Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 Síðasti þáttur í deilu Breta og Frakka Hádegisverðarboð bjá de Gaulle kemst i hámæli ÖLDURNAR hefur lægt eft- ir síðasta storminn í samskipt um Breta og Frakka. Deilur þær, sem urðu út af „Soam- es-málinu“, eru sagðar minna mest á deilurnar, þegar Frakk ar beittu fyrst neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir aðild Breta að Efnahagsbanda laginu. Athyglisverðast við þetta mál er ef til vill, að nú er talið, að Bretar hafi beitt Frakka sömu brögðum og de Gaulle hefur svo oft beitt í samskiptum sínum við aðrar þjóðir, einþykkni, sem nálgast ósvífni. febrúar s.l., þar sem forset- inn hafi sett fram „áætlun“ um framtíð Evrópu á sviði stjórnmála og efnahagsmála, sem sendiherrann hafi síðan sent stjórn sinni til athugun- ar. Greinin í „Le Figaro“ var nafnlaus og hennar var ekki getið í efnisyfirliti blaðsins á forsíðu þess. Hún vakti því litla athygli. En að kvöldi sama föstudags kom Lundúna fréttstofan „Press Associa- tion“, sem er lítt þekkt er- lendis, þar eð hún helgar sig að mestu innanlandsmálum, snögglega af stað „Soames- málinu" með því að birta í stórum dráttum hina svo- nefndu „áætlun de Gaulles“. Fréttastofnun þessi hefur hvorki bækistöð né fréttarit- ara í París. Segja má, að skjálfti hafi farið um stjórnmálamenn beggja vegna Ermasundsins eftir að frétt „Press Associa- tion“ birtist. Mikilsvirt blöð voru varkár í ummælum sín- um um málið. Raunar var erf itt að gera sér grein fyrir eðli þess og hinu sanna, þar sem fyrir lágu ósammáia full- yrðingar beggja aðila. En þau blöð, sem ávallt eru and- stæð de Gaulle, töldu hann upphafsmann alls ills í þessu máli jafnt sem öðrum. Stuðn- ingsblöð forsetans réðust hins vegar heiftarlega á brezku ríkisstjórnina, þó einkum brezka utanríkisráðuneytið. Þannig var málið komið í hámæli og sambúð hinna alda gömlu stórvelda Evrópu hafði enn verið spillt. Hvað var það, sem olli hinni miklu reiði Frakka að þessu sinni? HÁDEGISVERÐUR HJÁ DE GAULLE Christopher Soames átti frumkvæðið að viðræðunum við forsetann. Að sjálfsögðu var það forsetinn, sem bauð til hádegisverðarins 4. febrú- ar. En brezki sendiherrann hafði áður látið þess getið við skrifstofu forsetans, að hann æskti þess að hitta hann eins lega. Viðræður þeirra áttu sér stað, áður en gengið var til borðs í íbúð forsetans í Elyséehöll, og þær stóðu að- eins í 45 mínútur. Fleiri gest- um var boðið til hádegisverð- arins. Raunar þarf enginn að furða sig á framtaki Soames. Áður en Wilson forsætisráð- herra skipaði hann sendi- herra á síðasta ári, hafði hann gegnt mörgum trúnað- arstöðum fyrir flokk sinn, í- haldsflokkinn, og m.a. verið ráðherra í fleiri en einni rik- isstjórn. Soames, sem er tengdasonur Churchills, er sannfærður Evrópusinni og hann fór til Parísar með þeim ásetningi að bæta sambúð Frakka og Breta. Hann hafði frjálsar hendur í starfi sínu, eins og kemur fram í framan- greindu, sem hann stofnaði til án fyrirmæla utanríkisráðu- UPPHAF MÁLSINS Föstudaginn 21. febrúar s.l. birti franska blaðið „Le Fi- garo“ á þriðju síðu lítt áber- andi frétt. Þar sagði, að sam- kvæmt orðrómi, er gengi í Pal ais d’Iéna, þar sem þing- mannasamband Vestur-Ev- rópubandalagsins sat á fundi væri unnt að rekja andstöðu Frakka við Breta og aðila Efnahagsbandalagsins inn- an Vestur-Evrópubandalags- ins til atvika, sem ættu ekk- ert skilt við starfsemi banda lagsins. Blaðið birti einnig í sömu frétt frásögn af viðræðum, er de Gaulle, forseti átti við Christopher Soames, sendi herra Breta í París, þann 4. Myndin er tekin af de Gaulle og Soames, er þeir hittust á nýjársdag. neytisins brezka, en að sjálf- sögðu með samþykki þess. Að loknum hádegisverðin- um sneri Soames aftur til sendiráðs síns og ritaði grein argerð um viðræður sínar við forsetann. Bretar segja, að greinargerð þessi hafi síðan verið send skrifstofu forset- ans, þar sem hún hafi verið undirrituð og staðfest sem Framhald á bls. 21 Biörn Bjarnason skrifar frá Brussel Verður Fish&Chips bráölega eins vin sælt og appelpie í Bandaríkjunum? Aðeins þarf tcepar 1000 búðir til þess að taka við allri fram- leiðslu íslendinga á frystum þorski MILLJÓNAMÆRINGUR frá Texas kom nýlega til Englands þeirra erinda að ráða til sín starfsfólk, sem vant væri til- reiðslu á þorski í svonefndum Fish og Chips-verzlunum, sem njóta vaxandi vinsælda vest- anhafs og í Bretlandi. Texas- búinn, Carl Zucker er mjög bjartsýnn á þennan rekstur og segist undrandi yfir því að menn hafi eKki stofnað slíkar verzlanir í stærri stíl í Banda- ríkjunum, því að bráðlega muni Fish og Chips verða þar jafn vinsæll og eplakaka — þjóðarrétturinn vinsæli. í brezka blaðinu Daily Ex- press er viðtal við þennan ná- unga. Þar segir hann frá því að hann hafi keypt vélar í Englandi til þess að matbúa fiskinn fyrir 2 milljónir sterl- ingspunda — 420 milljónir ís- lenzkra króna. Hann býður þar sérhverjum, sem kann að matbúa Fish og Chips 125 sterlingspunda vikulaun eða neytendaumbúðum á Banda- ríkjamarkað hefur aldrei orð eftirspurn á óbreyttu verði hafi verið fullnægt, ef undan eru skildar pakkningar, þar sem fiskflök hafa þurft að vera af sérstakri stærð, en á þeim hefur verið skortur. Það, sem hefur gert þessa miklu söluaukningu mögulega er til koma alveg nýrrar notkunar á fiski á markaðnum í svo- nefndum „Fish & Chips“ búð um, sem eru vel þekktar í Eng landi, þar sem SH á nokkrar ið eins mikil og á sl. ári, eða slíkar búðir. rúm 60 prs., og má segja að Framhaid á his. 21 26.250 íslenzkar krónur. Hyggst hann setja upp 1000 verzlan- ir þar vestra í 35 ríkjum. Svo virðist sem Fish og Chips sé að verða eins konar tízkufæða i Bandaríkjunum, ef marka má ummæli þessa auðmanns. Með þessu opnast ótakmarkaðir möguleikar og þegar hafa íslenzkir aðilar opn að nokkrar slíkar verzlanir í Bietlandi, m.a. í London. í at- hugun er stofnun Fish og Chips-verzlunar þessara sömu aðila í New York. Hinn 11. janúar síðastliðinn skrifaði Eyjólfur ísfeld grein í Morgunblaðið, þar sem hann kom m.a. inn á þessa tegund verzlana. Hann sagði þar: „Heildarþorskfrysting ís- lendinga er um 25.000 tonn og af því hafa verið unnin um 7.500 tonn í neytendapakkn- ingar fyrir Bandaríkjamarkað. Það er því mikil breyting, ef auka ætti þetta um 10 þúsund tonn á einu ári Söluaukning í Verzlun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í London, sem selur Fish og Chips.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.