Morgunblaðið - 04.05.1969, Side 11

Morgunblaðið - 04.05.1969, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAf 1969 11 fjórða skeiðið nær frá 1918 tfl desembermánaðar 1927. en þá var fuHsamrð og samþykkt skipulag í bænum innan þáverandi Hring- brautar. Loks er svo tímabil, sem nær yfir hús, sem byggð hafa verið siðan 1927 og fram á þenn- an dag. Þá var tekin fyrir bygginga- greining á svæðinu. Öll hús, sem byggð eru eftir 1927, falla þar strax úr. En margs konar mat fer fram á öllum eldri húsum. Fyrst er rannsakað sögulegt gildi viðkomandi húss og það greint á fems konar hátt: tekið er mið af merkum sögulegum at- burðum, sem húsið var rammi um, merkum stofnunum er þar hafa verið. frægum mönnum sem það hýsti og öðru sögulegu. — — Við teljum þessa athugun ekki tæmandi, taka þeir félagar fram. Tíl þess þarf sérfræðing i sögu. Við höfum aðeirvs tekið til meðferðar það, sem auðveldlega má finna. án þess að grúska mjög mikið. Næsta skref er að athuga bygg ingarefni hússins. hvort það er steinstevpt, hlaðið úr steini eða múrhúðað. Næst þarf að athuga tæknilegt ástand viðkomandi húss. Þá er að skoða húsin að utan. nema ef sérstaklega stend ur á, þá líka að innan og gefa þeim einkunn fyrir það hve vel þeim hefur verið haldið við og breytt frá upprunalegri gerð. • YFIRBRAGÐ OG LISTGILDI Og nú er komið að því að at- huga yfirbragð staðarins. Þá er miðað við það svipmót. sem stað urinn hefur, og hvort og hvemig það er svo rofið. Er athugaður svipur vissra gatna, jafnvel heilla hverfa og sérkenni greind. Dæmi um samstætt rikjandi yfirbragð á svæði telja þeir homið á Pósthús stræti og Austurstræti. og út eft- tr Austurstræti og Hafnarstræti. tn ósamstæð er til dæmis Lækj- argöturöðin vestanverð. — Við stöndum andspænis því, að gamli miðbærinn samanstend- ur af gömlum, lágum timburhús- um, og svo húsum, sem tóku að ryðja sér til rúms eftir að Ingólfshvoll var byggður árið 1903 og nú eru orðin ríkjandi, segja þeir. Timbuitiúsaskeiðið er eiginlega tvenns konar, annars vegar er danska gerðin, lág ein- lyft hús með háu risi og svo norskættaða gerðin af tveggia hæða timburhúsum með porti. Steinhúsin skiptast líka stílsögu- lega, en ekki svo bað varði yfir- bragð staðarins innan miðbæjar- ins. Þau eru t. d. lík að stærð. — Byggingarnar eru greindar eftir því hvort við teljum þær samstæðar ríkjandi yfirbragði eða andstæðar því. — Auðvitað má segja að ann- að sé jákvætt og hitt neikvætt, en alveg ems snúa forteiknum við og hafa það alveg öfugt, segja þeir ennfremur. En í þessu tilfelli þýðir ekki að segja, að rífa þurfi öll steinhúsin í miðbænum. Við höfum líka fengið það við- fangsefni að v'mna í samræmi við aðalskipulagið. Þess má geta að Danimir, sem unnu aðalskipulag- ið, komust að alveg sömu niður- stöðu um staðareinkenni í Mið- bænum. 1 Loks er komið að því að meta listgildi viðkomandi húss. Þar verður að beita persónulegu mati enda engar reglur eða handbæk- ur til um feaurð og listgildi. Þeir Hörður og Þorsteinn gefa húsun- um einkunnirnar ágætt, gott, hlut- laust. slakt og lélegt. Agætiseink- urm fá t. d. f Miðbænum Dóm- kirkjan, Alþingishúsið, Pósthúsið Reykjavikurapótek og Landsbank 'mn af húsum eldri en 1927. eróneó ur perínei orrun no, ómdtej aern unmn ertea, Laugavegi 31 — Sími 11822 Þessi mynd sýnir vel hve ósamstæð húsin í miðbænum eru. • ÞRJÚ MIÐBÆJARHÚS FLUTT f BYGGÐASAFN Með því sem lýst hefur verið hér að ofan er þá byggingagrein- ingu lokið. Og komið að lokastigi og tilganginum með öllu þessu, því að leggja mat á varðveizlu- gildi hvers húss fyrir sig eða heilla gatna. Um það fjalla loka- kaflar í skýrslum þeirra Harðar og Þorsteins um hverfin. Gera þeir þá grein fyrir þvi hvaða hús þeir telja að eigi að varðveita, á staðnum eða í byggðasafni og hver þurfi að mæla upp, teikna og Ijósmynda, svo gögn séu til um þau áður en þau hverfa. Þeir fjalla ekki um það hvort hús þarf að hverfa, nema í Miðbænum. Þar mæla þeir vegna heildarsvips ins með að timburhús hverfi. vegna þess að þau geti ekki stað ið við hliðina á öðrum nútima- byggingum, sem þar eru komnar. f Miðbænum vilja þeir Hörður og Þorsteinn að ákveðin hús standi óbreytt, enda falla þau inn j umhverfið. Af þeim húsum sem byggð voru fyrir 1927 aru það Alþingishúsið, Dómkirkjan, Rvíkr urApótek, Pósthús. Landsbanki. Eimskipafélagshúsið, Lögreglur stöðin og Egils Jakobsenshúsið. Þrjú af gömlu timburhúsunun* verði flutt í byggðasafn, t. d. í Arbæjarsafn. Þ. e. Silla o* Valda húsið í Aðalstræti. Kirkjustræti 6 og Hafnarstræti 16. En það rýrir varðveizlugildi timburhúsanna I Miðbænum ákaffega mikið hve þeim hefur verið mikið breytt frá upprunalegri mynd. A Miðbæjar- Svæðinu eru svo um 20 hús, sem þeir telja nauðsynlegt að safna skjalagögnum um með myndum, teikningum og uppmælingu, áður >en þau hverfa. • TJARNARSVÆÐIÐ MIKIL- VÆGAST Við Tjörnina vilja þeir Hörður og Þorsteinn aftur á móti að varð veitt verði heilt gamalt hverfi óbreytt, og leggia til að allt um- hverfi Tjarnarinnar fái að haldast óbreytt með öllum byggingum. sem þar eru I kring, nema á litlu syæði við norðvesturhomið, þ. e. steinhúsahlutinn nyrzt í Tjamar- götu og húsin vestan við Alþing- ishúsið, sem þeir fjalla ekki um. Þarna eru til heillagt hverfi og þar teljum við um miklu meira að tefla en í sjálfum Miðbænum. segja þeir. Okkar starf er að finna sem heillegust hverfi, þar sem yfirforagð er óskert. Tjömin sjálf er mikil prýði og umhverfis er samstæður hópur húsa, hvað snertir byggingarefni, aldur og stærðarhlutföll, og þau eru stil- sögulega samstæð. Þessum hús- um hefur ekki verið mikið breytt frá upprunalegri mynd. En það eitt að talað hefur verið um að þau mundu kannski þurfa að vikja verður til þess að minna er hugs- að um viðhald þeirra, og þannig getur skapazt vítahringur. Því er nauðsynlegt að marka stefnuna. I framhaldi af þessu leggja $eir Hö>-ðut og Þorsteinn til, að Lækj- argötulínan austanverð lengi Tjarnarsvæðið óskert út að Stjóm arráðshúsinu. en þar stendur t. d. Menntaskólinn gamli. Og að í náinni snertingu við Tjarnarsvæð- ið og Lækjargötuhúsin verði í neðri hluta Þingholtanna varðveitt- ar tvær götu óbreyttar, þ. e. Mið stræti allt og Þingholtsstræti sunnan Amtmannsstigs. Nú eru þeir félagar að vinna að könnun á húsum í Vesturbænum, og þegar orðið Ijóst, að þeir muni leggja til að þar verði varðveitt (Ljósm.: Öl. K. Mag.) heilíeg gata, Stýrimannastígurinn. En þeir kváðust eiga eftir að rýna meira í einstök hús i bæði Aust- urbæ og Vesturbæ, t. d, er Skóla vörðuholtið allt órannsakað og þar með tugthúsið. I báðum bæj- arhlutum eru einstök hús, sem þeir leggja til að v*erði fkrtt og varðveitt. Að sjálfsögðu er ekki búiS að ákveða örlög hinna ýmsu gömlu búsa í Reykjavík, þó þeir félagar séu búnir að vinna þetta mikla starf við að greina þau og skila <áliti um vaðveizlugildi þeirra. — Aðrír aðilar eiga eftir um að fjalla og ákvarðanir að sjáKsögðu teknar á öðrum vettvangi. Það taka þeir Hörður Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson greinilega fram. Þeir hafa líka gert tillögur til vara, um að ef ekki verði fall- tzt á að ákveðin hús séu varð- veitt á staðnum, þá verði þau flutt á byggðasafn. En í framhaldi af því starfi, sem hér er verið að vinna, hlýtur svo að liggja fyrir að skipufeggja Ar- , bæjarsafn og uppbyggingu þess. En sú könnun á varðveizlugildi gamalla hús. sem hér hefur verið lýst, er nauðsynleg undirstaða ýmissa þátta. svo sem varðveizlu húsa í bænum, uppbyggingu byggðasafns og lagagerð um frið- un húsa. — E. Pá. Hafnarstræti 16 er eitt af þeim húsum í Miðbænum. sem minnst hefur verið hróflað við, og ætti þvi að varðveita. Myndimar sýna húsið eins og það er nú og eins og það var áður. Lagt er til að flytja það i Arbæ. Rósastilkar eínnig birki, ýmsar stærðir. GRÓÐRARSTÖÐIN BIRKIHLiÐ, Nýbýlavegi 7, simi 41881. Prjónakonur Frá og með 1. maí verður móttaka á lopapeysum eftir okkar mynstrum daglega milli'kl. 1 og 3 e.h. Okkur vantar fleiri prjónakonur. ALAFOSS, Þingholtsstræti 2. Lopapeysur Kaupum hnepptar dömupeysur og stórar, heilar herrapeysur á þriðjudögum kl. 6—7. ALAFOSS, Þingholtsstræti 2. I KJORGARDI Nýkomnar sumarpeysur og blússur. Mikið úrval undirfatnaðar og snyrtivöru. SÓLRÚN sími 10095.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.