Morgunblaðið - 17.04.1969, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1969
ir töskurmi sinni uppi á skáp og
lór að tína í hana úr skúffunni
sinni. og síðan tók hann að tæma
fataskápinn.
Ég leit á hann með hryllingi.
— Þetta geturðu ekki gert,
Nick. Alls ekki!
— Margir ungir mertn fara að
heiman. Sennilega fer ég til Lon
don og leita mér atvinnu þar.
Eða kannski gæti ég farið til
Ástralíu. Sannast að segja er mér
næst að halda, að það mundi ég
gera. Það eru miklu meiri mögu-
leikar þar en í hinum nýlend-
unum eða þessu andstyggðar
landi.
Mér var illa við að heyra
Nick hafa svona ljótt í munnin-
um. Það var svo ólíkt honum.
— Ég get ekki hugsað mér, að
þú farir að fara að heiman, sagði
ég, enda þótt ég vissi, að það
væri eftir atvikum það skynsam
legasta, sem hann gat gert. Ég
lagði höndina á handlegginn á
honum. — Flýttu þér ekki svona
rnikið að heiman. Reyndu að fá
eitthvað að gera hérna nær fyrst
að minnsta kosti. Þú kynnir að
geta fengið eitthvað að gera í
Rye.
Hann hristi höndina á mér af
sér.
— Ég vil ekki vinna í Rye.
Eins og hún Kay segir '■tundum,
er það ekki annað en bölvaður
hundsrass. Og þegar hann sá tár
in, sem ég var að reyna að hafa
hemil á, sagði hann. — Og farðu
p IERP( )NT UR
Ityo ifn ^ \\° VVa ^jr ©]■ . 0 fj j if w IIODEL1900 MARGAR NÝJAR GERÐIR AF DÖMU- OG HERRAÚRUM.
£j^GfiRÐAR ÓLAFSSON LÆKJARTORGI SÍMI10081
ekki að vola eins og krakki; í
herrans nafni!
Þetta krakkaorð fór fyrir hjart
að í mér, og ég var gripin mikl-
um kvíða. Ég gat ekki annað en
haldið að ég hefði á einhvern
hátt hrugðist Nick, og það hlaut
ég að hafa gert, úr því að hann
lét svona. Ég sneri mér ósjálf-
rátt undan og hafði nú engan
hemi'l á tárunum. Ég gat ekki
trúað því, að Nick væri alvara
að ætla að fara að heiman svona
fyrirvaralaust. Nick, sem ég var
rétt nýbúin að hjálpa. Hvernig
gat hann verið svona tilfinninga
laus?
Og ef hann ætlaði að heiman.
hversvegna gat hann ekki farið
22
,sér haegar og undirbúið það al-
mennilega? Þannig mundi full-
orðinn maður fara að.
Ég fór út úr herberginu hans
og lokaði hljóðlega á eftir mér.
Ég gekk hægt niður stigann. Ég
óskaði þess, að setustofudyrn-
ar væru ekki opnar, svo að Lucy
gæti séð mig.
— Er eitthvað að, Melissa?
spurði hún, kvíðin.
— Ekkert alvarlegt, kallaði
ég á móti, af því ég vildi um-
fram allt leyna því fyrr Lucy,
sem var að gerast. Ég vissi, að
— Já, eitthvað varð ég að segja nágrönnunum.
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Axels Einarssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002, 13202, 13602.
BIBLIAN er Bókin
handa fermingarbarninu
F«$t iiú f nýju, follegu bondi
I vosoútgúfu hjó:
■ bókoverzlunum
• kristilegu (élögunum
• Biblíuféloginu
H!Ð [SLENZKA BIBLÍUFÍLAG
(S>iið6vunóoo(ofit *
Hollgrfmskirkju - Reykjovfk
Simi17805
BwMmif)
SNAGK BÁR . _
Veizlubrauð, coctail-snittur,
kaffisnittur, brauðtertur,
fallegt, Ijúffengt, fjölbreytt.
BRAUÐHÚSIÐ, Laugaveg 126,
Sími 24631.
það mundi koma henni úr jafn-
vægi, ef Nick færi að þjóta að
heiman svona fyrirvaralaust.
Eina von mín var sú, að hann
mundi sjá sig um hönd, Að ef
honum væri alvara að fara að
heiman, mundi hann að minnsta
kosti draga það í eina eða tvær
vikur.
Ef honum væri alvara að
flytjast úr liandi, gat ég vitan-
lega ekkert gert til að telja hon-
um hughvarf. Hann var orðinn
næstum tuttugu og þriggja ára
gamall og átti rétt á að haga
'lífi sínu aðeigin geðþótta. Hann
þurfti ekkert tillit að taka til
systra sinna. En hann var þó
alltaf einn af fjölskyldunni okk
ar minnti ég sjálfa mig á. Hann
ætti að minnsta kosti að taka itl
lit til þess.
Ég læddist hljóðlega út um
bakdyrnar og út í þurrkhúsið,
úti í garðinium. Það var hrá-
slagalegt og svört ský á fari
um himininn. Og þau voru líka
í huga mínum. Orð Nicks berg-
máluðu í eyrunum á mér. Hvern
ig gat hann sært mig svona
grimmdarlaga? Fyrst var það
Kay, nú var það Nick. Með
Mark var öðru máli að gegna, og
Lucy hafði aldrei sagt við mig
eitt styggðaryrði á ævi sinni.
Hversvegna voltu hin tvö svona
erfið? Var það kannski sjálfri
mér að kenna? Hvað hafði ég
urnnið til þess, að þau voru mér
orðin svona fráhverf. Þau gætu
ekki hagað sér eins og þau gerðu
ef þeim þætti vænt um mig. Lík-
lega hefði ég verið að vaða í
| villu og svima, ef ég hafði hald-
ið, að við værum samrýmd fjöl-
' skylda.
Ég flýtti mér upp tröppurnar
að þurrkhúsinu og opnaði dyrn-
ar. Þarna vorum við vön að
j leika okkur, þegar við vorum lít
il. Og þarna hafði alltaf verið
athvarf mitt, ef il'la lá á mér. Ég
fleygði mér niður og gróf höfuð-
ið niður í heyið, sem þarna var,
og mér fannst ég adrei hafa
grátið jafnsárt og nú. En allt í
einu fannst mér, sem ég gæti
ekki þolað meira. Ég var ekki
fær um að tala um fyrir, hvorki
Kay né Kick.
Svo mjög grét ég, að ég heyrði
ekki fótatak sem nálgaðist. Ég
'hrökk við, er ég fann, að hönd
var lögð á öxl mér, og er ég leit
upp, sá ég Bob, og svipurinn á
honuim bar það með sér, að haran
skildi hve illa mér leið.
— Góða Melissa, hvað gengur
a ð þér?
Ég stillti nýja grátkviðu.
— Allt, Bob, Bókstafliegia allt.
Hanm settist niður við 'hiiðina
á mér og laigði handleggimin um
öxl mér og þrýsti mér að sér.
Ég sneri mér að honum eins og
ósjálfrátt og hall'aði höfðinu að
öxl hans.
— Segðu mér það, elskan.
Hanin strauk úfið hárið á m'ér
frá •enininu. Segðu mér það. Ef
þú getur trúað nokkrum manmi
fyrir því, þá er það ég.
Við þessi ávaentu atlot leit ég
upp og fraimain í banin.
—Varstu að segja það, sem mér
heyrðist Bob? spuirði ég.
— Já líklega. Á hverju varðs
1*
ff
Chesterfield
pnfflM
Hrúturiníi, 21. marz — 19. apríl
Þér hefur nú gengið bærilcga, og gleymdu ekki smáfuglunum.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Ef betur er aðgætt, hefurðu hagnazt á ótrúlegustu hlutum.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Vel væri það, ef þú tækir upp þráðinn aftur, og skipuleggðir
einhverjar endurbætur.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Hver er auðvitað sjálfum sér næstur, en þér hættir dálítið til að
gleyma ýmsum, sem vænta aðstoðar þinnar.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Það er óþarfi að hika við smáframkvæmdir. Það getur leitt til
mikils frama.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Hvernig, sem á því stendur, er þér ómögulegt að gleyma mis-
gjörðum annarra.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Það færi vel á því, að þó værir fljótari til fyrirgefningar.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Nu eru ýmsir, sem liggja þér á hálsi fyrir það sem þú hefur látið
ógcrt, en iðraztu einskis, það er ekki tímabært.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Það eru æ fleiri, sem vilja styðja þig og styrkja, efnislcga og
öðruvísi. Láttu það verða þér til góðs.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Þó þarft engu að kvíöa, þegar þcssi vika er liðin, þvl að þér
hefur verið sinnt vonum framar.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Nó er hver síðastur að gera góðverkið.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz
Ef þó hefur ekki þegar tekið þig á, skaltu ekki hika við að gera
það nó, það er aldrci of seint.