Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 15
MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 15 — Hvað mundir þú gera, ef þú værir beðinn um að sætta hjón? — Ég mundi aldrei leggja út í svoleiðis, sagði hann. Það á aldrei að reyna að sætta hjón. Það á að örva þau til að slást. Eftir slagsmálin koma sættirn- ar. Þar með var málið útrætt og næsta mál á dagskrá tekið fyr- ir. Fjölkvæni? — Jú, fjölkvæni er karl- mönnum enn eiginlegra en ein- kvæni. Það ætti hver maður að eiga 12 konur, eina fyrir hvern mánuð ársins. — Yrðu þá engar framhjá- tökur? — Jú-jú, svaraði skáldið og brosti gleitt. Þær yrðu alveg eins fyrir það.. Framhjátagelsi. Þeir hafa það svoleiðis sums staðar í Indlandi, þar sem fólki kemur illa saman í þorpi eða byggðarlagi, að það hittist einu sinni á ári og ber þá a'llar þær svivirðingar hvert á annað, sem það hefur fósitrað í sér á ár- inu. Þegar allir eru búnir að útausa sér nægilega, þá eru þeir sáttir. Og sambúðin geng- ur vel fram eftir næsta ári. Þetta væri kannski ráð til þess að sætta hjón, að sættarinn stillti svo til, að þau gætu rif- izt vel og jafnvel flogizt á .. — Annars er það einkenni- legt, hvað margt fólk á erfitt með að laga sig hvert eftir öðru. Það vi'll vera svo rismiklar per sónur, að hvorug lætur undan fyrir hinni. Þegar ég mæti persónu, reyni ég alltaf að vera lítil persóna til þess að stóra persónan hafi þá ánægju að verða ennþá stærri. Það er líka nokkuð algengur veikleiki í fari manna að slá sér upp á annarra kostnað, verða stórir, þegar nokkrir eru viðstaddir, segja þá eitthvað vanvirðulegt um einn, gera hann hlægilegan og horfa svo upp á hina og spyrja með uppétandi augna- ráði: — Var þetta ekki helvíti sniðugt hjá mér? — Þetta er nokkuð algengt í fari manna. Annars er stór persóna aldrei stór. Hún dregur sig í hlé og þegir. Og Þórbergur heldur áfram: — Ég hef aldrei ski'lið, hvað menn geta lagt á sig mikið af heimskulegu erfiði til þess að ávinna sér veraldarupphefðir, sem þeim virðist ekki vera nein lífsnauðsyn að ná . . . Og þeir halda áfram að safna og safna og aldrei hafa þeir safnað svo miklu, að þeim finnist þeir hafi efni á að segja: Nú er ég búinn að fá nóg. Þetta er eins og helgar bækur lýsa þorstanum í Helvfti. Og þeir geta lagt svo mikið að sér til að reyna að ful'lnægja þess ari blekkingu í sjálfum sér, að þeir eru orðnir úttauguð hrör langt fyrir aldur fram. Pen- ingagræðgi er mjög slæm fyrir taugarnar og hjartað og æða- kerfið, að ég tali nú ekki um fyrir sálina. Aðrir leggja mik- ið kapp á að geta sallað ná- ungann í fótbolta, sigrað hann í stangarstökki, kringlukasti og glennt sig betur en hann í þrí- stökki, sem ég held að sé auð- virðilegasta stökk í heimi. En samt verða menn heimsfrægir fyrir það. Enn aðrir sækjast eftir því að komast til valda, verða dýrkaðir af fólkinu sem alþingismenn, ráðherrar og ann að þvíumlíkt. Svo eru þeir sem keppa eftir að verða frægir fyr ir að skrifa bækur, yrkja kvæði, herma eftir uppi á leik- palli, möndla óperur. Allt staf- ar þetta frá einu og því sama: einhverri vöntun í manninn, einhverju andlegu tómi, sem er verið að strefa við að fylla. En það skrítna við þetta er það að tómið fyllist aldrei. Og maðurinn er í raun og veru jafnitómur og jafnvesæll að veg arlokum sem í upphafi leiðar- innar. Þetta er eitt af því skrítna við lífið. Tómið verð- ur aðeins fyllt með því að losa sig við strefið við að fylla tóm ið. Losa sig við persónuleik- ann, sem ég er frægur fyrir að hafa kallað svo, því að strefið á rætur sínar í persónuleikan- um. Hann er hnútarnir í sálar- lífinu. Þegar menn hafa leyst hnútana, ljóma þeir eins og fag urt ljós. En komdu hérna fram snöggvast og heilsaðu upp á hana Imbu litlu Fálu. Hún er fjögurra ára. Hún er að læra ballett og 'lofaði að kenna mér, en hefur svikizit um það. Hún er falleg. Ég gat lært Möllersæfingar af sjálfum mér ... Og svo göngum við inn í stof una aftur og Þórbergur tekur upp þráðinn: — Já, þá verða þeir eins og fagurt ljós. Þá er persónuleik- inn dauður að eilífu og menn eru komnir í kompaní við allífið. Margir halda, að kom- paníið við allífið þýði slokkn- un einstaklingseðlisins. En þessu er öfugt farið. Maður með „persónúleika“ er aldrei sjálfstæður maður. Hann er allt af að taka tillit til sjálfs sín og þar með ‘hefur hann gefið sig undir þrældóm annarra. Hann er að hugsa um pen- ingana sína, mannorðið sitt, stöðuna sína, gáfurnar sínar, frægðina sína. En sá sem hef- r I kompaníi við allíiið... ÞÓRBERGUR Þórðarson er áttræður í dag. í tilefni af því birtir Morgunblaðið smákafla úr samtalsbók Þórbergs og Matthíasar Jo- hannessens, sem hann skrifaði fyrir tíu ár- um vegna sjötugsafmælis Þórbergs. I Þórberyur áttræður ur leyst hnúta persónuleikans, hann er laus undan þessu fargi. Hann hugsar ekki um að vera neitt, né verða neitt. Hann er. — En hvernig er bezt að losna við persópuleikann? Með því að fara í klaustur? — Nei, ég held bænagerðir hjálpi manni ekkert í þessum efnum. Þær leysa ekki hniútana, þær bara færa þá svolítið til. Menn hafa háldið, að kirkjan og trúarbrögðin hjálpuðu þeim til þroska. En ég held þau verki öfugt. Þau binda menn í dogmur og færa í fjötra hind urvitna og hleypidóma og trúar haturs, sem ná valdi á mann- inium og deyfa hæm frá að hugsa sjálfstætt. Ég held, að eina leiðin til að leysa hnút- ana sé sú að skilja orsök þeirra, að skilja sjálfan sig og lífið til hlítar. Það getur mörg um fundizt erfitt, það getur kannski tekið þá nokkur jarð- líf. En ég held, að önnur leið sé ekki hugsanleg. Trúarbrögð in hafa haldið mönnum í and- legum viðjum og varnað þeim að skilja og verða andlega sjálfbjarga. Þess vegna liggur allur þorri manna hundflatur og getulaus frammi fyrir hvers konar áróðri og eru svo and- lega villtir, að það má segja þeim í dag, að það sé hvítt, sem þeim var sagt svart í gær. Og menn hafa ekki við að trúa. Þó að eitthvað gott kunni að liggja eftir kirkjuna, þá er það hafið yfir allar efasemdir, að hún hefur unnið meiri skemmd arverk á sálum manna en nokk ur önnur stofnun í heiminum. — En heldurðu ekki að kirkjan gæti gert gagn? — Jú, það gæti hún, ef hún breybti sér í þekkingarstofnun og hætti við þetta háfleyga, freyðandi kjaftæði, sem hún byrlar fólki. Hér gæti spíritism inn komið kirkjunni til hjálp- ar sem fræðslugrein. Spíritism inn getur fært mönnum rök og jafnvel sannanir fyrir fram- haldslífi og gefið fólki nokkr- ar bendingar um það, hvernig því lífi er hagað. Og hann getur gefið okkur skýringar á samhenginu milli þess lífs og jarðlífsins. En þetta er ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er að skilja það líf, sem við lifum og þann heim sem við lifum í. — Þú talaðir áðan um frægð ina, Þórbergur. Byrjaðir þú ekki að skrifa til að verða frægur? — Nei, það gerði ég ekki. Það var svo lítill ákafinn í mér að verða frægur að ég skrif- aði enga bók í sjö ár, eftir að ég lauk við Bréf til Láru. Hafði enga löngun til þess. Ég skrifaði fáeinar blaðagrein ar á þessum árum, sem komu yfir mig eins og steypa. Og ekkert annað. Allan fyrri part inn af Bréfi til Láru skrifaði ég til að skemmta Láru. Hitt skrifaði ég til að breyta þjóð- skipulaginu. Annað vakti ekki fyrir mér. Að visu lét ég flakka með nokkrar skringileg- ar setningar, en aðeins í því skyni að bókin seldist. Auðvit að hafði ég dálítið gaman af að skrifa þetta, alveg eins og unglingar hafa af að steypa sér kollskít eða hoppa sem lengst á öðrum fæti. Það er ein kennilegt að íþróttamenn skuli ekki hafa tekið það inn í sitt kerfi að stökkva á einum fæti. Það gæti þó verið gagnlegt, ef maður fótbrotnaði á ferð úti á víðavangi. Þá gæti hann stokk ið á hinum til byggða, ef hann hefði verið „í góðri þjálfun“ hjá Benna Waage . . . Föstudagur 12. desember. Kvöld. — Segðu mér eitt Þórbergur, varstu ekki alltaf í sundskýlu, þegar þú fórst í sjóinn? — Nei, það var ég ekki. En flestir voru í skýlum. — Varstu aldrei kærður fyr ir „exibisjonisma"? ■— Nei-nei-nei. Ég fékk frem ur aðdáun fyrir, hvað ég tæki mig þarna vel út. Annars horfðu menn tilisýndar á baðgesti, og ef einhverjir gerðust of nær- göngulir, sneri maður sér á grúfu. Þá fannst þeim ekki leng ur neitt varið í þetta. Þarna var ég nokkrum sinnum í sól- baði með ákaflega frómum og trúuðum, en þó viðsýnum guð- fræðingi og tveim piltum öðrum. Þá kom andinn yfir mig að þeim óvörum og ég orti á svip- stundu hjartnæmt útfararvers og kompónet aði samstundis lag við það. Versið er svona: Legg þú á djúpið! Dauðans öldur hossa. Dimmir í lofti, ógna sorgar- ský. Hinumegin við hafið sé ég fossa, og himnar drottins opnast mér á ný. Síðasta 'línan hefði verið kölluð djúpt symból, ef einhver annar hefði sagt þetta. Þarna yddir á endurholdgunarkenninguna. Svo lugu skæðar tungur því upp á mig, að lagið væri Horst- Wesselsöngur nazista. En ég hef fengið staðfestingu á því hjá tveimur útlærðum músikmönn- um, að þetta séu ósannindi. Það kom margt fyrir úti í Örfiris- ey. Einu sinni var þar grútar- bræðsla, sem Geir Zöega hafði. Þá rann stundum grútur í syðri víkina vestan á eyjunni. Þá bar það við einn dag, að „hinn himneski brúðgumi“ kom út í eyjuna, fór í sjó í víkinni, en gætti þess ekki að mikil grútar brák var ofan á sjónum, og kom mjög illa leikinn aftur til lands, hefur sagt mér maður, sem þarna var. — Fórstu aldrei með kven- mann út í Örfirisey? — Það segi ég þér ekki. En mér er sama, þó ég segi þér það, að ég gerði aldrei hitt úti í Örfirisey. Það var auðséð, að Þórberg- ur vildi sem minnst um þetta tala. Hann var' fljótur að brjóta upp á nýju umræðuefni: — Þarna úti í eyjunni skaut Jón tíkargjóla kvenmann óvart til bana. Hann var geysilegur sjómaður og mikill formaður, og þegar hásetar hans fóru að kvarta um á sjó, að hann væri orðinn nokkuð hvass núna, þá var viðkvæði Jóns: — Þetta er bara tíkgfgjóla. Þegar Steinn, afi minn, var formaður austur í Suðursveit, kom það fyrir, að hann sagði í kalsaveðri: — Þa- það er kominn í mig tíkar- skjálfti, ég vil fara í land. Ef maður ætti nú að hugsa eins og sérfræðingur ís- lenzkra bókmennta mundi maður segja: tíkargjóla og tíkarskjálfti eru svo sér- stæð og einkennileg orð, að annaðhvort hlýtur að vera ap- að eftir hinu. Og líkast til mundu þeir komast að þeirri niðurstöðu, að tíkargjóla væri upphaflegra. Þettá orð hefði einhvern veginn borizt austur í Suðursveit breytt í tíkar- skjálfti. Þarna er svo sannað, að Steinn Þórðarson, afi minn, hefur aldrei verið formaður og aldrei verið ti'l, heldur hefur einhver kunnáttusamur sögu- maður skapað þessa fígúru upp úr Jóni tíkargjólu. En hver er nú líklegur til að hafa borið orðið tíkargjóla í þessari mynd héðan frá Faxaflóa Frambald á bls. 1S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.