Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 106. tbl. í)6. árg. FIMMTUDAGUR 15. MAI 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bjarni Benediktsson, forsœtisráðherra, í útvarpsumrœðunum í gœrkvöldi: Vertíðinni bjargað og mikil verðmæti komin á land — þrátt fyrir takmörkuð verkföll og verkbönn — Endurskoðun vinnulöggjafarinnar óhjákvœmileg I RÆÐU sinni í útvarpsum- ræðunum í gærkvöldi sagði Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, að ríkisstjórnin hefði lagt áherzlu á að bjarga raunverulegum verðmætum en lagt minna upp úr því að hafa í frammi hetjuskap í orðum. Forsætisráðherra sagði, að sér væri vel ljóst, að ríkisstjórnin væri sökuð um afskiptaleysi í sambandi við yfirstandandi kjaradeilu. Við höfum látlaust unnið að sátt- um, sagði Bjarni Benedikts- son, en ótímabær lagaboð eru til þess löguð að hafa þver- öfug áhrif, eins og reynslan hefur nógsamlega sýnt. Enda hefur með varúð og lempni tekizt það, sem fáir trúðu fyr irfram að ná á þessari vertíð meiri verðmætum á land en oft ella. Bjarni Benediktsson sagði, að hvernig sem þessari deilu lyktaði væri óhjákvæmilegt að endurskoða vinnulöggjöf- ina. í því sambandi nefndi Stjórnarkreppa ó Ítalíu? Róim, 1'4. imiaí. AP. AÐALRITARI Sósíalrstaflokks- ins á ítaliu, Maure Ferri, sagði af sér í kvöld, og er talið að ágrein- ingur sem risið hefur innan flokksins, geti haft stjórnar- kreppu í för með sér. Hörð valdabarátta á sér nú stað að tjaldabaki í flokknum, og koma þar einkum við sögu Pietro Nenni utanríkisráðherra og Francesco de Martino varafor- sætisráðherra. Ferri er einn helzti aðstoðarmaður Nennis. Kosygin ræðir við Kekkonen Moskva 14. maí NTB. AP. ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og Urho Keiklkónen, forseti Finnlands munu eiga með sér óformlegar viðræður í Leningrad á mámu- idaginn, að því er tillkynnt viar í Moskvu í diag. í Finnlandi er haft Æyrir satt, að efnalhagsmál verði ofarlega á Ibaugi í viðræðunumi, og einnig verði rætt boð Finna um að halda 'í landinu ráðstefnu Ev- róipuríkja um öryggismál álfunn ar, en 'þá hugmynd hafa sjö kommiú.ni&taríki borið fram. hann allsherjaratkvæða- greiðslu um boðun verkfalla og verkbanna og lengri fyrir- vara til boðunar slíkra að- gerða en eina viku. Ennfrem- ur benti forsætisráðherra á nauðsyn þess, að kröfur aðila væru settar fram áður en ákvarðanir um verkföll og verkbönn væru teknar. Loks vakti Bjarni Benediktsson at- hygli á því, að finna yrði hæfilegar reglur til þess að tryggja að lítill hópur eða félag fárra starfsman.na geti ekki stöðvað víðtæka starf- rækslu og þar með svift fjölda manna atvinnu, og einnig væri nú ljós hættan af því að einstök lykilfyrir- tæki væru stöðvuð þar sem slík stöðvun gæti leitt til Bjarni Benediktsson. forsætisráðherra. raunverulegrar allsherjar- stöðvunar. Bjarni Benediktsson sagði, að einnig væri mjög til athug unar að lögfesta heimild til handa sáttasemjara eða rík- isstjórn til að fresta vinnu- stöðvun tiltekinn tíma, svo að öllum aðilum gæfist tími til að íhuga alla málavexti. Hér fer á eftir í heild ræða Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra í eldhúsdags- umræðunum í gærkvöldi. Ég hygg, að það hafi verið fyrir einuim sex-sjö árum, að ég heiimsót'ti ©rlendan ikunnimgja minn. Hanin spurði þá um ástand og horfur á íslandi og tók upp bréf, sem ég hafði skrifað hon- um nokkrum mánuðum áður og þar sagt, <að þá um sinn gengi sæimiliaga, en veligiengmin væri völt á meðam hún byggðist á óveiddri síld í sjó og stöðugleika Hannibals Valdimarssanar. Þetta rifja ég upp nú vegna þess, að þama var vikið að tveim við- fangsefmuim, sem öðrum fremur hefur langa hríð verið við að etja í atvinnu- og stjórnmál- um okkar, þ.e.a.s. óvissu atvinnu veganna og risjótta sambúð verka iýðsfélaga við önnur almanina- samtök og ríkisvald. Um margt er deilt en þó ekki það, að síðustu tvö — þrjú ár- in hafa miklir örðugleikar að okkur steðjað. Mönnum kemur hinsvegar ekki sarnan um af Ihverju þessir örðugleikar stafi. Fyrir því verða menn samt að gera sér grein, ef ekki á illa að fara, því að enn er það sann- mæli að varðar mest tifl. aflra oirða undirstaðan sé réttleg fluindin. ORSAKIR ERFIÐLEIKANNA. Stjómarandstæðingar halda því staðfastlega fram í áróðri sínum, að orsakanna sé að leita í rangri stjórnarstefnu síðustu tíu árin, Mestur hluti þessa áratugs er hinsvegar hið örasta framfara- tímabil, sem við höfum notið hér á landi. Auðvitað hefur ýmislegt farið öðmvísi á þessu ánabili en merm eftir á óska, að gert hefði en orsakanna er annarsstaðar og lengra að leita en í rangri stefnu sem valin hafi verið fyrir nær 10 árum. Beinar úitfliultningstekjiur á ár- inu 1068 námiu h. iu. b. 45% minna að verðmæti en 1966, og þegar litið er til aukins kostn- aðar við öflun þeirra vegna f jar lægðar á mið og veiðarfæraslits er óhætt að segja, að verðmæt- ið sé a.m.ik. 50% rninna 196S en ‘66. Ástæður þessa eru augljós- ar: Minni afli, einkum á síld- Framhald á tols. 14 Viðræður í Saigon og Washington Saigon og Washington, 14. maí AP-NTB UTANRlKISRAÐHERRA Banda- rikjanna, William P. Rogers, kom í dag til Saigon í fjögurra daga Nýjar hreinsanir í Tékkóslóvakíu Miðstjórnin kölluð saman Prag og Belgrad, 14. maí — AP-NTB — JÚGÓSLAVNESKA fréttastofan Tanjug skýrði í dag frá nýjum hreinsunum í Tékkóslóvakíu. Að því er fréttaritari fréttastofunn- ar skýrir frá, hefur yfirnefnd flokksins í innanríkisráðuneytinu verið vikið frá og ný nefnd skip- uð í hennar stað. Fréttastofan hermir, að nefnd- in 'hali verið gagnrýnd á fundi kiommúnista er starfa í innan- ríkisráðuneyti Tékkóslóivaikíu og innanríkisráðuneyti tékknesiku héraðancna. Skýrslu sem nefnd- in lagði fram var vísað frá á þeirri flarsendu, að hún bæri vott um skort á 'hlutlægni og sjálfs- rýni. Meðal þeirra sem sátu fundinn var Oldrich Cernik for- sætisrá'ðlherra, Nýja nefndin, sem skipuð hef- ur verið, mun fyligja „stefn-u marxisma og lenínisma, allþjóða- hyggju öreiiganna og bróðurlegra samskipta við Sovétríkin", að iþví er segir í frétt Tanjuig. Frétta- stofan segir ennifremur, að á fund inum hafi fráfarandi mefnd ver- ið fordœimd fyrir „andstovézka þjóðerni.sihygigju og 'þjóðernis- hro'ka, sem í sumum tillvikuim sé enn við lýði í innanríkisráðuneyt MIÐSTJÓRNARFUNDUR Að sögn útvarpsins í Prag hef- ur miðstjórn tékkóslóvakíska koimmúnistaflokksins veri’ð kvödd saman til íundar 29. mai. Forsætisnefndin áikvað þetta á fundi í gærkvöldi. I frétt útvarps ins sagði ennifremur, að vissar breytimgar 'hefðu verið gerðar á skipulagi flökksins og ráðstafan- ir gerðair til þess að bæta efna- hag landsins. Þá skýrði Prag-útvarpið frá 'því, að florsætisnefndin hefði skip að fulltrúa til að sitja fund í Moskvu sifðar í mánuðinum. Þessi fundur er haildinn til þess að undirbúa heimsnáðstefnu komm- únistafllokka. VERKAMENN MÓTMÆLA Stjórn tékkmesika verkalýðs- sambandsins hefur gagnrýnt að hún var e'kfci höfð mieð í ráðium í sambaindi við spamaðanráðstaf- anir, sem sambaindsstjómiin hef- ur gripið til. Stjóm sambands- inis kiveðst hafa miagnuBtu vantrú á þessum r'áðstöfumum. heimsókn að ræða við stjórn- málaleiðtoga og herforingja í Suður-Víetnam. Rogers sag’ði við komuna, að ihann mundi nota tækifærið til þess að skýra stefnu nýju stjórn- arinnar í Wadhington fyrir suð- uir-víetnömskum leiðtogum og um leið mundi hann kynna sér sjónarmið þeirra. „Ríikisstjórnir okkar eru sammála uim tilgang þess friðar, sem við leitum eftir. Við föllumst ekki á máilamiðlun, þar sem vikið verður frá grund- vallarskioðun okkar: að þjóð Súð- ur-Víetnam fái sjáOi að ráða framtíð sinni“, sagði Rogers. Væntanle-ga verða aðalefni viðræðna Rogers og Nguyen Van Thieu fórseta, enn ein stiigmötgn- un stríðsins af hál,fu Víet-Cong og friðaráœtlun í tiu liðum eT fulltrúar Þjóðfrelsishreyfingar- Frarohald á tols. 31 Nýlega efndi hcrlið Rússa í Tékkóslóvakíu til heræfinga. Ludvik Svoboda forseti og dr. Gust- av Husak, hinn nýi flokksritari, fylgdust með æfingunum. Þeir sjást hér ásamt yfirmanni sov- ézka herliðsins, A. M. Mayorov, hershöfðingja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.