Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969 sem gagnvart Nýsjálenzku stúlk- unni, hataði hana og velti því fyrir sér, hvort hún mundi hon um samboðin. — Ef ég bara vissi, að þú vildir mig, skyldi ég framlengja samninginn minn, ef þú óskaðir þess. Vildirðu bíða eftir mér, CHLORIDE RAFGEYMAR Bip/ • VUÆMi^ * JÆ ■o* nrti)e = HÍNÍR VÍÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR Í ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG BÍFREIÐAVÖRUYERZLUNUM. Liz Ég á við það, að ég verð að fara heim um stundarsakir Þú ættir bara að sjá bréfin frá henni mömmu — og ég skamm- ast mín svo mikið. — Mundir þú vilja bíða Liz? — Spurðu mig ekki að því Pet er. Ég vil ekki binda mig neitt. Haltu þér að þínum fyrirætlun- um. Farðu þegar tími er til kominn. Þegar þú ert kominn heim til foreldra þinna og henn- ar — þá veiztu hvað þú vilt raunverulega. Þú hefur verið mér dásamlegur vinur Peter og þú verður alltaf í sérflokki í huga mínum. Æ, guð minn góður! Ég er svo þreytt! Alveg stað- uppgefin! Farðu fljótt með mig heim. — Ég hlýt að hafa farið há'lf-klúðurslega að þessu öllu, en þú skalt sjá, að ég kem aftur. — Það er nú varlegast að lofa engu um það, Peter. — Ef þú vilt. Hann klappaði henni á öxlina, starði þegjandi út í reykjarþok- una snýtti sér rösklega og setti vélina í gang. 53 Þau sögðu ekkert fyrr en þau staðnæmdust við dyrnar heima hjá henni. Þá hjálpaði hann henni út og kyssti hana á enn- ið. — Vertu sæll Peter sagði hún — Þýðir það sama sem, að þú viljir ekki sjá mig oftar? — Bjáni. Við fljúgum senni- lega saman einhvem næstu daga En ég vil ekki hitta þig einan í millitíðinni. Það fer betur á því. Hann var svo aumingjalegur á svipinn, að henni féllst næst- um hugur, en hún var bara orð in of þreytt til þess að halda samtalinu áfram. Hann sendi henni énn eitt biðjandi augnatil lit áður en hún opnaði fyrir sér dyrniar. Hún staðnæmdist innan dyranna og heyrði hann aka hratt burt. Þegar upp kom, lét hún eins og hún sæi ekki allt draslið í íbúðinni, en háttaði og fór í rúm ið. Hún gat alls ekki neitt hugs- að, enda var hún sofnuð jafn- skjótt sem höfuðið snerti kodd- ann. Næsta morgun, eftir að stöð- in hafði hringt til hennar, og hún hafði rifjað upp fyrir sér mót þeirra Peters, hlaut hún að hafa sofnað aftur, því þegar að hún vaknaði í annað sinn, skein m Blaö allra landsmanna m órgttttlílafotfo Bezta auglýsingablaðið BUVELA i SYNING NÝBREYTNI: BÚVÉLASÝNING INNANHÚSS. IH hagræðis fyrir viðskiptavinl okkar á þeím tfma, er þeir hljóta að taka ákvörðun um endurnýjun og aukningu vélakosts. Sýningartími: Mánudaga tif föstudaga kl. 9—6 (e. h.) Laugardaga kl. 9—4 (e. h.) A öðrum tímum eftir samkomulagi v!ð gestj utan af landi. Sýnum. IH dráttarvél 276, ðryggishús, farggrind, heyblásarl, éburðardreifarar, 3 gerðir, hvirfilsláttuvól, heyþyrla, múgavél, heybindivét, mjaltalagnir, pípumjaltakerfi, mjólkurkælitankur, kartöfluflokkunarvél, votheyskvísi Scout 800, og margt fleira. Bændur! Látið ekkl hjá líða, er þér komið til borgarinnar að skoða þessa sýningu. Armúla 3 Síml 38900 TÉLADEILD mwwm FræS.lukvlkmyndlr sýndar daglega kl.3.30 e. h„ og á öðrum tímum, þegar þess or sérstaklega óskaS. — Hvern fjandann á ég að gera við regnhlífina — ekki rignir hann. sólin gegnum hálfopnuð augna- lok hennar og hún sá, að minnis blaðið hafði dottið á gólfið við rúmið. Hún seildist eftir úrinu sínu, því að vekjaraklukkan var stönzuð. Ellefu. Jæja, verra gat það verið. Allskonar áhyggjur ásóttu hana. Ruslið í íbúðinni. Bréfið frá umboðsmanninium, sem hafði komið í fyrradag og tilkynnt henni, að leigjandinn í kofan- um væri farinn og kofinn því tómur. Ætti hann að koma kett- inum í fóstur? Og til Beirut í kvöld. í eldhúsinu beið einhver óskapa uppþvottur, sem hún varð að annast og svo var hún með dynjandi höfuðverk. Hún þrælaði allan morguninn og klukkan hálftvö var allt kom ið í lag í íbúðinni. En erfiðast var að losna við allar flöskurn- ar og ruslið. Hún fékk sér sam- loku og kaffibolla og lagðist síð an á rúmið, áður en hún færi að taka til einkennisbúninginn sinn. Þá fyrst tók hún eftir því, að litli björninn var horfinn af náttborðinu hennar. Hún leitaði Hvar gat hann verið? Hafði Joy tekið hann til þess að nota hann fyrir lukkugrip? Eða gat Peter hafa tekið hann? Þegar hún kom á flugstöðina, varð henni um og ó, er hún heyrði, að hún ætti að fljúga með McCall flugstjóra. Þetta átti að verða beint flug til Líbanon og þar átti að snúa við um hæl, án nokkurrar viðstöðu á leið- inni. Þá mundi hún ekki sjá mikið til hans. Allt frá því hún kom um borð, var hann alltaf við skyldustörf sín settlegur og formlegur og sagði varia orð. Hún lét þjónana færa honum matinn á útleiðinni. Aðeins einu sinni kom hann aft- urí til þess að líta eftir farþeg- unum, og lét þá eins og hann sæi hana ekki. Hún horfði á hann meðan hann var að tala við suma farþegana. Hver þeirra var mannleg vera, hugsaði Lísa með sér. Hver fyrir sig lifandi leyndardómur. Rosk- in kona, sem hingað til hafði lengst af sofið, með kjálkann hangandi, rétti nú úr sér, strauk á sér hárið, sendi honum bros en gömlu augun ljómuðu glettn islega. Lagskona hennar, mið- aldra geðvond kona, brosti og skrafaði fjörlega, þegar flug- stjórinn hallaði sér að þeim. Lísa gat séð harðneskjulega vangasvipinn á honum mýkjast ofurlítið, þegar hann hló með þessum tveimur konum — og hat aði hann fyrir það. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Ef þú tekur og djúpt í árinni, getur þaS dregiS dilk á eftir sér. Gættu skapsmunanna. Nautið, 20. apríl — 20. maí Einhverjar breytingar eiga sér stað möguleika á flutningum langt í burtu. í starfi þínu. Athugaðu vel Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Hafðu nákvæmar tölur handhægar yfir útgjaldaliði, og ráðtærðu þig síðan við lánardrottnana. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Bezt er að hafa ættingja með í fyrirtæki því er þú rekur. Endur- skipulagning er auðveldari í samvinnu við aðra. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Leitaðu áheyrnar varðandi áform þín. Taktu á móti þeim, er standa þér fyrir þrifum. Meyjan, 23. ágrúst — 22. sept. Allt of margt er á seyði í dag, svo að þú skalt halda þig við dag- leg störf, og forðast breytingar. Taktu vel eftir því sem þú heyrir. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Fjölskyldumálin eru þér allt í dag. Miklar breytingar eru í aðsigi. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Láttu í ljós óskir þínar og gefðu til kynna, hvað þú hafir þegar afrekað. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Taktu öllu með ró. Nóg verður um óspektir samt. Gættu vel færan- legra eigna þinna. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Nú er mikilvægt að vera stundvís, byrja daginn snemma og vinna af krafti. Reyndu að vinna þér létt, svo að þú ofþreytist ekki. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Endurskoðaðu aðstöðu sína, og legðu nýtt mat á takmark þitt. Reyndu að taka ákvörðun um að halda fast við ákvörðun þína. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Reyndu að velja vandlega hvern þú umgengst. Það virðist vera í nógu að snúast fyrir þig, svo að þú þarft ekki að leita út á við til að hafa líf og fjör i kringum þig. | nara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.