Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1960 ísland þarf aö vinna Austur- ríki til að ná lokakeppninni Lendir siðan, ef Jboð tekst i all sterkum riðli meðal annars gegn Dönum ÍSLAND á að leika gegn Aust- urríki í undankeppni Heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik karla. Ber löndunum að leika hér á íslandi 15. eða 16. nóvember og í Austurríki 29. eða 30. nóvember. Fyrirkomulag HM-keppninnar í vetur var end- anlega ákveðið á fundi í Basel á laugardaginn. Þar var ákveðið að 5 þjóðir kæmust í lokakeppnina án und- ankeppni: 4 efstu lönd frá síð- ustu keppni; þ.e. Tékkar, Danir, Rúmenar svo og gestgjafarnir Frakkar og Japan sem er einasta þátttökuland í Asíu og þar sem of dýrt væri að efna til undan- keppni vegna langra ferðalaga. Tuttuðu og tveimur þjóðum var skipt í 11 riðla og komast sigurvegararnir í lokakeppnina (þ.e. 11 lið áiamt hinum 5 sem áður voru talin). Riðlarnir eru: Júgóslavía — Spánn Sovétríkin — Finnland Svíþjóð — Portúgal Noregur — Belgía V-Þýzkaland — Holland ísland — Austurríki A-Þýzkaland — ísrael Pólland — Marokkó Ungverjaland — Búlgaría Sviss — Luxemborg Bandaríkin — Kanada Þá var og rætt um tillhögun lokakeppni landanna 10 sem til lokakeppninnar koma í Frakk- landi og hafði HSÍ aðeins laus- legar fréttir af henni í gær. Þær fréttir sem HSÍ náði í eru frá Danmörku, og þar segir að Danir séu í D-riðli i fyrstu um- ferð lokakeppninnar ásamt sig- urvegurum í eftirtöldum leikj- um: Ungverjaland/Búlgaría; ís- land/Austurríki og Pólland/ Marokkó. í A-riðli verða sigurvegarar í þessum leikjum: Sovét/Finn- Haukar reyndust ofjarlar ÍR-inga Unnu auðveldiega 26:20 HAUKAR og ÍR mættust í 1. deildarkeppninni á sunnudag og var búizt við miklum baráttu- leik, því Haukar höfðu viku áður sýnt heldur slakan leik og lR- ingar þurfa nauðsynlega á fleiri stigum að halda til að halda rétti sínum í 1. deild. En Haukarnir tóku snemma allt frumkvæði í leiknum og voru aldrei í erfiðleikum með ÍR-inga. Hin snöggu skot Þórðar Sigurðssonar og Stefáns Jónsson ar réði ÍR-vörnin sjaldan við, þó að hún á öðrum tímum hefði ver ið öllu betri en oft áður og við markverðina verður ekki sakazt því þeir áttu báðir góða leik- kafla og björguðu oft frá enn stærri ósigri. í heild var leikurinn heldur daufur, en Haukarnir áttu þó flest það góða sem sást og hafa verulega hrist af sér slenið, þótt nú sé möguleikinn til sigurs næst um horfinn. En það eru þó Hauk ar einir sem möguleika hafa til að ná FH — með þremur sigr- um (gegn FH, KR og Fram) og að PH tapi öllum sínum leikjum sem eftir eru (gegn Haukum, Fram og ÍR). Beztir voru Þórður og Stefán, en Ómar markvörður sýndi og góð tilþrif og sömuleiðis Þórar- inn Ragnarsson. Haukar AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Hauka verður haldin í Félagsheimilin á Hvaleyrarholti næstkomandi laugardag 22. marz og hefst kl. 2 e.'h. ÍR-liðið átti daufan dag og eft- ir að Haukar náðu 3ja marka forskoti á fyrstu 10 mín og 14:9 í hálfleik, höfðu þeir verulega brotið ÍRliðið. Lokatölurnar urðu 26:20. Mörk Hauka skoruðu: Stefán 10, Þórður 6 (1 víti), Þórarinn 5 (1 víti) og 5 aðrir eitt hver. Mörk ÍR: Vilhjálmur 10 (4 víti), Ágúst og Gunnar 3 hvor, Brynjólfur 2 og 2 aðrir eitt hver. Dómarar voru Magnús Péturs- son og Reynir Ólafsson og dæmdu veL land; Sví'þjóð/Portúgal Noregur/ Belgía og A-<Þýzkaland/ísrael. Um B og C-riðill lokakeppn- innar var ekki vitað, en þar munu Tékkar og Rúmenar vera sitt í hvorum riðli samkvæmt þeirri ákvörðun að fyrstu þrjár þjóðir frá síðustu HM komizt beint í lokakeppnina. Um Austurríki er lítið vitað hér hvað handknattleik snertir. Þar eru 4—500 handknattleiks- lið og alls um 10 þús. iðkendur í karlaflokkum. Ekki er vitað um neina landsleiki þeirra í vetur, en í fyrra timabili töpuðu þeir fyrir Ungverdjum í Búdapest 21:24, unnu Hollendinga í Aust- urríki 21:15 og töpuðu með 3 marka mun fyrir Frökkum í París. Aðalgeta Austurríkis hef- ur lengi legið í útihandknattleik og hann er öllu vinsælli en inni- leikurinn. Hér hefur Geir stokkið upp — en það er barizt af hörku á lín- unni. KR hafði forystu yfir FH þar til 3 mínútur voru eftir En lokamínúturnar fœrðu FH 2 marka sigur í hörðumbaráttuleik KR-ingar voru sannarlega nærri því að gera það, sem engu liði hefur tekizt í 1. deild í vetur — að sigra FH-inga í 1. deildar- keppninni. Allan tímann voru KRingar yfir ef undan eru skil- in jafntefli á tveimur augna- blikum (2:2 og 10:10) og síðan síðustu 4 mín leiksins. Það var fyrst og fremst þétt vörn KRinga sem skapaði for- skot þeirra og þá ekki sízt t.mil Karlsson markvörður. KR-ingar voru nokkuð harðir í vörninni og fengu ótal áminningar — en sluppu við brottrekstur nema Karl í 2 mínútur. Hilmar Björnsson og Karl Jó- hannsmn stjórnuðu leik KR-inga af mikilli festu og voru oft 3 mörk yfir, en í hálfleik var stað- an 9:7 KR í vil. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst FH-ingum ekki að jafna bilið fyrr en undir lokin. Þá var allmikil harka komin i leikinn og er Geir náði í fyrsta sinn forskoti fyr- ir FH 17:16 var hann rekinn af velli litlu síðar fyrir ítrek- uð brot. En þetta nægði ekki KR- ingum til að jafna metin og ná sér í dýrmætt stig. Örn Hallsteinsson bætti 18. mark- inu við og sekúndum síðar rekinn af velli. En þótt bræð- urna báða vantaði í lið FH síðustu mínútuna breyttist staðan ekki og FH er enn Valur vann landsliöiö 3-2 Barizt af hörku í góðum leik þrátt fyrir snjó LANDSLIÐIÐ lék sinn 16. æf- ingaleik samkvæmt vetraráætl- un KSÍ og mætti nú Valsmönn- um á Háskólavellinum. Vals- menn fóru með sigur af hólmi, skoruðu 3 mörk gegn 2. Nú hrepptu liðin eitt versta veður sem komið hefur í þess- um æfingaleikjum frá desember byrjun. Snjókoma var allan leik inn og hún yar svo þétt að á stundum sást vart á milli marka. En það var engan bilbug að finna á knattspyrnumönnunum. Barizt var af hörku allan leik- inn og sýndu ýmsir menn góðan leik, t.d. Þórólfur Beck, sem kom ínn sem varamaður, en átti nú einn sínn bezta leik í æfinga- leikjunum. Tilgangurinn með vetrarknatt- spyrnunni var af æfa landsliðs- menn og knattspyrnumenn við allar hugsanlegar aðstæður, hversu erfiðar sem þær kunna að verða. Þetta hefur verið gert og tekizt vel og nú eru piltarnir vel undir þa ðbúnir að mæta erf- iðum aðstæðum. Það sýndi leik- urinn á sunudaginn og einnig að úthald piitanna er að verða mjög gott — og á þó væntanlega eftir að aukait enn. Landsliðið var komið yfir 2:1 í síðari hálfleik er tveir leik- menn, Guðni Kjartansson og Birgir í Val, rákust saman. Hlaut Guðni smáskurð á enni og Birg- h á augabrún og voru sett tvö saumspor í hvorn þeirra á Slyia- varðstofunni. Guðni hlaut auk þess bióðnasir, svo slysið leit illa út er það varð. En í heild var leikurinn góður og fullur baráttu og er ánægju- legt til þess að vita, því KSÍ er að ná tilganginum með vetrar- æfingunum. Mörg verkefni eru framundan í knattipyrnunni í sumar og kunna enn að aukast — svo ekki má slaka á æfingunum þó illa viðri og knattspyrnumenn hafi verið óheppnir með veður bæði á sunnudag og stundum áður. Eyleifur skoraði fyrsta mark- ið fyrir landsliðið, en síðan jafn- aði Ingvar Elís^on fyrir Val. Her mann Gunnarsson skoraði síðan síðara mark landsliðsins, en Vals menn jafna með marki úr þvögu og sigurmarkið kom eftir skot í þverslá og knötturinn hrökk af baki markvarðar í netið. — A. St. ósigrað og KR enn á botni deildarinnar þrátt fyrir hetju lega framgöngu í þessum leik. Leikur þesii undi; strikaði að það eru aðeins nokkrir menn sem ha'ida FH-liðinu uppi og sé þeirra vel gætt minnkar geta liðsins í heild mjög. Að vísu voru reyndir nú nokkrir ungir menn, en stutt í einu og eiga enn langt í land með að ná hin- um gömlu. KR-ingar áttu í þessum leik einn sinn bezta í vetur. Mcmun- urinn á liðunum var engan veg- inn sá sem réttlætir það, að ann- að liðið hafi 2 stig í mótinu en hitt 14. KR hefur eins og reynd- ar ÍR-liðið, hlotið minni upp- skeru í stigum en getan í ýms- um leikköflum sýnir. Liðin Beztu menn KR voru Hilm- ar Karl og Emil í markinu, en flestir stuðluðu vel að þe^sum óvænta árangri og sigurinn unnu F'H-ingar meir fyrir heppni en yfirburði í leiknum. Þetta var einn af skemmtilegri baráttu- leikjum í mótinu. Hjá FH bar að venju mest á bræðrunum, en aðal aðstoðar- menn þeirra eru svo Auðunn og Birgir. Kringum þessa snýst allt of mikið af spilinu til tjóns fyrir liðið í heild, þ.e.a.s. meðan hinir ekki nálgast getu þessara fjög- urra meir en nú er. Hjalti átti góða leikkafla, en hefur oft tekizt betur í heild. Dómarar voru Hannes Sigurðs son og Gylfi Hjálmarsson. Áttu þeir er á leið erfiðan dag, en verða ekki að mínum dómi sak- aðir um hlutdrægni. Mörk KR skoruðu: Hilmar 6, Karl og Geir Friðsteinsson 3 hvor, Árni Indriðason 2 og Sig. Oskarsson 1. Mörk FH: Geir 7, Örn 6 (2 víti) og 5 aðrir eitt mark hver. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.