Morgunblaðið - 17.04.1969, Blaðsíða 20
2Q MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1©69
Frá Vestfirðingafélaginu „
Stjömubíó sýnir um þessar mundir náttúmmynd frá viiliskógum
sem ber nafnið „Borin frjáls“. Myndin er með íslenzkum texta
og sagan hefur komið út í íslenzkri þýðingu. Sagan er gerð eftir
bók Joy Adamson en leikstjóri er James Hill. Með aðalhlut-
verkin fara Virginia McKenna o j Bill Travers.
Ráðstafanir til verndar
síldarstofninum
Á aðalfundi Vestfirðingafélags
ins 30. nóv. 1968 kom þetta fram
um störf félagsins á árinu:
Að þessu sinni beitti félagið
sér fyrir fjársöfnun vegna sjó-
slysanna á Vestfjörðum. (Bol-
ungavík og Súðavík) ... Alls
söfnuðust kr. 611.604.00, sem af-
hentar voru fulltrúa félagsins f.
v. prófasti séra Jóni ólafssyni á
ísafirði, sem fyrir félagsins hönd
tók þátt í úthlutuninni með
nefndinni, sem annaðist hana.
1966 hóf félagið sölu á happa-
drættismiðum vegna byggða
safns Vestfjarða, etn það mál hef
ur verið á stefnuskrá félagsins
frá upphafi þess 1940. Happ-
drættið var gert upp í lok árs-
ins 1967 og tilkynnt formanni
byggðasafnsstjómar hr. Jóhanni
G. Ólafssyni á ísafirði ... Þann
7. sept. 1968 hélt stjórnin fund
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í Mbl. hefur norska útgáfu-
fyrirtækið Fonna nýlega sent
frá sér úrval ljóða eftír Snorra
Hjartarson, sem á nocsku ber
heitið Lyng og Krater. Hefur
Ivar Orgland þýtt ljóðin. í rit-
dómi í Dag og tid sem heitir
„Sérstæð íslenzk ljóðagerð“ seg-
ir Olav Dalgard um þýðingu
Orglands m. a. á þessa leið:
„íslandsvinurinn trúi, ívar
Orgland, sendi í haust frá sér
sjöunda bindi af nýrri íslenzkri
ljóðagerð. Að þessú sinni er um
að ræða höfund, sem gaf sína
fyrstu bók út á norsku á miðj-
um fjórða áratugnum, er hét
„Hþjt flyver ravnen“. Þá nam
höfundurinn við Listaakademí-
una i Osló og hafði hugsað sér
með Jóhanni G. Ólafssyni sýslu-
manni að Hótel Borg, þar
sem hún afhenti honum sem for-
manni byggðasafnsstjórnar nettó
hagnað téðs happdrættis kr.
210.658.00 ... Einnig var honum
afhent samþykkt frá síðasta að-
alfundi, um að fénu yrði varið
til byggingar á sveitabæ fyrir
Byggðasafn Vestfjarða.
Lögð var fram staðfest skipu
lagsskrá fyrir „Menningarsjóð
vestfirskrar æsku“, en það er
sjóður sem stofnaður hefur ver-
ið af formanni félagsins Sigríði
Valdimarsdóttur, til minningar
um foreldra hennar Elínu Hanni
balsdóttur, Valdimar Jónsson
og móðursystur hennar Matt-
hildi Hannibalsdóttur, sem bauð
henni til sín í skóla, og félagið
hefur tekið að sér til varð-
veizlu og stjórnar ásamt henni.
að verða listmádari. En heimþrá-
in kallaði og þá vaknaði ljóð-
gáfan af slíkri alvöru að hann
lagði pensilinn og léreftið á hiil-
una.“
Þá rekur Dalgard höfundar-
feril Snorra Hjartarsonar, en
segir síðan:
„Eins og venjulega lætur fvar
sér ekki nægja beina þýðingu —
það er ógerlegt, enda þótt ný-
íslenzka og nýnorska eigi margí
sameiginlegt í orðum og fram-
sagnarmáta — hann fylgir hrynj
ahdinni nákvæmlega, að því er
ég get dæmt um af íslenzka
textanum, en ljóðið sjálft end-
ur&kapar hann á norsku. Aðeins
með þvi móti fæ>r það gildi sem
skáldskapur á norsku, og verður
meira en skuggi frumkvæðisins.“
Hlutverk sjóðsin s er að
styrkja vestfirzk ungmenni til
náms, sem þau geta ekki stund-
að í heimabyggð sinni .. . For-
gangsrétt til styrks úr sjóðnum
hafa eftirtaldir:
A. Þeir, sem misst hafa fyrir-
vinnu sína, og einstæðar mæður.
B. Koavur, meðan fullt launa-
jafnrétti er ekki í raun.
C. Ef engar umsóknir eru frá
Vestfjörðum, koma Vestfirðingar
búsettir annarstaðar eftir sömu
reglum.
Stjórn sjóðsins eru þrír menn,
tveir frá félaginu og stofnandi.
Umsóknir um styrki skulu send-
ast til sjóðsstjórnar Vestfirðinga
félagsins í Reykjavík.
Stofnfé sjóðsins er arður af
íbúð Sigríðar Valdimarsdóttur
Njálsgötu 20. Rvík frá 4.8 1966
og eftir dag stofnanda skal hús-
eign þessi verða eign sjóðsins
og honum til ráðstöfunar.
Uth'lutun fer fram 4. ágúst ár
hvert. Ekki skal afhenda veitt-
an styrk fyrr en viðkomandi er
innritaður í skóla og sendir vott
orð þar um. Meðmæli skulu
fylgja umsóknum frá viðkomandi
skólastjóra, eða öðrum sem
þekkja umsækjendur, efni þeirra
og aðstæður.
Núveran di stjórn Vestfirð-
ingafélagsins skipa: Sigríður
Valdimarsdóttir formaður, Guð-
mundur J. Kristjánsson varafor-
maður, Sigurvin Hannibalsson,
gjaldkeri, Guðný Bieltvedt, rit-
ari.
Meðstjórnendur: Páll Hall-
björnsson, María Maack og Ei-
ríkur Bjarnason. Varastjórn: Ó1
afur A. Guðmundsson, Sveinn
Finnsson og Karl Proppe.
f stjórn „Minningarsjóðs vest
firskrar æksu“ voru kosin þau:
María Maack og Páll Hall-
björnsson.
FYRIR nokkru barst Mbl. frétta-
tilkynning frá Sjávarútvegsmála
ráðuneytinu, þar sem skýrt er
frá þvi að sett hafi verið reglu-
gerð um ráðstafanir tli verndar
íslenzku síldarstofnunum. Er
reglugerðin sett samkvæmt til-
lögum Hafrannsóknarstofnunar-
innar og Fiskifélags íslands, og
hefur að geyma eftirgreindar ráð
stafanir:
1. Á árinu 1969 er óheimilt að
veiða meira en 50 þúsund smá-
Iestir sildar á svæði fyrir Suður-
og Vesturlandi frá línu, sem
hugsast dregin í réttvísandi suð-
austur frá Eystra Horni suður
um og vestur fyrir að línu, sem
hugsast dregin í réttvisandi norð
vestur frá Rit.
2. A tímabilinu frá 1. apríl til
1. september 1969 eru sildveiðar
þó bannaðar á þessu svæði.
3. Lágmarksstærð síldar, sem
leyfilegt er að veiða, verður s«n
fyrr 25 cm.
Sérstæð ísl. Ijððagerð
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓKBARNANNA
3
kvaddi mömmu ®ína og
þeir héldu af stað í rauða
Willys-jeppanum niður í
miðbæ, þar sem stofa
tannlæknisins var.
Jonni vonaðist til þess
að þeir ýrðu fyrir ein-
hverjum töfum á leiðinni
svo að þeir kæmu of
eeint og tannlæknirinn
yrði farinn heim til sín.
En þessi von hans brást
illilega — það var grænt
ljós á öllum götuvitum,
sem þeir komu að og
hvergi þurftu þeir að
bíða við gatnamót.
Það var meira að segja
laust bifreiðastæði beint
fyrir framan tannlæknis
stofuna.
Biðstofan var tóm svo
að Jonni komst strax að.
„Gerðu svo vel og
eeztu í stólinn, litli vin-
ur“, sagði tannlæknirinn
og Jonna sýndist hann
glotta við.
Jonni settist og aðstoð-
arstúlkan setti á hann
hvíta „serviettu".
Pabbi hans og tann-
læknirinn færðu sig að-
eins frá honum og töl-
uðu saman í lágum
hljóðum.
„Ég er viss um að þeir
eru að tala um að spóla
eða að draga úr mér
tönn. Nei takk. Aldrei
skal hann fá að spóla í
tönn í mér“, hugsaði
Jonni.
Og þegar enginn sá
hoppaði hann niður úr
stólnum og læddist út.
Hann lokaði útidyrahurð
inni og hljóp síðan sem
fætur toguðu.
Nú var um að gera að
vera fljótur að koma sér
í hvarf.
Hann hljóp upp alla
Norðurgötu og beygði áð
an inn Suðurgötu og þar
inn í húsasund.
Jonni stóð þarna lengi
og blés mæðinni. Hann
var ennþá dauðhræddur
um að pabbi hans og
tannlæknirinn kæmu á
eftir honum.
Skyndilega heyrði
hann mannamál. Hvað
var þetta? Hann þokaði
sér innár, nær hurð, sem
var barna hálfopin.
„Hvenær eigum við að
leggja af stað, Jói?“
heyrði hann einhvern
segja.
„Um klukkan tvö í
nótt“, sagði Jói, „þá eru
allir farnir heim og leið-
in opin fyrir okkur í
bankann“.
Jonni stóð á öndinni af
hræðslu. Þetta voru þá
þjófar. Hvað .gat hann
gert? Líklega væri bezt
að hlaupa og reyna að
ná í lögregluna.
Hann sneri sér snöggt
við og ætlaði að hlaupa
út en datt þá um járna-
rusl, sem var þarna í
sundinu.
Gauragangurinn var
ægilegur.
„Hvað var þetta?“
spurði Jói.
Báðir þrjótarnir hent-
ust á fætur og þutu út.
Jonni var ekki nógu
fljótur að forða sér. Jói
þreif harkalega í öxlina
á honum.
„Hvað ert þú að þvæl-
ast hérna, strákhvolp-
ur?“ spurði hann og
hristi Jonna tiL
„Ég, ©g . “ Jonni gat
ekki ságt meira og fór
að hágráta.
„Já, svaraðu mér“,
skipaði Jói, ,hvað heyrð-
ir þú mikið af því sem
okkur fór á milli?“
„Ekki neitt"', sagði
Jonrii og skalf af hræðslu
og ekka.
„Leitaðu á honum“,
skipaði hinn maðurinn.
„Hvers konar asni
ertu? Þú ert þó ekki að
ímynda þér að svona
smástrákur hafi byssu á
sér?“ sagði Jói og hló
hátt og hrottalega.
Jonna létti. Það var
eins gott að þeir leituðu
ekki á honum. Þá hefðu
þeir liklega fundið byss-
una hans, sem hann bar
alltaf á sér, hlaðna (af
vatni) í hægri rassvasan-
um.
Nú hafði hann kannski
möguleika á að sleppa.
Hann hafði þó alltaf
vatnsbys'suna sína, en
mennirnir virtust vera
óvopnaðir.
Jonni notaði tækifær-
ið, þegar hanri fann tak-
ið um handlegg sér lin-
ast, þreif til vatnsbyss-
unnar og sprautaði vatn-
inu beint í augun á þjóf-
unum.
Hann var laus! Hann
hljóp nú á harðaspretti
út úr sundinu og út á
götu.
Jonni flýtti sér svo
mikið, að hann tók ekki
eftir lögregluþjóninum,
sem var þarna á eftirlits-
ferð og hljóp beint í fang
ið á honum og datt kylli-
flatur.
Lögregluþjónninn reisti
hann við og spurði hvað
í ósköpunum gengi á.
í sama mund koma
þjófarnir þjótandi út úr
sundinu. Þeir sáu lög-
regluþjóninn og sneru
við, dauðhræddir.
„Nú, eruð það þið?“
sagði lögregluþjónninn
og hentist á eftir þeim.
Hann náði þeim fljót-
lega, setti þá í handjárn
og flutti þá í gæzluvarð-
hald.
Þetta voru nefnilega
alræmdir þjófar, sem lög
reglan hafði lengi verið
að leita að.
Jonni fékk mikið hrós
fjrrir snarræði sitt og
myndir birtust af honum
í blöðunum og viðtöL
Pabbi hans og mamma
skömmuðu hann ekkert
fyrir að hafa hlaupist frá
tannlækninum, Þau voru
aðeins hreykin af syni
sínum.
En næsta dag ákvað
Jonni að hann skyldi
fara til tannlæknisins.
Hann fór aleinn, því nú
fannst honum hann vera
orðinn fullorðinn mað-
ur.
Tannlæknirinn boraði
pínulítið, en Jonni fann
svo lítið fyrir því, að
hann spurði tannlækninn
á eftir: „Þurftir þú ekki
neitt að bora?“
SKRÝTLUR
Faðirinn: — Geturðu
ekki verið kyrr ofurlitla
stund?
Drengurinn: — Ég veit
það ekki, ég hef aldrei
reynt það.
Eiriki litla þótti leið-
inlegt að vera einn að
leika fótbolta. Hvers
vegna í ósköpunum gat
mamma hans ekki verið
með. Hún sat þarna á
bekknum og var að
sauma.
„Mamma, _ komdu
hérna i fótbolta með
mér“.
„Mamma kann ekki
fótbolta, drengur minn“.
„Uss, það eru annars
aumu leiðindin að eiga
kvenmann fyrir
mömmu“.
Jón: — Hittir þú ekki
mann fyrir austan með
tréfót, sem hét Ólafur?
Páll (hugsar sig um):
— Þú veizt liklega ekki
hvað hinn fóturinn á hon
um hét?
Róbert litli: Nú kemur
víst þráðum óveður,
mamma.
Móðirin: Svo? Af
hverju heldurðu það?
Róbert litli: Þú segir,
að það komi alltaf vont
veður þegar loftvogin
fellur.
Móðirin: Og heldur þú
að þú hafir vit á því
hvort hún fellur eða
ekki?
Róbert litli: Já, núna,
því ég felldi hana niður
sjálfur.