Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNRLAÐIÐ, SUNNURAGUR 13. APRÍL 106'9
Þórunn Eyjólfsdóttir
Kolbeins — Minning
4 FÖSTUDAGINN LANGA sl.
andaðist að heimili sínu, Flóka-
götu 65, frú Þórur.n Kolbeins,
eiginkona séra Sigurjóns Þ.
Árnasonar fv. sóknarprests i
Hallgrímsprestakalli. Var útför
hennar gerð í gær frá Fossvogs-
kirkju.
Með Þórunni sálugu er gengin
mcrk kona, grein af sterkum
stofni. mikilsanetin af aettmenn-
um öllum og þeim fjölmenna
vinahópi, er hún átti. Þegar
komið var að kvöldi lífs hennar
og leiðin lá til æðri heimkynna,
var umsvifamiklu ævistarfi góðr
ar eiginkon»u og ástrikrar móð-
ur margra barna ]okið. Þeir,
sem þekktu Þórunni og horfðu á
eftir henni út í móðuna miklu,
vissu, að þar hvarf af sjónar-
sviði hæfileikakona, sem bjó yf-
ir góðum gáfum og miklum sál-
arþroska.
Þórunn Kolbeins fæddist að
Staðarbakka í Miðfirði 23. jan.ú-
ar 1903. Foreldrar hennar voru
hjónin sérá Eyjólfur Kolbeins
'Eyjólfsson, prestur á Staðar-
bakka og Þórey Bjarnadóttur,
valinkunn sæmdar- og dugnaðar
kona. Faðir séra Eyjólfs Kol-
beins var Eyjólfur prestur í Ár-
t
Hjartkær sonur okkar og
bróðir
Arnþór Bjarni
andaðist 4. apríl á Barna-
deild Landspítalans. Jarðar-
förin befur farið fram. Þökk-
um auðsýnda samúð.
Valgerður ísleifsdóttir,
Tómas Úskarsson.
t
Unnusti rhinn og sonur okkar
Haukur Friðbertsson
frá Súgandafirði
er andaðist 5. þ.m. verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju máhudaginn 14. þ.m.
kl. 1.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Steinunn Adólfsdóttir,
Jóna Magnúsdóttir,
Friðbert Guðmundsson.
t
Fósturmóðir og fóstursystir
okkar
Nikolína Guðmundsdóttir
Steinholti, Eskifirði
verður jarðsungin frá Eski-
fjarðarkirkju þriðjudaginn 15.
apríl kl. 2
Svala Auðbjörnsdóttir,
Jónas Þórðarson og
Baldur Einarsson.
t
Jarðarför fö’ður okkar, tengda
föður og afa
Guðmundar Gíslasonar
simamanns, frá Vilborgarstöð
um, V estmannaeyjum
sem andaðist 8. þ.m. að Elli-
heimilinu Grund, fer fram
frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 15. apríl kl. 3 e.h.
Margrét S. Guðmundsdóttir,
Haraldur Guðmundsson,
Jónas Þ. Guðmundsson,
tengdabörn og barnabörn.
nesi Jónsson, en Þórey var dótt-
ir Bjarna bónda á Reykhólum
Þórðarsonar. Föðurbróðir Þór-
•unnar sálugu var séra Böðvar
Eyjólfsson í Árnesi, en móður-
bróðir hennar var séra Böðvar
Bjarnason á Hrafnseyri. Öll
þessi prestanöfn í ætt hennar
voru eins og fyrirboði þess, að
hún sjálf átti eftir að eignast
sem lifsförunaut mann, er
gegndi umisvifamiklu prests-
starfi um langan tíma. Kom það
í hennar hlut að standa við hlið
hans í blíðu og stríðu í hálfan
fimmta áratug.
Þriggja ára gömul fluttist Þór-
unn með foreldrum s'ínium og
systkinum að Melstað í Miðfirði,
■er Staðarbakka- og Melstaða-
sóknir voru satneinaðar. Átti
hún þar bernskuheimili fram á
tíunda aldursár. En þá urðu
mikil þáttaskil í lifi lítillar
stúlku. Ástkær faðir hennar
andaðist langt um aldur fram,
aðeins 46 ára. Stóð Þórey. móð-
■ir Þórunnar, nú ein Yneð 10 börn,
það yngsta þriggja ára, en hið
elzta nítján ára að aldri. Þarf
eigi að fara mörgum txrðuim um
það, hvílíkt reiðarslag þettá hef
ur verið fyrir prestsfjölskyld-
una á Melstað, en æðrulaus og
með óbilandi kjark hélt ekkjan
suður á bóginn til ReykjaVíkur
með barnahópinn sinn. Góðir
menn komu því til leiðar, að
hún fékk ábúðarrétt að Lamba-
stöðu.m á Seltjarnarnesi. Stund-
aði Þórey þar búskap af mynd-
arskap, en' með sameiginlegu
átaki hennar og barnanna tókst
■að afla fjölskyldunni viðurvær-
is og forða því, að hún þyrfti
að sundrast. Eins og að líkum
lætur urðu börnin, hver.t eftir
•sinni getu, að taka þátt í heim-
ilis- og bústörfunum án þess þó
■að ofgert væri. Varð þeim það
igagnleg reynsla og gott vega-
nesti síðar á ævinni. Fór svo að
lokum. að prestsekkjan frá Mel-
stað fékk ríkuleg laun fyrir lífs-
starfið. Börnin hennar tíu kom-
ust öll vel til manns' og voru
ávallt tengd hennj og hvert
öðru sterkum kærleiksböndum.
Þurfti hún ekki að sjá á bak
neinu þeirra meðan hún lifði.
Þórunn hafði mikla námshæfi-
leika. Gekk hún í kvennaskóla,
en að námi þar loknu hélt hún
utan til Danmerkur til frekara
náms og dvaldi þar um eins árs
skeið. Kom hún heirn að hausti
og réðist þá til kennslustarfa
vestur í Arnarfjörð til móður-
bróður síns, séra Böðvars á
Hrafnseyri. Árið 1922 fékk elzti
bróðir Þórunnar, Halldór Kol-
beins, sem þá var orðinn guð-
fræðingur, veitingu fyrir Flat-
eyjarprestakalli. Var séra Hall-
dór ókvæntur á þeim tíma. Bað
t
Okkar innilegustu þakkir
fyrir auðsýnda samúð við and
lát og jarðarför
Gróu Hannesdóttur.
Vandamenn.
t
Þökkum hjartanlega alla vin-
semd og samúð við andlát og
jarðarför
Gunnars Árnasonar
frá Þverárdal.
Sérstakir þakkir viljum vi'ð
einnig færa læknum og hjúkr
uriarliði Fjórðurigssjúkrahúss-
ins á Akureyri.
tsgerður Pálsdóttir
og bömin. ^ .
hann Þórunni systur sína, sem
þá var 19 ára, að standa fyrir
heimili á prestssetrinu. Varð
hún við þeirri beiðni bróður
síns og stjórnaði búi hans um
tíma.
Árið 1924 varð Þórunni einn
gæfuxíkasti tbni á lífsleiðinni. í
janúamiánuði þess árs giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sín-
um, séra Sigprjóni Þ. Árnasyni.
Varð hjónaband þeirra framúr-
skarandi farsælt. Reyndist Þór-
unn eiginmanni sínum tryggur
■förunautur, stoð og stytta í
löngu hjónabandi.
Daginn eftir brúðkaupið var
séra Sigurjón settur sóknarprest
ur í Vestmannaeyjum og skip-
aður í embættið skötmmu síðar.
Kom Þórunn til Eyja á afmælis-
degi sínum 23. janúar 1924 og
áttu þau hjónin þar síðan heima
nær óslitið í rúmlega tvo ára-
tugi.
Þórunn og séra Sigurjón unnu
mikið og gott starf í Vestmanna-
'eyjum og er það enn í minnium
haft þar. Sóknarbörnin dáðu og
virtu prest sinn, en prestsfrúin
var einnig frábærlega vel látin.
Var hún mjög félagslynd, blanid-
iaði geði við safnaðárfólkið og tók
þátt í gleði þess og sorg. Er mér
tjáð af þeim, sem vel þekkja til,
að hún ha.fi átt vináttu allra í
Vestmannaeyjum.
í byrjun ársins Í945 kom Þór-
unn til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sinni, er séra Sigurjóni
var veitt Hallgirímsprestakall.
Lifði hún þar ög starfaði til ævi-
loka.
Þórunn tók allmikinn þátf í
safnaðarstarfi, einkum á fyrri ár
um meðan barnahópurinn var
ekki osðinn eins stór og síðar
var. Heimilið var þó alla tíð
aðalvettvangur starfs herinar.
Þau hjónin eignuðust 7 börn,
sem öll eru á lífi ásamt 16 mann
vænlegum barnabörnum. Börnin
eru Eyjólfur Kolbeins löggiltur
endurskoðandi. kvæntiur Unni
Friðþjófsdóttur, Árni fulltrúi,
kvæntur Þorbjörgu Kristinsdótt
ur, Líney, gift Matthíasi Matt-
'híassyni rafvirkjameistara. Þór-
ey Jóhanna barnalæknir, Ha>nn-
es Páll byggingaverkfræðingur,
kvæntur Sigríði Gísladóttur, Þór
unn Ásthildur, gift Bjarka Elías
syni yfirlögregluþjóni o.g Snjó-
laug Anna kennari.
Foreldrarnir voru samhentir í
t
Við þökkum innilega ölíum
þeim sem sýndu samúð og
vináttu vegna andláts og út-
farar móður okkar, tengda-
móður og ömmu
Magðalenu Daníelsdóttur
Hafnarfirðl.
Stefán Sigurðsson,
Laufey Jakobsdóttir,
Georg Sigurðsson,
Aðalbjörg Halldórsdóttir,
Lárus Sigurðsson,
Guðlaug Hansdóttir
og barnabörn.
því gem öðru að búa börnum sín
'um fallegt heimili, þar sem
ávallt ríkti friður og gleði. Þar
nutu þau fómfúsrar um'hyggju
kærleiksríkrar móður, sem mót-
aði hvert þeirra djúpt og varan-
lega. Vann Þórunn mairkvisst að
því að þau fengju öll hið bezta
uppeldi og þá menntun, sem hug
ur þeirra stóð til, Margvísleg og
mikil störf hvíldu á húsfreyj-
unni á gestkvæmu prestsheimili,
en bæði hjónin gerðu sitt til
þess að þangað væri gott að
koma fyrir vini og vandamenn,
hvort heldur sem var til þess að
taka þátt í gleði eða leita hugg-
unar í sorg.
Frú Þórunn Kolbeins var mikil
gæfukona. Hún átti eiginmann,
sem hún dáði mest allra. Hún
lifði í ástríku hjónabandi um
langt árabil, var trúhneigð mjög,
hafði næman skilning á störfum
manns síns og var honum því
andleg stoð. Hún sá börn sín
öll vaxa upp og verða að þrosk-
uðu, og vel gerðu fólki. Hún
skildi eftir hjá ástvinium sínum
margar fagrar og dýrmætar
minningar, ,sem munu verða
þeim til blessunar á ókomnum
árum.
Sigurjón SigurSsson.
Allt vort líf stefnir eina braut
áð kveðjustund við banabeð. Sú
stund kemur oft fyrr en varir,
ög ekki vor mannanna að velja
hana.
Mér þykir kveðjustund Þór-
unnar frænku minnar alltof
fljótt yfir oss ættingja og vini
komin.
Hún er burtköíluð aðeins 66
ára og ævi hennar orðin oss öll-
um minning, sem þekktum hana.
Sú minnitig er mæt. Hún geym
ir persónulegar minningar, sem
ættingjunum eru perlur í sjóði,
þvi að þannig var henni farið
prestsdótturinni á Staðarbakka,
frú Þórunni Kolbeins.
Frú Þórunn var 7. barn prests
hjónanna sr. Eýjólfs Kolbeins,
prests að Staðarbakka í Mi'ð-
firði 1890—1906 og að Mel í
Miðfirði 1906' tíl dánardags 1.
marz 1912 og frú, Þóreyjar
Bjarnadóttur, Þórðarsonar á
Reykhólum.
Faðir sr. Eyjólfs Kolbeins var
sr, Eyjólfur Jónsson síðast prest-
ur að Árnesi á Ströndum 3. ætt-
liður frá Þórði bónda Pálssyni
á Kjarna í Eyjafirði, sem fjöl-
mennar ættir eru frá komnar.
Móðir sr. Eyjólfs Kolbeins var
frú Elín Elísabet Björnsdóttir, 3.
ættliður frá sr. Birni Jónssyni
í Bólstaðarhlfð, sem fjölmargir
rekja ættir sínar til.
Frú Þóray kona sr. Eyjólfs var
einni.g af kunnum ættum. Móðir
hennar Þórey Pálsdóttir á Reyk-
hólum var systurdóttir sýslu-
(mannsins Jóns Thoroddsens
skálds í Haga á Barðaströnd og
Leirá í Borgarfirði.
Faðir hennar Bjarni Þórðar-
son, stórbóndi á Reykhólum var
af gildum bændaættum úr Borg-
arfirði.
Frú Þórunn fæddist 23. janúar
11903 að Staðarbakka og ólst upp
með foreldrum sínum. Að sr.
'Eyjólfi látnum fluttist móðir
Ihennar með fjölskyldu sína suð-
ur að Lambastöðum á Seltjarhar
>nesi. Þáð var stór hópur, þvi að
Ibörnin voru 10 á aldrinum 19 til
4 ára, sem prestsekkjan frá Mel
flutti með sér suður að Lamba-
stöðum vorið 1912. í þeim stóra
systkinahópi ólst frú Þórunn upp
og menntaðist eftir því sem föng
'voru á. Nam hún í Kvennaskól-
ánum í Reykjavík, fór námsferð
>til Kaupmannahafnar og lagði
Ihönd að öllum störfum hins dag-
lega lifs á fjölmennu heimili
móður sinnar. Hún fór lika til
sumarvinnu norður í Miðfjörð
til þess að skvnja fæðingarbyggð
sína. Þangáð norður leitaði hug-
urinn oft til daga fruimbernsk-
unnar og föðurminningar henn-
ar, sem var henni afar kær. Frú
Þórunn var bráðgjör og vel að
sér orðin um átján ára aldur og
fór haustið 1921 vestur að Hrafns
eyri við Arnarfjörð til móðurr
bróður síns, sr. Böðvars Bjarna-
sonar til þess að annast barna-
kennslu um veturinn á heimili
hans. Sama érið varð elzti bróðir
'hennar sóknarprestur í Flatey á
Breiðafirði, sr. Halldór Kolbeins.
Til hans fór hún eftir veru sína
á Hrafnseyri og sfcóð fyrir heim-
'ili hans þar 5 Flatey vetrartíma?
Um þær mundir átti hún við
nokkra vanheilsu að stríða og
’leitaði sér lækninga við henni.
Og um sama bil ævi hennar
kynntist iiún ungum presti, sr.
Sigurjóni Þ. Árnasyni, sem þá
'var aðstoðarprestur föður ,síns sr.
Árna Björnssonar, prófast síðast
á Görðum á Álftanesi.
Þau giftu sig 4. janúar 1924 og
þá var sr. Sigurjón tekinn við
prestsþjónustu í Ofanleitispresta
kalli í Vestmannaeyjum, sem
hann þjónaði til 1945, er hann
'tók við þjónustu prestsembættis
í Hallgrímsprestakalli í Reykja-
vík, sem hann hafði á hendi
meðan aldur leyfði til ársloka
'1967.
Þau settu saman heimili sitt
áð Ofanleiti ungu hjónin og frú
Þórunn tók við vandasömu starfi
prestsfrúarinnar í prestakalli
manns hennar.
Hún átti minningar frá æsku-
heimilinu, sem var prestssetur,
frá prestsheimili móðurbróður
síns og hafði einnig reynt sig
við forstöðu prestsheimilis hjá
hróður sínum.
Það var því ekki ókunnur
starfsvettvangur, sem hún byrj-
aði húsimóðurstörf sín á. En
henni var líka vandinn Ijós og
tók þannig á störfum sínum og
stóð í stöðu sinni við hlið eigin
manns síns, a‘ð blessun fyligdi.
'Hún lifði og lagði önn sina alla
í mófður og húsmóðurþiónustuna
gædd ríkri fórnarlund fyrir börn
sín, eiginmann og embætti hans.
Þau eignuðust 7 börn. sem eru:
Eyjólfur Kolheins Sigurións-
son, lögg. endurskoðandi í
■Reykjavík kv. Unni Friðþjófs-
dóttur.
Árni Sigurjónsson. lögreglu-
varðstjóri í Reykiavík kv. Þor-
þjörgu Kristinsdóttur.
Líney Sigurjónsdóttir, húsfrú
Reykjavík gift Mattftíasi
Matthíassyni verkstj. Rafmaignsv.
Rvíkur.
Þórey Jóhanna Sigurjónsdótt-
ir, barnalæknir Reykjav.
Hannes Páll Sigurjónsson,
verkfræðingur við Búrfell kv.
Sigríði Pálsdóttur.
Þórunn Ásthildur Sigurjóns-
dóttir, kennari Reykjav., gift
Bjarka Elíassyni, yfirlögreglu-
þjóni.
Snjólauk Anna Sigurjónsdóttir,
kennari Reykjavík.
Fúsar móðurhendur frænku
minnar höfðu nóg fyrir stafni
að starfa að velferð allra sinna
mannvænlegu barna með eigin-
manni sínum. Ég man þær stund
ir, þegar óg kom á heimili henn-
Móðir okkai og stjúpmóðir,
ASDtS M. ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Ásvallagötu 28.
sem andaðist 9. apríl 1969, verður jarðsungin fimmtudaginn
17. apríl, Athöfnin fer fram i Fossvogskirkju kl. 3 e h. Jarðsett
verður í gamla kirkjugarðinum.
Þorgrímur V. Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir,
Aðalheiður Sigurðatdóttir, Ásberg Sigurðsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Valborg Sigurðardóttir
og Kristín L. Sigurðardóttir.