Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 32
Bezta auglýsingablaðið tffttttmtrifobífe AUGLYSINGAR SÍMI 22*4‘SO LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969 Miklar skemmdir af völdum brunans í Þór — brauðrist í eldhúsi talin brunavaldur MJÖG miklar skemmdir urðu í brunanum sem varð í varðskip- inu Þór, þar sem skipið lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrra kvöld. Orsökin að brunanum er talin hafa verið brauðrist í eld- húsi, sem hefur af slysni verið skilin eftir í sambandi og vegna ofhitunar kveikt í þili sem hún stóð við. Bruninn varð aðallega mið- skips í göngum og stigum, en miklar skemmdir hafa orðið af reyk, sem komst inn í tækja- herbergi og vistarverur skip- verja. Mbl. leitaði upplýsinga hjá Pétri Sigurðssyni, forstjóra Land helgisgæzlunnar, um brunann og hvort starfsemi Landhelgisgæzl- unnar myndi eitthvað raskast við þetta óhapp. Pétur sagði að starf Landhelgisgæzlunnar myndi ekki raskast, þar sem varðskipið Al- bert hefði verið til vara og á- höfn Þórs myndi fara yfir á Al- bert. Pétur kvað skemmdir vegna brunans raunverulega vera í tvennu lagi. í fyrsta lagi væri um að ræða sjálft bruna- tjónið, þar sem eldurinn var í göngum og stigusm miðskips, og Framhald á bls. 31 Lýst eftir 17 tonna báti f illviðrinu í gærkvöldi var lýst eftir 17 tonna báti sem gerður er út frá Akranesi. Talið var að þriggja manna áhöfn væri á bátnum. I gærkvöldi voru Akra- nesbátar famir hér út á flóann til leitar og upp úr miðnættinu í nótt vom bátar héðan úr Reykja- vík að búast af stað. Er blaðið hafði síðast samband við Slysavamafélagið var ekkert nánar vitað, nema kunnugt var að í gær hafði móttakari í talstöð skipsins verið biluð. Sjómenn, sem komu tii Reykja víkur í gærkvöldi sögðu slæmt veður hér úti fyrir og þurftu þeir að berja klaka allt á grunnsvæði. Búið var að kalla út slysavarna sveitir frá Akranesi og Suður- nesjum. Brot af eyðileggingunni um borð í Þór. Séð inn ganginn i vistaverum á bátaþilfari. Ljósm. Mbl. Sáttafundur i dag Sáttanefnd sat tvo sáttafundi í gær. Kl. 14 hófst fundur með viðræ'ðunefnd A.S.Í og fulltrú- um vinnuveitenda og kl. 17 hófst fundur með fulltrúum Farmanna og fiskimannasambands ísiands. Fundi með fulltrúum Farmanna og fiskinj^nnasambandsins lauk laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi og hafði ekki verið boðað til nýs fundir í gærkvöldi. Hins vegar boðaði sáttanefnd til fundar í dag kl. 16 með viðræðunefnd A.S.Í. og fulltrúum vinnuveit- enda. Norræni menningarsjóðurinn fær nær 60 milljónir króna á ári — Norðurlandaráð samþykkti hœkkuð framlög til sjóðsins NORÐURLANDARÁÐ sam- hólmi með samhljóða atkvæðum þykkti á fundi sínum í Stokk- að skora á ríkisstjórnir allra Norð urlandanna að hækka framlagið til Norræna menningarsjóðsins upp í 5 millj. danskra kr. á ári. Verða það nær 60 milljónir ísl. kr. Munu ríkisstjórnirnar hafa fallist á þessa hækkun. Norræni Bylting í herpinófaveiðum — sérstakur botn í herpinœtur stór- eykur veiðimöguleika — nýung reynd með góðum árangri á loðnuveiðum við Eyjar EINS og sagt var frá í Mbl. í gær var reynd nýung í Ioðnuveiði með herpinót við Vestmannaeyjar í fyrradag og gafst tilraunin mjög vel. Breytingin, sem er hugmynd Ingólfs Theódórssonar, neta- gerðarmeistara, er aðallega fólgin í því að sérstakur botn, sem er algjör nýjung dregst undir loðnuna eða síldina áð- ur en nótin fer að herpast sam an. Útilokar þessi botn því al- gjörlega að fiskurinn komist niður úr nótinni eftir að hún hefur sokkið, en slíkt er mjög algengt á síldveieum þegar um er að ræða stygga síld. I tilefni þessa hafði Mbl. í gær samband við Ingólf Theódórsson netagerðarmeist ara og Jón Valgarð Guðjóns- son skipstjóra á, Isleifi IV., sem reyndi nótina og innti þá frétta af gangi tilraunarinnar. Ingólfur sagðist hafa feng- ið hugmyndina að þessari breytingu fyrir mjög löngu síðan, eða á bryggja á Siglu- firði er sjómenn ræddu sín á milli um hve síldin væri stygg og ekki mögulegt að ná henni nema með botnkasti. Þá strax fór Ingólfur að brjóta heilann um hvort ekki væri möguleiki að útbúa botn í nætur. Árið 1961 útbjó Ingólf ur sfðan líkan að nót með sérstökum botni og sýndi hana í Reykjavík opinberum aðil- um og sótti jafnframt þá um styrk til að fullgera hugmynd ina. Var honum synjað um að- stoð. S.l. vor gerði Ingólfur enn annað líkan og fullkomnara og var það t.d. sýnt á sýning unni íslendingar og hafið og þar gafst mönnum tækifæri tij að kynna sér líkanið. Upp úr því vaknaði frekari áhugi fyrir því að fullreyna hug- myndina. Fyrir nokkrum dögum fékk Jón Valgarð, skipstjóri á ís- leifi IV., áhuga fyrir því að reyna þessa nýjung. Sérstak- lega þar sem hann hefur veri’ð með svo grunna nót og um minni aflavon að ræða, en nótin er aðeins 27 faðma djúp, sem er með því gllra grynnsta sem nú er notað. Útkoman út úr þessum vangaveltum varð sú að Ingólfur og Jón Valgarð ásamt útgerðarstjór- anum á ísleifi IV., Leif Ár- sælssyni, réðust í framkvæmd þessa máls og var útbúinn botn í nót ísleifs IV. Fyrsta veiðiferðin var farin sl. fimmtudag og var Ingólfur með í þeirri ferð. Gekk til- raunin í alla staði fullkomlega Sem dæmi um árangur má nefna að í fyrsta kasti með nótina var kastað á sáralitla torfu, sem Jón Valgarð sagð- ist tæpast myndu hafa kast- að á undir venjulegum kring- umstæðum, en með tilraunina í huga var kastað á fyrr- nefnda torfu og fengust úr þessu kasti 140 tonn, sem eng an hafði órað fyrir samkvæmt lóðningum þarna. Engar breyt ingar þurfti að framkvæma á nótinnj eftir þetta kast. Kast- að var aftur á svipaða smá 1 lóðningu eins og fyrr og var 4 báturinn fylltur úr því kasti / og nokkru sleppt, en skipið 7 tekur liðlega 200 tonn. s Áðúr var ekíki um að ræða 4 að fá fullfermi með þessari nót í minna en 5—7 köstum. Gefur þetta því glögga mynd hve um er að ræða stórkost- lega byltingu með þessari veiðitækni. Jón Valgarð taldi að búast mætti við enn betri árangri með þessari nófar- breytingu á síldveiðum, sér- staklega þegar síld er stygg. Ingóifur taldi að ef til vill væri sá möguleiki fyrir hendi að nætur þurfi ekki að vera eins djúpar með tilkomu þessa botns ,en reynslan kem ur til með að sfcera þar úr, sagði hann að lokum. menningarsjóðurinn var stofnað- Ur samkvæmt samþykkt fundar Norðurlandaráðs, sem haldinn var hér í Reykjavík árið 1965. Hefur árlegt framlag í hann síð- an verið 3 millj. d. kr. Skiptast framlögin til sjóðsins þannig milli landanna: Danmörk 690 þús. kr. d. Finnland 660 þús. d. kr. ísland 30 þús. d. kr. Noregur 510 þús. d. kr. Svíþjóð 1110 þús. d. kr. Ólafur Jóhannesson hafði frarn sögu fyrir hönd menningarmála- nefndar Norðurlandaráðs um þetta mál á þinginu í Stokkhólmi en nefndin var öli sammála um að leggja til að tillagan um hækk un framlaga í sjóðinn yrði sam- þykkt. Fyrsti formður Norræna menn ingarmálasjóðsins var Júlíus Bomholt frá Danmörku, sem er nýlátinn. Núverandj formaður er Hakon Johnsson stórþings- maður frá Noregi. Fulltrúar ís- lands í stjórn sjóðsins eru Ólafur Bjömsson prófessor og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Verulegar upphæðir hafa verið veittar úr sjóðnum til íslenzkra menningarmála, m. a. 70 þús. d. kr. til bókakaupa fyrir Norræna húsið. Sjómenn vontni ó bátnflotnnn Nokkur brögð munu vera að því, að sjómenn vanti til starfa á bátaflotann. Tals- vert hefur verið auglýst eftir sjómönnum, en það hefur ekki borið fullnægj- andi árangur. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hvort bátar hafi stöðvazt af þessum ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.