Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 5
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1988 5 í senn góöir íslendingar og góðir Kanadamenn — viðtal við sendiherra Kanada á íslandi — Það er yfirleitt sagt að það taki eitt ár fyrir nýjan sendiherra að kynnast öllu því, sem nauðsynlegt er að kynnast í landinu, svo að hann geti orðið því og sínu eigin landi að liði. Vafalaust tekur það lengri tíma, þegar maður hefur ekki aðsetur í landinu, eins og raunin er með mig hér. En ég mun gera mitt bezta og reyna að koma hing- að tvisvar til þrisvar á ári og halda eins góðum tengslum við fsland og mér er unnt. Þetta segir George K. Grande, sem skipaður var sendiherra Kanada á íslandi í nóvember sl. en aðsetur hans er í Osló. Kom hann hingað í stutta heimsókn í byrjun des ember og afhenti forseta ís- lands trúnaðarbréf sitt, en nú dvelst hann hér í tæpa viku ásamt konu sinni. ísland tók á móti þeim með roki oig rign ingu á laugardaginn, en sýndi brátt á sér fegurri hlið — hvítan vetrarskrú’ða. — Nú er það draumur minn að fá tækifæri til að ferðast um landið í sumar, sagði Grande er Mbl. hitti hann snöggvast að máli í gær, er hann var nýkominn frá því að heimsækja Alþingi. Sendi- herrahjónin eiga annríkt hér því að þau hafa mörgum opin berum skyldum að sinna. En þau reyna einnig að kynnast sögu íslands og menningu. — Við reyndum að skyggn- ast aðeins inn í liðna tíð á íslandi í heimsókn okkar á Þjó’ðminjasafninu. Varð ég sérstaklega hrifinn þar, því að mér finnst það mjög vel upp sett á a’llan hátt. Eftir heimsókn mína í Asgrímssafn hefði ég ekki haft mikið á móti því að eignast svo sem eitt af verkunum, sem þar voru, en slíkir dýrgripir liggja vist ekki á lausu. — Á sunnu- dagskvöld fór ég í Þjóðleik- húsið skoðaði það og sá Fiðl- arann á þakinu og mér finnst aðaileikarinn alveg stórkost- legur í hlutverki Tevje. Hljóm sveitin og uppsetningin öll var mjög góð og hafði ég við að mi'ða sýningu á leiknum í írskui námsstyrkur ÍRSK stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms við háskóla eða hliðstæða stofn- un á írlandi háskólaárið 1969- 70. Styrkfjárhæðin er 350 sterl- ingspund, en styrkþegi þarf sjálf ur að greiða kennslugjöld. Styrk urinn veitist til náms í írskri tungu, bókmenntum, sögu eða þjóðfræðum, eða í enskri tungu SKODAEIGENDUR ENN ÞÁ EICUM VIÐ FYRIRLIGCJANDI NOKKRAR NÝJAR SKODAVÉLAR, INNFLUTTAR FYRIR GENGISLÆKKUN VIÐ MJÖC HAGSTÆÐU VERÐI. EF GAMLA VÉLIN ER ORÐIN SLITIN, SPARIÐ ÞÉR STÓRFÉ MEÐ ÞVÍ AÐ ENDURNÝJA NÚNA. VIÐ TÖKUM GÖMLU VÉLINA UPP í NÝJA OG BJÓÐUM YÐUR AUK ÞESS GREIÐSLUSKILMÁLA. Ný bifreið kostar nál. kr. 230.000.— Ný Skodavél kostar innan við einn tíunda af verði nýrrar bifreiðar. 0 SHODR Sími 32881 BU0IN George K. Grande sendiherra Kanada á íslandi. London. — Já, það er margt, sem mann langar til að sjá og heyra á íslandi, en aðalstarf mitt er að sjálfsögðu að hafa samband við ríkisstjórnina oð ræða við framámenn hér, skiptast á upplýsingum ,um sameiginleg áhugamál og skiptast á skoðunum um vandamálin í heiminum í dag. — Sameiginleg áhugamál íslands og Kanada eru fyrst og fremst fiskveiðar, því að Kandamenn eru mikil fisk- veiðiþjóð þótt þeir eigi ekki eins mikið undir fiskinum og íslendingar. Hef ég í því sam- bandi átt mjög gagnlegar vi'ð- ræður við utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra hans. — Þótt áhugamál íslands og Kanada mætist í fiskinum, þá eru tengsli Kanada og ís- lands fyrst og fremst gegnum Vestur-íslendinga. Þeir hafa reynzt góðir innflytjendur því að þeir hafa í senn reynzt góðir íslendingar og góðir Kanadamenn og hvarvetna komið sér vel. Reynslan er sú að þeir íbúar Kanada, sém halda tryggð við þjóðerni sitt eru beztu Kanadamennirnir og stuðla mest a'ð sameinuðu Kanada. George K. Grande er af brezkum og pólsk-þýzkum ættum, en Margaret kona hans er af brezkum ættum. Þau eru bæði frá Montréal, og þar lauk Grande háskóla- námi. A stríðsárunum var hann í kanadíska flughernum, en nokkru eftir stríð réðst hann í utanríkisþjónustuna. Hefur hann m.a. starfað í Grikklandi, Ceylon, Berlín og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Sl. haust var hann skipaður sendiherra Kanada í Noregi og á íslandi með að- setri í Osló. og bókmenntum. Umsóknir um styrk þennan sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. apríl n.k. Umsókn fylgi stað- fest afrit prófskírteina ásamt tvennum meðmælum og vottorði um kunnáttu umsækjanda í ensku eða írsku. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá Menntamálaráðunevtinul Ki lf 11} iTi Bilor af öllum gerðum til sýnis og sölu i glæsilegum sýningar- skála okkar að Suðurlandsbraut 2 (við Hallarmúla). Gerið góð bíiqkaup — Hagstæð greiðslukjör — Bílaskipti — Taunus 17 M '67 Volkswagen Fastback '66 Ford Fairlane '65 Bronco '66 Cevy Nova '67 Willys '6 og '67 Opel Rekord '65 Cortina '67 Comet '63 Taunus 12 M '63 Opel Caravan '61 Taunus 17M st. '59 Daf '63 Volkswagen '63 Taunus 17M '65 Fiat 600 D '66 Reno sendib. '66 Simca 1000 '63 Ford Galaxia '64 Austin Gipsy '63 DuPont '64. Tökum vel með farno bila i umboðssölu — Innanhúss eða utQn _ MEST úrval _ MESTIR MÖGULEIKAR m i n n HR HRISTJÁNSSDN H F SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA SÍMAR 35300 (35301 - 35302) Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim, Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.