Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL UW'9
11
Rússar vita sjálíir lítið sem
ekkert um átök valdhafa innan
Politþuro. Það litía sem hefur
borizt þeim til eyrna um þau
mál, er um. stuttbylgjustöðvar
á Vesturlöndum. En stöðugt
ganga sögur af vald igcæðgi
Tolstikovs, svo menn hljóta að
álykta að fótur sé fyrir þeim.
Hann er sagður beita öllum
hugsanlegum ráðum (eins og
þeim er beitt í Kreml) til að
treysta stöðu sína svo honum
megi síðar takast að kollvarpa
stjórn Brezhnevs, Kosygins og
Podgornys.
Hann muni einskis svífast til
að komast í æðstu stöður og
síðan innleiða þá harðstjórn,
sem er honum að skapi.
Honum hefur þegar orðið tölu
vert ágengt í Léningrad. Hann
hefur „hreinsað til“ meðal ssun
starfsmanna sinna og komið sér
upp harðsvíraðra liði, Hann hef
ur endurskipulagt og aukið
starfsemi uppljóstrara (Stuk-
achi) Þeir eru nú um allar
götur, á skrifstofum, í verk-
smiðjum í sambýlishúsum, gisti
húsum og jafnvel á mannmörg-
um torgum. Þeir gefa skýrslur
beint til skrifstofu Tolstikovs og
eða til KGB. Hinn almenni borg
ari í Leningrad sem vinnur á
skrifstofu og í verksmiðjum,
getur verið sæmilega óhultur
þessum njósnurum og hótunum,
en hættan vofir þó _yfir og
hræðslan er augljós. I vor er
leið ferðaðist ég með járnbraut
arlest til Moskvu. Klukkan var
ellefu að kvöldi. Lestarþjón-
ustan, ung stúlka í einkennis-
búningi járnbrautanna, stóð ná
föl og skjálfandi við tröppurn
ar. „Tolstikov á að vera í mín
um vagni“, hvíslaði hún. Tol-
stikov birtist skömmu síðar, kom
sér fyrir í vagni sínum og sást
síðan ekki fyrr en næsta morg
un. Ferðin var á engan hátt
söguleg, en viðbrögð stúlkunnar
minntu óhugnanlega á Stalíns-
tímann.
f Leningrad hefur jafnan bor
ið meira á sundrunaröflum en
annars staðar í Rússlandi, svo
segja má að í augum einhverra
sé Tolstikov réttur maður á
réttum stað. Enn lifir í bylt-
ingarglæðum St. Pétursborgar
eftir 50 ára sovétstjórn. En bylt
ingarhugur í dag beinist eðli-
lega að því að taka afstöðu
gegn einræðinu.
RÉTTARHÖLD
Síðustu áratugi hafa smáhóp
ar hitzt með leynd í borginni
til þess að ræða rangar útfærsl
ur á sósíalisma, og þá sérstak-
lega ríkjandi stefnu í land-
búnaðarmálum og mismuninn á
hinum sanna Marxisma og Len
in-Marx-isma. Upp komst um
einn slíkan hóp árið 1965. Hon
um hafði tekizt að dreifa tveim
eintökum af blaði, sem nefndist
„Klukkan“. Mennirnir níu, sem
að því stóðu voru allir dæmdir
í nauðungarvinnu. Refsiaðgerð
'irnar voru svo róttækar að
jafnvel kunningjar þessara
manna, sem hvergi höfðu ná-
lægt útgáfunni komið, fengu
dóma.
Önnur réttarhöld fóru fram í
fyrra en engar fregnir hafa aí
þeim borizt, því þau voru hald
in fyrir luktum dyrum. Þó er
vitað að tugir ungra manna, að
allega nemendur og fyrirlesar
ar við háskólann í Leningrad,
voru dæmdir í útlegð fyrir að
dreifa andsovézkum áróðri. Flest
ir voru meðlimir „Berdyayev-
hópsins", en sá hópur aðhyll-
ist kenningar Nikólai Berdyay-
evs. Sá var kristilegur kenni-
maður í byrjun 20. aldarinnar,
sem hélt því fram að kristin-
dómur byggðist aðallega á sköp
unareðli og frelsi mannsand-
ans.
Orðrömur er líka á sveimi um
fleiri réttarhöld, sem erú, að
sögn menritamanna, enn harðn-
eskjulegri og óréttlátari en rétt
arhöldin ýfir Sinýavsky og Dan
iel, Ginzburg, Bukovski, Lit-
vinov og félögum þeirra. Tol-
Btikov er ötull saksóknari.
tHann ieitar uppi sundrungar-
Ibflin en bíður þess ekki, að
tau komi í dagsins ljós.
1 Auk þessara smærri réttar-
Þetta
ferðamenn irnir
sem
það
sjá. Myndin
einum skrúðgarðanna í Kreml.
tekin
fialda tala Leningradbúar um
t'firvofandi fjöldaflutninga
ungra verkfræðinga og vísinda
manna í nauðungarvinnu, þeirra
sem skipulögðu mótmælaaðgerð
irnar í fyrravor gegn réttar-
höldunum yfir Sinyavski, Dan-
iel og Ginzburg.
dauða Stalins hefur ekki önn-
ur eins afturhaldsalda risið í
Rússlandi.
í Moskvu ganga engar sögur
af leynilegum réttarhöldum eins
og í Leningrad. En í vissum
hópum telja ménn þó fulla á-
stæðu til að óttast um sitt per-
sónulega öryggi og þá ekki
sízt þeir sem skrifað hafa und-
ir náðunarbeiðni til handa rit-
höfundum og frjáláhyggjumönn
um, sem leiddir hafa verið fyr
ir dómstólana. Sömuleiðis þeir
fáu sem þorðu að undirrita mót
mælaskjalið gegn innrásinni í
Tékkóslóvakíu. Refsingum er
frekar komið fram með því að
svifta menn ýmsum réttindum
en með fangelsisdömum. Algeng
ast er að mönnum er sagt upp
starfi, þeir eru reknir frá námi
eða vísindastörfum, glata ýms-
um sérréttindum, þ.á.m. réttind
um til að búa í- Moskvu.
Vinur minn á bréfaskipti við
einn af þeim ólánsmönnum, sem
sendur var til byggingavinnu
í eitt nyrzta hérað Rússlands.
Hann er stærðfræðingur að
mennt. Að vísu fer hann afar
varlega í lýsingarnar á ástand
inu þar sem hann dvelst, vegna
þess að bréfin hans eru vafa-
laust skoðuð. „Þetta eru ekki
þrælabúðir hér“, segir hann,
en meira get ég varla sagt
staðnum til ágætis“. Hann er á
barmi örvinglunar vegna þess
að hann skortir alla andlega
uppörfun og næringu. Lífið í
rússneskum útkjá'lkahéruðum
er 200 árum á eftir tímanum.
Ef til vill fær hann aldrei aft-
ur að koma til Moskvu. Og tak
ið etftir: þessi útlegð hans er
ekki refsing fyrir afbrot, vegna
þess að hann hefur aldrei ver-
ið ákærður fyrir dómstól.
Efnilegur málfræðinemi í
slavneskum málum við hásköl-
ann í Moskvu skrifaði ágæta
prófritgerð um uppruna pólsku
tungunnar. Ritgerðina átti hann
að flytja munnlega við skólann
síðastliðið vor.
Flutriingnum hefur nú verið
frestað um óákveðinn tíma,
vegna þess að hann skrifaði
undir mótmælaskjal. Nú efast
hann stórlega um að hann fái
nokkurn tíma að ganga til þessa
prófs, jafnvel þótt hann, taki
mótmæli sín aftur opinberlega
eins og krafizt hefur verið af
honum.
Annað dæmi: Barnabókahöf-
undur á gamals aldri, afar vin-
sæll og margrómaður (Fyrir
hátíðleg veizla af opinberri hálfu
á 75 ára afmæli hans og hon-
um fluttar lofræður). Hann
skrifaði nafn sitt undir náðun
arbeiðnina fyrir Sinyavski og
Daniel fýrir tveim árum. Eng-
in verká hans hafa: verið gef-
in út síðan. Tvær bækur liggja
tilbúnár hjá útgéfenda hans.
„Ég hef tekjúr af bókum mín-
um, sem þegar hafa komið út,
svo ég er ekki í nauðum stadd-
ur“, segir hann. „En ég veit um
rithöfunda sem eiga ekki svo
mikið sem einn kopek. 10—15 rit
höfundar hafa verið reknir úr
rithöfundasambandinu. Þegar
svo er komið verða bækur
þeirra aldrei gefnar út“.
Fyrrverandi blaðamaður, sem
hefur unnið við útvarpsstöð í
Moskvu í nærri tvo áratugi,
aðallega við hljómlistardeildina
l ramhald á bls. 12
((
II
II
áH
II
II
NAUBUNGARFLUTNINGAR
Ekki leikur nokkur vafi
því, að ofsóknaralda ríður nú
yfir Leningrad. Hins vegar get
ur stundum verið erfitt að dæma
um sannleiksgildi þeirra sögu- |
sagna, sem eru á kreiki. Stund
um eru sögurnar sannar að ein
hverju leyti. Til dæmis var sagt,
að fjölda-nauðungarflutningar
hefðu átt sér stað frá sambýlis-
húsahverfi í útjaðri borgarinn
ar, eftir mótmælaaðgerðir íbú-
anna. Jafnvel átti að hafa kom
ið til vopnaviðskipta. Sjálfur
get ég staðfest, að um svipað
leyti — þetta var síðastliðið
vor — urðu Ibúðaskipti í þessu
hverfi. Sum sambýlishúsin höfðu
skyndilega orðið mannlaus. Aðr
ar sögur er ómögulegt að sann
prófa, og sumar eru blátt á-
fram ósannar. Þó eru þær líka
táknrænar. Óttinn er sterkur
þáttur í lögregluríki. Valdið
byggist á ótta þegnanna. Ótt-
inn nærist á orðrómi. Hann seg
ir því sína sögu um andlegt
ástand meðal íbúa Leningrad-
borgar.
í Moskvu hófst fráhvarfið frá
Khrushevs-stefnunni fyrir ein-
um 18 mánuðum, þegar stjórn | |
in lagði á hina ströngustu aft- . .
urhaldssemi í öllum innanrík- I I
ismálum. Og ekki hefur verið | |
látið sitja við orðin tóm. Nú hef
ur verið hafin sókn. Markmiðið
er að koma á meiri „röð og
regiu“ meðal almennings, herða
agann á öllum sviðum þjóðlífs-
ins. | |
Lögreglunni hefur verið auk • •
inn styrkur. Blöðin eru enn á ný '
yfirfull af greinum uni þörfina | |
á að „efla grandvarleika hins
sosíalska borgara“, þ.e. rétt-
trúnað á kennisetningarnar. En
grundvöllur allra kenninga Len
ins er sagður vera „samdráttur
lýðræðislegrar stjórnar í einn
stað“, nefnilega einræði. Menn
eru daglega áminntir um þegn
skyldu og einlægni og varað-
ir við gömlu grýlunni: frelsi og |
lýðræði, sem sé á misskilningi
byggt.
Komið hefur verið á strang-
ari ritskoðun, persónufrelsi
menntamanna hefur verið skert
og háværar kröfur heyrast um
að sönn ættjarðarást eigi að
ráða í hvers konar listsköpun.
Rússar sjálfir kalla þessa stefnu
ný-Stalinisma, þ.e.a.s. sá tiltölu
lega fámenni hópur sem gerir
sér Ijóst hvert stefnir. Allt frá
I I
II
II
II
II
II
II
I I
II
I I
II
II
I I
I I
II
II
I I
II
I I
I I
I I
II
II
II
II
II
I I
Hamingjan sjálf
í höndum yðar
Þér viljið gera allt, sem !
yðar valdi stendur til
að vernda fjölskyldu
yðar. Þess vegna tryggið
þér yður fyrir slysum
og dauða með slyso og
líftryggingu. Tryggið
þannig framtíð fjölskyld-
unnar ef eitthvað
hendir yður.
Heimili yðar tryggið þér
með heimilistryggingu,
hún er víðtæk og ótrú-
lega ódýr; bætir meðal
annars tjón af völdum
bruna, vatns og innbrots.
Einnig bætir hún tjón
ó mönnum og munum,
sem þér og fjölskylda
yðar er óbyrg fyrir.
Betri er fyrirvarinn,
komið eða hringið strax
í síma 17700.
ALMENNAR TRYGGINGAR P
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700