Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 1
28 síður 64. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins innrás á Anguilla London 17. marz. AP-NTB. BRETAR eru nú að undirbúa inn rás á eyjuna Anguilla á austan- verðu Karabíska hafi, en yfir- völd þar hafa frá því í júni 1967 átt í samningum við brezku stjórnina um hugsanlegt sjálf- stæði eyjunnar. Anguilla hefur verið hluti ey- ríkisins St. Kitts-Nevis-Anguilla, en í júní 1967 lýstu yfirvöld á eynni einhliða yfir sjálfstæði hennar, oig sögðu eyjuna úr ríkja sambandinu. -Anguilla er aðeins um 96 ferkílómetrar og íbúar eru um sex þúsund. Mikið hefur verið um óeirðir á Anguilla frá því eyjan sagði sig úr ríkjasambandinu, og ekkert hefur miðað í samningsátt í við ræðum við brezk yfirvöld. í fyrri viku sendi brezka stjórnin samningafulltrúa sinn, William Whitlock, til eyjunnar þar sem hann átti að ræða við yfirvöld. Segir Whitlock, sem nú er kom- inn heim til London, að hann hafi ekki einu sinni fengið tæki- færi tl að snæða hádegisverð eftir komuna til Anguilla, því vopnaðir uppreisnarmenn hafi gripið hann og neytt hann til Framhald á bls. 27 Bretar undirbúa Daniel og Ginsburg í hungurverkfalli Brak úr DC-9 farþegaþotunni, sem fórst við Maracaibo í Venezuela á sunnudag. Moskva 16. marz. AP. HÓPUR sovézkra mennta- manna, sem sitja í þræikunar- búðum í Potma, um 400 km frá Moskvu, hófu hungurverk- fall á föstudag til að krefjast þess að heimsóknaleyfum verði fjölgað, að þvi er fregn- ir, sem bárust til Moskvu á sunnudag, herma. 1 hópnum er rithöfundurinn Yuii Daniel, sem dæmdur var til þrælk- unar fyrir þremur árum, en réttarhöldin yfir honum og Andrei Sinyavsky, urðu upp- hafið að nýjum ofsóknum gegn menntamönnum í Sovét ríkjunum. Árei'ðanlegar heimildir, sem standa föngunum nærri, segja að þeir muni halda áfram hungurverkfallinu endalaust. Bkiki er viltað hve mangir fang anna taka þátt í aðgerðum þessum. Framhald á bls. 27 Flugslysið í Venezuela: Óttast ai 280 hafi farizt — þar af 84 í vélinni, sem steyptisf logandi niður í íbúðahverfi ið hefur í allri sögu farþegaflugs í heiminum. Vélin var í eigu félagsins Vi- asa Airlines í Venezuela og hafði félagið keypt hana fyrir aðeins þremur vikum. Talsmenn flug- félagsins segja, að orsök slyss- Framhald á hls. 27 18. flugvélu- / • romo Maracaibo, Venezuela, 17. marz — AP — ÓTTAZT er að yfir 280 manns Klögumálin ganga á víxl Sovézkur ofursti féll í átökum við Kínver/a Moskvu og Peking, 17. marz (AP—NTB) KLÓGUMÁLIN ganga nú á víxl milli Peking og Moskvu, og sak- ar hvor aðilinn hinn um upptökin að árekstrunum, sem urðu við landamæri Kína og Sovétríkj- anna við eyjuna Damansky — eða Chenpao eins og hún nefn- ist á kínvearsku — á laugardag. Eyja þessi er á Ussuri fljóti, og gera báðir aðilar kröfu til henn- ar, en fljótið markar landamæri rikjanna. Sovézk yfirvöld segja að Kín- verjar hafi ráðizt yfir landamær- in við Damansky-eyju á laugar- dag og beitt að minnsta kosti 2.500 manna herliði. Mannfall varð eitthvað í liði sovézku landa mæravarðanna, en ekki er til- tekið hve mikið. Segja sovézk blöð í dag að átökin hafi verið styrjöld líkust og staðið í nærri heilan sólarhring. I kínverskum fréttum er einn- ig gefið í skyn að fjölmennar sveitir landamæravarða beggja aðila hafi tekið þátt í bardögum á laugardag, en þar segir að Rúss ar hafi átt upptökin. Segir frétta stofan Nýja Kina að sovézku landamæraverðirnir hafi hafið skothríð á þá kínversku, og sent fjölda brynvarðra bifreiða, skrið dreka og hermanna inn á kín- verskt landsvæði. Voru kín- versku landamæraverðimir „neyddir til að berjast í sjálfs- vörn“, eins og fréttastofan seg- ir. Þetta er í annað skiptið á hálf- um mánuði, sem alvarleg átök verða milli Kínverja og Rússa hjá Damansky-eyju. Fyrri árekst arnir urðu þar 2. marz, og féllu Framhald á bls. 27 hafi látið lífið af völdum flug- slyssins í Venezuela á sunnudag, þar af voru 84 með vélinni. Flug vélin var tveggja hreyfla af gerð inni DC-9 og steyptist hún til jarðar fáeinum augnablikum eft ir flugtak frá De. Oro-vellinum við borgina Maracaibo. Steyptist vélin úr 150 feta hæð niður í þorpið Ziruma og risti 200 metra breiða slóð gegnum þorpið. Brak þeyttist langar leiðir og þorpið varð á svipstundu eitt eldhaf. Þetta er langmesta slys, sem orð Miami, 17. marz — AP — HAVANAÚTV ARPIÐ greindi i frá því í gær, sunnudag, að! ' þá um daginn hafi flugvél frá ' Colombia verið neydd til þess | | að lenda á Kúbu með 44 manns innanborðs. Lenti vél- in, sem var af gerðinni DC-6, I í eigu Aerocondor Airlines, I við Camaguay, um 480 km. . frá Kúbu eftir að vopnaður | maður hafði ógnað áhöfninni. Þetta er þriðja vélin, sem , I rænt er frá Colombia og sú 18. á þessu ári ef allt er sam- | anlagt. Sovézkir og kínvcrskir landamæ raverðir takast á við Kirkinsiky eyju á Ussuri fljóti. Mynd þessi er frá Tass-fréttastofunni Sovézku og segir í myndatexta að hún sýni þegar verið var að hrekja kínverska árásarsveit burt af sovézku landsvæði. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.