Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 18
18 MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 196S Pétur Björn Jónsson — Minningarorð MÁNUDAGINN 17. marz var til moldar borinn Pétur Björn Jóns- son, fyrrum skipherra á varð- skipum ríkisins, aðeins tæplega 42 ára að aldri, en hann var einn þeirra sjómanna er biðu bana í eldsvoða um borð í togaranum „Hallveigu Fróðadóttur“ aðfara- nótt 6. marz síðastliðinn, en í slysi þessu fórust sex skipverjar. Pétur B. Jónsson var vest- firzkrar ættar, sjómannssonur, fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 26. júní árið 1927, sonur hjón- anna Lilju Björnsdóttur og Jóns Erlendssónar, sjómanns þar. Um ættir þeirra er mér ekkj kunn- ugt, en Lilja móðir hans er hinn kunna skáldkona og systir þeirra Pétur Björnssonar, fyrrum skip- stjóra á Gullfossi og Þorvarðar Björnssonar fv. yfirhafnsögu- manns í Reykjavík. Pétur var sjómannaættar og t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Elías Guðmundsson andaðist sunnudaginn 16. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Anna Elíasdóttir Marianna Elíasdóttir Jón Ó. Elíasson, tengdabörn, barnabörn _____og barnabamaböm. t Eiginmaður minn Baldur Teitsson húsasmiður, Langholtsvegi 185 lézt að heimili sínu laugar- daginn 15. marz 1969. Fyrir hönd vandamanna. Ásdís Elísabet Petersen. t Eiginmaður minn Þórði - Hjaltason Safamýri 59 andaðist i Borgarspítalanum 15. marz. Fyrir hönd dætra, tengda- sona og systkina hins látna. Kristín Guðmundsdóttir. t Lúther Guðnason Eskifirði andaðist að heimili sínu laugardaginn 15. þ.m. Páil Lúthersson Unnur Lúthersdóttir Sverrir Arnar Lúthersson Sigríður J. Xómasdóttir. rann fljótt blóðið til skyldunn- ar. Hann hóf um fermingaraldur sjósókn frá Patreksfirði á mótor- báti og tók að deila óblíðum kjör um við vaska sægarpa við yzta haf og hlaut þar skólun, er varð honum mikils vixði síðar á æv- inni. Árið 1948 fluttist fjölskylda hans til Reykjavíkur og hótf hann þá sjósókn þar. Liðlega tvítugur settist Pétur í Stýrimannaskólann og lauk farmannaprófi með góðri eink- unn árið 1950 og réðst skömmu síðar stýrimaður á vitaskipið Hermóð og var þar stýrimaður í nokkur ár, en fluttist síðaT yfir á varðskipin og varð þar stýri- maður. Árið 1956 lauk hann ásamt 3 öðrum skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins, og var hann í hópi þeirra fyrstu eT því prófi luku. Upp úr því starfaði hann hjá landihelgisgæzlunni, lengst af skipherra á varðskipunum Óðni, sem þá var, og Maríu Júlíu. Reyndist hann hinn traustasti skipstjórnarmaðuT, áræðinn og vaskur. Hinn 3. ágúst árið 1'960 kvænt- t Eiginmaður minn. og faðir okkar Sumarliði Gíslason sjómaður, Hverfisgötu 104a, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 16. marz. Bóthildur Jónsdóttir, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona Rósa Kristín Jóhannsdóttir andaðist í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri mánudag- inn 10. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag ís- lands. Ólafur Eyland Erna María Eyiand Jóhann Gísli Eyland Aðalbjörg Helgadóttir Jóhann Jónsson Jón Jóhannsson Kristín Einarsdóttir. t Móðir okkar Marta Brynjólfsdóttir Kolsholtshelli verður jarðsungin frá Vill- ingaholtskirkju® miðvikudag- inn 19. marz kl. 1. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 11 f.h. Börnin. ist Pétur eftirlifandi konu sinni, Viltoorgu Torfadóttur, sem ætt- uð er frá Hafnarfirði. Áttu þau sjö börn, fjóra drengi og þrjár stúlkur, á aldrinum frá 10 til 23 ára. Bjuggu þau hjón alla tíð á sama stað að Njálsgötu 20. Kom ég oft á heimili þeirra, meðan við störfuðum saman. Á heim- ilinu var góður andi, 'hispurs- leysi og glaðværð. Á því tímabili, er ég var stýri- maður hjá Pétri, kynntust við allvel. Þó var hann fámáll. Skap maður og skáldskapar, er gætti stillingar í orðum. Einhverra 'hluta vegna áttu störf að landhelgisgæzlu ekki huga hans. Að eðlisfarí var hann hneigðari til fiskveiða og því sagði hann stöðu sinni á varð- skipunum lausri árið 1960 og gerðist fiskimaður. Þetta kom mörgum á óvart, er til þekktu, en hann kaus að hafa þetta svo. Var hann á ýmsum fiski- skipum í nokkur ár og nú síðast á togurum. Á „Halliveigu t Útför sonar okkar og bróður Sigfúsar Sigurgeirssonar Langholtsvegi 58, sem lézt 4. marz sl. verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 19. marz kl. 13.30. Hlíf Gestsdóttir, Sigurgeir Sigfússon og systkin hins látna. t Útför móður okkar, tengda- móður og ömmu Láru Magneu Pálsdóttur Grettisgötu 13, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 18. marz kl. 1.30 e.h. Börn, tengdabörn og barnaböm. t Útför mannsins míns, föður og stj úpföður Haraldar Valdimarssonar, Hringbraut 39, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 10.30. Blóm og kransar af- beðið. Guðrún Jónsdóttir Finnbogi Haraldsson Hrönn Rasmussen. t Faðir okkar Guðjón Ingimar Magnússon trésmiður, andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 13. þ. m. Guðmundur Guðjónsson Gestur Guðjónsson Sigríður Guðjónsdóttir Magnús Guðjónsson. t Móðir okkar og amma Ólína Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 10, Keflavík, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju miðvikudaginn 19. marz kl. 1.30 e. h. Böra og bamabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarð- arför eiginmanns míns og föður okkar Baldvins Pálssonar Dungal. Margrét Dungal Sigrún Dungal Gunnar Dungai Páll Halldór Dungai. Fróðadóttur“ réðist hann í des- ember síðastliðnum ag þar fór hann í sína síðustu sjóferð. Pétur Jónsson var afburða sjó- maður, að hvaða verki sem hann gekk. Um það geta allir borið, er honum votu samtíða. Mann- kosta maður og drengur góður. Hann var greindur og mun hafa verið allgott skáld, þó eigi flík- aði hann því, fremur en öðru, heldur geymdi með sjálfum séT og ekkert skrifaði hann niður. Síðastliðið haust missti hann vin sinn, er hann mat mikils og mælti fram þess vísu til minn- ingar um hann og hún á einnig við um hann sjálfan, segir í rauninni allt, sem segja þarf: „Horfni vinur, fast þú sóttir sjó, og sannuT drengur reyndist vinum þínum. Ég bið að guð þér gefi ró, góð minning hverfur ei úr huga mínum“. PJ Einmitt þannig, munu minn- ingarnar um Pétur Jónsson geym ast í hugum okkar, er með hon- um störfuðu. Og við sendum fjöl- skyldu 'hans samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja hana og hugga. Jónas Guðmundsson stýrimaður. Sigurveig Magnús- dóttir — Minning I DAG verður til moldar borin Sigurveig Magnúsdóttir, Berg- staðastræti 61 í Reykjavík, sem andaðist þann 11. þ.m. að Lands spítalanum, áttræð að aldri. Sigurveig var fædd á Skúms- stöðum á Eyrarbakka 14. nóvem- ber 1888, dóttir hjónanna Gróu Jónsdóttur og Magnúsar Orms- sonar lóðs. Hún ólst upp í for- eldrahúsum á Eyrarbakka, yngst í hópi 6 systkina, sem nú eru öll látin, nema elzti bróðirinn, Magnús. Bernskuheimilið á Eyr- arbakka var gott, og þar naut Sigurveig mikils ástríkis. Hún hlaut góða uppfræðslu á þeirra tíma mælikvarða hjá Pétri Gu'ð- mundssyni í barnaskólanum á Eyrarbakka, og að lokinni skóla- vist tóku við ýmis st örf; kaupa- vinna á sumrum og fiskvinna og ráðskonustörf á vetrum, eins og tíðast var á fyrstu áratugum aldarinnar. Af bernsku- og æskuárunum á Eyrarbakka stóð jafnan mikill Ijómi í huga Sigurveigar, og úr lind þeirra endurminninga jós hún drjúgum síðar á lífsleiðinni. Hún hafði líka margs góðs að minnast frá vist sinni að Móeið- arhvoli hjá Sólveigu og Þor- steini Thorarensen. Hún var tengd æskustöðvunum traustum böndum, og alla tíð sýndi hún þeim mikla ræktarsemi og átti t Hjartanlega þökkum við alla samúð og virðingu vi'ð andlát og útför Jóns Magnússonar, kirkjuvarðar við Dómkirkjuna. Við þökkum safnaðarstjórn- inni, prestum, organista og fyrrverandi Dómkór. Við þökkum kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar og bræðrafé- lagi kirkjunnar. Einnig öllum öðrum sem heiðruðu minn- ingu hans með nærveru sinni. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Bjarnadóttir Bjarni Jónsson Ragna Halldórsdóttir Valgerður Jónsdóttir Jack Draughn og barnaböm. t Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýnduo kkur samúð og vináttu í veikindum og við fráfall og jarðarför Bjarnhéðins Árnasonar, bifreiðastjóra, Seljavegi 6, Selfossi. Sérstakar þakkir flytjum við læknum og hjúkrunarliði á Lyfjadeild Landspítalans. Vilný Bjarnadóttir Guðný Gísladóttir Guðni H. Bjamhéðinsson Ásdís E. Bjarnhéðinsdóttir Sævar Bjamhéðinsson. ófáar ferðirnar á „Bakkann". 7. júní 1919 giftist Sigurveig Karli Þorvaldssyni trésmi'ð frá Eyrarbakka og settust þau hjón að í Reykjavík, þar sem Karl reisti þeirra framtíðarheimili að Bergstaðastræti 61 þrem árum síðar. Sigurveigu og Karli varð átta barna auðið. Elztu dóttur sína, Ásdísi, misstu þau hjón tvítuga að aldri, og dreng að nafni Óskar í bernsku. Önnur börn þeirra eru: Þórhildur, Karlotta, Magnea Gróa og Guð- laug, allar giftar og búsettar í Reykjavík, Þorvaldur, kvæntur og búsettur í Garðahreppi og Magnús, sem enn er í foreldra- húsum. Manni sínum og börnum bjó Sigurveig hið ágætasta heimili. Þau hjón voru svo samhent og samhuga, þó ólík væru að skap- gerð og yfirbragði, að því var líkara að einn maður færi, þar sem þau voru. Ástríki var alla tíð mikið með þeim hjónum, og var það orðtak meðal kunnugra, að þau lifðu stöðugu tilhugalífi, enda var hjónabandið með ein- dæmum farsælt. Börnum sínum var Sigurveig umhyggjusöm móðir, og eftir að barnabörnin komu til sögunnar, sem nú eru or’ðin 17 talsins og sum uppkomin og búin að stofna heimili, umvafði hún þau sömu elskuseminni og móðurhlýjunni og stráði óspart gjöfum á veg þeirra, bæði í eiginlegri og óeig- Framhald á bls. 20 t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur sam- úð og vináttu vi'ð andlát og jarðarför sonar míns, unn- usta og bróður okkar Eggerts Kristjánssonar Höfðaborg 3. Kristján Eggertsson Guðríður Sigfriedsdóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Asgeir Sigurðsson Hafsteinn Haraldsson Unnur Haraldsdóttir Katrín Kristjánsdóttir Þorvaldur Kristjánsson Kristján Kristjánsson Sigrún Kristjánsdóttir Halldóra Kristjánsdóttir Rósa Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.