Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 19«9 - BÆNDUR Framhald af bls. 8 En það er ýmislegt, sem bænd iir hafa fjárfest, sem stofnlána- deildin hefur ekki lánað út á. Hún lánar ekki út fé til bifreiða- kaupa, kaupa á heimilistækjum eða ððru 3líku. Og með tilliti til þess, að stofnlánin eru ekki nema hluti af framkvaemdakostnaðin- um í ýmsum greinum og engin stofnlán eru veitt til annarra fjár festinga, verður skiljanlegt að lausaskuldir hafi myndast. Ör- uggt er þó, að lausaskuldir bænda væru mun lægri nú, ef árferðið hefði ekki versnað. ÓHAGSTÆTT ÁRFERÐI Þrjú síðustu árin hafa ekki verið hagstæð fyrir landbúnað- inn. Harðindi hafa verið óvenju mikil, grasspretta og heyöflun víða um land með minna móti. Kostnaður við framleiðsluna hef ur því aukizt vegna fóðurbætis- og áburðakaupa. Frá árinu 1965 munu bændur hafa fengið ekki lakari tekjur en aðrar stéttir, þótt eftirvinna og atvinna yfir- leitt væri óvenjumikil hjá laun- þegum á þeim tíma. Það var vegna batnandi af- komu bænda á þessu tímabili að þeir réðust í hinar umsvifamiklu framkvæmdir, sem vissulega bér að fagna og þjóðin öll mun njóta góðs af í framtíðinni, en vegna harðindanna og aukinnar greiðslu byrði bænda, ákvað ríkisstjórnin á sl sumri að láta fram fara ítar lega könnun á efnahagslegri af- Lomu bænda. Var harðærisnefnd falið að safna gögnum og vinna að fullnaðarathugun ^ á þessu. Réði nefndin til sín Árna Jóns- son fyrrverandi bússtjóra, sem hefur síðan unnið mest að þess- ari gagnasöfnun. Athuguninni er nú lokið og hefur nefndin sent greinargerð til ríkisstjórnarinnar. Er hún mjög fróðleg og gefur heildarmynd af efnahag bænda, tekjum þeirra og afkomumögu- leikum. MISJAFN EFNAHAGUR Það kemur í ijós, sem reyndar var vitað áður, að efnahagur bænda er mjög misjafn og einnig tekjur þeirra. Greinargerðin sýn ir, að mikill meiri hluti bænda er tiltölulega vel settur efnahags- lega, þótt nokkur hluti þeirra búi við lítil efni og greiðsluerfiðleika. Upplýsingar um efnahag og tekjur eru teknar úr skattaskýrsl um hvers bónda fyrir árið 1967 og einnig fórðagæzluskýrslum. Nefndin ákvað að fella burtu frá frekari athugun þá, sem höfðu minna bú en 80 ærgildi og þá einnig, sem höfðu meiri tekjur af öðru en landbúnaði. Alls var unnið úr framtölum 6129 fram- teljenda, en af þeim voru af fram angreindum ástæðum 1360 tald- ir úr. Athugunin náði því til 4769 bænda. Ljóst er, að greiðslu- geta bænda fer ekki síður eftir möguleikum þeirra til tekjuöfl- unar heldur en eftir eignum mið- að við skuldir. Nefndin ákvað því, að flokka bændur í hverri sýslu eftir því hvað þeir skuld- uðu miðað við nettótekjur ann- ars vegar og brúttótekjur hins vegar. Var bændum skipt í tvo megin hópa, annars vegar þá, sem skulda minna en tvöfaldar nettótekjur. 2747 bændur, eða 57,6% af þeim, sem athugunin nær til, skulda minna en sem svarar tvö földum nettótekjum þeirra. Álíta verður, að þessir bændur séu all ir efnalega vel settir og eru ekki í neinum greiðsluerfiðleikum. 2022 bændur, eða 42,4% skulda meir en tvöfaldar nettótekjur. Þessum hópi hefur verið skipt niður í 5 flokka eftir því hve skuldirnar voru miklar. 609 bændur, eða 12,8% af öllum bænd um sem úrtakið tók til skulda meira en tvöfaldar tekjur, en minna en þrefaldar nettótekjur. Talið er, að þessir bændur séu einnig sæmilega settir efnalega og séu ekki í greiðsluerfiðleik- um. 369 bændur, eða 7,7% skulda meira en þrefalda, en minna en fjórfalda upphæð nettótekna. Tal ið er, að aðstaða þessara bænda sé ekki slæm, enda þótt vaxta- byrðin sé nokkuð þung vegna skuldanna. 423, eða 8,8% skulda meira en fjórfaldar, en minna en fimmfaldar nettótekjur. Fyr- ir þessa bændur kemur það sér áreiðanlega vel að breyta lausa- skuldum í föst lán, til þess áð létta þannig árlega greiðslubyrði vegna skuldanna. Aðstaða þeirra ætti að vera sæmileg, eftir að skuldum hefur verið breytt. 209 bændur, eða 4,7% skulda meira en sexfaldar en minna en sjö- faldar nettótekjur. Enginn vafi er á því, að vaxtabyrðin hjá þess- um bændum er þung og greiðslu erfiðleikar miklir. 412 bændur, eða 8,6% skulda meira en sjö- faldar nettótekjur. Álitið er, að þeir, sem skulda meira en sex- faldar nettótekjur eigi yfirleitt í greiðsluerfiðleikum. HEILDARSKULDIR 1250 MILLJ. KR. Heildarskuldir allra bænda á landinu, sem athugunin nær til, eru 1250 millj. kr. Meðalskuld á bónda er 262 þús. kr. Þeir sem skulda minna en tvöfaldar nettó tekjur skulda aðeins 109 þús. kr. að meðaltali. Heildarlausaskuldir þ e i r r a bænda sem athugunin nær til eru 491 millj. 416 þús. kr. Heild- arlausaskuldir þeirra bænda sem s'kulda meira en sexfaldar nettó- tekjur eru 176 millj. 786 þús. kr., eða 36% af öllum lausaskuldum bænda. Meðallausaskuldir allra bænda eru 103 þús. kr., en þeirra, sem skulda minna en tvö- faldar nettótekjur, aðeins 36 þús. kr. Hins vegar nana þær 194 þús. kr. að meðaltali hjá öllum þeim, sem s'kulda meira en tvö- faldar nettótekjur og fara stig- hækkandi í flokkum í 303 þús. kr. í heild eru lausaskuldir 33,9% allra gkulda þeirra bænda sem athugunin nær til. SVIPABAR BRÚTTÓTEKJUR Meðalnettótekjur bænda eru 123 þús. kr. Munur eftir sýslum er mjög mikill. í þeirri sýslu, sem nettótekjur eru hæstar, eru 177 þús. kr. á bónda, en lægstar 80 þús. kr. Vegið meðaltal brúttó tekna. allra bænda er 400 þús. kr. og eru furðulega jafnar yfir land ið, frá 300 þús. til 500 þús. kr. mest. Rúmlega 1000 bændur skulda meira en sem nemur brúttótekjum sínum, og hafa þeir, að sjálfsögðu, allmikla vaxtabyrði og eiga í greiðsluerf- iðleikum. Þetta fer þó eftir að- stæðum og tilkostnaði fram- leiðslunnar, hverju sinni. Þessi fjöldi bænda er 22,3% af þeim fjölda, sem athugunin nær til. 77,7% af bændum eru hins vegar vel settir, þar sem skuldir þeirra eru ekki það miklar, að greiðslu- byrði þeirra vegna sé óeðlilega þung. 3,4% af bændum skulda meira en tvöfaldar brúttótekjur, eða 160 bændur sem eru bú- settir í öllum sýslum landsins. Hreppamir á öllu landinu eru nokkuð á þriðja hundrað, en talsvert vantar á, að til jafnaðar sé einn bóndi í hverjum hrepp, sem býr við svo slæma aðstöðu. Samkvæmt áliti nefndarinnar er talið, að þes«ir bændur hafi von- litla aðstöðu til búrekstrar nema sérstök aðstoð komi til. FASTEIGNIR BÆNDA í gkattaframtölum í árslok 1967 eru fasteignir bænda metn- ar á gamla fasteignamatinu, margfaldað með 4. Þetta er ó- raunhæft mat, og fékk nefndin því upplýsingar hjá yfirfast- eignamatsnefnd um samræmdar tölur undirfasteignamatsnefnda, en yfirfasteignamatið hefur efcki enn ákveðið endanlegt mat á fasteignum eftir aðstöðu. Þar sem verðgiildi fasteigna er mjög háð hvernig þær eru í sveit sett- ar, áleit nefndin hinar sam- ræmdu grundvallartöliu- héraðs- fasteignamatsnefnda of fáar í einstökum héruðum og sýslum. Lækkaði nefndin því matið frá grundvallartölum héraðsnefnd- anna í ýmsum sýslum. Nefndin talur, að þetta mat sé í sjálfu sér ekki mjög nákvæmt, en tel- ur, að eðlilegt sé að miða við það, þar sem e'kki &’é við annað að styðjast og úr þeim gögnum unnið eftir beztu sannfæringu. Meðalfasteignir bónda yfir landið er 687 þús. kr. Er það misjafnt eftir sýslum. Hæsta meðalfasteign bónda í sýslu er 998 þús. kr., en lægst 417 þús. kr. Meðalbrúttóeign bænda, sem athugunin nær til, er 1 millj. 48 þús. kr. Mesta brúttóeign á Ibónda í sýslu er 1431 þús. kr., en minnsta meðalbrúttóeign á Ibónda 714 þús. kr. í sýslu. Með- alskuldalaus eign á bónda í land- inu er 778 þús. kr. Mesta skuld- •laus eign á bónda í sýslu er 11062 þús. kr., en minnsta meðal- eign 510 þús. kr. AÐEINS 34% HAFA SLÆMA AÐSTÖÐU Tölur þær, sem hér hafa verið nefndar, gefa allgott yfirlit yfir efnahag bænda og aðstöðu þeirra yfirleitt. Athyglisvert er, að 77,7% af bændum eru tiltölulega •vel s'ettir efnalega og eru vænt- anlega ekki x greiðsrluerfiðlikum, '12,8% af bændum virðast eftir ■gögnum, s’em fyrir liggja vera allvel settir, þótt að sjálfsögðu komi sér allvel fyrir þá að geta breytt lausaskuldum í föst lán. 6,1% virðist vera. samkvæmt skýrslunni, með þunga v.axta- byrði og að sjálfsögðu eiga í nokkrum greiðs’Iuerfiðleikum. — 'Það vekur athygli, að ekki er talið að nema 3,4% bænda hafi vonlitla aðstöðu. Má vera, að tbezta aðstoðin við þá verði í 'því fólgin að hjálpa þeim til þess að hætta búskapnum og koma sér í önnur störf. Verður það vitanlega athugað nánar, þegar til framkvæmda kemur um breytingu á lausaskuldum í 'föst lán. Athuganir þær, sem vitnað hefur verið til sýna, að bændur hafa efnast á siðustu árum og skuldir þeirra eni miklu minni en ástæða var ti'l að ætla, þegar litið er til hinna gífurlegu fram- kvæmda er þeir hafa ráðizt í. Eigi að síður eru ýmsir bændur þannig settir, að æs'kilegt er að létta undir með þeim á þann hátt að gefa þeim kost á að hreyta lausaskuldum í föst lán. VERULEGT HAGRÆÐI Frumvarp það til laga, sem ‘hér er til umræðu, er í megin- atriðum eins og lög um sama efni, frá árinu 1962. Þá var 68 millj. kr. af lausaskuldum bænda breytt í föst lán með því að veð- deild Búnaðarbankans gaf út sérstakan flokk bankavxtabréfa 'í þessu skyni. Samkvæmt ákvæð Um þessa frumvarps, er gert ráð 'fyrir, að sami háttur verði á 'hafður, — að veðdeild Búnaðar- 'bankans fái heimild til að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa. Bréf þessi skulu eingönigu notuð 'til þess að breyta í föst lán lausaiskuldum bænda, sem ekki ‘hafa fengið nægileg lán til hæfi- legs tíma, vegna fjárfestingar, sem þeir hafa ráðis’t í á jörðum sínum á árunum 1961—1968, að báðum þeim árum meðtöldum. Frumvarpið kveður einnig á um, að lán skulu aðeins veitt gegn veði i fasteignum bænda, ásamt mannvirkjum sem á jörð- inni eru. Lánstími skal vera allt að 20 ár. Vaxtakjör skulu ákveð- in af stjórn veðdeildarinnar að höfðu samráði við ráðherra. Þá ieru í frumvarpinu nánari ákvæði um framkvæmd þessara lána og nánar ®kýrt frá kvöðum sem þeim eru fylgjandi. Að lokum sagði landbúnaðar- ráðherra: Það er öruggt að verði þetta frumvarp að lögum og .framkvæmd þeirra fari vel úr hendi þá munu þau verða þeim bændum, sem búa við miklar lausaskuldir til mikillar hjálpar, eins og lögin frá 1962 hafa óneit- anlega orðið. Bændur munu nota það tækifæri, sem nú er gefið og sækja um það til réttra aðila að lausaskuldum þeirra verði breytt í föst lán. Sérs’ta.kt mat verður að fara fram á fasteignum til þess að fá raunhæft verðgildi þeirra. Það er vitað. að verðmat ífasteigna hefur breytzt vegna ■gengisbreytingarinnar og þau irnöt, sem fram fóru fyrir 1—2 árum, eru í mörgum tilfellum ekki raunhæf, auk þess, sem millimöt vantar. — Menntaskólinn Framhald af bls. S fyrir gömlu menntaskólunum, hvað húsnæðismál snertir og því væri brýn þörf á að hafa þetta myndarlega skóla með sömu að- stöðu og í öðrum menntaskólum, því ella væri hætt við að nem- endur fengjust ekki til að sækja þá. Magnxis K jartansson, sagðist vilja bera fram fyrirspurn til mennta- málaráðherra. í framsöguræðu hans hefði komið fram, að ekki væri ætlast til þess a‘ð frumvarp þetta yrði afgreitt á þessu þingi. Slíkt mætti telja heldur óvenju- lega orðsendingu, því venjulega væru mál sem rikisstjórnin legði fyrir Alþingi keyrð í gegnum það á skömmum tíma. Magnús sagði að hér væri um mikilsvert mál að ræða og væri ágreiningur um það ekki djúpstæður. Hann vildi því spyrja ráðherra hvort hann teldi það ekki æskilegt að fnimvarpið yrði afgreitt sem lög á þessu þingi. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra sagði það misskilning hjá þingmanninum að hann hefði ekkí gert ráð fyrir að frumvarp þetta yrðí ekki afgreitt á þessu þingi eða ekki óskað eftir því. Það hefði komið fram i ræðu sinni að vegna þeirra breytinga á fræðslukerfinu sem nú væri verið að gera þyrfti að afgreiða þetta frumvarp í síðasta lagi á næsta þingi. Sét væri hins vegar mikil þökk að þvi, ef svo ötullega yrði unnið að þessu máli nú, að unnt væri að afgreiða það sem lög í vetur. Ráðherra kvaðst vildi láta í ljós þakkir fyrir þær vinsamlegu viðtökur sem frumvarpið hefði fengið. Þrátt fyrir gagnrýni virt- ust þingmenn sammála um meg- in efni frumvarpsins og fram hefði komið viljayfirlýsing frá öllum flokkum. Frumvarpið hefði verið lagt fyrir Alþingi óbreytt frá því sem menntaskóla nefndin skilaði því, og hefði ríkis stjórnin ekki séð ástæðu til að gera á því neinar breytingar, þar sem það væri samið af mæt- um og kunnum skólamönnum. Ráðherra sagðist játa það, að er hann las 1. grein frumvarpsins, hefði sér ekki komið til hugar að um hana yrði ágreiningur, eða hún breytti neinu um það sem Alþingi hefði þegar ákveðið. En vegna þess að fram hefði komið gagnrýni hefði hann í fx-amsögu- ræðu sinni gefið ótvíræ’ða yfirlýs ingu um að svo yrði ekki, og ítrekað hana við umræðu máls- ins. Vitanlega væri hægt að breyta 1. grein frumvarpsins þannig að þingmenn sættu sig við hana, og mundi hann ekki standa í vegi fyrir því. Hvað varðaði ágreining um erindi Kvennaskólans í Reykjavík, væri eðlilegast að Alþingi skæri xír því, og persónulega kvaðst ráð- herra því fylgjandi að umrædd- ur skóli fengi að útskrifa stúd- enta. - LÁRA Framhald af bls. 17 ungar og er mér vel kunnugt um hvern harm þær bera nú í brjósti, það veit ég bezt vegna kynna okkar nöfnu hennar, Láru Davíðsdóttur. Á yndislega heim ilinu hennar á Grettisgötu 13 var öryggið og þangað þótti bamabörnxmum gott að geta allt af komið til ömmu og hún réði fram úr ýmsum vanda og var félagi þeirra og skildi betur æskuna en margir á hennar aldri. Ég votta börnum, barnabörn- um og aðstandendum mina dýpstu hluttekningu. Þó að söknuðurinn sé oft sár, þá er mikils virði a‘ð eiga góðs að minnast. Blessuð sé minning þín, elsku- lega Lára. Árdís Pálsdóttir. - SIGURVEIG Framhald af bls. 18 inlegri merkingu. Amma á Berg- staðastrætinu gegndi sannarlega stóru hlutverki í lífi barna- barnanna, engu síður en barn- anna — og er þar nú skarð fyrir skildL Sigurveig heitin var ekki kona mikilla umsvifa í þjóðfélaginu, og hávaðamanneskja var hún engin. Hún vann störfin á sínu stóra heimili i kyrrþey og um- brotalaust, en af alúð og verk- hyggni, og líf sitt og krafta helg- aði hún manni sínum og ört vaxandi fjölskyldu. Hún var jafnlynd og glaðvær að eðlisfari, og allt hennar dagfar einkennd- ist af kyrrlátri elskusemi og eðl- islægri prú'ðmennsku. Hún leyndi á sér, þessi kona, sem hvorki flíkaði góðverkum sínum né bar kosti sína á torg. Þegar ég minnist Veigu kemur mér í setningin „hógvær og af hjarta lítillátur", — það voru ekki orð, sem hún bar sér í munn, heldur lifði. Frá samvistunum við hana er einungis góðs að minnast. Tengdasonur. HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams DON'T VOU UNDERSTANO' yOU FOOLS ?...THERE 13 NO AXTEL.ATHOS " HE IS IN HIS e«Avtl.1 - Danny, bjáninn þinn, ætlarðu að láta skjóta okkur? Ég hefði lagt lif mitt að veði fyrir því að Athos gamli væri í þessari káetu Troy. 2. mynd) Það veðmál hefði haft slæmar afleiðingar, Raven, eins og þér getiff séð. Svona, verið nú almenni- legur, hvar er faðir yðar? 3. mynd) Skiljið þið það ekki fíflin ykkar. Það er enginn Axtel Athos til. Hann liggur í gröf sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.