Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1909 13 Breytingar á skat tlagningu arös og frádráttur vegna hlutabréfakaupa — eru forsendur þess, að hér rísi upp stórfyrirtœki byggð á tjármagni fjöldans — Rœða Árna Crétars Finnssonar hrl. á fundi Kjördœmis- — ráðs Sjálfstœðisflokksins í Reykjaneskjördœmi KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi efndi til almenns fundar að Stapa í Ytri-Njarð víkum. sl. miðvikudagskvöld, þar sem dr. Gunnar Sigurðs- son vfirverkfræðingur Lands vikjunar ræddi um stóriðju á Islaudi og Árni Grétar Finns- son, hæstaréttarlögmaður, fiallnði um þátttöku almenn- ings í atvinnurekstri- í athyglisverðri ræðu, setti Árni Grétar Finnsson, fram þá skoðun, að ekki væri hægt að búa«t við því. að almenn- ingur leggi fé í atvinnufyrir- tæki, nema verulegar breyt- ingar yrðu á skattalöggjöf- unni. þannig að menn væru hvatt'r til þess að leggja fram fé í atvinoulífið. Hér fer á eftir frá^ögn af ræðu Árna Grétars Finn=son- ar. en síðar verður getið um r^'ðu dr Gunnars Siguð«son- ar. . Árni Grétar Finnsson: At- vinnumálin hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Miki'l breyting hef- ur orðið frá því að hér var meiri atvinna en við gátum ann- að og til þess mikla atvinnuleys- is sem verið hefur í vetur og veldur hún því, að atvinnumál- in hafa verið tekin rækilega til umræðu. Sú spurning hlýtur að vakna, þegar horft er til baka til góð- æranna hvort atvinnuvegirnir hafi ekki á þeim tíma safnað verulegu eigin fé, og því verið undirbúnir undir þau áföll, sem við síðan höfum orðið fyrir. Vissulega hefur mikil upp- bygging orðið í atvinnulífinu, en samt sem áður er verulegur f jármagnsskortur í öllum at- vinnurekstri. Hver er ástæðan? Hvers vegna er atvinnurekstur- inn byggður að svo takmörkuðu leyti upp á eigin fjármagni? Hvað er til úrbóta? Hvaða form á atvinnurekstrinum aðhyllumst við? Fátt ræður meiru um skipt- ingu manna í stjórnmálaflokka en einmitt það, hvaða rekstrar- form eigi að vera á atvinnufyr- irtækjum. Skoðun okkar Sjálfstæðismanna er sú, að einkareksturinn hafi veru- lega yfirburði yfir önnur rekstr arform og ég sé ekki ástæðu til að rökstyðja þá skoðun nánar hér, en dæmin sanna, að einka- reksturinn skilar yfirleitt betri afkomu og meiri arði en önnur rekstrarform. Ég mun því byggja þessar hugleiðingar á því, að einkareksturinn verði efldur og hann takist á við þau verkefni sem framundan eru í atvinnumál um. En hvernig stendur á því, að einkareksturinn er ekki öflugri en raun ber vitni um. Hafa menn gert sér grein fyrir því, að stærri fyrirtæki í einkarekstri eru yfirleitt hlutafélög, sem stofnuð voru fyrir mörgum ára- tugum, t.d. Eimskipafélag fs- lands, sem stofnað var fyrir hálfri öld, og Flugfélögin tvö, sem eru meira en aldarfjórðungs gömul. Hins vegar hefur það heyrt til algjörra undantekn- inga á síðari árum, að slíkum stórfyrirtækjum hafi verið hleypt af stokkunum af einstakl ingunum sjálfum. Sama er að segja um önnur stærri fyrirtæki í landinu, það eru yfirleitt gömul og gróin fyrirtæki, sem þyggja á gömlum merg. SKAXTALÖGGJÖFIN Það er alvarlegt umhugsunar- efni fyrir okkur, hvers vegna fyrirtæki á borð við þau, sen nú hafa verið nefnd, hafa ekki risið upp á síðari tímum. Hvers vegna hefur fjármagnið ekki leitað í at vinnureksturinn eins og skyldi? Megin skýringin að mínum dómi felst í þvi, hvernig við höfum hagað okkar skattamálum. Stefn an í skattamálum um árabil hef- ur valdið því, að atvinnulífið hef ur ekki dregið til sín fjármagn fjöldans. Vði skulum taka dæmi um skattlagningu félaga eftir heims styrjöldina síðari. Þær tekjur fé laga, sem fóru yfir 200 þúsund krónur, voru skattlagðar um rúm lega 90 prs. í stríðsgróða skatt- fóru 68 prs, í tekjuskatt fóru 22 prs og í byggingarsjóðsgjald 1 prs. Til viðbótar kom svo veltu- útsvar sveitarfélaganna. Þannig að þess voru dæmi, að skattaá- lagning á félög gat verið yfir 100 prs af tekjum. Við slíkar að stæður er ekki við því að búast að fjármagn myndist í atvinnu- rekstrinum. Á síðari árum hefur mikil endurbót orðið á skattlagningu félaganna sjálfra. Þau hafa nú leyfi til að greiða 10 prs arð af nafnverði hlutabréfa, og þurfa félögin ekki að greiða opinber gjöld af þeirri arðsútborgun. En á þessu máli er einnig önnur hlið. Sú sem snýr að einstaklingunum, þeim sem ráða yfir fjármagninu, sem ætti að renna til þess að efla atvinnufyrirtækin. Það er sá háttur, sem hafður er á skatt- lagningu þessa fjármagns, sem veldur því, að kaup á h'lutabréf- um er ein óarðbærasta fjárfest- ing sem til er. Við skulum taka dæmi um þetta: Miðað við hæsta skattstiga um 180 þúsund krónur nettótekjur, er skattaálagið 57 prs. Ennfrem- ur miða ég við hæstu eignar- skattsstiga í þessu dæmi. Ef mað ur á 100 þúsund krónu hluta- bréf, að nafnverði í atvinnufyr- irtæki, og fær 10 prs arð eftir árið, þ.e. 10 þúsund krónur, yrði hann að borga af þessari upp- hæð 27 prs. eða 2.700 krónur í tekjuskatt, 30 prs, eða þrjú þús und krónur í tekjuútsvar, 12 prómille af nafnverði bréfanna eða 1200 krónur, í eignaskatt, 10 prómille eða 1000 krónur í eigna útsvar eða samtals kr. 7.900 í opin ber gjöld. Þá ætti hann eftir 2.100 krónur, og það fengi hann í aðra hönd af þeim 10 þúsund króna arði sem hann fengi greiddan af 100 þúsund króna hlutabréfa eign í atvinnufyrirtæki. Ef mað urinn væri í lægri skattstiga gæti útkoman orðið örlítið hag- stæðari en það munar ekki miklu. Af þessu dæmi sézt, að miðað við þá löggjöf, sem við búum við í dag, er útilokað að byggja upp sterk atvinrrufyrirtæki með þátttöku fjöldans. Þetta er sann- arlega alvarlegt í landi, sem virkilega þarf á stórrekstri að hálda. Hér er alvarleg mein- semd á ferðinni. Þarna liggur hundurinn grafinn, að ekki hafa risið upp stór atvinnufyrirtæki með þátttöku fjöldans. NAUÐSYNLEGAR UMBÆTUR En hvað er til úrbóta? Er hægt að skapa einstaklingunum tæki færi til að leggja fjármagn í at vinnureksturinn. Ég vil skjóta hér fram nokkrum hugmyndum. 1. Ákveðinn arður af hluta bréfaeign verður að vera skatt- frjáls, alveg eins og hlutafélög þurfa ekki að greiða skatt af arði og eins og sparifé er skatt- frjálst. í þessu efni kemur bæði til greina að miða við ákveðna prósentutölu af nafvnerði hluta- Árni Grétar Finnsson bréfa eða ákveðið hlutfall af nettóhagnaði fyrirtækja. Ein staklingarnir fengju þá eðlileg- an arð af því fé, sem lagt er til atvinnureksturs. Þetta er frum- skilyrði fyrir því að fjármagn fjöldans renni til atvinnufyrir- tækjanna. 2. Taka verður upp ákveðinn skattafrádrátt af fjármagni, sem lagt er til kaupa á hluta- bréfum, t.d. að 50 prs af því verði ekki skattskylt, það árið sem það er lagt fram í atvinnu- reksturinn. Mér er sagt að slíkar reglur gildi sumstaðar erlendis. Með þessum hætti yrðu þeir verðlaunaðir, sem verja fé sínu til uppbyggingar atvinnu- Hfsins, í stað þess að leggja það í neyzlu eða eyðslu. Hið opin- bera kann að missa tekjur af þessum sökum, en á móti kemur sparnaður í almennri neyzlu og eyðslu og uppbygging atvinnu- fyrirtækja, sem skapa aukin verðmæti í þjóðfélaginu. 3. Nauðsynlegt er að koma upp kaupþingi. Seðlabankanum hefur verið falið það hlutverk, en það hefur enn ekki komizt til framkvæmda. Bankinn hefur borið því við, að hér væri ekki um að ræða á markaðnum, verð bréf, sem framboð eða eftirspurn væri eftir. 4. Koma þarf upp stofnunum í hinum ýmsu starfsgreinum, sem undirbúa eða láta í té aðstoð við stofnun stórfyrirtækja, en vísir að slikri stofnun er Iðnað- armálastofnun íslands. Slíkar stofnanir væru einnig trygging fyrir almenning, sem vildi verja fé sínu til atvinnureksturs. 5. Ríkissjóður verji ákveðnu fjármagni árlega til kaupa á hlutabréfum í nýjum fyrirtækj- um, sem síðan yrðu seld almenn- ingi eftir að reksturinn væri kominn vel á veg og fjármagnið notað á ný til kaupa á hlutum í nýjum fyrirtækjum, sem væru að hef ja starfsemi. Ég tel nauðsynlegt að Sjálf- stæðismenn freisti þess að koma fram slíkum umbótum. Nú er þannig um hútana búið, að það mælir gegn allri arðsvon, að al- menningur setji fjármagn sitt í atvinnureksturinn. Það er hins vegar nauðsynlegt að skapa á- kveðið tækifæri fyrir það fjár- magn, sem fólk hefur handa á mil'H. Á undanförnum velti árum hefur mjög mikið fé verið í hönd i um almennings. Fólk hefur ekki j átt kost á því að verja þessu fjármagni til atvinnurekstrarins, heldur hefur það leitað annað, í bezta falli í lánastofnanir, sem síð an hafa lánað það út. Afleiðing- in verður raunverulega sú, að meira fjármagni er eytt en ella. Tökum til dæmis s.l. haust. Þá hafði legið í loftinu um nokkurt skeið að gengi krónunnar yrði breytt. Almenningur sá fram á, að fé hans mundi rýrna hvað kaupgetu snerti. Af þessum sök- um skapaðist hér algert kaup- æði. Lítil verzlun seldi upp 250 frystikistur. Á örskömmum tíma rýrnaði gjaldeyrisstaðan um 600 milljónir króna. Auk þess gekk stórlega á vörubrigðir í land- inu. Þessar varnaraðgerðir al- mennings voru eðlilegar. Fólk var að vernda fjármuni sína. Ef á þessum tíma hefðu verið fyrir hendi sterk atvinnufyrirtæki með hlutabréf á boðstólum á al- mennum markaði, er mjög líklegt að verulegur hluti af þessu fjár magni hefði runnið til þeirra í stað þess að fara í eyðslu. Fólk hefði heldur sett fé sitt í at- vinnulífið, ef ágóðavonin hefði verið með eðlilegum hætti. Þá hefði þetta fjármagn runnið til uppbyggingar í atvinnulífi okk- ar. í dag eru engin tækifæri fyr- ir hendi fyrir þetta fjármagn til þess að renna til atvinnulífsins. Ágóðavonin er svö til engin og því fer sem fer. FRAMTÍÐ EINKAFRA MTAKSINS Á undanförnum árum héfur mikið verið rætt um stofnun stór fyrirtækja á grundvelli almenn- ingshlutafélaga, og á Eyjólfur Konráð Jónssön ritstjóri, þar mestar þakkir skyldar. Hann hef ur ótrauður bent á þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru í þess- um efnum, en mér hefur fundist á skorta í málflutningi hans og annarra, skýringar á því, hvers vegna hér hafi ekki risið upp stórfyrirtæki með þátttöku al- mennings. Hvers vegna geta ein staklingarnir ekki tekizt á við hin stóru verkefni? Einar Bene- diktsson vildi ráðast í virkjun Búrfells fyrir hálfri öld, við er- um fyrst að gera það í dag. Sá stórhugur einstaklingsins, sem einkenndi Einar Benediktsson er ekki til í dag. Hið opinbera ætlar sér of stóran hlut af tekj um einstaklinga, og skapar ekki skilyrði til þess, að einstakling- ar leggi fjármagn sitt í átvinnu fyrirtækin. Framtíð einkaframtaksins er undir því komin að breyting verði í þessum efnum. Jafnan þegar ráðast þarf í stórverkefni hér á landi í atvinnumálum er einblínt á ríkið. Þeir peningar, sem hið opinbera hefur til þess að leggja í slík verkefni eru ekki sóttir annað en í vasa ein- staklinganna. Á árinu 1966 voru þjóðartekjur íslendinva um 24 milljarðar á þáverandi gengi. Ef einungis 10 prs af þessu fjár- magni hefði runnið til stofnunar og uppbyggingar nýrra atvinnu- fyrirtækja, hefði þar verið um 2400 milljónir króna að ræða. Þetta sýnir að einstaklingarnir búa yfir því afH, sem þarf, en við þurfum að hafa löggjöf, sem gerir þeim kleift að beina þessu fjármagni í atvinnureksturinn. Einmitt nú er ástæða til að ryfja upp, að möguleikarnir í okkar atvinnulífi eru mjög mikl fr. Við höfum ekki fullnýtt tæki- færin í sjávarútveginum. Tökum til dæmis niðursuðu. Mér ertjáð að söliuverðmæti hvers kiló- gramms af niðursoðinni síld geti orðið allt að kr. 90,00. Lengi hefur verið þráttað um minka- rækt. Norðmenn græða milljónir árlega á þeim atvinnurekstri. Danir flytja út regnbogasil- ung fyrir 1200 milljónir á hverju ári. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi um möguleika íslenzks at- vinnulífs. Tækifærin eru ótæm- andi, en til þess að við getum tek ist á við þau verðum við að skapa skilyrði til myndunar atvinnufyrirtækja, sem byggð eru upp af eigin fjármagni, sem kemur frá fólkinu í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn grundvall- ar stefnu sína á hinu frjálsa framtaki. Ég legg áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur einkaframtaksins, við sækjum styrk okkar til einstaklinganna og frjálshyggjunnar. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því, hvar við stöndum í þess- um efnum og hvernig við höfum búið að einkaframtakinu. Við skulum taka upp harðvítuga bar áttu fyrir hinu frjálsa framtaki, opna leiðina til þess að fjár- magn fjöldans renni beint til uppbyggingar atvinnuveganna. Ég minni á stofnun Eimskipafé- lagsins í þeirri fátækt, sem þá ríkti hér. Ég minni einnig á stór- hug Einars Benediktssonar. Lát- um ekki ríkiskapitalismann kæfa alla möguleika einstaklinganna í okkar landi. Við erum ekkiSjálf stæðismenn bara að nafninu til, heldur vegna þeirrar 'lífsskoð unar, sem við höfum tileinkað okkur. Og það færi vissulega vel á því að hefja nýja sókn í þess- um efmum, einmitt hér á þessum stað. sem svo lengi var kjördæmi þess manns, sem framar öllum öðrum skóp flokk frjálshuga ein staklinga á íslandi, Sjálfstæðis- flokkinn. TRÚLOFUNARHRINGAR Jon Dalmannssdn QULLBMIOUR SKÓLAVÖROUSTÍO 21 BÍMI 13445 Mlt á sama stað BIFREIÐASALA EGILS TIL SÖLU Jeepster Commando 1968. Willy's jeep '65 með Mayer- húsi. Willy's jeep 1S43 glæsilegur. Willy's jeep 1967 Tuxedo. Willy's jeep '64 með Egilsh. Landrover 1962. Toyota Landcruiser 1968. Toyota Crown 1966. Skoda Combi station 1965. Chevrolet Impala 1960, góður einkabíll. Volkswagen 1967 og 1965. Singer Chamois 1967. Volvo 544, 1964. Skipti ósk- ast á Willys jeppa. Taunus 17 M 1962. Trabant 1966. Moskwitch 1967, 1968. Zephyr 4, 1965. Singer Vogue 1965. Skipti æskileg á nýlegum Land- rover eða Gipsy. Renault R10, 1968. Benz 300, 1955. Vauzhall Velox 1963 Laugav. 118. Sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.