Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 32
INNIHUBÐIR
ilandsins
mesta úrvalilM.
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1969
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 1D*10D
Verkfall Iðju á
þrjú iðnfyrirtæki
— hefst á miðnœtti í nótt
og verkhann iðnrekenda 20. apríl
SVO sem kunnugt er af frétt-
um frestuðu Iðja og Félag ísl.
iðnrekenda verkfalls- og
verkbannsaðgerðum sínum
um tvo sólarhringa að lokn-
um fundi með sáttanefnd sl.
fimmtudagskvöld. Hafi samn
ingar ekki tekizt mun verk-
fall Iðju á Kassagerð Reykja
víkur, ísaga og Umbúðamið-
stöðina hefjast á miðnætti í
nótt, en verkbann iðnrekenda
á Iðju hefst á miðnætti sunnu
daginn 20- apríl. Hér fer á
eftir fréttatilkynnng frá Fé-
lagi ísl. iðnrekenda:
Við almenna atkvæðagreiðslu
Framhald á bls. 30
Utímabundin stöðvun
á löndun olíu 21. apríl
— og lestun innlendra olíuflutningaskipa
— Keðjuverkföll eftir starfsgreinum
— Daglegir sáttafundir
DAGLEGIR fundir hafa verið
síðustu daga með deiluaðilum í
kjaradeilunni og sáttanefnd og
hófst nýr samningafundur í gær
Miðstjóm ASÍ og 16
mannanefndin hafa tekið ákvörð
un um frekari aðgerðir til þess
að leggja áherzlu á kröfur sín-
ar og er ráðgert að þær standi
frá 21. apríl til 5. maí. Er hér
um að ræða tímabundnar vinnu-
stöðvanir eftir starfsgreinum, er
verða framkvæmdar þannig að
jafnan verða einhverjir starfs-
hópar í verkfalli. Þó hefur Dags
brún boðað ótimabundna vinnu-
stöðvun á löndun olíu og ann-
ars eldsneytis úr erlendum skip
um og lestun innlendra olíu-
flutningaskipa.
í gær hafði Vinnuveitendasam
bandi íslands borizt tilkynningar
um eftirgreindar vinnustöðvan-
ir: Rafvirkjar hafa boðað vinnu
'stöðvun frá 21.—27. apríl. Boð-
uð hefur verið vinnustöðvun við
hafnarvinnu aðra en fiskmóttöku
í Reykjavík og Hafnarfirði á
sama tíma. Ennfremur hafa járn
smiðir, blikksmiðir, bifvélavirkj-
ar og skipasmiðir boðað verk-
fall frá 21.—27. apríl.
Alþýðusamband fslands mun
um þessar mundir vera að senda
út tilmæli til verkalýðsfélaga um
frekari vinnustöðvanir á þessu
tímabili skv. tillögum miðstjórn
ar ASÍ og 16 mannanefndarinnar
en tilkynningar um þær hafa
enn ekki borizt samtökum vinnu
veitehda. Á fundi miðstjórnar
ASÍ og 16 manna-nefndarinnar
fyrir mokkrum dögum mun hafa
verið rætt um tvær leiðir, ann-
ars vegar almenna vinnustöðvun
og hins vegar ofangreindar að-
gerðir og var sú leið valin.
Þverskurður af húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Hafnarstræti 1. Gengið inn í verzlunina
á götuhæð og upp í sýningar salinn undir risi.
Nýstárleg verztun með
sýningarsal
— fyrir islenzkan heimilisiðnað
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG
íslands er um þessar mundir
að útbúa nýstárlega verzlun
með íslenzkan heimilisiðnað,
bæði fyrir íslendinga og svo
fyrir ferðamenn, sem hingað
koma. Verður hún i hinu
gamla húsi O. Johnson & Kaa-
ber í Hafnarstræti, þar sem
verður búð á götuhæð og und-
ir risinu sýningarsalur, þar
sem aðstaða verður til að
550 milljón kr. fánsútboð
A ÞYZKA LANAMARKADNUM
í fyrradag var undirritaður
samningur við þrjá banka í
Þýzkalandi um lántöku að
fjárhæð 25 milljónir þýzkra
marka eða jafngildi 550 millj
óna íslenzkra króna. Verður
meginhluta þessa fjár ráðstaf
að á vegum Atvinnumála-
nefndar ríkisins og Fram-
kvæmdasjóðs.
Lán þetta verður boðið út á
almennum lánamarkaði í
Þýzkalandi, -en vaxandi fjöldi
erlendra lána hefur verið boð
inn út þar að undanförnu.
Hér fer á eftir fréttatilkynn-
ing fjármálaráðuneytisins um
þessa lántöku:
í dag, 10. apríl, var í Diiss-
eldorf undirritaður samnángur
um lánsútboð milli fjármálaráð-
herra f.h. íslenzka ríkisins ann-
ars vegar og eftírfarandi þriggja
Arður af hlutabréfum og innlend
hlutabréf veröi undanþegin skatti
— Matthías Á. Mathiesen flytur
frumvarp á Alþingi
— miðað að því að hvetja almenning til
þátttöku í athafnalifinu
Matthías Á Mathíesen hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp um
breytingu á Iögum um tekjuskatt
og eignarskatt. í frumvarpi sínu
leggur þingmaðurinn til, að arð-
nr af innlendum hlutabréfum
%
verði undanþeginn tekjuskatti og
að innlend hlutabréf verði und
anþegin eignaskatti.
I greinargerð sinni segir þing
maðurinn, að á undanfömum ár-
um hafi átt sér stað umræður
og skrif um gildandi lög um
tekju- og eignaskatta og tekju-
Framhald á bls. 31.
banka hins vegar, Westdeutsche
Landesbank Girozentrale, Diiss-
eldrof, Bankue Lambert, Brux-
elles, og First Bostom Corpor-
ation í New York. Var samn-
ingurinn umdirritaður af Magn-
úsi V. Magnússyni, ambassador
í Bonn, f.h. fjármálaráðherra og
tfulltrúum fyrrnefndra þriggja
vinna ýmsan gamlan heimilis-
iðnað í augsýn gesta.
Mbl. leitaði nánari frétta
af þessu hjá Stefáni Jónssyni,
arkitekt, formanni Heimilis-
iðnaðarfélagsins og Gerði
Hjörleifsdóttur, f ramkvæmda
stjóra þess. Sögðu þau að
þetta væri gamall draumur,
sem ekki hefði verið bægt að
framkvæma fyrr, en eitt aðal-
markmið félagsins er að við-
Framhald á bls. 2l
banka. Lánið er að fjárhæð 25
millj þýzkra marka, eða jafn-
gildi 550 millj. íslenzkra króna.
Verður það boðið út á almenm>-
um lánamarkaði í ÞýzkalaVidi og
verða bréfin skrásett í kauphöll
inni í Dússeldorf. Skuldabréfin
eru til 15 ára og eru vextir
7ti prs. og útgáfugengi 9®%
prs., og eru raunverulegir vext-
ir tæp 7% prs, en við það bæt-
ist lántökukostnaður.
Undirbúningur að lántöku þess
ari hefur verið í höndum Seðla
banka íslands fyrir fjármála-
Framhald á hls. 31.
Áfengi selt tyrir
128 milljónir
— þrjá fyrstu mánuði ársins
Samtals var áfengi selt fyrir
128,5 milljónir fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs í hinum sjö út-
bæjum Áfengis og tóbaksverzl-
unar ríkisins. Samsvarandi tala
í fyrra var 121,3 millj. kr. þann
ig að salan er 5,8 prs. meira nú
fyrstu þrjá mánuðina að krónu-
80 þús. kr. þjðfnaður
BROTIZT var inn í söluturn við
Háaleitisveg aðfaranótt fimmtu-
dags og stolið tóbaki og sœlgæti
að verðmæti samtals um 80 þús.
krónur. Daginn eftir handtók
ranftsóknarlögreglan tvo menn,
sem hafa játað á sig innbnotið
og er megnið af þýfinu komið
aftur í leitirnar.
tölu en á sama tíma í fyrra,
en þess ber þó að gæta að út-
söluverð áfengra drykkja hefur
hins vegar hækkað allmikið á
þessu tímabili, svo að um nokkra
sölulækkun mun vera að ræða
sé miðað við áfengismagn.
Sala í einstökum útsölubæjum
var sem hér segir þessa fyrstu
þrjá mánuði ársins (tölur í svig
um eru fyrir s.l. ár): í Reykja-
vík var selt fyrir 102,2 millj.
(95,0), á Akureyri 9,5 millj.
(9,6), á ísafirði fyrir 2,9 mil’lj.
(3.3) á Siglufirði fyrir 1,8 millj.
(2,0), á Seyðisfirði fyrir 1,4 millj.
(2,0), Keflavík fyrir 6.9 millj.
(5.3) og í Vestmannaeyjum fyr-
ir 3,6 millj. (,40).