Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL A YFIRBORÐINU virðist mann líf í RússlancU ekki ósvipað þvi, sem gengur og gerist víða annars staðar. Fátækt er að vísu mikil almcnnt. spilling blas ir við á ýmsum sviðum og von- leysið í svip vegfarenda. Er þessar staðreyndir gefa ekki rétta mynd af þeirri kúgun, sem fólkið í Rússlandi býr við nú. Daglegt líf líður fram í ró- legum straumi, sem eingöngu virðist gárast i hita þess augna Alexander Gingsburg, rithöf- undurinn ungi, sem dæmdur var til fimm ára dvalar í vinnu búðum fyrir „róðburð“ um Sov étrikln. bliks, þegar menn verða sér úti um hlý sokkviplögg eða safa- ríka appelsínu — smávægileg- an munað í endalausri armæðu. En þetta hvcrsdagslega yfir- borð gerir straumþungann und ir niðri enn uggvænlegri. Vesturlandalúar geta ferð- azt til Rússlands án þess að nokkru sinni vakni grunur um að ekki sé ellt með felldu. Fyrir skömmu var ég gripinn einhverri munaðarlöngun og á- kvað að leita fanga í þekktu ferðamannaveitingahúsi (Intour ist) í Leningrad. Þar sat hópur bandarískra ferðamanna yfir kavíardiskum sú vara hefur ver ið ófáanleg venjulegum Rúss- um, þar sem hún hefur aðeins verið seld í 3érverzlunum fyrir útlendinga og verzlunum, sem eingöngu eru ætlaðar embætt- ismönnum stjórnarinnar) Ferða fólkið var að koma úr hóp- ferð. Því hafði verið sýndar gamlar byggingar í St. Péturs borg og ýmsar nýbyggíngar í smíðum. Nú þóttist það hafa komizt að saniileikanum: vissu- lega var allt í góðu gengi í Rúss Jandi. Það voru ferðamennirnir tveir, sem sátu við sama borð og ég, sem voru mér lifandi vottur um það hversu lítið fólk á Vesturióndum lætur sér skiljast ástandið í Rússlandi. Þeir voru ekki í skemmtiferða- hópnum, heldur voru þetta brezkir verzlunarmenn, sem dveljast nokkra mánuði á ári í Rússlandi í viðskiptaerindum. Eftir máltíðina gengum við sam an út úr ve.tingahúsinu, (al- kunnugt er að þar eru samtö] hleruð við borðin) og ég reyndi að útskýra íyrir þeim, hvað væri að gerast í Rússlandi. Ég sagði þeim það, sem rússneskir vinir mínir hafa sagt mér og það sem ég vil segja hér. Bretarnir v'oru furðu lostn- ir yfir frásögn minni af hörm- ungarástandinu. „Hvaða vit- leysa“, sögðu þeir. „Við höfum dvalizt lengi hér í Rússlandi. Enginn, sem við þekkjum talar eins og þú. Líttu í kring um þig. Ekkert óvenjulegt er að sjá á fólki. Þú ert að ýkja.“ Leiðir okkar skildu. Orð mín gátu ekki sannfært þá. Þeirra Rússland er gerólíkt því Rúss landi sem ég þekki. Menn verða að eignast trún- að óbreytts rússnesks borgara til þess að komast að hinu sanna um ástandið í Rússlandi. Engum, sem hefur búið við nýju sóknina í „rétttrúnaði“ dytti í hug að tala um hana við ókunnuga. Jafnvel gamlir vinir sýna fyllstu varúð, áður en þeir minnast á stjórnmál. Skömmu eftir heimsókn mína á Intourist-veitingahúsið, fór ég á stefnumót við vin minn Vol- odya. Ætlunin var að við hitt- umst í kjallarakaffisölu skammt frá Nevsky-Prospekt. „Á venju legum stað“, hafði Volodya sagt í símann og Jagt símtólið nið- ur. En hann var ekki í kaffi- stofunni og ég ákvað að bíða hans ekki þar. Mér sagði svo hugur, að óæskilegt væri að sjást þar á ferli. En gamli mað urinn í fatageymslunni, sem við höfðum oft stungið að smápen- ingum, hnippti í mig og hvísl- aði: „Ertu að leita að Volodya? Ekki hér. f aðalsalnum á járn- brautarstöðinni.“ SAMSTÆÐUR í BAÐHÚSI Ég gekk í gegn um Nevsky Prospekt, sjálfsagt af kulda í þokunni. Biðsalurinn á járn- brautarstöðinm var troðfullur af fólki eins og járnbrautar- stöðvar eru alltaf um allt Rúss land. Loks kom ég auga á Vol- Vasily Tolstikov, flokksleiðtogi og harðstjóri í Leningrad. odya innan um bækur í vinnu- fötunum, sem hlaðnir voru pinkl um og pökkum Hann gaf mér merki um að nálgast sig ekki, en benti mér með augnagotum að fylgja sér eftir í hæfilegri fjarlægð á neðanjarðarstöð. Þeg ar þangað kom stigum við upp í vagn sitt hvoru megin. Eftir tvær stoppistöðvar skiptum við um vagn, fórum í vagn sem ók í hina áttina, síðan í sporvagn. þá leigubíl og loks annan spor vagn. Þá vorum við komnir í fátæklegt íbúðarhverfi sem byggt var sköxnmu eftir heims- styrjöldina. Nú gátum við loks verið öruggir um, að enginn veitti okkur eítirför á mann- lausri götunni Þaðan gengum við síðan í almenningsbaðhús. Baðhúsin „banja“ eru afar vin sæl í Rússlandi, m.a. vegna þess að þar geta menn talað saman í trúnaði þegar of kalt er til að ganga um 1 skemmti- görðunum. Baðhús sem Volodya hafði valið okkur er að vísu eitt það hrörlegasta í Lenin- grad, en nærri mannlaust fyrri hluta dagsins. Ég afhenti honum nokkra kopeka í inngangseyr- inn (Volodya hefur engar tekj ur, síðan hana var rekinn úr vinnu sinni, en unnusta hans og vinir sjá horum fyrir nauð- þurftum) Vi5 gengum inn. Þeg ar við vorum loks setztir inn i gufubaðstofuna einir, fór Vol- odya að rekja raunir sínar fyr- ir mér. „Ástandið fer síversn andi“, sagði hann „Leningrad- borg riðar tii falls“. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara.' Gat ég borið \ bætifláka fyrir valdhöfunum? En svo fór hann að segja mér frá sínum eigin högum. Hann hafði fengið enn eina viðvörun, síðan við sáumst síðast. Volodya er ungur efna- verkfræðingur. Hann stamar of- urlítið þegar hann er að segja frá og er afar músikalskur. Hann leikur prýðis’/el á gítar (ádeilu Ijóð og önnur óbirt ljóð eru honum einkax hugstæð). Áður eyddum við mörgu kvöldinu í litla herberginu hans, en þang- að hef ég ekki komið í heilt ár. Sambýlismaður hans einn njósnara um allar athafnir hans ferðir og gestakomur og Vol- odya notar, eingöngu síma í al menningsklefum, vegna þess að hlerað er hvert símtal í húsinu þar sem hann býr. Þetta eftir- lit með honum hófst eftir að hann hafði verið kallaður til yfirheyrzlu hjá KGB. Þar var honum hótað, að hann yrði send ur í þriggja ára nauðungar- vinnu í sementverksmiðju í Sí- beríu. Síðan var hann sviftur vinnunni í stórri verksmiðju í Leningrad. Sök hans var sú, að hann hafði skrifað undir náð- unarbeiðni fyrir Alexander Gins burg. Honum hafði ekki tekizt að fá aðra vinnu. rlann hefur hlotið brennimerkið „sníkjudýr á þjóð félaginu“ og yfir honum vofir útlegðardómur. KGB-foringinn hafði varað hann við. Léti hann á sér kræla aftur, yrði séð til þess að hann hyrfi fyrir fullt og allt frá Leningrad. Enda þótt hann sé biturri nú en nokkrusinni, er honum mikið í mun að lenda ekki aftur í höndum leyn.lögreglunnar í þeiiri von að honum takist að fá vinnu aftur. „Ég á ekki annars úrkosta en sýna fyllstu auðmýkt", sagði hann. „Sá, sem vill vera sjálfum sér trúr, verð ur að vera reiðubúinn til að láta dæma x,i£ 5 5 ára fanga- búðavist. Ég er enginn Litvin- ov. Mér hæfix ekki píslarvætti. Ég beygi mig því gagnvart vald inu. Ég viðurkenni smæð mína“. OF MIKIL BJARTSÝNI Saga Volodya er ekki eins- dæmi í Rússlandi í dag. Hún á sér fjölda hliðstæðna. Ástand ið hefur farið hríðversnandi síð ustu mánuðina Þjóðin er nú hneppt í heljarfjötra, sem svip ar mjög til Stalins-tímabilsins. Eftir dauða Stalins hafa Vest- urlandabúar aðhyllzt mjög þá skoðun, að rússneska þjóðin væri á eðlilegri leið, til vax- andi frjálsræðis. Á tímum Khru shevs þótti margt benda til þess. Vaxandi velmegun mundi smátt og smátt færa Rússland nær því sem kallað er eðlilegt ástand á V esturlöndum. En sú skoðun virðist hafa byggzt á of mikilli bjartsýni. í augum Vesturlandabúa gat þannig virzt, sem smávægileg mótmælaalda í þröngum hópi menntamanna væri upphafið að víðtækari hreyfingu til vaxandi stjórnimálalegs frelsis. „Ég hef hvergi orðið var við bjartsýni í þessum málum, nema í blöð- um á Vesturlöndum", sagði einn rússneskur vinur minn. En á síðustu stjórnarárum Khrushevs og á fyrstu árum iBrheznev-Kosygin-stjórnarinn- ar mátti ef tii vill réttlæta von um vaxandi frelsi. „Svo var komið, að menn gátu óhultir rætt saman og hent gaman að ýmsum atvikum á vinnustað", sagði vinur minn, „Áður ræddu menn ekki neitt sem snerti stjórn mál, jafnvel ekki við tryggustu vini“. Nú hafa menn verið sviptir þessari von. Innrásin í Tékkó slóvakíu var gleggsti vottur- inn um þetta ástand, sem á sér þó miklu lengri aðdraganda. Margir smávægilegir ávinning- ar í frelsisátt, sem fengizt höfðu á dögum Khrushevs hafa nú glatazt. Þegar saga Rússlands á 20. öldinni verður skráð, eru allar líkur á því að talið verði að rússnesk stjórnmál hafi ver ið á villigötum á dögum Khrus- hevs, frekar en á Stalínstíma- bilinu. TOLSTIKOV í LENINGRAD í Leningrad verða menn hvað mest varir við þetta nýja við- horf. Og aðallega stendur mönn um ógn af aðalritara kommún- istaflokksins á Leningradsvæð inu, Vaseli Sergeivich Tolstikov Margir æðstu embættismenn í Rússlandi eru nefndir Stalin- istar í þeirri merkingu, að þeir séu harðsvíraðir kreddutrúar- menn, sem berjast af alefli gegn hvers konar endurskipulagningu sem veikt gæti val þeirra. Tol stikov er einn fremstur þar í flokki, dæmigerður afturhalds- sinni, sem hvikar hvergi frá rétttrúnaði Marx-Lenins. En hann er líka Stalinisti í orðs- ins fyllstu merkingu, steyptur í sama mót mikilmennskuæðis og Stalin, metorðagjarn og misk- unnarlaus. Tolstikov stjórnar málum Leningradborgar eins og sínu eigin einkafyrirtæki. Allir aðalritarar flokksdeila hafa töluverðan ákvörðunarrétt og flokksdeildin í Leningrad á sér langa sérstæða sögu. Tol- stikov hefur bundið enda á þá sögu. Hann hefur valið þann kost að stjórna með ofurvaldi „tsarstovat“. í augum Lenin- gradbúa er hann harðstjóri, lifandi eftirmynd og arftaki Stalins. Sovézkir leiðtogar við f járlaga umræður í desember í fyrra. Á myndinni er m.a.: Fremsta röð frá vinstri Mikhail Susiov, Nikolai Podgomy forseti, Alexei Kosygin forsætisráðherra ogLeonid Brezhnev flokksleiðto gi. f annarri röð frá vinstri eru Konstantin Katushev ritari miðstjórnar, Alexander Shelepin, Kyril Mazurov, Arvid Pelshe og Andrei Kirilenko. EFTIR að Krushchev formdæmdi Stalin opinberlega, álitu menn, að nú mundi Rússland á leið til vaxandi frelsis. Þegar rússnesku skriðdrekamir óku inn í Prag, brást sú von. En þessi von var líka byggð á fölskum forsendum. Það hefði nánari athugun á ástandinu í Rússlandi leitt í Ijós. Þessi grein gefur góða mynd af nýju ógnaröldinni, sem risin er í Sovétríkjunum. Með þessum fréttagreinum það- an hefur „The Sunday Times“ farið út fyrir svið venju- legra heimildaöflunar frá Rússlandi. Höfundurinn er rúss- neskur andkommúnisti. Nafn hans er ekki hægt að birta, eins og kemur fram við lestur greinarinnar. Af sömu ástæð- um hefur nöfnum heimildarmanna hans ýmist verið sleppt eða þeim breytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.