Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1969 Aðalbjörg Jónsdóttir frá Hofi — Kveðja ENN berast okkur sviplegar sorgarfregnÍT, þar sem dauðinn heggur á lífsþráðinn, snöggt og harla óvænt, með fráfalli Aðal- bjargar Jónsdóttur, fyrrum hús- freyju á Hofi, Kjalarnesi. Aðalbjörg kom heim af leik- sýningu með systur sinni glöð og hress, tók af sér vetlingana, en sagði þá að sér væri kalt á hönd- unum. Eftir augnablik sagði hún að sig svimaði. I>að voru hennar síðustu orfS. Ólöf Aðalbjörg hét hún fullu nafni, fædd 14. maí 1918 í Vík í Norðfirði. Foreldrar hennar Jón Benjamínsson og Anna Sig- ríður Sveinsdóttir áttu 8 börn og var hún næst yngst. Móður sína missti hún þegar hún sjálf var smábarn. Faðir hennar kvæntist aftur og var hún hjá honum þar til hún var 10 ára gömul. Þá fór hún til Gísla Wíum kaupmanns og konu hans Guðfinnu Wíum í Vestmanna- eyjum og ólst upp hjá þeim til 17 ára aldurs, og minntist Aðal- björg þeirra oft sem fósturfor- eldra sinna. Að Víðinesi á Kjalarnesi kom Aðalbjörg sem ráðskona 1945 með lítinn dreng sem hún átti, Sveinbjörn Björnsson að nafni, f. 2. júní 1943. Hún var einnig á Hofi með drenginn sinn hjá Daníel Magnússyni bónda þar. En 1946 fór hún a’ð Jörfa. Þang- að var þá nýlega fluttur frá Hofi Hjálmar skáld Þorsteinsson. Jörfi var gömul jörð, byggð úr Hofslandi, en var búinn að vera mörg ár í eyði. Þau Hjálm- ar á Hofi og Anna kona hans voru bæði úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu lengi á Hofi eða á þríðja áratug, og ólu þar upp sinn stóra barnahóp, voru börnin 12, sem þau áttu. Nú voru þau flest eða öll farin frá þeim, nema elzti sonur þeirra Hörður. Á Jörfa lá mikið verkefni fyrir, þeir feðgar urðu að byggja nýj- an bæ sem þeir völdu stað upp við veginn, auk þess líka áð rækta og stækka tún á nýja býl- inu. Það vantaði því sannarlega ungar hendur til hjálpar á Jörfa innanbæjar sem utan. Það var því mikil gæfa þegar Aðalbjörg kom þangað fyrir alla aðila. Hún eignaðist þar gott heimili fyrir litla drenginn sinn, og eins og svipur hennar var bjartur og hreinn var sál hennar og fram- koma við alla jafn ljúf og heið. Þess naut Jörfaheimilið í ríkum mæli. 18. okt. 1947 giftust þau Aðal- björg og Hörður og bjuggu á Jörfa í samfélagi við foreldra Harðar þar. En 1958 fluttu þau öll aftur að Hofi og Hörður keypti þá Hof. Þar bjuggu þau Málverkasalan Ef þér viljið kaupa eða selja góð málverk, þá talið við okkur og leitið tilboða. Afborgunaikjör og vöruskipti. Við sjáum einnig um vandaða innrömmun á listaverkum. Kaupurn og seljum gamlar bækur og listmuni. MALVERKASALAIM, Týsgötu 3, Sími 17602 — Kristján Fr. Guðmundson. Viljum taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð búna húsgögnum, fyrir verkfræðinga. Leigutími 2—5 mánuðir. Fyrirframgreiðsla Upplýsingar á skrifstofu vorri, sími 52438. HOCHTIEF A. G. Straumsvík, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtin.gablaðsins 1968 á hluta í S’óragerði 4, þinigl. eign Kristjáns Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Gjaldheimtunnar og Arnar Þór hrl., á eigninni sjálfri, föstudaginn 21. marz 1969, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtin.gablaðsins 1968 á hluta í Álftaimýri 20, þin.gl, eign Magnúsar Guð- jónssonar, fer fram eftir kröfu Jónasar A, Aðalsteins- sonar, hrl., Hákonar H. Kristjónssonar hdl., Útvegsbanka íslands, Veðdeildar Landsbanikans og Gísla G. ísleifs- sonar hrl., á eigninni sjálfri, föstudaginn 21. marz 1969, kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. '‘mjólkin bragðast með bezt 'NESQUIK — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQUIK KAKÓDRYKKUR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Álftamýri 20, þingl. eign Sveins Krist- jánssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbank- ans, Hákonar H. Kristjónssonar hdl., og Friðjóns Guð- röðarsonar hdl., á eigninni sjálfri, föstudaginn 21. marz 1969, kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969 á hluta i Bústaðavegi 99, talin eign Oddnýjar Ásmundsdóttur, fer fratn eftir kröfu Brarvds Brynjólfssonar hdl., Jóns N. Sigurðssonar hrl., Gísla G. ísieifssonar hrl., og Gjaldheimtumnar á eigninni sjálfri, föstudaginn 21. marz 1969, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á húseign á Árbæjarbletti 30, þingl. eign Geirmumdar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu borgarsjóðs Reykja- víkur á eigninni sjálfri, föstudag.mn 21. marz 1969, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969, á hluta í Kleppsvegi 44, þingl. eign Jakobs Jaikobssonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Sig- urðsonar hrl., og Jóns N. Sigurðsonar hrl., á eignimni sjálfri, föstudag nn 21. marz 1960 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. til 1966 að þau fluttu til Reykja- víkur. Orsakir liggja til allra hluta. Eins var það með búferla- flutninga þeirra Hofshjóna og heimilis. Jörfi var ekki stór jörð og Hörður varð að vinna utan heimilis. Hann annaðist mjólk- urflutningana á Kjalarnesinu um ára bil, eða þangað til hann veiktist og varð að hætta flutn- ingunum og lá á sjúkrahúsi um langan tíma. Mjólkurflutningana stundaði hann af mikilli prýði, hann gerði hvers manns bón, allt stóð heima sem hann sagði og vel af hendi leyst sem hon- um var falið. Þegar hann mátti ekki lengur aka bílnum og Hof- var laust, langaði hann og þau öll þangað aftur og Hörður kaupir jörðina eins og áður seg- ir. Hörður var ekki heilsusterk- ur til að búa einyrki í sveit, en svo bættist það á að Aðalbjörg kona hans varð líka veik og varð áð fara á sjúkrahús um tíma. Foreldrar hans gátu lítið hjálpað orðið, dvölin á Hofi var því ekki nema 8 ár. Við sem gömul erum munum vei þá tíð að sagan hennar Að- albjargar á Hofi gerist á hverju heimili, mann fram af manni, ég meina að sonur eða dóttir tóku við jörðinni af foreldrum sin- um, ný kona eða húsbóndi kom í heimilið sem tók við af þeim eldri í félagi og svo smátt og smátt alveg. En þær voru ekki allar eins ljúfar í lund, gó’ðvilj- aðar og fórnfúsar tengdadæt- urnar eins og hún, að eldra fólk- ið átti ekki betri ósk en það að meiga vera það sem eftir væri æfinnar hjá henni. Anna á Hofi fékk ósk sína uppfyllta. Hún dó á Hofi áður en þau Hörður fluttu suður. Hún óskaði sér þess líka að þurfa ekki að flytja af Kjal- arnesinu. Ekkert dvalarheimili hefði henni þótt eins gott hversu vandað og fullkomið sem það hefði verið eins og gamla heim- ilið, þar sem hún hafði liðið bæði súrt og sætt með manni sínum og börnum. En þarna réði Aðalbjörg úrslitum. Hjálmar lif- ir tengdadóttur sína, en hann er á níræðisaldri. Trúað gæti ég að enginn hafi staðið nær honum en hún, þessi kona. Þannig hefi ég allt af litið til þeirra beggja. Auk Sveinbjarnar ólust upp hjá Aðalbjörgu og Herði tvær stúlkur, systurdætur Har'ðar. Öll áttu þessi börn mjög gott atlæti hiá þeim báðum, en það voru fleiri börn, sem dvöldust hjá þeim lengri eða skemmri tíma, systurbörn Harðar. Sjálf áttu þau hjón ekki börn. Samband á milli Harðar og Sveinbjarnar hefir verið einkar gott og náið eins og á milli góðs föður og sonar. Hann er líkur móður sinni, vinsæll og hlýr. Það er mikill styrkur fyrir Hörð að hafa hann við heimilið. Þegar þau fluttu frá Hofi, hygg ég að margur hafi sakn- a’ð þeirra af Kjalarnesinu, bæði voru þau gestrisin og hjálpsöm. Það var alltaf hlýtt og notalegt að koma á heimili þeirra hjóna, enda ævinlega glöð og samhuga um að gera bón annarra ef hægt var. Og sérstaklega var alltaf leitað til Aðalbjargar ef eitt- hvað var um að vera, ef sam- koma var, þá var hún boðin og búin ti'i hjálpar, vel að sér við allar veitingar. Það stóð á sama hvort var á gleðistundum eða á stórum sorgarstundum, hún sómdi sér alltaf jafn vel, hún var prúð, hlédræg, fyrirfer’ðalít- il en örugg og vel virk. Þótt Aðalbjörg hafi víst aldrei verið hraust eftir að hún veiktist á Hofi, eins og áður getur og er víst orsök í hennar snögga frá- falli, þá vann hún sjálf öll sín verk á heimilinu, og ég hugsa að fáir hafi vitað annað en hún væri heil heilsu. Hún var glöð og hress þegar maður heimsótti hana hér í Reykjavík, og manni fannst að henni hefði aldrei liðið betur, og ætti langt líf fyr- ir höndum. Ég vil enda þessi fáu orð með innilegri samú'ðarkveðju til manns hennar, heimilis og ann- ara vandamanna. Henni sjálfri viljum við þakka góð kynni fyrr og síðar. Jónas Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.