réttlæta innrás í Rúmeníu, sem Sovétríkin stæðu fyrir, með fullyrðingu um að „sósí- alisminn væri í hæfctu' þar í iandi. En engu að siíður er ástandið í Rúmeníu að fær- ast í frjálsræðigátt og fáum ef niokkruim dytti í huig að vefengja, að það stæði í tengslum við utanríkisstefnu landsins. Breytingamar hóf- ust hægt eftir að Ceausescu varð Leiðfcogi kommúnista- flokksins í marz 1965, en þær hafa gerzt með mun meiri hraða eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu í ágúst í fyrra. 1. Eftir að Dragyici fyrr- verandi innanríkisráðlherra, sem er stalinisti, var viikið ful'komlega til hliðar frá opinberum störfum á síðasta ári, hefur lögreglan nær hætt öllum afskipfcum af einkalífi borgaranna. 2. Rúmenar geta nú auð- veldlega fengið úfcgefið vega- bréf til Vesturlanda, ef þeir eiga til þess nauðsynlegt fé eða geta sýnt fram á, að þeim hafi verið boðið þangað. 3. Rúmensk leikhús o'g kvi'kmyndalhús sýna leikrit og kvikmyndir frá Vestur- löndum, útvarp og sjórwarp birta opinskáa gaigrnrýni og svo er að sjá sem bókmennta- blöð og tímarit hafi ótak- markað tjáningatfrelsi (að vísu ekki, þegar snertir andstöðu viið stjórnarvöldin). Á stjórnmálasviðinu heflur óttinn við ininrás 'leitt til þess, að komið var á fót Sósíalis- ísku einingarfylkingunni, þar sem kommúnistar hatfa töglin og hagldirnar, en í eru einnig margir hópar, sem vinna að stéttarfélagsmáiuim, menning- armálum, trúmálum og þjóð- ernisimálum, er allir fylgja rúmensku leiðtoguinum. í fyrsta sinn nú hafa ung- verSku og þýzku þjóðarbrot- in, sem eru fjölmenn, ásamt serbneska þjóðarbrotinu, sem Nicolae Ceausesctt forseti Rúmensíu er mun fámennara, náð fullu borgaralegú jafnrétti á við Rúmena sjálfa. En ekkert atf þessu hetfur dregið úr valdi stjórnarinnar, rié heldur dregið úr „forystu- hlutverki“ kommúnistafLokks ins. Stjórnarandstaða virðist vart vera til og þeir fáu rit- höfundar, sem einihvers væru megnugir, njóta góðs af stjórnarvöldunium og tili- heyra „ihinni nýju stétt“. Rúmenum og leiðtogum þeirra er það almennt ljóst, í hve hættulegri aðstöðu land þeirra er. Sovézki marskál'k- urinn Jakuibovski, yfirmaður Varsjárbandalagsins, hetfur farið fram á, að bandalagið fái að láta heræfingar fara fram í landinu í vor. Sá ótti grúfir yfir, að Sovétrílkin noti þá tækiifærið ti'l þess að hernema landið. Yfirlýsingar þær, sem Ceausescu gatf í sam/bandi við kosningarnar, sem fram fóru í landiinu sl. sunnudag, voru þarrnig orð- aðar, er hann ræddi þessi mál, að enginn vatfi gat leikið á þvi, hverjum þær voru ætl- aðar. — Það er óvefengjan- legur sainnleikur, að sérihver takmörkun á sjálfstæði sósí- alistísks ríkis og hivers konar afskipti atf innarilandsmálum þess verða því ekki til gagns, heldur valda því að sósíatism- anum óskorað tjón, sagði Ceausescu. Sú spurning vaknar sóimt, hvort rúmenskum leiðtogum takist miklu lengur að kom- ast hjá beinum árékstrum við Sovétstjórnina. Fundur sá á meðál æðstu manna Varsjér- bandalagsinis, er lengi hefur verið frestað, á nú loks að fara fram í liok þsesa mánað- ar og ekki líður langur tími, uinz aliþjóðráðstefna komm- únigta á að fara fram í Moskvu í maí nk. Sovézku leiðtogarnir Leitast við með öllum ráðurn að knýja fram \ samiheldni bandalagsríikjanna í AusturEvrópu nú. Þessi við- leitni byggir á valdinu eins og köm glögglega í ljós í Tékkóslóvafcíu í fyrra. Rú- menía stendiur frámmi fyrir þessu saima valdi. Spurningin er, hvort sömu örlög bíða hennar. hækkanir umfram greiðslu- getu atvinnúveganna sé ful! ástæða til að ætla að atvinna og eftirspurn muni fara jafnt og þétt vaxandi næstu vikur og mánuði. TRYGGINGAR- FÉLÖGIN GREIÐA KOSTNAÐINN IJramsóknarblaðið birti for- * ustugrein í gær, þar sem því er haldið fram, að frv., sem nú liggur fyrir Alþingi um brunamálastofnun bendi ekki til þess að sparnaðar sé gætt í ríkisrekstrinum. Fram- sóknarblaðinu ætti að vera kunnugt um eða gæti a.m.k. aflað sér upplýsinga um þá staðreynd að ríkið mun ekki standa straum af kostnaði við þessa stofnun heldur trygg- ingarfélögin í landinu. Hitt er öllum ljóst, sem vita vilja, að fjármálaráðuneytið undir forustu Magnúsar Jóns- sonar, fjármálaráðherra, hef- ur gert mjög róttækar ráðstaf anir til þess að koma á sparn- aði og aukinni hagræðingu á öllum sviðum ríkisrekstrarins og hafa í þeim efnum verið tekin upp alveg ný vinnu- brögð, sem tvímælalaust hafa nú þegar borið verulegan ávöxt. Rússor og Jopanir semja um farþegaflug Tókíó, 7. marz, AP. JAPAN og Rússíand hafa gert með sér samnimga uim flugtferðir milli landanna tveggja. Japans&a flugfélagið (JAL) fær leytfi til að hajda uppi fluigferðium milli Tókíó og Moskvu, yfir Síberíu. Gert er riéið fyrir að þessar tflug- ferðir hefjist 1970. JAL og rússnesika fliugfélaigið Aenoflot annast sem sbenidur sameiginLega fariþegatfliug milli höfuðborganna, en til þess eru notaðar rúsjsneskair yél'ar með rússneskuim fliugmöniniuim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.