Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1989 Stytzti leiðtogafundurinn í sögu Varsjárbandalagsins Alexander Dubcek fundarstjóri þessa fyrsta fundar eftir innrásina í Tékkóslóvakíu Búdapest 17. marz (AP-NTB). Fundur leiðtoga Varsjárbanda- lagsríkjanna átti að hefjast ár- degis í dag í Búdapest. Þegar leið að fundartíma var tilkynnt að fundinum hafi verið frestað um nokkrar klukkustundir, og hófst hann ekki fyrr en klukkan þrjú síðdegis. Búizt hafði verið við að fundurinn stæði í tvo til þrjá daga, en tveimur klukku- stundum eftir að fundurinn hófst var tilkynnt að honum væri lok- ið. Er þetta því stytzti leiðtoga- fundur, sem haldinn hefur verið hjá Varsjárbandalaginu. Fundinn sóttu þjóðarleiðtogar allra sjö aðildarríkja Varsjár- bandalagsins, þ. e. Sovétríkj- anna, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjalands, Pól- lands og Austur-Þýzkalands auk utanríkis- og varnarmálaráð- herra margra aðildarríkjanna. Fundarstjóri var kjörinn Alex- ander Dubcek flokksleiðtogi frá Tékkóslóvakíu, en þetta var fyrsti fundur bandalagsleiðtog- anna frá því innrásin var gerð í Tékkóslóvakiu 21. ágúst í fyrra. Sat tékkóslóvakska sendinefndin — undir forustu Ludviks Svo- boda forseta — nú í fyrsta sinn augliti til auglitis við leiðtoga kommúnstaríkjanna fimm, er að- ild áttu að innrásinnL í frétt frá Prag er það haft eftir Dubcek að allar lokasam- þykktir leiðtogafundarins hafi verið einróma samþykktar. Bú- izt var við því að niðurstöður fundarins og sameiginleg yfir- lýsing leiðtoganna yrði birt um miðnaetti í nótt. Leiðtogafundurinn var haldinn í þinghúsinu í Búdapest, og með- al fundargesta voru Leonid Brezhnev og Alexei Kosygin frá Sovétríkjunoim, Nioolae Ceaucescu forseti og Ion Maurer forsætisráðherra frá Rúmeníu, Svoboda Dubcek og Oldrich Cernik forsætisráðherra frá Tékkóslóvakíu Wladyslaw Gom- ulka flokksleiðtogi og Josef Cyr- ankiewicz forsætisráð'herra frá Póllandi, Todor Zivkov forsætis- ráðherra frá Búlgaríu, og gest- gjafarnir Janos Kadar flokksleið togi og Jeno Fock forsætisráð- herra frá Ungverjalandi. Þegar ljóst varð að leiðtoga- fundurinn hófst ekki á tilsettum tíma í morgun, var birt tilkynn- ing frá leiðtogunum þess efnis að fundartíminn hafi alls ekki veríð fyrirfram fastákveðinn, heldur hafi það aðeins verið tillaga fundarmanna að fundurinn hæf- ist fyrir hádegi. Seinna hafi svo verið ákveðið að hefja fundar- störf ekki fyrr en s-íðdegis. Telja erlendir fréttaritarar í Búdapest að ástæðan fyrir frestun fundar- ins hafi verið sú að nauðsynlegt hafi reynzt að halda undirbún- ingsviðræður áður en fundur hæfist til að tryggja einingu á sjálfum leiðtogafundinum. Aðal- lega er talið að þær viðræður hafi fjallað um afstöðu Rúmena til deilu Kínverja og Rússa. Rúmenar hafa ekM tekið af- stöðu í deilunni til þesa, en ladamæraárektrar Kínverja og Rússa voru meðal þeirra mála, sem fuLlvíst var talið að rædd yrðu á fundinum. Aðallega voru það þrjú mál, sem ræða átti á leiðtogafundin- um, að sögn erlendra frétta- manna. Auk deilu Kínverja og Rússa voru það ástandið í Ví- etnam og öryggismál Evrópu. Að leiðtogafundinum loknum þökkuðu þeir Leonid Brezhnev flokksleiðtogi og Alexei Kosygin forsætisráðherra Dubcek fundar- stjóra og tékkóslóvakísku sendi- nefndinni í heild innilega kom- una. Sérstaklega var Dubcek þökkuð góð fundarstjórn, og sögðu sovézku leiðtogarnir að honum væri það meðal annars að þakka hve mikil eining ríkti á fundinum. Fer Asplin skemmtir. Hátíðokvöldvoba í Norræna húsinu í KVÖLD kl. 20.30 hefst hátíð- arkvöldvaka í Norræna húsinu til þess að minnast hálfrar aldar afmælis Norrænu félaganna. Wilhelm Paues, forstjóri Iðn- aðarmálastofnunar Svíþjóðar, flytur erindi um efnahagssam- vinnu Norðurlanda, kvartett Björns Ólafssonar leikur, Sig- urður Bjarnason, formaður Nor- Á gúmbát niður Elliðaárnar í vexti HESTAMENN, sem voru að sinna hestum sínum í Kardi- mommubæ við Elliðaár sl. laugardag, ráku upp stór augu, þegar þeim var litið yfir Elliðaárnar, sem voru þá í allmiklum vexti. Þar sem straumurinn var hvað mestur sáu þeir mann berast á mikilli ferð niður ána í örlitlum bát. Þótti mönnum þetta hið mesta glæfrafyrirtæki, og biðu að- eins eftir því að bátnum hvolfdi. Svo fór þó ekki, maðurinn náði landi heilu og höldnu, þar sem félagi hans beið hans, og litlu síðar voru þeir farnir að undirbúa aðra ferð niður ána. Þar sem þetta er æði nýstár leg íþrótt hérlendis, fórum við ástúfana, og ná’ðum tali af öðrum mannanna. Sá heitir Björn Halldórsson og tjáði hann okkur, að bátur þeirra væri gúmbátur, og hefði hann sjálfur ásamt fleiri starfsmönn um Gúmmívinnustofunnar gert bátinn úr tveimur trakt- orsslöngum. Væri hann nú orð inn i. n 2ja ára. „Þetta er spennandi og skemmtilegt sport“, sagði Björn. „Við hefðum þó aldrei lagt í Elliðaáirnar, nema vera búnir að þaulreyna bátinn áður. Við höfum farið með bátinn á ýmiss vötn hér í ná- grenninu, og í fyrra fórum við til að mynda með hann í Sogið og sigldum á honum frá Ljósafossi og niður að Álfta- vatni. Þá fórum við einnig Viðar lætur berast niður flúðirnar og stýrir ferðinni með árinni. með hann í Elliðaárnar, og reyndum hann þar, en þá var ekki líkt því eins mikið va'n í þeim og núna.“ „Er ekki hætta á því að bít- urinn sö(kkvi?“ „Nei, hann flýtur eins og korktappi, og virðist alls ekki geta hvolft. Eina hættan er að rekast utan í steina eða klapp Vatnasiglingarmennimir — Viðar Halldórsson, Björn Haldórsson og Pálmi Thorarensen. Bjöm að leggja í straummn. ir, og þess vegna er eiginlega betra að eiga við þetta sport eftir því sem meira vatn er í ánum. Á siglingu okkar um árnar í fyrra rifum vi’ð t.d. gat á botninn á bátnum, vegna þess að við lentum á steinnibbu." Björn sagði ennfremur, að þeir félagar klæddust fallhlífa stökksbúning, þegar þeir sigldu í bátnum, og væri hann algjörlega vatnsþéttur. Innan undir búningnum hafa þeir loftkút í öryggiaskyni, ef illa skyldi fara. ræaa félagsins, flytur ávarp, Guðrún Á. Símonar synigur við undirleik Guðrúnar Kristinsdótt- ur og að lokuim mun hinn frægi norski gaimanleikari og píanó- leikari Per Asplin akemmta gestum. Síðan er kaffidrykkja. Meðlimir Norræna félagsins eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis en gestir greiða veitingar sjálfir. — Miðar verða afhentir á skrif- stofu Norræna félaigsins kL 1—7 í dag. Skoist ú búðoigluggo LÖGREGLAN rakst á stórslas- aðan mann í Suðurgötu aðfara- nótt sunnudags. Hann var mik- ið skorinn í andliti og á höfði og var fluttur í Slysavarðstof- una en þaðan í sjúkrahús. Mað- urinn var undir áhrifum áfengis og er talið, að hann hafi hras- að á búðarglugga í miðborginni með fyrrgreindum afleiðingum. Líðan mannsins var sögð góð í gærkvöldi. HveUhettum stolið Á ANNAÐ hundrað hvellhettum var stolið úr geymsluskúr í Breið holti um helgina. Hvellhettur þessar eru stórhættulegar og beinir rannsóknarlögreglan þeim tilmælum til foreldra, sem kynnu að verða hvellhettana varir í fór um barna sinna, að taka þær af þeim og láta lögregluna vita. í geymsluskúr þessum var einn ig geymt dýnamit, en ekki var talið, að neitt hefði verið tekið af því. Ekið ú kyn- stæða bíla EKIÐ var á R-2219, sem er dökk grár Opel Kadett, þar sem bíll- inn stóð í stæði við Ármúla 3 frá klukkan 09 sl. fimmtudag til klukkan 15 daginn eftir. Ekið var á R-21820, sem er blá grænn Skoda, þar sem bíllinn stóð við Hæðargarð 6 frá klukk- an 00 til 11 á sunnudag. Ekið var á X-804, sem er rauð- ur Skoda, þar sem bíllinn stóð við Hótel Sögu 27. febrúar sl. Allir bílarnir skemmdust og skorar rannsóknarlögreglan á ökumennina, sem tjónunum ollu, svo og vitni að gefa sig fram. KEFLAVÍK Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn, Keflavík heldur skemmtifund í æskuilýðahúsinu fimmtudaginin 20. marz kL 9. Spilað verður bingó, góðir vinninigar. Kaffi- veitingar verða á fundinum. Fé- lagskonur eru beðnar að fjöl- menna og taka með sér ge«ti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.