Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 13 - INGÖLFSBOTN Framhald af bls. 28 og sagt hefur verifS frá í Mbl. Nú þegar hefur verið pant- aður Ingólfsbotn, eins og nýj- ungin heitir, í herpinót Gísla Árna og verðux botnimn settur einhvern næstu daga. Ingólfs- botn kostar um 100—200 þús- und krónur eftir því hvernig nótin er og hve miklu þarf að breyta þess vegna. í>eir, sem hafa spurzt fyrir um nótina og kynnt sér mögu- leikana með þessari breytingu Ingólfs hafa aðallega verið með síldviðar í huga. Þá hef- ur HafrannsóknarstofnUnin spurzt fyrir um herpinótina. Á þessari mynd má sjá torfu- lóðningu (þar sem örin er), sem Jón Valgarð skipstjóri á tsleifi IV. kastaði á rétt fyrir breytinjguna á nótinni og úr því kasti fékk hann 60 tonn. Sjá síðan samanburð á næstu mynd með lóðningum. Lóðning frá fyrsta kasti eftir breytingu. Torfan er þar sem örin bendir á. Þessi torfa er 4—5 sinnum minni en torfan á hinni myndinni, en úr þess- ari torfu fengust samt 140 tonn í kasti eftir að búið var að setja Ingólfsbotn í herpi- nótina. Með samanburði á þessum tveim lóðningamynd- um má sjá hve breytingin á nótinni eykur til mikilla muna aflavon á loðnu- og sildveiðum. - VEIBUR Framhald af bls. 1 es and Strokes) á blaðamanna- fundi. Hann og samstarfsmenn hans, lýstu því, hvað uppgötvun þessi ihefði að segja, á eftirfarandi hátt: „Hún sýnir að hinn fágæti heila sjúkdómur, hrörnunar'heilabólga (Subacute Sclerosing Pancephali tis), skammstafað SSPE, leggst augljóslega á ákveðið fólk vegna ihæggengrar veiru, sem misling- Við undirskrift samninga á smíði hafrannsóknarskipsins: frá vinstri: Eggert G. Þorsteinsson ráðherra, forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar Batze og dr. Kastens. ar skildu eftir sig fyrir löngu“. Á einhvern hátt kemst hin hæg- genga veira, sem veldur SSPE, í heilann, sem mislingaveiran ger- ir mjög sjaldan. Dr. Wolfgang Zeman við sjúkrahús Indianaháskóla, sem staðfest hefur umsögn vísinda- manna Heilbrigðisrannsókna- stofnunarinnar eftir að hafa fram kvæmt sjálfstæðar rannsóknir á þessu sviði, sagði að þessi þró- un sýndi augljóslega að um sé að ræða a.m.k. eina hæggenga veiru, sem sýkt geti menn síðar meir. Dr. Sever sagði að rannsóknar- störfum yrði nú haldið áfram af kappi á þeim grundvelli að marg ir hinna einkennilegu sjúkdóma í miðtaugakerfi kunni að stafa af öðrum tegundum hæggengra veira. Svo sem kunnugt er, veitir ís- lenzkur veirufræðingur, dr. Hall dór Þormar, forstöðu veirudeild „Institute For Basic Research In Mental Retardation" í New York. Mbl. átti samtal við dr. Halldór í gær, og kom m.a. fram í því, að hann er að vinna að samskon ar rannsóknum þar, og um getur í frétt AP. Fer hér á eftir, það sem dr. Halldór hafði um þessi mál að segja: —■ Það er að vísu ekki alveg nýtt að mislingaveirur geti átt einhvern þátt í þessum sjúkdómi. Það er aðallega Dr. Zeman, sem ræktað hefur mislingaveirur úr heilum nýlega, og mun það senni lega vera einna nýjast í þessum efnum. — Það er einkum um að ræða þrennt, sem bendir til sambands milli mislingaveirunnar og þessa sjúkdóms. í fyrsta lagi hafa sjúklingarnir mjög hækkaða mót efnamyndun gegn mislingum, miklu hærri en t.d. systkin þeirra eða foreldrar og yfirleitt allur al menningur. í öðru lagi hafa marg ir þessir sjúklingar svokallaðar veiruhrúgna í heilafrumunum, („inclusion bodies“). Þetta eru eins og smáagnir, sem litast á sér stakan hátt. Þessar agnir inni- halda mislingaveirur eða misl- ingamótefnavaka (antigen), í þriðja lagi hafa þessir sjúkling- ar ekki aðeins hækkað mótefni í blóði, heldur einnig í mænu- vökva. Þetta virðist því benda til þess að það sé virk mislinga- veira í miðtaugakerfi þessara sjúklinga. En þetta er hinsvegar ekki sönnun þess, að mislinga- veiran sjálf valdi sjúkdómum, en auðvitað verður að vinna að því að rannsaka, hvort um er að ræða orsakasamband milli mislingaveir unnar og sjúkdómsins eða hvort sjúkdómurinn á einhvern hátt endurvekur mislingaveirur í mið taugakerfinu, án þess þó að beint orsakasamhengi sé þar á milli. — Það eru reyndar mjög skipt ar skoðanir um það hér, hvort mislingaveirur orsaki þennan sjúkdóm eða hvort veiran sé að- eins einskonar smitberi eða „pass enger virus“, sem nefnt er. Það hefur nýlega tekizt að sýkja merði með heilum úr SSPE sjúkl ingum. Var það læknir í Phila- delphia, sem þetta gerði, og hann er á þeirri skoðun að mislinga- veiran sé ekki orsökin fyrir sjúkdómnum, heldur aðeins „passanger virus“. Það eru sem sagt tvær mjög ólíkar skoðanir á orsökum þessa tiltekna sjúkdóms, sem er aðallega sjúkdómur í börn um á skólaaldri. — Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir rannsóknir á veirum al- mennt, t.d. varðandi krabbamein? — Ég skal ekki segja hvort þetta hefur bein áhrif á krabba- meinsrannsóknir, að öðru leyti en að þetta fellur inn í heildar- myndina. Þær veirur, sem flest fólk sýkist einhverntímann af, geta að sjálfsögðu undir sérstök- um kringumstæðum valdið hæg- gengum sjúkdómum og flestir sýkjast auðvitað af mislinga- veiru eirthverntímann á ævinni, en það er kannske ekki nema einn af milljón, sem fær þennan sjúkdóm, SSPE. — En þetta hefur mikið að segja, einkum er tekur til hinna hæggengu taugasjúkdóma. Um getur verið að ræða einhverja gamla sýkingu, sem enginn hef- ur kannske tekið eftir, eða allir héldu að væri yfirstigin, sem samt sem áður væri að „brugga“ eitthvað í miðtaugakerfinu. — En það er fleira merkilegt um mislingana að segja. Talið er nú, að miklu fleiri fái mislinga- sýkingu í miðtaugakerfið en áð- ur var haldið. Venjulega fá menn ekki einkenni frá miðtaugakerfi þegar þeir fá mislinga. Kánnske einn af þúsund fær þannig heila bólgu af mislingum. Nú er talið að mun fleiri fái veiruna upp í heilann, án þess að fram komi nokkur einkenni. Það veit eng- inn hvað um þessa sýkingu verð ur síðarmeir, og hvaða áhrif þetta hefur á fólkið. — Hér hafa nýlega verið gerð- ar rannsóknir á skólabörnum, og það er komið í ljós að börn, sem hafa fengið mislinga, eru tornæm ari í skóla, en þau, sem ekki hafa fengið mislinga, eða börn, sem fengið hafa mislingabólusetningu. Er hér um mjög merkilegt mál að ræða. Greinar um þetta eftir hóp vísindamanna við Yale-há- skóla hafa birzt hér um nýlega. — Að hverju starfið þer nú helzt um þessar mundir við veirú deild stofnunarinnar? — Ég hef mikinn áhuga á SSPE, þessum sérstæða sjúk- dómi, sem við höfum verið að ræða um, og við erum að hefjast handa um að smita merði af hon um og rannsaka hvort það er mislingaveiran sjálf, sem veldur sjúkdómnum í mörðum, eða hvort þar er um að ræða ein- hverja aðra veiru. Við erum sem sagt að byrja á rannsóknum á þessu sama máli, og það verður a.m.k. eitt af okkar verkefnum á næstunni, að finna samhengið milli mislingaveirunnar og þessa sjúkdóms, hvort þetta er orsaka- samband eða hvort mislingaveir- an er þarna til staðar og verður einhvern veginn virk í sambandi við sjúkdóminn sjálfan. — Þá höfum við áhuga á sýk- ingu, sem verða í fóstrum á með göngutímanum, og valda oft ým- iskonar vanskapnaði. Það eru a. m.k. tvær eða þrjár veirur þekkt ar, sem valda sýkingu á með- göngutímanum og allskyns van- gefni og vanskapnaði á fóstrinu. Ætlunin er að rannsaka þetta á næstunni, sagði dr. Halldór Þor mar að lokum. - ÍÞRÖTTHl Framhald af bls. 26 þá. Bændaskólinn á Hvanneyri, Samvinnuskólinn að Bifröst, Mið skólinn í Borgarnesi, Héraðsskó'l inn að Reykjum í Hrútafirði; við alla þessa skóla höldum við kappmót og höfum staðið okkur með prýði. Hámark íþróttalífsins hér er árlegt kappmót milli okk ar og nemenda Héraðsskóians að Eeykjum. Þeir koma og keppa við okkur og við förum og kepp um við þá. Fyrra mótinu er lok- ið og unnum við þar bæði lið pilta og stúlkna. Einnig hafa komið og keppt við okkur flokk- ar úr Reykjavík, nú síðast Ár- menningar úr 3. flokki og léku við okkur 5 leiki, við unnum 4 en þeir 1. Við skoruðum alls 208 stig en þeir 151. í fyrra var hér einnig mjög gott skólalið og mikill áhugi fyr- ir körfubolta. Einn nemandinn frá því þá, Eiríkur Jónsson, hef- ur náð svo langt að verða valinn í unglingalandsliðið. Er Eiríkur héðan frá Reykholti. f vetur er starfsrækt leiðbein- ingadeild í íþróttum og er mark- mið hennar að þjálfa leiðbein- endur, sem síðan geta sagt ungl- ingum til, og leiðbeint í íþrótt- um. Úm 10 nemendur sækja þetta námskeið allir úr gagn- fræðadeild skólans. Meðal íþrótta, sem kenndar eru, er körfubolti og notum við sem handbók fræðsluritið, Körfu- knattleikur 1, sem út var gefið 1967 af útbreiðslunefnd K.K.Í. og hefur það reynzt mjög vel. Not- um við svo leiðbeinendurna til að segja byrjendum til og æfa sig þannig. Nú líður senn að lokum vetr- ar og prófin byrja hér í Reyk- holti. Þá tekur við alvara lífs- ins og öllum íþróttaiðkunum lýk- ur, því flestir hafa nóg með sinn upplestur. Síðan tvístrast hópur inn, en kannske minnast nem- endur með hlýju þeiira tima sem þeir vörðu tii íðkunar skemmtilegrar íþróttar. S. G. - 007 Framhald af bls. 1 kvikmyndirnar um James Bond, eða 007, eru ekki sér- léga vinsælar hjá sovézkum yfirvöldum. Hafa sovézk blöð lýst Connery sem ímynd hnign unar í auðvaldsríkjunum. Nú er þetta að breytast, og eru sovézku blöðin að hreinsa Connery svo unnt verði að fagna honum við komuna til Moskvu. Sjálfur segir Connery að hann hafi hitt sovézka leik- stjórann Mikail K. Kalatzov, sem stjórnar myndatökunni í Sovétríkjunum, og aðra þá, sem verða við myndina riðnir, og líkað vel. Hann segist hafa lesið um 200 kvikmyndahand- rit áður en hann ákvað að taka að sér hlutverk Amund- sens í „Rauða tjaldinu“, en það handrit hafi borið af. Það er Franco Cristaldi, eig inmaður leikkonunnar Claud- ia Cardinale sem stendur fyr- ir töku kvikmyndarinnar, og leikur frúin með í myndinni. Peter Finoh leikur Nobile, og Hardy Kruger leikur Lund- borg, einn félaga Amundsens. Ágætur ufli SANDGERÐI 11. marz. — Af 45 báturn bárust á land hér í gær 306 lestix af bolfiski. Langmestur hluti aflans var þorskur. Víðir II. var hæstur línubáta með 13,7 lestir, Andri var með 12,1 lest í net og Erlingur með 12 lestir í troll. Guðmundur Þórðarson var með 9 lestir í troll eftir daginn. Síðustu daga heíur afli heldur verið að aukast í trollið. Þrír bát- ar lönduðu loðnu, alls 241 lest og þar af var Dagfari með mest- an afla 196 lestir, en hinir bát- arnir voru aðeins að afla loðnu í beitu. Samtals eru þetta 547 lestir. í morgun landaði Jón Garðar 260 tonnum af loðnu hér til bræðslu. — Páll Ó. Helztu þjóð- vegir ruddir SNJÓMOKSTURSTÆKI Vega- málaskrifstofunnar unnu að því í gær að riðja helztu þjóðvegi. Á nú að vera orðið fært um Snæfellsnes, vestur í Króksfjarð- arnes um Dali. Þá var í gær ver ið að moka víða á Vestfjörðum innan fjarða, og fært á að vera til Hólmavíkur. Þá var leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur rudd í gær, og á nú einnig að vera orðið fært til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Mik il snjóþyngsli eru sem fyrr í Norðausturhluta landsins, en þó er fært til Húsavíkur frá Akur- eyri. Einnig er fært í grennd við Egilsstaði# og suður með fjörðum frá Reyðarfirði. Lóns- heiði er þó ófær vegna svella, en frá Lóni er fært til Horna- fjarðar og þaðan um Suðursveit. —Hafrannsóknarskip Framhald af bls. 28 rannsóknastofnunarinnar. — Agn ar Norland, skipaverkfræðingur hefur annazt undirbúningsstörf, samið smiðalýsingu og gert fyr- irkomulagsteikningu til útboðs í samvinnu við Ingvar Hallgríms- son, deildarstjóra, og Sigurð Lýðsson, loftskejrtamann. Hvað snertir gmíði skipsins vaf talið réttast eftir mjög ítarlega - athugun að leita aðeins til þekktra stöðva, er hefðu áður srníðað skuttogara, a. m. k. 500 brúttólestir að stærð, og hefðu helzt reynslu í smíði rannsókna- skipa, en það eru aðeins örfáar stöðvar. Með tilliti til þessa voru fyrirfram valdar þær skipasmíða stöðvar, er ætla mætti að hefðu fullkomna getu, bæði fjárhags- lega og tæknilega, til að leysa verkið vel af hendi. Slíkt forval var talið nauðsynlegt til að tryggja éðlilega sámkeppni sam- fara öryggi fyrir kaupanda. Hafði bygginganefnd samband við tólf stöðvar í þrem löndum, og kom í ljós, að átta þessara skipasmíðastöðva höfðu áhuga á smíði skipsins. Siðar heltust tvær úr lestinni og bárust því sex til- boð frá þrem löndum í smíði skipsins. Tilboðin voru opnuð hinn 27. júní, eins og áður hefur birzt í fréttum, og reyndist fyrr- greint tilboð Unterweser skipa- smíðastöðvarinnar lægst. Lána- ___ kjör voru öu mjög hagstæð, og veitti Seðlabankinn nefndinni fyrirgreiðslu í því efni. Skipið verður smíðað sem al- hliða rannsóknaskip af skuttog- aragerð, lengd þess er 49 metrar og rúmlestastærð rösk 800. Það verður búið öllum nauðsynleg- ustu rannsóknatækjum, þar á meðal fullkomnustu fiskileitar- tækjum, sem völ er á. Fjórar rannsóknastofur eru í skipinu. Togbúnaður er mjög fullkominn, og getur skipið dreeið botnvöru á meira dýpi en önnur ísienzk skip og hefur auk þess sérstakar vindur fyrir smærrj vörpur. Það verður einnig búið t:1 veiða með flotvörpu og herpin-t. í skipinu verða þrjár dísilvéiar er fram- leiða 1800 hestafla raforku. sem notuð verður til allra orkubarfa' skipsins. Þetta verður fyrsta ís- lenzka skipið, sem knúið er áfram með rafmótor er fser orku frá dísilrafstöð skipsins (svo- kallað dísil-elektr’=kt kerfi). Ýmis sjálfvirknibúnaður verður í skipinu og fjöldi annarra tækja. Ákveðið hefur verið. að skip- ið beri nafn dr. Biarna Sæmunds sonar. en hann var fyrsti fiski- fræðingur fslendinea og hefur þjóðin notið í ríkum mæli góðs af þrautryðjendastarfi hans.“ - AFMÆLI Framhald af bls. 1 til ráðhússins í Kaupmannahöfn, en í kvöld sátu þau kvöldverð- arveizlu í Kristjánsborg með 30 ættingjum sínum og 350 gestum öðrum. Var sjónvarpað frá veizl- unni. Méðal gesta í kvöldverðinum voru Ólafur Noregskonungur, Bertil Svíaprins, formenn land- stjórna Grænlands og Færeyja, þeir séra Erling Höegh og Kristian Djurhuus, Konstantín Grikkjakonungur og Anne- Marie drottning og fjöldi er- lendra fulltrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.