Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍtL 1060 31 Næst síðasta sýning Leiksmiðjunnar á „Frísir kalla“ verður í Lindarbæ í kvöld. Á myndinni er Leiksmiáiufólkið á æfingu. YFIR 40 ÞUSUND UTLEND INGAR HINGAÐ 1968 f nýútkomnum Hagtíðindum er skýnt frá fjölda farþega til landsins á árunum 1965 ti'l 1968. Árið 1965 komu 28.879 útlend- ingar hingað til lamds, en 18.679 ísleradingar. Árið 1966 komu hingað 34.733 útlendingar og 23.147 íslendingar. Árið 1967 komu 37.728 útlendingar og 26.368 fslendinigar. Árið 1968 komu 40.447 útlendingar en það ár voru aðeins 20.848 íslending ar farþegar til landsinis. Flestir útlendu gesitanma voru frá Bandairíkjunum, 15.278, 1968, næstflestir frá Danmörku, 4.519, 1968, og Þýzkalandi, 4.231 1968, Á þessum árum komu gestir frá yfir 35 'löndum og auk þess nokkrir ríkisfangslausir. Innbrot ■BROTIZT var inn í sölutuirn á •Hlemmtorgi í fyrrinótt og stol- 'ið um 40 kartontum af sígarett- 'um. Sömu nótt var brotizt inn •í skrifstofux Sanitag og þar eyði 'lagður peningaskápur, en engu stolið. Helgí Rergs settur bunku- stjóri Lundsbunhuns í FRÉTT frá Landsbanka ís- lands segir, að Helgi H. Bergs, verkfræðingur, hafi verið sett- ur bankastjóri Landsibanka Is- íslánds til 15. ágúst 1969 í stað Svanbjarnar Frímannssonar, sem er settur bankastjóri í Seðlabanka íslands til sama tíma. Hér er verið að leggja síðustu hönd á undirbúning kaupstefn- unnar íslenzkur fatnaður. - 550 MILLJÓNIR Framhald af hls. 32 ráðuinieytisinis hönd, og hefur dr. Jóbannes Nordal, seðlabankastj. anniast samninga við hina erlenda banka. Vaxandi fjöldi erlendra lána hefur verið boðinn út á hinum þýzka lánamarkaði að undan- fönnu, og veldur því m.a. hinn fcagstæði viðskiptaj öfnuður býzka lands, er jafnaður hefur verið með útflutningi fjármagns. Er áætlað, að erlendar lántökur x í Þýzkálandi hafi á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs numið um 2.500 millj. þýzkra marka. Hafa margar þjóðir, þar á meðal Norð urlandaþjóðirnar, boðið út lán á þessum markaði q.ð undanförnu. Endanlegar ákvarðanir hafa énn ekki verið teknar um skipt- ingu þessa lánsfjár á einstakar þarfir, en því mun verða ráð- stafað eftir lántökuheimildum, er samþykktar hafa verið af Al- þingi. Mun meginhluti fjárins not aður til útiláma á vegum Fram- kvæmdasjóðs og Atvinnumála- nefndar ríkisins. Hinn 9. apríl uindirritaði Magn ús V. Magnússon, ambassador, einnig f.h. fjármálaráðherra 3 mil'lj. þýzkra marka lánssamning við Kreditanstalt fúr Wiederauf bau í Frankfurt um lán tilbygg inigar hafrannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar. Kaupstefnan íslenzkur fatnaöur — hefst í Laugardalshöllinni í dag ElNS og skýrt var frá í blað- inu sl. fimmtudag hefst vorkaup stefnan íslenzkur fatnaður í Laugardalshöllinni kl. 14.00 í dag. Það er Félag íslenzkra iðn- rekenda sem hefur haft for- göngu um þessa kaupstefnu og eru allir þátttakendur, 17 tals- ins, meðlimir í félaginu. tslenzk iðnifyrirtæiki hafa á síð ustu árum mörg hver fundið til- finnanlega fyrir samkeppni er- lendis frá, sem hefur gert það að knýjandi nauðsyn, að íslenzk ur iðnaður taki nútíma sölutækni í sína þjónustu og hefur þegar fengizt góð reynsla af kaupstefn um sem þessari. Eru þær fjöl- sóttar af innkaupafólki, sem kann vel a'ð meta það hagræði, að hafa allar eða flestar fatn- aðarvörur á einum stað. Er það von Félags íslenzkra iðnrekenda, að fatnaðarkaupstefnur þessar stuðli að meiri festu og öryggi í þessari framleiðslugrein í fram tíðinni. Kaupstefnan er eingöngu ætluð til innkaupa og því ekki opin almenningi. Verður hún opin í dag frá kl. 14.00 til 18.00. Mánu- dag, þriðjudag Qg miðvikudag vedður hún opin frá kl. 9.00 til 18.00 og verða tízkusýningar þá daga kl. 15.00. Heilbrigðisvika Hjartaverndar Sigurður Samúelsson, prófess or formaður Hjartavemdar hélt fund með fréttamönnum í sl. viku vegna heilbrigðisviku, sem Iljartavernd gengst fyrir í fyrsta sinn og verður í næstu viku, og verður aðaláherzla lögð á heilsugæzlu og heilbrigðis- fræðslu. Ságði prófessorinn tilganginm með vikunni vera þann, að vekja áhuga almennings á heilbrigðis- málum með fræðsluerindum um þessi mál, og muruu þau ffliutt í útvarpi á kvöldin, en endurtek in á morgnana. Eininig fá sam- tökin aðgang að sjónvarpi pg dagblöðum. Hefst vikan með erindi pró- fessors Sigurðar 14. apríl kl 20, og nefnist Starfsemi Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar. Síðan verða flutt eftirtaliin er- indi í útvarpi: 15. apríl ki. 21.15: Nýjar aðferðir í raninisóknum og meðferð hjartasjúkdóma. Árni Kristinsson læknir fly'tur. 16. apríl, kl. 21.45: Reykingar og Heilsufar. Hraifnkel'l Helgason, yfirlæknir flytur. 17. apríl kl. 21.35: Tvö heilbrigðismálerindi: Nikulás Sigfússon, læknir talar um mataræði og kransæðasjúk- dóma, og Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri talar um fæðuval. 18. apríl, kl. 21.15: Ný viðhorf í heimilislækningum. Heilsugæzlu og heilsuvernd. Örn Bjarnason héraðslæknir ffllytur. 21. apríl flytur Jón Þorsteinsson læknir erindi, sem nefnist Gigtarsjúk- dómar á íslandi. 22. apríl flyt- ur Guðmundur Björnsson lækn- ir erindi, sem hann nefnir: Gláka á fslandi, og 23. aprfl. flytur Páll Sigurðsson trygg- ingayfirlæknir erindi, sem nefn- ist: Heilsugæzla ag tryggingar. Sjónvarpsþátturiinn: f brenni- depli, verður helgaður starfsem- inni og munu þar koma fram auik Haralds J. Hamars, Snorri P. Snorrason, læknir, og Ottó Björnsson, tölfræðingur. Verður þetta 15. •apríl. Sunniudaginn 20. apríl, verður almennur merkjasöludagur tfl á- góða íyrir starfsemi Hjarta- verndar. Prófessor Sigurðuir Samúels Akranes SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi halda almennan fund um fjárhagsáætlun Akraneskaup staðar 1969 í félagsheknili templ ■ara í dag kl. 4 e. h. — Fram- 'sögumaður verðiar Valdimar Ind 'riðason. Allt Sjálfstæðisfólk vel- 'komið. ♦ son sagði að lokum, að hamn vonaðist til þess, að þessi heil- brigðisvika yrði til þess að auka þekkingu almennings á heilbrigð ismálum, og þó sérstaklega þýð- ingu almennrar heilsugæzlu og heilsuverndar. - ARÐUR Framhald af bls. 52 stofna sveitarfé'laa með sérstöku tilliti til atvinnufyrirtækja og af komumöguleika þeirra. Hefur á það verið bent, hversu mjög skort ir á það, að áðurnefnd löggjöf sé þannig úr garði gerð, að al- mennimgur hafi huga á að leggja fjármagn sitt í atvimnurekstur, nema þeir sem eingöngu ætla sér að hafa af því atvinnu. Jafnframt hefur verið sýnt fram á, hversu mjög þar hefðu háð a'tvinnurekstriraim, hversu eigið fjármagn atvinnufyrirtækj anna hefur verið lítið, og það oft og tíðum meginorsök lélegs árangurs í rekstri fyrirtækjanna Við breytingu þá, sem gerð var á skatta- og tekjustofnalög- unum 1962 var stigið rétt spor í þá átt að efla atvinnulífið í landinu, en það sýmdi sig, þeg- ar á móti bttæs, að betur má gera, því að fjárhagslega sterk og vel rekin fyrirtæki verða ævinlega gr'undvöllur blómlegs atvinnu- lífe. Frumvarpi þessu, ef að lög- um verður, er ætlað að vera spor í þá átt að hvetja almenning til þátttöku í atvinmulífinu með fjár magni sínu, svo og að gera und- lirstöðu atvinnufyrirtækjanna styrkari með aukmu eigin fjár- magni - IÐJA Framhald af bls. 32 í Félagi íslenzkra iðnrekenda var samþykkt að veita stjórn félágs- ins og þar til kjörinni fimm manna nefnd, heimild til boðun- ar verkbanns á hendur Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks í Reykja- vík, vegna ákvörðunar Iðju um vinnmtöðVun hjá ísaga h.f. og Kassagerð Reykjavíkur h.f. Stjórn Félags íslenzkra iðnrek enda og fimm manna nefndin samþykktu á fundi í gær að boða verkbann frá og með 18. apríl n.k. Sáttanefnd ríkisins óskaði eftir fundi með fulltrúum iðn- rekenda áður en verkbann yrði boðað og átti sá fundur sér stað í gærkvöldi. Náðist samkomulag milli fulltrúa Félags íslenzkra iðnrekenda og Iðju um, að báð- ir aðilar frestuðu aðgerðum um jafnlangan tíma, eins og áður hefur komið fram í fréttum. Skemmtikvöld á Sögu Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar nnun nú í kvöld efna til skemmtikvölds að Hótel Sögu. Hljómisveitin hefur að undan- förnu æft sérstaka skemmtiskrá ásamt Ómari Ragnamsyni, og verður fyrsta skemmtikvöldið í kvöld, eins og fyrr isegir. Ef þetta skemmtikvöld þykir takast vel, verður það væntanlega endurtekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.