Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1969 L Ég heiti Melissa Grindley. Ég er tuttugu og þriggja ára og elzt systkina minna. Næstur er Nicho las — alltaf kallaður Nick — tuttugu og tveggja þá Kay, átján ára og Lucy sautján, en Mark, sextán ára skólastrákur rek- ur svo lestina. Foreldrar okkar fórust í bíl- slysi fyrir þremur árum. Það var Ihræðilegt áfall, en einhvernveg inn komumst við þó yfir það. Ég held meira að segja, að það hafi sameinað okkur enn betur. Ég hef reynt að taka að mér móðurhlutverkið gagnvart syst- kinum mínum. Það er ég, sem stjórna heimilinu. Það er ágætt heimili, sem okkur þykir öllum vænt um, enda þótt það sé ekki neitt glæsilegt. Sanmast að segja, er það hálf-draslaralegt. Þetta er gamalt sveitahús, með hvítum og svörtum bitum, skotgluggum og stein'lögðu eldhúsgólfi. Faðir minn var bóndi og það var líka faðir hans á undan hon- NATHAN & OLSEN HF. & ^JVfelrose's te^ r Eftirlæti A alirar fjölskyldunnar bocoa Pnffq meó súkkulaðibragði I U11U Melfose’s te^ ^gleðuryður kvöldá og morgna^ Hvað er betra á morgnana eða á mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin? Örvar samræður og rænir engan svefni. Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur. um. Ég veit, að pabbi var að vona, að Nick mundi taka við af sér, en Nick var því algjörlega andvígur. Hann 'hefur aldrei haft neinn teljandi áhuga á búskap. Hann er einskonar umboðsmað- ur hjá John Frinton, sem er rík- ur piparsveinn og á stóran bú- garð í útjaðrinum á Breiðueik, en svo heitir þorpið okkar. Þegar pabbi dó, var ég í vafa, hvað gera skyldi. Ég vildi ekki selja jörðina. Ég ræddi málið við Bob Johnston, verkstjóra pabba, og við urðum ásátt um að reka búið í félagi. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvernig farið hefði fyrir mér, ef Bob hefði ekki ver- ið. Hann hafði verið hjá föður mínum í eitt ár, fyrir hið sorg- lega fráfall foreldra minna. Hann hafði komið eftir auglýs- ingu, sem pabbi hafði sett í sveit arblaðið, og þeim hafði sam- stundis litizt vel hvorum á ann- an og pabbi ráðið hann. Bob leigði sér herbergi í þorpinu, en vann á búinu allan daginn. Pabbi sagði oft, að Bob væri meiri bú- maður en hann sjálfur. Hann varð bráðlega mikill vin ur okkar allra. En þótt einkenni legt væri, var hann nokkur eitt- hvað framandi, þrátt fyrir dag- lega umgengnd. Kay hafði ein- hverntíma sagt: „Ég hefði ekki getað trúað því að hægt væri að þekkja nokkurn mann svona vel og samt vita jafnlítið um hann.“ Og hún hafði líka sagt: „Hvers vegna reynirðu ekkiað fræðast eitthvað nánar um hann, Mel 7 issa? Þú ert hvort sem er uppá- haldið han.s Ég held bara, að það gæti verið ágætt ef þið Bob giftuð ykkur. Ég er viss um að hann er alveg vitlaus í þér, og hver sem hefur augu í höfð- inu, getur séð, að þú ert alveg vitlaus í honum.“ Nei, það vonaði ég að eng- inn sæi. Sízt af öllum Bob sjálf- ur. Þó að það væri ekki nema satt, að ég var ástfangin af Bob, þá vildi ég ekki að hann vissi það. Af þeirri einföldu ástæðu, að ég þóttist vita, að hann væri ekkert ástfanginn af mér. Auk þess þótti mér Kay vera óþarflega berorð. En Kay glopr aði nú alltaf út úr sér sam- stundis, hverju, sem henni datt í hug. Og Kay var það systkina minna, sem ég hafði mestar á- hyggjur af. Hún var með eld- rautt hár og stór brún augu og hættulega mikinn kynþokka. Hún var þegar búin að eiga heila lest af aðdáendum, sem sumir hverjir voru ekki sem heppilegastir. En mér til nokkurs léttis var Don Lipscomb sá nú- verandi. Hann las lögfræði í Cambridge. Foreldrar hans höfðu setzt að í Höfuðbólinu svokallaða, sem var eitt stærsta húsið í sveitinni, og flutt þang- að ásamt Emmu, dóttur sinni fyr ir svo sem einu ári. Þennan dag átti að halda árs- hátíðina — til ágóða fyrir Rauða krossinn — í garðinum hjá þeim, og við ætluðum þangað öll. Meðan ég var að hafa morgun verðinn til, leit ég út um eld- húsgluggann og sá, mér til gleði, að veðrið ætlaði að verða ágætt. Það sást ekki ský á himninum. Döggin glitraði á grasblettinum og b'lómin höfðu aldrei verið fal- legri. Gamli garðurinn var uppáhaldið mitt. Hann vör nú ekki neitt sérlega snyrtilegur, enda var ég alltaf svo önnum kafin. Það var alltaf í svo mörgu að snúast. Því það að elda ofan í fimm manns, halda hús- inu þokkalegu, með sáralítilli að stoð úr þorpinu og vinna auk þess við búskapinn, eftir því sem tími vannst til, er alveg nóg lagt á eina manneskju. En ég kunni því nú samt vel. Ég héld, að ég hafi verið fædd sveitakona. Ef bara hann Bob lúldi nú verða ástfanginn af mér og vilja eiga mig, held ég, að ég yrði bara fyirrmyndar bónda kona! — Ég slekk ljósið svo þú getir sjálf séð að stafirnir eru sjálf- lýsandi. Við Kay vorum gjörólíkar. Kay fannst svo leiðinlegt í sveit inni. Hún vildi eiga heima í borg — helzt London. En Breiðaeik, þorpið okkar var í sjö mílna fjarlægð frá Rye sem hefði naumast getað talizt nein stór- borg. Kay vann i bókabúðinni hjá Stourton í Rye. Hún fór þang- að daglega með almenningsvagn inum frá götuhorninu okkar og þaut venjulega á morgnana, svo að kembdi aftur af henni, því að alltaf var hún á síðasta augna- bliki. Mark gekk þar í skóla, en hann vi'ldi heldur hjóla. Lucy gat ekkert farið. Fimm ára gömul hafði hún fengið löm- unarveikina. Þá vorum við hrædd um að við ætluðum að missa hana. Enda þótt ég væri ung þá, mundi ég eftir þessu eins og það hefði gerzt í gær. Ég man eftir eymdarsvipnum á foreldrum okkar, þegar hún var flutt heim úr sjúkrahúsinu í stál- lunga. Það eina okkar, sem bar sig vel, var Lucy sjálf. En svo gerðist kraftaverkið: henni fór að batna. En annar fóturinn var máttlaus og hún varð að nota staf, til þess að geta haltrað áfram, og almennt var talið, að þar við mundi sitja. Við tilbáðum öll Lucy og vild- um allt fyrir hana gera. Jafnvel Kay, en enda þótt mér þætti vænt um hana, varð ég að játa með sjálfri mér, að hún væri bæði ónærgætin og eigingjörn, en jafnvel hún sýndi aldrei neitt slíkt af sér, ef Lucy var ann- arsvegar. Ég kallaði nú á Kay og Nick, að morgunverðurinn væri tilbú- inn, en Mark var þegar tekinn að háma sinn mat í sig. Hann var lítill eftir aldri og næstum horaður. Ég hafði oft áhyggjur af honum og óskaði þess heit- ast, að hann vildi braggast svo- lítið. En þá minnti ég sjálfa mig á það, að hann var svoddan fjörkálfur, svo að það væri ekki nema eðlilegt, að hann liti svona út, og auk þess gat ekki neitt gengið að dreng, sem hafði aðra eins matarlyst. Kay kom þjótandi inn í eld- hús og sagði, eins og hún var vön, að hún væri að verða of sein. Við borðuðum alltaf í eld- húsinu, nema þegar gestir voru — það var svo mil^lu hægara. — Guð minn góður, er orðið svona framorðið? sagði hún og leit á gömlu klukkuna á veggn- um. — Hún er víst fimm mínútum offljót, sagði ég. Kay leit, án allrar hrifningar á diskinn sinn með fleskinu og Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Treystu dómgreind þinni í dag, þótt skapið sé brátt. Nautið, 20. apríl — 20. maí Vertu leiðitamur, þá gengur starfið betur. Láttu fjármuni þína vera í geymslu og eyddu ekki á aðra en sjálfan þig. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þér gengur vel í dag, og þér er óhætt að halda upp á það. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Þetta ætti að vera tími breytinga í lífi þínu, hvort sem það á við flutninga eða eitthvað annað. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Farðu yfir alla reikninga, tryggingar og þ.h. Óvarleg athöfn getur skaðað tilfinningamálin. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Hætt er við smá þrasi vegna peninga, en treystu á sjálfan þig. Þú getur útskýrt útgjöldin seinan. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Enn er ekki tímabært að deila um vinnuskilyrðin. Hinir hafa enn ekki fengið tíma til að skynja aðstæður til fulls. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Aðaláhugamál þín verða arðsamari næsta hálfa mánuðinn. Byrjaðu að kynna þér möguleika til aukatekna. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Einkamál þin og afkomumöguleikar glæðast. Metnaður þinn eykst. Notfærðu þér þessa framvindu málanna og gæftir. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Talaðu út um aðstöðu þína og takmark. Líkindi til að hlustað verði á þig eru meiri. Legðu áherzlu á allan frágang samninga eins fljótt og ráðlegt er. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Endurskoðaðu aðstöðu þína til að sjá, hvað mætti betur fara. Ár- angurinn verður áreiðanlega þess virði. Fiskamir, 19. febr. — 20. marz Þú átt annríkt allan mánuðinn framundan. Reyndu að finna þér eitthvert skjól. Gerðu ráð fyrir að ættingjar og samstarfsmenn skapl einhverja ringulreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.