Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 19«l9 Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, og William Rogrers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddust við í utanríkisráðuneytinu. Myndin var tekin við það tæki færi. - NATO Framhald af bls. 1. að treysta NATO. Ég hef haft af því óblandna ánægju að koma hér aftur að tveimur áratugum liðnum og hitta menn að máli“, sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson kom til Washington um fjögurleytið á 'mið'vikudagmn og gekk á fund Williams P. Rodgers, utanríkis- ráðberra Bandaríkjanna kl. sex. Tjáði hann Mbl., að sá fundur heifði fjallað um ýmis málefni, sem vörðuðu islenzka hagsmuni og hefði hann verið hinn ánægju legasti. Jufnframt hefði Nixon Bandaríkjaforseti látið í ljós vin- arhug sinn í garð íslands, er for- sætisráðherra fyrst hitti hann og getið í því sambandi komu sinn- ar til íslands 1956. Forsætisráðherra gat þess í ræðu sinni, að hann gleddist sér- staklega yfir því að umræðurn- ar snerust um leiðir til þess að tryggja frið og draga úr sundur- þykkju, enda léki ekki vafi á því, að bandalagi'ð nyti meiri og almennari stuðnings en þegar það var stofnað. Ráðherrann lýsti þeirri stefnu íslenzku ríkis- stjórnarinnar að gildi Atlants- hafssáttmálans væri ótímabund- ið og vonaði að þeir, sem ynnu að því að leysa bandalagið upp, hefðu ekki árangur sem erfiði. Atlantshafsbandalagið hefði aldrei verfð nauðsynlegra en nú sérstakega með hliðsjón af þeirri staðreynd að þess sæjust nú merki að afstaða Sovétstjórnar- inn væri að breytast. Samt sem áður mættu menn ekki vænta þess að auðvelt verði að ná sam- komulagi, en eina leiðin til þess að það takist er að hafa styrk- leika að baki samningatilraun- um. Ráðherrann gat um varnar- samning Islands og Bandaríkj- anna og góð samskipti þjóðanna enda hefðu Bandaríkin aldrei lát- ið okkur verða þess vara að þeir væru voldugasta ríki veraldar, en við hið varnarlausasta. Það breytti ekki þeirri staðreynd að Islendingar vonuðu að sá tími kæmi að ekki væri þörf erlends hers, en það væri sikoðun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að enn sæist ekki fram á slíka friðar- tíma. ★ Á fimmtudag hófst í Washing- ton tveggja daga ráðherrafundur ríkja Atlantshafsbandalagsins, þar sem fjallað er um málefni bandalagsins og ný viðhorf, og jafnframt var minnst þess, að 20 ár eru nú liðin frá því að banda lagið var stofnað. f ræðu, sem Richard Nixon, Bandairíkjaforseti, flutti við upp haf fundarins, hvatti hann þátt- tökuríki bandalagsins til þess að þíða nú hina freðnu afstöðu til sambúðar austurs og vesturs. Nixon sagði, að Vesturlönd yrðu að lifa í heimi raunveru- leikans og horfast í augu við staðreyndir. „Að lifa í heimi raunveruleikans hefur það að segja, að við verðum að endur- heimta hinn gamla skilning okk ar á austri og vestri, en jafn- framt gæta þess að missa ekki sjónar á hinum mikla hugmynda fræðilega ágreiningi, sem þar er á milli“, sagði Nixon. NÝJAR UPPÁSTUNGUR Á fimmtudagsfundinum ræddi Nixon einnig uppásbungur þær, sem fram hafa komið um við- ræður milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og sagði að ef úr þeiim yrði, yrðu Vesturlönd að gera sér fyrir því, að afleiðingin myndi verða breytt hernaðarviðhorf frá því, sem þau voru, er NATO var stofn- að fyrir tveimur áratugum. Vest urveldin hefðu ekki lengur þá yfirburði á kjarnorkuvopnasvið inu, sem þau hefðu haft, og sam- komuilag við Sovétríkin um af- vopnun mundi því vera í sam- ræmi við núverandi jafnvægis- ástand í hermálum. Nixon fullvissaði bandalags- ríki NATO um að Bandaríkja- stjórn myndi hafa samráð við þau/bæði fyrir hugsanlegar við ræður við Sovétríkin, svo og á meðan á þeim stæði. RÁÐHERRAR 15 LANDA Á fundunum í Washington sitja utanríkis- og varnarmála- ráðherrar 15 aðildarríkja banda lagsins, og er höfuðverkefnið þeirra á fundinum að kanna og ræða 20 síðna tillögu frá að- alstöðvum bandalagsins í Bruss- el, sem fjaíldar um að hvetja kommúnistaríkin til þess að draga úr spenmunni milli austurs og vesturs. Á fundinum var rætt um á- skorun þá, sem fundur Varsjár- bandalagsins í Bú.dapest gerði fyrir skömmu, þess efnis að efnt yrði til sérstakrar ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Áskorun Varsjárbandálagsins mun hafa fengið fremur dræmar undirtekt ir, en þrátt fyrir það lýstu marg ir ráðherrarnir því yfir, að þeir vildu gjaman kanna nánar hvað undir byggi. Áður en fimmtudagsfundurinn hófst, en hann var lokaður, sagði Willy Brandt, utanríkisráðherra V-Þýzkalands, að áherzlu bæri að leggja á að kanna náið, hvað tillaga A-Evrópuríkjanna raun- verulega þýddi. UMRÆÐUEFNIÐ NATO-áætlunin, sem til um- ræðu var á fundinum, gerir ráð fyrir samkomulagi milli Sovét- ríkjanna og Vesturlanda, og er við því búizt að hún hljóti al- mennan stuðning. Áætlunin fellur að þeirri stefnu Nixons forseta að láta af áreitni við Sovétríkin í því skyni að reyna að koma á viðræðum milli þessara tveggja stórvelda. Er bú izt við því, að viðræðurnar geti hafizt á þessu vori. Þá ræddu ráðherrarnir áætl- anir um betra varnarkerfi NATO o.fil. Hinsvegar segja fréttamenn, að ástandið í Tékkóslóvakíu hafi hvílt sem skuggi yfir fund- inium, og svo hernaðarávinningar og pólitískir ávinninigar Sovét- ríkjanna á Miðjarðarhafi og í Afriku. Þegar s.l. miðvikudag lýsti Manlio Brosio, framkvæmda stjóri bandal'ágsims, áhyggjum sínum vegnia flota Sovétríkjanna á Miðjarðarhafi. Hann sagði þá, að stærsta framlagið, sem Sovét menn gætu lagt til þess að draga úr spennunni í Evrópu, væri að kveðja heim 70,000 manna her sinn frá Tékkóslóvakíu, sem enn er þar sjö mánuðum eftir inn- rásina. s HÁTÍÐARFUNDUR Fyrsti ráðherrafundurinn var haldinn á fimimitudagsmorgun, en síðdegis sama dag var haldinn sérstakur hátíðarfundur í tilefni þess, að 20 ár eru lliðin frá undirritun sáttmála Atlantshafs- bandalagsins. 'Á þeim fundi flutti ræðu Will lam Rogers, utanríkisráðlherra Bandaríkjanna, og bauð hann sér staklega velkomna fimm stjórn- málamenn, er viðstaddir voru, sem undirritað höfðú sáttmálann fyrir hönd þjóða sinna fyrir tvem ur áratugum. Þeir eru Bjarni Benediktsson, forsætisráðlherra íslands, Papl-Henry Spaak, Bel gíu, Dirk Stikker, Hollandi, Hal vard Lange, Noregi og Dean Acheson, Bandiaríkjunum. Þá flutti einnig ræðu Willy Brandt, utanrikisráðherra V- Þýzkallands, og gat hann þess, að eitt sæti væri nú autt á fundin- um — sæti Dwight D. Eisen- howers. „Hann setti bandalagi okkar takmark: Að sýna og sanna að firiðarbandalag hefði miklu meira að segja fyrir heim allan en stríðsbandalag," sagði Brandt. Á ráðherrafundinum fyrr á fimmtudag segja góðar heimild- ir að ráðherrar ýmissa NATO- landa hafi hvatt eindregið ti'l þess að kanna náið, hvern til- gang Varsjárbandalagslöndin hefðu haft í hyggju með sam- þykkt sinni um að hvetja til ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Góðar heimildir sögðu, að utan ríkisráðherrar Bretlands, Hol- lands, ítalíu, V-Þýzkalands og Noregs, sem tóku til máls á fyrsta fundinum, hafi allir lagt á það áherzlu að Vestudöndum bæri að kanna þetta mál mjög náið. Var við því búizt, að fund inum lyki á föstudag með áskor un á Varsjárbandalagsríkin um að gera nánari grein fyrir til- lögum sínium um öryggismálaráð stefnu Evrópu. Þá er þess að geta frá fund- unum á fimmtudag, að í ræðu sinni þá, bar Nixon Bandaríkja forseti fram þá tillögu, að vara- utanríkisráðherrar NATO-land- anna ættu með sér reglulega fundi till þess að vega og meta stefnu NATO, og hann mælti einnig með því, að stofnuð yrði stjórnmálaleg skipulagsr.efnd, er sérstaklega skyldi fjálla um lang tímaáætlanir bandalagsins. Um NATO nú, sagði Nixon að hann teldi að bandalagið væri mjög sterkt, en umrætt. Rætt væri um skipulag bandalagsins og hernaðarlega uppbvggingu þess. „Margir aðilar beggja vegna Atlantshafs telja NATO gamal- dags“, sagði Nixon. „En þrátt fyrir þetta var bandalagið nauð- syn, og hinn bandaríski stuðning ur við það mun halda áfram svo sem verið hefur.“ KVEÐJA FRÁ KREML Sovézka fréttastofan Tass /skýrði sAuttlega frá ráðherra- fundinum í Washington á fimmtu dag, og hafði það eitt um tví- tugsafmælis Atlantshafsbanda- lagsins að segja, að kálla banda- lagið „þessa árásarsinnuðu hern aðar- og stjórnmálasamsteypu". NIXON AFTUR Á FUNDINN Fundur ráðherranna hélt á- fram á föstudagsmorgun.og hófst Framhald á bls. 21 Úrbætur í alþjóðaskiptum verða að byggjast á fullri viriingu fyrir sjálfstæii og landamærum þjóða Ályktun ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins í Washington IIÉR fer á eftir í heild sam- þykkt ráðherrafundar Atlants- bandalagsins, sem Iauk í Was- hington sl. föstudagskvöld: 1. Norður-Atlantshafsráðið hélt ráðherrafuind í Waghington 10. og 11. apríl 1969. Ráðið minntist 20 ára afmælis gáttmálans, sem bandala.gið grundvallast á, og hlýddi á ræðu forseta Banda- ríkjanna. Ráð'herrarnir lýstu ánægju sinni með þann stóra síkerf, sem bandalagið hefur lagt til að gæta friðar í Evrópu og öryggis meðliimaþjóðanna. 2. Bandalagið var stofnað til að varðveita frelsi, sameiginleg- an menninigararf og þjóðlhætti. Það var s'ofnað á grundvelli lýð- ræðis, persónufrelsis og laga og réttar og vegna hins sameigin- lega ótta um að án öflugs örygg- iðkerfis gæti annað stríð brotizt út í sundraðri Evrópu. Bandalag- ið mun halda áfram að túlka sameiginlega s efnu og markmið bandalaggþjóðanna. 3. í sikýrslu um framtíðarverk- efni bandalagsins, sem samin var 1967, var lögð áherzla á tvö meginatriðin: Varnir hins vest- ræna heims og tilraunir til að semja varanlegan frið við aust- ræn iönd. í júní 1968 lýstu ráð- herrarnir yfir að þeir væru reiðubúnir, í samvinnu við önnur viðkomandi ríki, að leiita samn- inga um aifvopnun og vopnaeftir- lit sem fæli í sér minnikun her- afla. Þrátt fyrir þann alvarlega hnekk, sem vonir um batnandi sambúð austurs pg vesturs biðu við innrásina í Tékkóslóvakíu, lýstu ráðherrarnir því yfir í nóvember 1968, að öruiggt, frið- semlegt og hagkvæmt samband milli austurs og vesturs væri ennþá taikmark bandálagsins. Þeir staðfestu á þessum fundi, að ríkisstjórnir þeirra hefðu í hyggju að halda áfram leit sinni zð einhverri leið til að ná þessu tsikmarki og kanna alla mögu- iei'ka, sem leitt gætu til samn- ingaviðræðna. 4. Með ástanldinu í Austur- Evrópu í huiga vilja stjórnir að- ildarlandanna ta'ka það fram, að hverskonar varanlegar úrbætur í alþjóðasamskiptum verða að byggjast á fulllri virðingu fyrir sjálfstæði og landamærum þjóða, án íhiutunar í inmanlandsmál þeirra, viðurkenningu á rétti þjóðar til að skapa sína eigim framtíð og skuldbindingum um að hóla e'kki valdbeitingu. 5. Ráðherarrmir minntust þess að eitt mikilvægasta hlutverk bandalagsins væri að koma á varanleigum friði í Evrópu, byggðum á jafnvægi, öryggi og gagnkvæmiu trausti. Bandamenn ætla, í nálnni sam'vinnu, að leita með Sovétríkjumum og öðrum Austur-Evrópurí'kjum að lauan þeirra málefnalegu vandamála sem bezt eru fallin til árangurs- ríkra viðræðna á sem skemmst- mm tíma. í samræmi við þetta fólu þeir ráði bandalagsins að semja skrá um þessi málefni og . kanna hvernig samningaviðræð- um yrði bezt háttað og hafa hana tilbúna fýrir næsta ráðherra- fund. Það er auigljóst, að hvers- konar viðræðum verða að vera vel undirbúnar fyrirfram og að allar ríkisstjómir ta'ki þátt í þeim. Þátttaka allra er nauðsyn- ieg til að ná pólitísku samkomu- lagi í Evrópu. 6. Bandamenn munu einnig halda áfraim tilraunum sínum og könmun á sviði afvopnunar og1 hagkvæms vopnaeftirlits, meðal annars minnkunar herafla á jafnvægisgrundvelli, og einnig halda áfram að vinna að þeirn áætlunum sem hindra valdbeit- ingu. 7. Stjórnmlálaleg eininig banda- lagsins er mikilvægur þáttuT meðan leitað er sammimga milli austurs og vesturs. Þessarar ein-! stendur, sem gætu ha.ft álhrif á hagi bandalagsins í heild eða einstakra ríkja ininan þess. • Á þessum grundvelli fagna stjórnir meðlimaríkjanna þeiri ákvörðun Bandaríkjanna að eiga viðræður við Sovétríkin uim árásar- og vannar’vopn. 8. Aðilarnir að sameiginlegri varnaráætlun bandaiagsins voru sammála um, að það væri mjög mikilvægt meðan samnimgatímar færu í hönd, að bandalagið slak- aði e'kki á vörnum símum og að forðast bæri ótímabærar vonir um, að lausn alvarlegra vanda- mála yrði náð fram. Uppihald virkra .varna er valdajafnvægis- atriði og nauðsynlegur grund- völlur réttlátra samskipta. 9. í samræmi við það hafa þessir aðilar bandalagsins stað- fest þá ákvörðun sína að halda áfram _hæfilegum framlögum og s'uðningi við varnaraðgerðir þess á öllum sviðu'm, bæði með venjulegum vopnum og kjarn- orkuvopnum. Þeir samþykkja að áframlhaldandí þörf sé á núver- andi hernaðaráætlunuim NATO, er byggjast á framvarðarlínum, og viðeigandi aðgerðum gagn- vart hverskonar árásuim, og þeir samþykkja nauðsyn hæfilegs hernaðarmáttar, bæði á sviðum venjulegra vopna og kjarmorku- vcpna og na.uðsyn þess að hafa á að skipa nægum hei’ldarherafla og heraifla nauðsynleguim til að gæta einstaikra svæða. 10. Varnarmálaráðherrar munu hittast 28. maí 1969, og rnunu þá ingar verður bezj, gætt með því kanna nánar ýmis þau einstök að ’halda fast við þá reglu að a‘riði í vppbyggingu vamarkerf- viðræður fari fram í ráðinu, j jsíns, sem nauðsynleg eru. Þeir bæði fyrir oj meðan á eimhverj- munu kanna möguleilkana á að uim þeim samninigaviðræðum Framhald á bis. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.