Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1909 21 Eggert Kristjánsson Pétur Björn Jónsson Dórland Jósepsson Sigurður Ingimundarson Sigurbjami Ketilsson Kjartan Sölvi Ágústsson frá skipstjóra og skipshöfn á togaranum Hallveigu Fróðadóttur til samstarfs- mannanna sex, er fórust í brunanum um borð þann 6. marz 1969. Blikandi er hafið, bjartar eru stjörnur heiðum uppi á himni, hugann að sér draga. Dáðum prýddir sjómenn, drengir haustir, út leggja til glímu við Ægi konung. Eylandsins þjóð, KVEÐJA hún á allt sitt líf undir sókn út á sjó og sigrum í djúpi. Hvort velferðin vex eða verður undir, því ræður mest gifta góðra drengja. Út héldum við, allir saman, frá ástvinum okkar á ólgandi hafi'ð. En sex okkar féllu á fyrsta degi, því eldsvoðinn hertók okkar skip. Sker okkur harmur í hjörtu, hugirnir eins og í báli. Svipleg er horgar stundin, svfður í flakandi undum. Félagar okkar þeir féllu, fóru þar góðir drengir. Handan við hafið mikla höfn þeirra örugg bíður. Tregt er nú tungu og hræra. Tökin þung eru stundum. Örlögin illa við skiljum, engu ráðum hvar gistum. Þakka skal þeim er féllu, þeirra störf öll og kynni. Kveðjum svo kæra vini, kveðjunni hinztu. J. E. K. Nú er það svart, maður! ÞAÐ ER . . . miðsvetrarpróf í skólanum — eða skurðlæknir í miðri aðgerð — eða flugvél að lenda í myrkri og þoku — eða vitinn á Reykjanesi lýsir ekki — eða — útgerðarmaðurinn á langlinunni við bankann — eða — áríðandi tilkynning til sjófarenda í útvarpinu — eða — kannski eitthvað ennþá leiðinlegra: „Steínalda rmennirnir" að byrja í sjónvarpinu. OG ALLT I EINU BILAR RAFMAGNIÐ — HVAÐ SKEÐUR NÆST? Yður, sem hafið á hendi og berið ábyrgð á rekstri svona stofnana er Ijóst hve mikla þýðingu það hefur að eiga ráð á tiltæku rafmagni, þeg ir meginstraumurinn rofnar — og það er bara ekki svo sjaldgæft. Stundum kemur krap i uppistöður raforkuveranna, stundum ísing á raflínur, stundum brotna staurar, stundum er „ónærgætin' jarðýta í ná grenninu og stundum er það bara stofnöryggið. Afleiðingin er alltaf sú sama: Þér sjáið ekki leng ur til við yðar ábyrgðarmiklu störf — og stund- um liggur lifið við. Vandinn er þrátt fyrir allt auðleystur — með neyðardiesel-rafstöð frá MWM MANNHEIM MOTOREN-WERKE, — MANNHEIM AG í Vestur-Þýzkalandi, en það fyrirtæki hefur i ára- tugi byggt svona stöðvar fyrir hvers konar fyrirtæki, sem byggja öryggi reksturs síns á áreiðanlegum orkugjafa. MHHtlM MYIIAII-IUÍSHIIAfSTiill 60 KVA MWM — MANNHEIM, sem er einn af þekktustu dieselvéla framleiðendum á íslenzkum markaði vegna afburða þjónustu sinnar við íslenzkan sjávarútveg, framleiðir neyðarrafstöðv- ar í öllum stærðum og þrem mismunandi tíma flokkum: 1) „samstundis" rafstöðvar sem yfir- taka straumframleiðsluna á 0,00 sekúndum: 2) „augnabliks" rafstöðvar, sem gefa fullan straum eftir nokkrar sekúndur og 3) „normal" rafstöðvar, sem ræstar eru af notanda, þegar hann óskar eftir varastraum eða til a 3 mæta toppálagi. Gerið svo vel og leitið frekari upplýsinga hjá vélfræðingi vorum á Vesturgötu 16 í Reykja- vík. — Símar 11754, 13280, 14680. ÞAÐ GEFUR BEZTAN ÁRANGUR AÐ TALA VIÐ ÞA sem reynsluna hafa. góbar fermingargjafir frá Kodak Allar vélarnar eru fóanlegar í gjafakössum. Þrjór nýjar Instamatic myndavélar, sem allar nota flashkubba og hin auðveldu Kodak-filmuhylki. INSTAMATIC 33 Kr. 784.— Kodak INSTAMATIC 133 Kr. 1.192— Knrfak INSTAMATIC 233 Kr. 1.854— HANS PETERSEN? SÍMI 20313 — BANKASTRÆTI 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.