Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 23 ar á námsárum miínum oig sá það Ihugaryndi, sem af henni geisl- aði, þegar hún aima'ðist börnin sín. Það endurtók sig þegar ömmubörnin komust á legg og heimsóttu hana, því að þau þekktu fljótt hennar mildu mund. Tengdabörnin fundu líka, að í móðurhjarta hennar áttiu þau rúm og móðurhlýja hennar um- vafði þau einnig. Henni var ný- lega flutt þessi stutta staka. „Mikið var þitt móðurstarf mótað hreinum línum. Göfug kona góðan arf gaistu börnum þínum.“ Þannig er farið um allar vorar beztu mæður. En þær eru ekki háværar frásagnirnar af móður- starfinu, þótt á því hvíli gæfa og gengi kynslóðanna oft og einatt. Frænku minni var ljóst mikil vægi góðs O'g trúrækins uppelidis, sjálf trúræain og guðhrædd kona og lagði því mikla alúð við börn in sín jafnhliða því, að hún studdi mann sinn í starfi eftir Iþví sem ástæður framast leyfðu. Hún lagði hönd og hug að starfi í félagi K.F.U.K. í Vestmanna- eyjum og starfaði í stjórn þess tfélags. Kverifélag Landakirkju ’naut á sama hátt starfsorku Ihennar. Finnig starfaði hún í kverufélagi Hallgrimssóknar í (Reykjavík. Glaðlynd og söngelsk var hún ifrænka mín og undi sér veL í glöðum og góðum hópi vina, ætt menna og venzlafólks. En alvara lífsins var henni vel kunn og þrýði henni í prestsfrúarstöð- unni, hve næm hún var á nauð- syn þess að votta í verki, bæn Og trú samúð sína og hluttöku í margslungnu andstreymi sókn- 'arbarnanna. Hún lærði ung að leika á hljóðfæri og hafði góða söngrödd. Efalaust munu mörg sóknarbörn minnast þátttöku hennar í störfum mannsins síns Við helgar athafnir á heimili Iþeirra hjónanna, er hún lék á brgelið eða söng til að auka fyll- 'ing og, dýpt trúartilbeiðslunnar. Án alls efa er í minningu margar ýmsar stundir, sem fylla hugann þakklæti nú að leiðar- lokum fyrir vináttu hennar og heilsteypta einlæga tryggð, sem !hún batzt við vini sína. Ég hefi aðeins vikið að fáum 'þáttum starfaríkrar ævi og mér 'er ljóst að margþættu samstarfi og samstöðu hjónanna sr. Sigur- jóns og frú Þórunnar er ekki auðið að lýsa í fáorðri minning- argrein. Eg veit, að gott er hverri þjóð að eiga svo góð og ’samhent hjón meðal þegna sinna. Á sambúðinni er enginn skuggi og ég bið góðan Guð að vera með vini mínum og starfsbróður í missi hans og blessa börnunum þeirra eðalsteina góðrar móður- minningar. • Ég heiðra minninguna, sem ég á um frænku miína, hispurslausa lífseinurð liennar, samú’ð með smælingjum í huga og starfi, vin áttuviðmótið og tryggu ættar- þöndin. Svipheiða mynd á ég í huga mér, sem ég bið Guð að hjálpa mér að var'ðveita. Stóri systkinahópurinn, sem fluttist frá Mel í Miðfirði vorið 1912 var ævmlega í ein'kar kæru ’sambandi sín á milli. Af honum •eru fá orðin ofar moldu. Frú Þórunn andaðist að miorgni 4. apríl eftir iangvarandi vanheilsu og degi jíðar bárust fregnir af andláti bró'ður hennar Marinós Jako'bs Kolbeins vestan um haf. Hann var búsettur í Vancouver í Kanada. Marinó var næstur frú Þórunni í aldri yngri í aldurs röð og með þeim var einkar kært á uppvaxtarárum þeirra. Hann fluttist vestur um haf 1930. Nú eru þau aðeins þrjú lifandi syst- kinin Þórey og Páll búsett í Reykjavík en Bjarni búsettur í Vanoouver. Guð blessi þeim syst- kinaminninguna. G. H. K. Fædd 23. janúar 1903. Dáin 4. apríl 1969. Frú Þórunn Eyjólfsdóttir Kol- beins andaðist að heimili siínu Flókagötu 65, Reykjavík föistu- tíaginn langa, 4. apríl sl. Útför hennar fór fram í gær laugar- daginn 12. apríl. Hún var fædd að Staðarbakka í Miðfirði 23. janúar 1903, dóttir Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar þrests að Árnesi, Jónssionar og Þóreyjar Bjarnadóttur bónda að Reykhólum, Þórðarsonar. Að 'henni stó'ðu sterkir stofnar í báða ættliði. Ekki er ætlunin að rekja náið æviferil frú Þórunn- ar, því það munu aðrir gera, heldur minnast fáum orðum og þakklátum huga mikilhæfrar 'konu. ' Fyrstu kynnin eru frá því, er 'sá, er þessar línur ritar, dvaldi, úngur að aldrd á heimili hennar og eiginmannsins, séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, þá prests í Vest- mannaeyjum, nokkur sumur. Á skilnaðarstundu koma fram í hug ann Ijúfar endurminningar um dvölina þar. Ung að árum giftist ihún séra Sigurjóni og hófu þau ibúskap að Ofanleiti í Vestmanna eyjum, þar sem hann hafði verið settur prestur, og þar var heimili þeirra í meira en tuttugu ár. Þau 'eiignuðust sjö börn. í lífi og starfi er hverjum rnanni mikilvægt að eiga sér 'traustan og góðan lifsförunaut 'og er mörgum ómetanlegur styrk 'ur í lífsbaráttunni. Þáð reyndist Þórunn eiginmanni sínum í rík- um mæli. Hún var hans sterka 'stoð í öllu: i Rekstur búsins að Ofanleiti og istjórn vinnufólksins hvíldi á hennar herðurn, þegar eiginmað- ■urinn var við húsvitjanir og önnur prestsstörf í kaupstaðn- um. Við skírnir og giftingar á heimilinu aðstoðaði hún með 'orgelleik og á annan hátt. Mót- 'taka fjölda gesta, sem jafnan bar að garði á heimili með afbrigð- um gestrisinna prestshjóna, mæddi mest á húsmóðurinni í 'sambandi vfð framreiðslu allra góðgerða. Öll þessi störf vann hún af miklum myndar- og glæsi brag. Við uppeldi barnanna var hún hin styrka og umhyggjusama móðir. Og í húsmóðurstarfinu á hinu stóra heimili lagði hún sig alla fram um, að öllum mætti líða sem bezt í návist hennar. Öllum börnunum á heimilinu var hún nin nærgætna móðir, leiðbeinandi á þann milda og hóg 'væra hátt, sem henni var lagið, vakandi yfir velferð okkar allra í hvívetna. Öll samskipti hennar 'við vinnufólkið á prestsetrinu var með líkum hætti, enda voru þau hjónin einstaklegia hjúsæl. Á 'friðsælu heimili þeirra níkti andi gagnkvæms trausts og hjarta- 'hlýju, samheldni og eindrægni, þar sem allur heimilisbragur ein kenndist af stjórnsemi sívinn- andi húsmó'ður. Jafnt í mótlæti 'sem meðlæti var hún í senn 'kona sterkrar skapgerðar og hug ljúfs viðmóts. Þórunn var hreinlynd kona og 'kyrrlát, en þó glaðvær og létt í lund. Hún átti mjög auðvelt með að umgangast fólk, greiðvikin og hjálpsöm, og mörgium rétti hún hjálparhönd með ýmsum hætti, sem höllum fæti stóðu í lífinu. Hún leitaðist jafnan við að færa allt til betri vegar. Henni voru hugstæð þessi orð Marteins Lutihers og vitnaði gjarnan til þeirra: „Afsakið, tölum vel um 'hann, færum til betri vegar“. Og ennfrermur -eftirfarandi úr heil- agri ritningu: „En vér bi'ðjum til Guðs, að þér gjörið ekki neitt illt, ekki til þess að vér skulum •koma fullreyndir í ljós, heldur til þess, að þér gjörið hið góða“. Þórunn var einlæglega trúuð og kristin kona og átti í því sem öðru örugga samstöðu með manni sínum. Mótaðist allt hennar dagfar og lífsviðhorf af hinu kristilega hugarfari. Árið 1945 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þegar séra Sigur- jón tók þar við preatsembætti. Og nú er hún horfin, hennar jar'ðlífi er lokið. Þeir eru margir, sem munu minnast hennar með þakklæti þegar hún nú er kvödd hinztu kveðju. En minnimgin um góða og kærleiksríka konu lifir í hugum þeirra, sem henni kynnt- ust. Stefán Gunnlaugsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 55. og 56. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1968 á hraðfrystihúsi, fiskimjölsverksmiðju o. fl., þinglýstri eign Félagshvamms s.f., fer fram á eigniinni sjálfri mánudaginn 14. apríl 1969 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.