Morgunblaðið - 04.05.1969, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1969
Dæmi um samræmi í húsum, sem standa hlið við hlið. Þessi hús tilheyra Tjamarsvæðinu, sem lagt er
til að varðveitist óbreytt.
I NÚTÍMABORG, sem vaxið hefur upp á löngum tíma, hljóta að vakna
hvatir tíl að halda í gömul verðmæti, jafnframt því sem allt gamalt getur
augljóslega ekki setið fyrír hinu nýja. Þar verður að vega og meta,
velja og hafna. Undanfarið ár hafa Hörður Agústsson, listmálari, og
Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, unnið að því á vegum Reykjavíkur-
borgar að kanna einstök hús, götur og jafnvel heil hverfi í gamla bæn-
um með tilliti til varðveizlugildis bygginga sem þar eru nú. Eru þeir
komnir vel áleiðis með verkefni sitt, búnir að skila áliti um sum
hverfin, — einmitt þau hverfi, sem forvitriilegust eru, elztu hluta Reykja-
víkur í miðborginni. Er mjög athyglisvert að sjá hvað þeir leggja til
eftir nákvæma athugun á hverju húsi og götunum í heild.
Fyrst og fremst gera þeir það að tillögu sinni, að umhverfi Tjam-
arinnar verði varðveitt óbreytt, nema örlitið svæði við norðvesturhom
hennar. Einnig að austurhlið Lækjargötu verði óbreytt út fyrir Stjórnar-
ráðshúsið. Og að í tengslum við þessa samstæðu fái Aðalstræti og
Þingholtsstræti norður að Amtmannsstíg að halda sér óbreytt í Þing-
holtunum. I Vesturbæ ætla þeir að leggja til að Stýrimannastigur hald-
ist óbreyttur, en i Vesturbæ og Austurbæ er athugun ekki lokið. Fyrir
utan heilar götur gera þeir tillögur um varðveizlu einstakra húsa, sem
þá verði ýmist flutt á byggðasafn. varðveitt á sínum stað eða teiknuð,
mæld og mynduð áður en þau hverfa.
Umhverfi
Tjarnarinnar
varðveitist
óbreytt
Einnig austanverð
Lækjargata,
tvær götur
í Þingholtum
og
Stýrimannastígur
<•
Tillögur
Harðar Ágústssonar
og Þorsteins
Gunnarssonar,
sem kanna
varðveizlugildi
bygginga og hverfa
í Reykjavík
Myndin sýnir inngangssvalir á húsinu á Fríkirkjuvegi 11, einu af
gömlu húsunum við Tjömina. (Ljósmynd: Skarphéðinn Haraldsson).
• VARÐVEIZLA HEILLA
BORGARHLUT A
Nú er erfitt að átta sig á tillög-
um þeirra Harðar og Þorsteins,
nema vita hvernig til verksins var
stofnað, hvemig þeir hafa unnið
það oq. á hverju þeir byggja skoð-
anir sínar. Mbl. leitaði þvi til þeirra
sjálfra. til að fá svör við þvi.
— i vaxandi mæli gætir aukins
skilnings meðal nútímaarkitekta á
menningarverðmætum liðins tíma,
augu þeirra hafa opnazt fyrir
gildi gamalla byggingarhefða,
hefja þeir útskýringar sinar. Óskir
um hægfara breytingu á svipmóti
borga er andsvar margra yngri
manna við nokkuð harkalegum
viðbrögðum hins svonefnda funk-
tionalisma gagnvart eldri bygg-
ingarlist. Þeirri skoðun eykst
fylgi, að æskilegt sé að lesa megi
byggingarsögu og tilurð hinna
ýmsu hverfa í húsunum sjálfum.
Varðveizluhneigð hefur aldrei ver-
ið nteiri en nú. Hafi hún áður ein-
skorðazt við ákveðin hús, helzt
söguleg, þá beinist hún um þess-
ar mundir ekki siður að heilleg-
um borgarhlutum, yfirbragði staða,
þeim fjölmörgu húsum, sem gefa
hverfum vissan andblæ, en eng-
inn tekur eftir, fyrr en þau eru
horfin. Slík hús veita öðrum fræg-
ari eins konar bakgrunn og auk-
inn tilverurétt. Þau eru oft áþekk
í sniði og byggingarefni, aldur oft
sá sami, stærðarhlutföll áþekk.
Það eru mörg dæmi um þessi
nafnlausu hús, sem áttu sór eng-
an sögulegan tilverurétt og urðu
þvi að víkja, en eftir stóðu nokkr-
ar nafnfrægar byggingar bak-
grunnslausar, eins og slitnar úr
sinu upprunalega samhengi.
• FIMM ATHUGUNAR-
SVÆÐI
Það er einkum þrennt, sem ger-
ir könnun á varðveizlugildi bygg-
inga og hverfa í Reykjavík svo
nauðsynlega einmitt nú; væntan-
leg þjóðminjalög um friðun húsa,
uppbygging byggðasafns Reykvík-
inga í Arbæ og aðalskipulag
Reykjavíkur fyrir tímabilið 1962—
83, sem farið er að vinna eftir.
Enda mun aðalskipulagið beinlínis
hafa orðið til þess. að þeir Hörður
Agústsson, sem kunnur er af á-
huga sínum og þekkingu á göml-
um, íslenzkum húsum, og Þor-
steinn Gunnarsson, sem nýkom-
inn var frá arkitektanámi með sér
staka tæknilega kunnáttu á slíkri
könnun, voru beðnir um að vinna
þetta verk. Og var þeim falið að
hafa við það hliðsjón af Aðal-
skipulagi Reykjavíkur.
I Aðalskipulaginu. þar sem fjall-
að er um deiliskipulag Miðbæjar
og eldri hverfanna, er einmitt
komið inn á þetta efni. Þar er
rætt um dýrar eignarlóðir i gamla
bænum innan Hringbrautar, sem
sótzt er eftir að reisa á stór hús
með háu nýtingarhlutfalli, einmitt
í þeim borgarhverfum sem
hreinsa þarf og endurbyggja, og
þvi þörf á ítarlegri leiðsögu um
byggingu þar. Aukin bifreiðanot-
kun og umferð kemur þama líka
tíl. Og „siðast en ekki sízt er það
sjónarmið, að hinir gömlu borgar-
hlutar hafa sérstakt gildi, ekki ein-
ungis sem miðbæjarsvæði höfuð-
borgarinnar, heldur og sem eitt
helzta menningarsetur landsins.
Þar koma mörg atriði, sem eru
mikilsverð frá sögulegu og fagur-
fræðilegu sjónarmiði og gætu
spilzt eða glatazt, ef ekki væri
tekið full tillit til þeirra í tæka tíð".
i skipulagsskýrslunni segir svo f
framhaldi af bessu: „Með hliðsjón
af því. sem hér hefur verið greint,
óskar borgarstjóm þess, að kveðið
verði allnákvæmlega á um þróun
gömlu borgarhlutanna". Og það er
tilefni þeirrar skipulegu könnunar
á varðveizlugildi húsa, sem nú
hefur verið og er verið að gera.
Við könnun á gömium bygg-
ingum i borginni, hafa þeir Hörð-
ur og Þorsteinn bæði kannað
gömul, söguleg skjöl, teikningar og
Ijósmyndir og skoðað byggingarn-
ar sjálfar.
Þeir skiptu bænum í fimm at-
huguriarsvæði innan Hringbrautar
og Snorrabrautar. Er fyrsta svæð-
ið Miðbærinn og afmarkast af
Lækjargötu, höfninni, Aðalstræti
og Vonarstræti. Annað svæðið er
umhverfi Tjarnarinnar og afmarkað
af Laufásvegi, Hringbraut, Suður-
götu og Vonarstræti og eru Iðnó
og Iðnskólinn innan þess. Þriðja
svæðið er svo Austurbær, fjórða
Þingholtin og fimmta Vesturbær.
Innan þessara ramma er svo tekið
fyrir hús fyrir hús. Miðbæjarsvæð-
ið og Tjarnarsvæðið eru alveg bú-
in. Auk þess stór hluti af Þing-
holtunum, vestast og næst Tjöm-
inni. Og Vesturbærinn er í undir-
búningi.
Það er mjög auðvelt að átta sig
á niðurstöðum þeirra félaga, því
allt hefur verið sett inn á upp-
drætti með litum fyrir hvert at-
riði. Eru ákveðnir þættir teknir
fyrir á hverju korti. Við fengum
til glöagvunar að skoða uppdrætt-
ina af Miðbæjarhverfinu.
• ALDURSGREINING OG
BYGGINGAGREINING
Fyrst höfðu þeir Hörður og
Þorsteinn gert aldursgreiningu á
öllu svæðinu, hús fyrir hús.
Skiptu þeir húsunum í nokkur
skeið eftir aldri. A fyrsta skeið-
inu eru hús, sem byggð eru fyrir
1874, en slik hús eru lang mest
áberandi á Miðbæjarsvæðinu. Þá
koma hús, sem byggð voru frá
1874 til aldamóta. A þriðja skeiði
eru húsin frá aldamótum til 1918,
en þá er Tjarnarsvæðið byggt. Og