Morgunblaðið - 08.03.1969, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, L.AUQARDAGUR 8. MARZ 196-9.
OTTO SCHOPKA, FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Framkvæmd bygg-
ingaráætlunar —
Athugasemd við athugasemd
Og enn um skóla-
málin í Hafnarfirði
í MORGUNBLAÐinu h. 1. marz
sl. gerir Gunnar Torfason, fram-
kvæmdastj. Framkvæmdanefnd-
ar byggingaráætlunar, að um-
talsefni ummæli mín í viðtali,
sem birtist í Mbl., skömmu áður,
um starfsemi FB. Telur hann
ýmsar missagnir og rangtúlkanir
koma þar fram, sem hann telur
þörf á að leiðrétta.
Ekki verður séð, að lýsing
framkvæmdastjóra FB á raun-
veruleikanum, hvað útboð og
fyrirkomulag framkvæmda snert
ir, brjóti í bága við þá skoðun
og fullyrðingu mína, að FB sé
(eða hafi verií) „framkvæmdar-
aðili í byggingaiðnaðinum". —
Reyndar undirstrikar Gunnar
Torfason að nefndin hafi alls
engar framkvæmdir annast. —
Kannski að bygging 312 íbúða sé,
þegar öllu er á botninn hvolft,
allg engar framkvæmdir.
I>ví er oft haldið fram, að
með framkvæmd byggingaáætl-
unarinnar hafi verið hafin „þjóð-
nýting“ í byggingariðnaðinum.
Hér er aftur komið að vanda-
málinu um skýrgreiningar orða.
Hvað merkir þjóðnýting í þessu
samhengi? Sú skýrgreining er til
— og siálfsagt ýmsar aðrar — að
þjóðnýting hafi átt sér stað, þeg-
ar ákvörðunarvaldið um ráðstöf-
un framleiðsluþáttanna er kom-
in í hendur ríkisins — eða um-
boðsaðila þess, t.d. sérstakrar
framkvæmdanefndar. Var það
ekki einmitt það, sem gerðist
með stofnun framkvæmdanefnd-
arinnar? Fékk ekki sú nefnd til
ráðstöfunar land og fjármagn til
þess að byggja 1250 íbúðir. sem
seldar verða til efnalítilla með-
lima verkalýðsfélaga? Sú stað-
reynd að nefndin lét ýmis einka-
fyrirtæki annast einstaka verk-
þættj breytir því ekki, að um
þjóðnýtingu er að ræða. Sjálft
frumkvæðið til þessara fram-
kvæmda og aflið ti] þess að
koma þeim áfram er í höndum
umboðsaðila ríkisins.
Framkvæmdastjóri FB víkur
nokkrum orðum að árangrinum
af starfsemi nefndarinnar og
bendir á uppbyggingu fyrirtækja
í tréiðnaði (einkum innréttinga-
smiði) í því tilefni. Heldur hann
því m. a. fram. að lækkað verð
á innréttingum á almennum
markað; að undanförnu sé tal-
andi tákn um þá jákvæðu bróun,
sem hafizt hafi með tilkomu
framkvæmdanefndarinnar.
Önnur skýring á verðlækkun-
um þessum virðist auglíós. Á
undanförnum 5—6 árum hefur
átt sér stað mjög mikil fjárfest-
ing og um leið afkastaauking í
þessari iðngrein. Fyrirtækin
hafa andurbætt vélakost sinn og
fengið betri. afkastameiri og um
leið dvrari vélar f>essi mikla
ftárfesting hófst löngu áður en
FB kom til sögunnar og stendur
í engu samhengi við tilurð beirr-
ar nefndar. Þegar samdráttur
hófst í almennum íbúðarhúsa-
byggingum á árinu 1967 gætti
þess fliótlega í starfsemí bess-
arra fyrirtækja og að siálfsögðu
enn meira á síðasta ári. En hin
mikla fjárfestinff bessarra fyrir-
tækia leiddi til þess. að þeim
varð. hverju fvrir sig. afarnauð-
synlegt að halda uppí starfsemi
óskertri til þess að ná viðunandi
afkastanýtingu verðmikilla véla.
Af þessu hafa leitt niðurboð. sem
í sjálfu sér eru langt frá bví að
vara jákvæð þróun, alveg á sama
hátt og uppsnennt verð á tímum
mikillar umframeftirsournar er
það ekkj heldur. Þáttur FB í
þessari — að minni hvggiu nei-
kvæðu — þróun er heldur lítill,
en ber þó ekki að vanmeta. Sam-
dráttur í almennum byggingar-
iðnaði stafar, eins og bygginga-
menn hafa oft bent á að sumu
leytj af því að alltof miklu fjár-
magni hefur verið beínt frá
almennum {búðabyggingafram-
kvæmdum í framkvæmdir FB.
Að öðru leyti verður lækkandi
verðlag á innréttingum varla
rakið til starfsemi FB.
Að lokum fullyrðir fram-
kvæmdastjóri FB, til þess að
taka af öll tvímæli um að nefnd-
in hafi náð tilgangj sínum, að
nefndin hafi byggt (eða látið
byggja) mjög ódýrar, vandaðar
íbúðir á stuttum tíma. Um þess-
ar fullyrðingar þarf raunar ekki
að fara mörgum orðum, svo oft
hefur þær borið á góma í al-
mennum umræðum, manna á
meðal og á opinberum vettvangi.
Einstakir byggingameistarar og
byggingafélög hafa byggt jafn-
vandaðar íbúðir og ódýrari en FB
og á hinn stutti byggingartími,
sem verið hefur helzta skraut-
fjöðrin j hatti FB, á sér ekki
hliðstæðu, eins og svo oft hefur
verið bent á, vepna þeirrar yfir-
burðaaðstöðu sem FB hefur not-
ið hvað snertir t. d. útvegun
fjármagns og lóða. Á meðan
einkafyrirtæki í byggingariðnaði
fá ekki að keppa við FB á frjáls-
um jafnréttisgrundvelli, er þeirri
spurningu ósvarað, hvort þeir að-
ilar geti byggt íbúðir á jafn-
skömmum eða skemmrj tíma en
FB hefur gert.
Byggingaráætluninni er enn
langt frá því að vera lokið. eftir
er að byggja rúmlega 900 íbúðir.
Við sem álítum, að hagstæðust-
um árangrj verði náð, þegar til
lengdar lætur, með því að láta
frjálsa samkeppni ákvarða verð-
lagið, vonum, að aðstandendur
áætlunarinnar komist á þá skóð-
un áður en yfir lýkur, að heppi-
legast verði að kaupa þessar
íbúðir á frjálsum markaði, þar
sem nokkur stór byggingarfyrir-
tæki keppa um að framieiða
íbúðir með sem lægstum tilkostn-
aði. Ef lagt verður út á þá braut,
er mikil ástæða til þes? að ætla,
að framkvæmd byggingaáætlun-
arinnar hafi þau áhrif, sem eru
e.t.v. mikilvægust. að gera bygg-
ingariðnaðinn hæfari en áður til
þess að framleiða nægileea marg-
ar íbúðir á hverjum tíma með
hóflegum kostnaði.
— Það er með ..............
Framhald af hls. 15
starfsaðstöðu. Og bað er nkki
aðeins að vneri læknarnir
vilji hafa samvinnu úti á
landi, margir hafa einnig á-
huga á að vinna saman í
Revkiavík Qg taka t.d nokkr
ir saman að sér eitt bverfi
með læknastöð Þar ga=ti skap
azt aðstaða til góðrar l-*>kn-
isbiónustu oe einníg gætu beir
tekið að s»r kvöld- o» næt-
urvaktir til skintis. til auk-
ins öryggis siúklinga sinna “
BARNIÐ VARf) MÉR
LYFTTSTÖNG f N AMT^TT
Nú eru umræðurnar komn-
ar út í sveitir og við hverf-
um aftur beim í rauðu sfof-
una — en í svefnborhor'dnu
sefur Aðalbjörg litla, 2% árs
dóttir Helgu og Jóns.
..Tafði bað big ekki Uölga
að eignast barnið með öllu,
sem bví fvlgir?"
„Tímalega séð tafði b°ð mjg
ekki. bví að ég lauk náminu
á 6% ári, sem er meðalnáms-
tími. En ég naut góðrar biá^p
ar móður minnar bví að hetta
gerist auðvitað ekki hiálnar-
laust. Svo þarf eiginmaður-
inn að vera þessu blvntur.
Það var mér miklu frekar
lyftistöng í náminu að eign-
ast barnið — það gefur líf-
inu svo miklu meira gildi að
vera móðir.“
„Hvað hvggs+u nú fvrír’"
„Ég aetla að revna að liúka
kand'datsárinu sem fvrst og
fara síðan i sérnám. Ég er
ekki alveg ákveðin. hvort. ég
lýk því hér á landi eða í
Bandaríkjunum, en Jón fer
þangað í sumar til framhálds
náms í geðlækningum.“
„Hvaða sérgrein ætlarðu
að taka?“
„Enn er ég ekki ákveðin
í hvaða sérgrein ég tek —
en ég er ákveðin í að taka
einhverja sérgrein. Ég held
að það sé erfiðara fyrir konu
að starfa án þess að vera sér
fræðingur, því að ef hún er
gift og þarf að hugsa um
heimili, verður hún að geta
sett starfinu tímatakmörk.
Heimilisstörfin hljóta að bitna
meira á henni en manninum.“
ALLTAF VERIÐ
AÐ BYGGJA . . .
„Ætlið þið svo að koma
heim að námi loknu?“
„Við erum nú ekki farin
að heiman enn, segir Jón, svo
að það er of fljótt að ákveða
heimkomuna. Það eru alltaf
nokkrir, sem fara í sérgrein-
ar, sem ekki er nein vinna
við hér, og taka þeir þá eig-
in áhugamál fram yfir starfs-
möguleika hér heima. En þar
sem mitt áhugmaál og þörfin
í þjóðfélaginu fara svo vel
saman, þarf ég ekki að kvíða
verkefnaskorti. Það er mikil
þörf aukinna aðgerða á sviði
geðheilbrigðismála. Það þarf
fleira fólk, fleiri bygging-
ar ... “
„ ... það er nú reyndar
alltaf verið að byggja, segir
Helga. Uppáhaldsleikurinn
hennar dóttur okkar er að
byggja spítala fyrir pabba
sinn.“
Þ. A.
— Dansai aí öryggi
Framhald af bls 10
á mófi Marlene Rizzo í Rúss-
landsferð flokksins og hún er
nú kona hans. Þau eiga lítinn
dreng, Kristinn að nafni. Og
nú þegar Bandaríkjaferð dans
flokksins lýkur, ætlar Helgi
að taka sér frí með fjölskyld-
unni, hefur boðið móður sinni
til sín frá íslandi og öll ætla
þau í ferðalag um Bandaríkin.
í þeim fjölda af úrklippum
með gagnrýni New York
blaðanna, eru mörg lofsyrði
um Helga, sem of langt yrði
upp að telja, þó drepið sé á
nokkur þeirra. Saturday Re-
view segir t.*d.: Nokkur orð
um stórkostlegan Og tilgerð-
arlausan klassiker í Harkness
ballettinum, Helga Tómasson.
Hann er fínn sem leikari og
dansari á móti Rhodes í ball-
ett Neumeiers, en hann er
stórkostleguT í Sylvia Pas de
Deux eftir Ballanchine í svið-
setningu André Eglevsky. í
öðrum blöðum eru setningar
eins og „Helgi Tómasson er
eins og fullkominn klas'sískur
dansari" í Ballet Today. New
York Post talar um öryggi og
léttleika í dansi hans. Long
Island Press segir að hann og
Elisabeth Carroll hafi dansað
stórkostlega við geysilegan
fögnuð áhorfenda. The Record
talar um drengjalegan létt-
leika Helga. Evening News
segir dans hans kröftuga leik-
fimi. Sem líkir honum við
smellandi svipu. Wall Street
Journal nefnir hann glæsileg-
an og gáfaðan dansara. New
York segir að Helgi hafi katt-
arlegan styrkleika í hreyfing-
um. Og þannig er gagnrýnin
öll í New York blöðunum.
Helgi Tómasson ferðast víða
með dansflokkum þeim, sem
hann starfar hjá. Með Joffrey
ballettinum dansaði hann í
Moskvu, Leningrad, Kiev °S
fleiri rússneskum borgum,
ferðaðist um öll Bandaríkin,
var í sýningarferðum til
Portúgal, Ind'lands, Libanon,
Afganistan, íran og Jórdaníu.
Og með Harkness-ballettinum
hefur hann dansað í Monte
Carlo, París, Berlín, Batcelona
Lissabon Róm, Aþenu, Kaíró,
Beyrút, Amsterdam og far-
ið margar ferðir til Frakk-
lands, Túnis, Marocco og í
sumar dansaðj hann á lista-
hátíðinni i Spoleto á Ítalíu.
Undanfarið hafa fjárveitingar
til skólastarfs í Hafnarfirði ver-
ið til umræðu hér í bl'aðinu, og
hóf ég skrif um þau mál, til þess
að opna augu fólks fyrir nokkr-
um staðneyndum þær varðandi.
Vildi ég sýna fram á, að Hafn
arfjarðarbær veitir á fjárhags-
Góð nðsókn í
pósknferð
Gullfoss
SAMKVÆMT upplýsingum Eim-
skipafélags fslands er nær upp-
selt í páskaferð m.s. Gullfoss á
skíðavikuna á ísafirði. Lagt verð
ur af stað í ferðina 2. apríl og
staðið við á ísafirði fram á ann-
an í páskum. Til Reykjavíkur
verður aftur komið þriðjudaginn
8. apríl.
Gullfoss verður á fsafirði not
aður sem skíðahótel fyrir far-
þega og verður ýmislegt gert
þeim til skemmtunar um borð.
Verður þar m.a. kvöldvaka, disko
tek, spilað o.fl.
- SUNDRUNG
Framhald af bls. 10
furðu: sú staðreynd, að nær
því allir beztu háskólamenn
landsins höfðu yfirgefið það,
annaðhvort viljugir eða af
nauðung, blasti við í háskóla-
deildum víðs vegar og marg-
ar þeirra voru nær því óstarf
hæfar. Þannig hefur tjónið af
Gyðingaofsóknunum orðið stór
kostlegt innan landamæra Pól
lands, svo að ekki sé minnzt
á það, hversu mjög ofsóknir-
nar hafa rýrt álit landsins í
augum annarra.
RÆðA GOMULKA
Það var fyrst núna fyrir
skömmu, sem fréttist um ræðu
er Gomulka, aðalritari hafði
haldið á flokksfundi kommún
ista í Varsjá. Og fréttirnar
af ræðunni voru látnar ber-
ast með mikilli varfærni og
raunar nokkurri tregðu. Aðal
ritarinn lýsti yfir því, að „ill-
viljaður rógur“ hafi byriað í
„hópum heim’svaldasinna“ um
Mozar, hershöfðingja; rógur
sem hafi, samkvæmt orðum
hans sjálfs, ekki við nokkur
rök að styðjast. Samkvæmt
orðum Gomu'lka gæti maður
sem sagt haldið að Moczar
væri drottinhollustan sjálf. En
ræðumaðurinn minnist ekki
einu orði á samsæri „partis-
ananna", eins og búist var
við af flestum.
Þessi tilraun til þess að
hvítþvo Moczar og „partisan-
anna“ hans virðist benda til
þess, að Gomulka hafi ekki
talið sig njóta nægilegs fylg-
is í æðstu röðum kommún-
istaflokksins, itl þess að
hnekkja helzta óvini sínum í
hinni ósvífnu valdabaráttu.
Hvað sem því líður, er ljóst,
að innan hersins nýtur Mocz-
ar miki'ls fylgis, og f jöldi
æðstu herforingja telja hann
sannfærðan þjóðernissina.
Ástæðuna fyrir því að
framangreind ræða Gomulka
var birt með svo mikilli var-
færni og tregðu, má rekja til
annars æðsta mannsins í
stjórnmálanefnd pólska komm
únistaflokksins. Fliszko, sem
ásamt öðrum gomulkasinnum
þar var ákaflega á móti því,
að ræðan yrði birt, en þó sér-
staklega þeir kaflar hennar,
þar sem fjallað er um Mocz-
ar. Vitað er með vissu, að hinn
birti texti ræðunnar er mild
ari en hinn upphaflegi.
áætlun fyristandandi árs, minna
af fjármagni bæjarfélagsins til
skólastarfs en nágrannabyggðirn
ar og minna en á síðasta ári,
þrátt fyrir aukna dýrtíð og auk
inn skilning flestra á því, hve
skólarnir eru þýðingarmiklir fyr
ir framtíð þjóðfélagsins.
Árni Grétar Finnsson, bæjar-
fulltrúi og formaðux Fræðslu-
ráðs Hafnarfjarðar, fainn sig knú
inn til að svara skrifum mínum
um þessi mál og gerast á þann
veg málsvari þeirra, sem ábyrgð-
ina bera. Hefur húnn nú snúizt
svo í kringum sjálfan sig í svör-
um sínum, að allir, sem lesið hafa
og fylgzt með þessum málum,
undrast að slíkt skuli geta hent
mann í svo miklum og mörgum
ábyrgðarstöðum.
Ég hirði ekki um að tína til
svör við rangtúlkunum Árna
Grétars Finnsssonar í seinni grein
hans um þessi mál en hún lík-
ist mest skrifum þess manns, er
kominn er í algjör rökþrot.
Ég veit að Árna Grétari eru
fullljósar þær staðreyndir, sem
ég hef borið fram, en aðeins
stendur í honum að viðurkenna
þær á borði.
Það er þýðingarlaust að rök-
ræða slík mál í blöðum, þegar
annar aðilinn slær í sífellu höfð
inu við sfeininn og vill i engu
láta sig, hversu greinilega, sem
honum eru sýndir málavextir.
Ég setla að minna Árna Grétar
Finnsson á að í fyrri grein sinni
sagðist hann fús að ræða þessi
mál við mig og aðra, hvenær og
hvar sem væri, og ætla ég nú
að gera hans orð að mínum. Ég
er tilbúinn að ræða um skólamál
i Hafnarfirði og fjárveitingar til
skólastarfsins við Árna Grétar
Finnsson hvar og hvenær sem
er, hvort heldur er á opinber-
um fundi eða annars staðar.
Eins og áður segir, hirði ég
ekki um að hrekja hér sundur-
lausar tölur Árna Grétars Finns
sonar í seinni grein hans, en
þrátt fyrir öll skrif hans og talna
flóð er fullyrðing mín um áætlað
framlag Hafnarfjarðarbæjar ‘69
til reksturs barna- og gagn-
fræðaskólanna kr. 7.078.000 eða
kr. 3.670 á hvern nemanda, enn
í fullu gildi. Eins hefur Árni
Grétar ekki hrakið þá staðreynd
að Reykjavík áætlar kr. 5.500
á hvern nemanda á sömu skóla-
stigum af fé borgarinnar og
Garðahreppur samsvarandi kr.
7.000 á hvern nemanda.
Einnig vil ég benda lesend-
um blaðsins, og Árna Grétari
sjálfum, á, að þær tölur, sem
hann notar um áætlað framlag
Reykjavíkur til þessara mála eru
ársgamlar, eða úr fjárhagsáætl-
un 1968, sem miðuð var við gömlu
skólakostnaðarlögin.
Það er mikil íþrótt að blekkja
fólk með málflóði og tölum, en
ekki að sama skapi göfugt og
alls ekki öllum jafn vel gefin,
en stundum virðist þessi íþrótt
vera helzt aðalsmerki þeirra
manna, sem byggja framtíð sína
á stjórnmálum.
Sá einn var tilgangur minn að
vekja sem flesta til umhugsun-
ar um þessi mikilvægu mál, skóla
málin, og hversu mjög framþró-
un þeirra er háð fjárveitingar-
valdinu.
Menntun er snar þáttur í hag-
vexti þjóðanna. Við fslendingar
tölum nú mikið um nýjar úit-
flutningsgreinar, iðnvæðingu.
jafnvel samkeppni við háþróað-
ar iðnaðarþjóðir, en grundvöll-
inn að slíkum framlögum er að
finna í skólum framtíðarinnar.
Menntunarviðíhorfið í skólun-
um þarf að breytast, afstaða al
mennings til skólamála þarf að
verða önnur en hún er í dag
og síðast en ekki sízt verða þeir
«ienn, sem með stjórn framkvæm
og fjárveitinga fara að gera sér
grein fyrir þeirri staðreynd, að
æskan er framtíð þjóðarinnar og
að vettvangur hennar eru skól-
arnir.
Ólafur Proppé,
kennari.