Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1989 27 Betri færð um landið SAMKVÆMT upplýsing'um Vega gerðarinnar var helclur að greið- ast úr umferðarörðugleikunum undanfarna daga. Góð faerð var •aust'ur um Hellisheiði í gær og yfirleitt um Suðurlandsundir- lendið. Greiðfaert var um Hval- fjörð í gær og flesta vegi í Borg- arfirði, nema nokkra útvegi sem voru lokaðir. Þar á meðal má mefna Dragaveg á Hesthálsi og (Lundarreykjadalsveg. í gær var kominn talsverður snjór á Snæfellsnes og færð far- in að þyngjast þar þess vegna. í dag er áætlað að ryðja vegi á Snæfellsnesi. Ólafsvíkurenni er aðeins fært jeppum ennþá. Þá •er fært norður til Akureyrar og Húsavíkur, en færð var farin að þyngjast á Holtavörðu- og Öxna- dalsheiði, en áætlað er að ryðja vegi norður í dag. Þá er fært til Hólmavíkur um Strandir, en þar urðu skemmdir sunnantil vegna vatnavaxta. Á Vestfjörðum er fært nú frá Patreksfirði og Bildudal og gert er ráð fyrir að opna yfir Kleifa- heiði á milli Patreksfjarðar og Barðastrandar í dag. í gær var unnið að því ð opna veginn til BolungarVíkur en aðeins stórum bílum var fært að aka til Flat- eyrar og Þingeyrar. Allsæmileg færð er um Fljóts- dalshérað og á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þá er Suðurfjarðarvegur fær allt til Hornafjarðar og Öræfa. Skógarstrandavegur á milli Stykkishólms og Dala er lokaður vegna s’kriðufalla í Narfeyrarhlíð og sömuleiðis er vegurinn í sund ur við Keisbakka. F1 Bezta auglýsingablaðið Hafsteinn Björnsson, miðill Hnisteinn miðill heldur fyrir- lestur hjú Stúdentoiélugi H.Í. STÚDENTAFÉLAG Háskóla íslands hefur fengið Hafstein Björnsson miðil til þess að flytja erindi fyrir Stúdentafé- lagið um sálarrannsóknir og hefur Hafsteinn þekkzt boðið. Mun hann væntanlega flytja erindi sitt eftir páska og verð- ur skyggnilýsing á eftir er- - BRETAR Framhald af bls. 2S að halda tafarlaust á brott. Segir Whitlock að eyjan sé algerlega á valdi vopnaðra glæpamanna. Brezka stjórnin hefur sent um 200 manna fallhlífali’ð til eyjunn- ar Antigua, sem er um 110 km frá Anguilla, og auk þess er 40 manna hópur frá Scotland Yard á leið þangað. Þrjár brezkar frei gátur eru á þessum slóðum, og auk þessa hafa Bretar um 250 manna herlið í Brezka Honduras. Er talið líklegt að Bretar geri innrás á eyjuna á næstunni, ef ekki takazt samningar fljótlega. — í hungurverkfalli Framhald af bls. 28 Heimildir segja, að hungur- verkfallið hafi hafizt, er fanga, sem sagðist vera „póli- tískur fangi“ í samtali við fangavörð, var neitað um leyfi til þess að hitta konu sína, sem komin var í heimsókn. Svipað verkfall átti sér stað í þessum sömu þrælkunarbúð um fyrir um ári, og var þá rýmkað um heimsóknarreglur, en fangamir telja að þeir hafi aftur veri'ð sviptir því, sem þá ávánnst. — Auk Daniels er vitað að rithöfund- urinn Alexander Ginsburg, sem dæmdur var fyrir ári fyr- ir „neðanjarðarbókmennta- starfsemi", er meðal hungur- verkfallsmanna. Paul Mc Cartney kvæntur indinu. Stúdentafélagið hefur áætlað að fá hátíðarsal Há- skóla íslands til fyrirlestra- haldsins. London, 12. rearz. BÍTILLINN Paul McCartney, sá allra vinsælasti, gekk i dag að eiga bandaríska konu, frá- skilda, Lindu Eastman, og kynntust þau er hún tók af honum myndir í Bandaríkjun um. Aðdáendur veinuðu af von- brigðum fyrir utan vígslustað inn, en þau voru gefin saman í borgaralegt hjónaband. Paul sló tvær flugur í einu höggi og varð eiginmaðúr og stjúpfaðir um leið. Hann er 26 ára ,en aldur hennar er sagður frá 25 upp í 27 ár. Heather dóttir hennar er sex ára. Róstursamt varð meðal að- dáenda ,er hjónin gengu út fyrir að vígslu lokinni og kysstust á tröppum bygging- arinnar. Tryllingsöskur táninganna kváðu við hvaðanæva að: „Paul, við elskum þig“. Ung- píurnar höfðu safnazt saman snemma um morguninn fyr- ir utan og biðu þolinmóðar eft ir að allt væri um garð geng- ið og um 150 manns ruddust í gegnum raðir lögreglumann anna. Heather litla fór á undan parinu í fangi lögregluþjóns, og fengu þau að fara inn um hliðardyr. Paul var í svörtum fötum í rósóttri silkiskyrtu og með breitt gult hálsbindi. Linda var í gulri kápu utan yfir ljós- brúnum kjól, brúnum sokkum og klossuðum tízkuskóm. Þð var rigning og allir biðu þolinmóðir eftir að vígslunni - FLUGSLYS Framhald af bls. 28 ins sé enn ókunn. Sjónarvottar telja sig hafa fyrir satt að vél- in hafi rekizt á háspennustreng og hafi þá orðið sprenging í henni, en aðrar heimildir segja að spreng ingin hafi orðið fyrr. Björgunarsveitir komu strax á vettvang og í fyrstu fréttum var talið að nær því 150 manns hefðu beðið bana í slysinu. Björgunar- menn unnu sleitulaust að því að slökkva eldinn og grafa fólk und an húsarústum, og bráðlega varð ljóst, að dánartala myndi hækka stórkostlega, og í gærkvöldi var vitað með vissu um 280 látna, og jafnvel búizt við að enn fleiri hefðu týnt lífi. Nákvæmur farþegalisti hefur ekki verið birtur enn, þó er vit- Enski deildarbikarinn, úrslit: Swindon sigraði Arsenal 3-1 — í œsispennandi leik á Wembley SWINDON Town tókst hið „ótrúlega" sl. laugardag er fé- lagið sigraði Arsenal í úrslita- leik um Deildabikarinn að 100 þús. áhorfendum viðstöddum á Wembley-leikvanginum, með þremur mörkum gegn einu, eftir framlengdan leik. Swindon, sem leikur í 3. deild, skoraði fyrsta markið, eftir mis- tök hjá miðverði Arsenal, Ure, og markverðinum, Wilson. Roy Smart hirti lausan knöttinn og skoraði. Þetta var á 35. mín. og Swindon hafði þetta mark yfir eftir fyrri hálfleikinn. í síðari hálfleik náði Arsenal allgóðum tökum á leiknum og sóttu fast. Sem dæmi um sókn- arþunga 1. deildarliðsins, þving- aði Arsenal fram 9 hornspyrnur á 20 mínútum og mæddi þá mik- ið á vörn Swindon og þá sérstak- lega markverðinum, Downs- borouglh, sem stóð sig með stakri prýði, varði stórkostlega m.a. skot frá McNab og Sammels. En allt kom fyrir ekki, Swindon hélt marki sínu hreinu þar til á 87. mín. er Bobby Gould tókst loks að jafna fyrir Arsenal. Staðan eft ir fullan leiktíma var jafntefli. 1-1. Eftir stutt hlé hófst framleng- ing (2x15 mín.) og var nú al- mennt búizt við að betra úíhald Arsenal-manna myndi færa þeim sigur, en það var þó öðru nær, því nú fyrst náði Swindon sér á strik og hinn snjalli útherji Don Rogers, skoraði tvö mörk, hið fyrra úr þvögu við Arsenalmark- ið í fyrri hluta framléngingar- innar. Síðara markið skoraði Rog ers eftir glæsilegan einleik rétt í lokin. Mikil fagnaðaralda steig upp i leikslok frá hinum mörgu þús- undum viðstöddum og flestir voru snortnir af þessum atburði. Don Rogers, Swindon — skoraði 2 mörk. Hið furðulega hafði skeð, Arsen- al, í 4. sæti í 1. deild, með sitt allrabezta félagslið í áraraðir, hafði orðið að lúta í lægra haldi fyrir félagi úr 3. deild í stórúr- slitaleik á Wembley! Ekkert land í heiminum getur státað af slíkri „breidd" í knatt- spyrnunni, sem England. Paul, Linda og Heather litla. lyki. Síðan gerðu aðdáendurnir aðsúg að svartri gljáandi bif- reið hjónanna, og urðu þau að hafa sig ÖH við til að komast inn í hana. Stúlkurnar, sem ekki hrepptu Paul, stóðu grátandi með blómvendi í fanginu og börðu á þak og vélarhlíf bif- reiðarinnar og fleygðu sér upp á hana til að koma í veg fyrir að hún æki á brott. Þetta endurtók sig nokkru síð ar er hún varð að nema stað- ar við umferðarljós, og lög- reglan leiddi fjórar grátandi stúlkur burt, en hélt öðrum tveimur föstum. Gráturinn hélt enn áfram um stund eftir brottför brúð- hjónanna. Einn stúlknahópur- inn vældi svo hátt og lengi, að myndasmiðir hópuðust þar að og þá þurfti einnig lögreglu- lið til að bjarga grátkonun- um. A hvítmálaðar súlur við heimkeyrsluna að Cartney- heimilinu voru hundruð að- dáendur búnir að krota með krít og varalit: „Paul, við elskum þig“. Ein daman hafði þó, að því er bezt varð séð, hugrað ráð sitt og hafði henni snúizt hugur, því að hún hafði bætt við skrif sín: „Ekki leng- ur“. Samskonar flugvél og fórst. að að af 84 sem voru með vél- inni voru a.m.k. 45 Bandaríkja- menn sem ætluðu til Miami á Florida. Af þeim tæplega tvö hundruð fórnardýrum öðrum í þessu hörmulega slysi voru flest- ir íbúar indiánaþorpsins Ziruma. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á slysstaðnum og miklar ör- yggis- og heilbrigðisráðstafanir hafa verið gerðar. Mesta slys í farþegaflugi, áð- ur en þessi atburður varð á sunnu dag, varð þegar tvær flugvélar rákust á yfir New York 16. des- ember 1960. Þá fórust 84 farþeg- ar sem voru í vél frá United Airlines DC-8 og 44 um borð í Super Constellationvél frá Trans World Airlines. Auk þess biðu tíu manns bana á jörðu niðri, þegar DC-8 vélin steyptist brenn andi á íbúðarhús í Brooklyn. Hlaut úverko ú hölði SJÖTÍU og sjö ára maður varð fyrir bíl á móts við Elliheimilið Grund í gærmorgun. Hann hlaut áverka á höfði og var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan í Borgarsjúkrahúsið. Maðurinn var á leið eftir gang braut suður yfir Hringbraut. Bíllinn kom vestur götuna og er talið, að maðurinn hafi orðið fyr- ir vinstra framhorni bílsins. BROTIZT var inn í geymsluhús- næði Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar h.f. að Kletti um helg ina og þar unnin mikil skemmd- arverk. M.a. voru eyðilagðar mat vælabirgðir í björgunarbátum. Fyrir nokkru var brotizt inn í þetta sama geymsluhúsnæði og þá einning unnin mikil skemmd- arverk, m.a. á björgunarbátum. Talið er, að unglingar hafi ver ið þarna að verki. BILAR Nýr bíll er mjðg dýr. Þess vegna er betra að kaupa lítið notað- an nýlegan bíl. 1968 Plymouth Valiant 4ra dyra, ekinn þrjú hundruð km. Skipti möguleg á nýlegum minni bíl. 1968 Volvo Amazon, 10 þ. km. 1969 Toyota Corona, 5 þ. km. 1968 Volkswagen 1300, rauður. 1967 Chevy II Nova. 1967 Toyota Crown. 1967 Plymouth Satellite. 1967 Fiat 1100 Station. 1967 Renault R 10. 1962 Volksw. 1200, nýr mótor. 1966 Bronco klæddur. 1967 Willys með húsi. 1966 Landrover. All IA | BÍLASALAN Htl IH Kr—\ d Skúlagata 40 við Hafnarbíó. S. 15014 - 19181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.