Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1909 15 Saminn eftir skáldsögu SCHOLOMS A.LEICHEIMS Höfundur: Joseph Stein Tónlist: Jerry Bock Söngtextar: Sheldon Harnick Upphafleg sviðsetning og dansar: Jerome Robbins Þýðandi: Egill Bjarnason Leikstjórn: Stella Claire og Benedikt Árnason Leiktjöld og búningateikningar: Gunnar Bjarnason Lýsing: Kristinn Daníelsson r Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Islands Hljómsveitarstjóri: Magnús Blöndal Jóhannsson í MIKIÐ er nú ráðist af hálfu Þjóðíeikhússins. Fiðlarinn á þak- inu er með veigamestu verkefn- um þess, kostnaðarsömustu og fjölmennustu leiksýningum, sem haldnar eru um þessar mundir. Sýningin ber vitni um stórthug og góðan vilja þjóðleikihússtjóra, sem vill að íslenskt þjóðleikihús standi sig á svelli tímans, verði í engu hálfdrættingur á vilð leik- hús amtímans, að minnsta kosti ekki í nágrannalöndum okkar. Ég sé ekki betur en þetta gifur- lega fyrirtæki, sem Fiðlarinn á þakinu er, hafi tekist með slíkum ágætum að til viðburðar verði að telja í íslensku leikhúslífi. Allt hjálpast þar að: merkilegt bókmenntaverk, listræn svið- setning, fögur tónlist og söngv- ar, innblásinn leikur. Þeir, sem vilja sjá hvernig sannkallað leikhúsverk lítur út, þurfa ekki annað en bregða sér upp í 'Þjóð- leikhús. Fiðlarinn á þakinu er með eftirminnilegustu sýningum, sem hér hafa sést, eins langt aft- ur og ég man. Guðlaugur Rósin- kranz, þjóðleikhússtjóri, getur með ánægju horft fram á veg- inn eftir tuttugu ára starf. Hann hefur sannað að Þjóðleikhúsið er ekki rykfallin stofnun, heldur lifandi afl, sem iheima á í brjósti þjóðarinnar. Þesei orð eiga ekki einungis við Fiðlarann á þakinu, heldur standa þau ekki síst hér vegna þeirra vóna, sem framtíð Þjóð eikhússins vekur. Fiðiarinn á þakinu er einn af þessum söngleikum, sem hvar- vetna er fagnað. Hann er léttur og cinfaldur, en langt frá því að vera léttmeti. Hitt er annað mál, að höfuðtilgangur verka af þessu tagi, er fólginn í sýningar- gildinu, enda þótt boðskapur þeirra sé oft alvarlegs eðlis. Þannig er Fiðlarinn á þakinu öðrum þræði umræða, rannsókn á lífi og einkum vandamálum Gyðinga. Scholom Aleichem var rússneskur Gyðingur, hrökklað- ist til Kaupmannahatfnar í byrj- un fyrri heimsstyrjaldar og lést í Bandaríkjunum árið 191i6 á sextugsaldri. Hann var dæmi- gerður evrópskur Gyðingur. Fiðlarinn á þakinu gerist í rúss- neska Gyðingaþorpinu Anatevka 1905; hið kyrrláta lif þorpsins er skyndilega rofið af þeim átök- um, ®em eru að hefjast í heim- inum. Það er bylting í öllum hfutum, jafnvel í þorpinu þar sem siðvenjan heldur enn velli, en á í vök að verjast. Hver er þessi siðvenja? Það er hún, sem hefur alls staðar gert Gyðinga að gestum í E'vr- ópu, reist vegg á milli hins al- menna borgara og gyðingdóms- ins. Að vera Guðs útvalin þjóð er ekki svo lítið hlutverk, kannski engin furða að hinir her- skáu og djarfhuga Evrópubúar hafi gert sér dælt við slíka þjóð, sem vill fá að vera í friði með hefð sína. Langlundargeð Gyð- inga hefur verið eins og olía á eldinn, sem brennur undir niðri. Það kemur ekki að gagni þótt menn eins og vesalings Tevye mjólkurpóstur, óski þess að Guð velji einhverja aðra þjóð einu sinni svona í tilbreytingarskyni. Evrópskir Gyðingar verða að sætta sig við að vera bæði út- valinn og útskúfaður þjóðtflokk- ur. Tevye er aðalpersóna Fiðlar- ans á þakinu. Fjölskylda hans er miðpunktur leiksins. Hann er hjartagóður og ólbrotinn mað- ur, sem á skapstóra konu og ynd- islegar dætur. Hvernig sem hlut- irnir snúast heldur hann still- ingu sinni, skýringuna er að finna í mannúðlegum sjónarmið- um hans, fyrst og fremst skapinu góða, sem þrengingarnar getá ekki bugað. Hann lætur sig ekki muna um að setja á svið óhugn- anlega drauma fyrir konu sína til að sannfæra hana um rétt- mæti skoðana sdnna, höfða til hennar með vopnum gyðing- dómsins sjálfs. Slíkan draum getur konan ekki staðist þótt hún geri sér það ljóst að gamall og ríkur slátrari er meira virði elstu dóttur hennar en bláfátæk- ur skraddari, sem heldur að æðstu gæði lífsins séu fólgin í því að geta sparað fyrir sauma- vél. Auk þess er hann með hug- ann fullan af ást, sem að vísu kemur ekki að sök, en getur ein sér ekki tryggt örugga afkomu. En í brjósti mjólkurpóstsins slær heitt hjarta og göfugt þrátt fyrir hversdagsklæðin. Hann beinir orðum sínum til Guðs og finnur jafnan leið út úr hvers kyns vanda. Það er þessi andi, sem á að tákna ódauðleik Gyð- ingsins: þrautseigjan, gamansem- in. Gyðingarnir halda að lokum hver sína leið, gefast ekki upp á vegferð sinni um jörðina. Róbert Arnfinnsson (Tevye) og Guðmunda Elíasdóttir (Golda). Sá veruleiki tekur sinn skerf. -Það er ’líkt og Tavye mjólkurpóst ur sé með allar syndir veraldar á herðum þegar hann leggur aí stað út í óvissuna. Og fiðluleik- arinn litli fylgir honum. Ein- Sigríður Þorvaldsdóttir, Vala Kristjánsson og Kristbjörg Kjeld Fiðlarinn á þakinu er að von- um ljóðræn-t verk. Hann er í rauninni lítið ljóð með nokkrum tilbrigðum, unaðsheimur fjarri skarkala heimsins, sem verður enn meira heillandi vegna þess að óróinn fyrir utan þren-gir sér inn um hlið hans, heimtar að draumurinn breytist í veruleika. Hópmynd úr Fiðlaranum á þakinu. hvers staðar bíður nýtt þorp, ný Anatevka. í Fiðlaranum á þakinu skiptast á mildi og harka. Eitthvert feg- ursta atriðið er söngur bænar- innar á sabbatsdegin-um heima hjá Tevye og brúðikaupið er einn ig þokkafullt. Beis-kjan kemur helst í ljós þegar Rússarnir rj-úfa helgi brúðkaupsveislunnar með því að brjóta og eyðileggja sam- kvæmt siðvenju hermanna, sem verða að hlýða skipunum frá keisaranum. An-nars er Fiðlar- inn á þakinu svo hljóðlátlega vandlætingarsamur, að naumast er rétt að tala um beiskju. Það er ekki síst styrkur -háns hve ádeiian, umræðan er varká. f*að færi honum ekki að prédiika eða dæma. Þær raddir, sem boða nýja tíma, stefnubreytingu, eru svo lágværar að þær heyrast varla. Stúdentinn Perchik hetfur kynn-st róttækum skoðunum í háskólanum í Kiev, en hann er svo bjargarlaus að öll framkoma hans er eins og veikur ómur. Að hann skuli lenda í fangelsi er eitt af því ótrúlegasta í leikrit- inu. En margt getur gerst á bylt- ingatímum. Fiðlarinn á þakinu er eitt þeirra verka, sem vex eftir því sem lengra líður á sýninguna. Fyni hlutinn er undanfari, frá- sögn, síðari hlutinn tengir sam- an atriðin, gæðir leikritið þeirri táknrænu dýpt, sem er svo áihrifa mikil í einfaldleik sínum. Ég geri ráð fyrir, að fáir muni gleyma því þegar Tevye og fjöl- skylda yfirgefa Anatevka. Eða verður ekki ertfitt að gleyma Tevye þegar han-n ræðir við Guð, skýtur inn fyndnum at- hugasemdum í hátfleygt hjal sitt. Jafn einlægur er fögnuðurinn í Anatevka, dansinn og söngurinn. Og það, sem mestu máli skiptir: Anatevka er ekki framandi staður, innst inni er fólkið líkt hvort sem heimur þess er rússneskt Gyðingaþorp árið 1905 eða íslenzkt pláss á tuttugustu öld. Það er aðeins yfirborðið, sem er annað. Sigur Fiðlarans á þakinu er staðfesting mannlegra eigin- leika, sem þe-kkja engin landa- mæri. Hvaða máli skiptir þótt borgin heiti New York, London eða Reykjavík, ef hljómurinn ér sannur, laus við fals sýndar- mennskunnar, sem tíðum hreyk- ir sér hæst. Ljóðinu auðnast að opna læst- ar dyr, fái það einhvern til að trúa á sig, eða minnsta kosti leggja við hlustir. Það er ný saga og gömul. Þýðing Egils Bjarnasonar á Fiðlaranum á þakinu er þokka- full. En hvengi bregður fyrir til- þrifum í texta hans. Þetta kem- ur að vísu ekki að sök því sýn- ingin sjálf er svo vönduð, og stundum er erfitt að greina orð- in, sem sungin eru. Enginn ís- lendingur hefur þýtt jafn marga söngleiki og Egill Bjarnason. Stella Claire setur Fiðlarann á þakinu á svið með að^joð Benedikts Árnasonar. Leikstjórn Stellu Claire, dýrmæt reynsla hennar við uppsetningu og þátt- töku í svipuðum verkefnum er- lendis, -hefur án efa gert þessa sýningu að því, sem h-ún er. Ekki spillir heldur hlutur er- lendu dansaranna þriggja, þeirra Franks Shaws, Leifs R. Björnseths oig Svenns Berglunds. Sviðsetning þeirra Stellu Clair- es og Benedikts Árnasonar mun lengi í minnum höfð sem dæmi um giftusamlegt samstarf í leik- húsi. Leikmynd Gunnars Bjarnason- ar er afbragðsverk. Við þurfum ekki að óttast að íslenskt leikhús dragist aftur úr erlendum þegar jafn miklir kunnáttumenn og Gunnar Bjarnason leggja því lið. Skilningur hans á þessu litríka verki er hárréttur, þannig að einstaka sviðsmyndir eru lista- verk, ljóðrænn óður. Lýsing Kristins Daníelssonar er fag- Framhald á bls. 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: FIÐLARIHN Á ÞAKINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.