Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1960 17 Lára Magnea Páls dóttir — Minning „ÞEGAR gott barn deyr kemur engill og tekur það í fang sér, og flýgur með það til Himna. Þau eru hjá Guði.“ Mér duttu þessi orð góða ævintýraskálds- ins í hug, er ég ætláði að fara að minnast merkrar konu, frú Láru Magneu Pálsdóttur, Grett- isgötu 13, sem andaðist 8. þ.m. Hún fæddist á Seyðisfirði 2. nóvember 1893, og voru foreldr- ar hennar Anna Sigurbjörns- dóttir og Páll Jökull sýsluskrif- ari og kennari. Var faðir Láru orðlagður gáfumaður, kominn af Síðuprestum. En móðirin einnig komin af prestaættum. Eftir andlát móður sinnar var Lára, 5 ára gömul, tekin í fóst- ur af frænda sínum Pétri Guð- johnsen og konu hans frú Þór- unni, á Vopnafirði, og ólst þar upp. Voru þau hjón henni mjög góð, og reyndust henni vel, enda bar hún alltaf hlýjan hug til þeirra. Það er á við gó'ðan skóla, að alast upp á göfugu heimili. Þau voru næstum jafnaldra, og ólust bæði upp í Vopnafirði, frú Lára og Þorsteinn Sigurðsson húsgagnasmíðameistari. Þau hitt ust aftur hér í Reykjavík, er Þorsteinn var að læra húsgagna- smíði hjá Jónatan Þorsteinssyni. Þau gengu í hjónaband 1916, ung að árum og örsnauð, eins og margir voru þá. Árið 1922 byggðu þau hús sitt á Grettis- götu 13, þar hefir heimili þeirra verið síðan. Þorsteinn dó 1962, og nú fer konan á eftir, til að hitta hann. Þau reyndu þáð, að lífið er erfiður skóli, en þau voru ham- ingjusöm. Þau eignuðust sex börn, tvær dætur og fjóra syni. Elzti sonurinn, Emil, dó snögg- lega 1943, 25 ára að aldri. Hann var prýðilega gefinn, eins og hin börnin. Dauði sonarins var hjón- unum þung raun. En svo rofaði aftur til, ljósgeislarnir, barna- börnin komu. Það var 1. september 1939, sem ég réðist hjá Þorsteini Sig- urðssyni húsgagnasmið og þeim hjónum. Hjá þeim hefi ég unn- ið síðan, eða í nær 30 ár. Ég þekkti þau hjón bæði í fátækt og velgengni, Þorstein sem harðduglegan, listfengan smið, en frú Lára var alltaf konan og mó’ðirin. Á kyrrum kvöldum hefi ég beðið fyrir Þorsteini heitnum, síðan hann hvarf sjónum, eins og öðrum vinum mínum og ætt- ingjum. Og ég bið fyrir frú Láru þar til minn dagur er all- ur. Bænin er það unaðslegasta afl, sem ég þekki. Börn og barnabörn hinna látnu, merku hjóna þurfa ekki að efa það, að foreldrarnir, afi og amma eru með allan hugann hjá þeim, þó þau séu horfin sjón um. Móðirin gleymir aldrei af- komendum sínum, og þá er bæn in bezta brúin. Duftið hverfur til jarðarinnar, þar sem það áður var, en and- inn fer til Gu’ðs, sem gaf hann. Hannes Jónsson. F. 2. nóv. 1893. D. 8. marz 1969. ÞEGAR ég frétti lát frú Láru Pálsdóttur brá mér mikið, mér fannst ég ekki geta trúað því að ég ætti ekki eftir að hitta hana aftur. Frú Lára var ein af þessum sérstöku góðu, miklu og mynd- arlegu konum, enda átti hún kyn til þess að rekja, var af stórum ættum. Ég naut þeirrar ánægju að þekkja hana í 27 ár og alltaf fann ég betur og betur hversu mikil mannkosta manneskja hún var og einn af .hennar mörgu stóru og góðu eiginleikum, sem ég mat mest, var hreinskilnin og Litill lyitari með mikla afkastagetu Hér er sterkur lyftari, sem lyftir 1,5 tonni, en þó svo lítill og lipur, að hann hentar í hvaða lagerhúsnæði sem er. (. HIRSIBNSSOH * JOHNSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 væri margt öðruvísi en er ef fleiri væru þannig. Frú Lára var gift Þorsteini Sigur’ðssyni húsgagnasmíðameist- ara, sem var einstakt valmenni, svo það hallaðist ekki á í hjóna- bandi þessara góðu hjóna og þar ríkti líka kærleikur og hamingja. Þau áttu 6 börn en misstu einn son 25 ára og var það þeim mik- il sorg. Frú Lára bjó manni sínum og börnum yndislegt heimili sem var rómað fyrir myndarskap á öllum sviðum. Ég veit að oft var mikið að starfa á svo stóru heim- ili en aldrei var gengið frá verk- um öðru vísi en allt væri á sín- um stað. Systkinin á Grettisgötu 13 voru móður sinni mikið góð, svo hún stóð ekki ein, eftir fráfall manns síns, sérstaklega Þór- unn dóttir hennar, sem anna'ðist hana í öllum hennar miklu veik- indum af þeirri mestu fórnfýsi og kærleika sem ég held að hægt sé að gera. Elsku Lára mín, þakka þér fyrir öll árin og allar gleðistund irnar, sem við áttum saman. Þú varst eins og eikin, sem ekki brotnar þó hún bogni. Þú varst alltaf jafn falleg og fín, þrátt fyrir aldur þinn og veikindi. Alltaf fannst mér birta yfir öllu á stofunni hjá okkur þegar þú komst inn, með hlýja brosið þitt og elskulega viðmótið og alltaf var sama kvenlega reisnin yfir þér og höfðingsbragurinn. Alltaf varstu jafn kát og gamansöm, þrátt fyrir allar þínar þjáning- ar síðustu árin. Við munum allar sakna þín og aldrei fyllist í skarðið þitt en hlýja sólskins- brosið mun geymast í huga okk- ar allra. Frú Lára lifði sólarmegin í líf- inu, þó að stundum kæmu dökk- ir skuggar. Hún var mikilhæf kona, átti ástríkan og gó'ðan mann, góð börn og ekki má gleyma öllum barnabörnunum, sem hún elskaði og bar um- hyggju fyrir og sem elskuðu hana öll. Sérstaka umhyggju bar hún fyrir dætrum Davíðs sonar síns, sem misstu móður sína svo Framhald á bls. 20 ^na Knatfspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn r Súlnasalnum Hótel Sögu föstudaginn 21. marz 1969, klukkan 19,00 Aðgöngumiðar hjá Skósölunni Laugavegi 1 og formönnum íþróttadeilda félagsins. Borð verða tekin frá í anddyri Hótel Sögu kl. 3—5 síðdegis fimmtu- daginn 20. marz gegn framvísun aðgöngumiða. Samkvæmisklæðnaður. Húsinu lokað kl. 19.30. Dökk föt — Síðir kjólar. Stjórn K.R. GETRAUN SAMVINNUTRYGGINGA I sambandi við útgáfu bókarinnar Öruggur akstur efna Samvinnutryggingar til getraunar úr efni henn- ar. Verðlaunin eru 15 talsins, og eru þau iðgjöld af tryggingum. hjá SAMVINNUTRYGGINGUM eða líf- tryggingu hjá Andvöku, sem hér segir: 1.— 5. verðlaun: Iðgjald aS upphæS kr. 3.000.00' 6.—10. — ISgjald aS upphæS kr. 2.000.00 .11.-15. — ISgjald aS upphæS kr. 1.000.00, « » Verðlaunahöfum er heimilt að nota verðlaunin tll þess að greiða með þeim af hverri þeirri tryggingu, sem þeir geta fengið hjá SAMVINNUTRYGGINGUM eða ANDVÖKU. Setjið X I þá reiti, sem við á. Skrifið siðan nafn og heimilisfang neðst á blaðið og sendið það I lokuðu umslagi, merktu ÖRUGGUR AKSTUR, til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík. 1. Var fyrsti klúbburinn öruggur akstur stofnaSur á Selfossi? 2. Gefur F.f.B. út alþjóðaökuskírteini? 3. Er til íslenzk löggjöf um þá, sem annast sölu notaðra blfreiSa? 4. A aS skoða ökutæki, ef það er umskráð? 5. Er skylda að hafa sjúkrakassa í bifreiðum, sem flytja 12 farþega? 6. Eiga háu Ijósin á bifreiðum að lýsa 150 metra fram á veginn? 7. Eru sjónarvottar að slysi skyldir tll að gefa lögreglumönnum upp nöfn sin og heimilisföng? 8. Getur tryggingafélag endurkrafið frá bifreiðaeiganda tjón, sem bifreið hans veldur meðan Iðgjaldið er ógreðt? 9. Þarf. að tilkynna tryggingafélagi, ef eigendaskipti verða að ökutæki? 10. Er stöðvunarvegalengd bifreiðar, sem ekið er á 80 km hraða, 50 metrar? Já Nel □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Lausnina verður að póstleggja fyrir 12. april 1969. Dregið Na^n ___________ verður úr réttum lausnum. — Athugið, að tryggingatakar Heimilisfang Samvinnutrygginga eða Andvöku geta einir tekið þátt i get- ................ raun þessari, og aðeins ein lausn verður tekin gild frá hverjum. ______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.