Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1969 títgerð skipsins og eigendum hafn arinnar dæmd sýkna af kröfum stýrimanns SLYSAMÁL í HÆSTARÉTTI HÆSTIRÉTTUR hefur nýlega kveðið upp dóm í athyglisverðu skaðabótamáii, sem reis út af slysi er vaið í höfninni í Kefla- vík þ. 16. maí 1964, er v/b Við- ey RE 12 var að koma úr róðri *>g leggjast að bryggju. Stýri- maður á báti þessum varð fyrir miklu slysá og höfðaði af því til- efni mál á hendur útgerðar skips ins svo og eigendum hafnarinn- ar til greiðslu skaðabóta. Niður- staða málsins varð sú, að allir aðilar voru sýknaðir af kröfum stýrimannsins. Málavextir eru þeir, að um hádegisbil hirm 16 maí 1964 var v/b Viðey RE 12, sem er stál- akip, 230 tonn af staerð að koma úr róðri til Keflavíkur og var með farm af síld, sein landa átti þar. Voru akipverjar kvaddir til starfa til að aðstoða við að koma bátnum að bryggiu. Var ætlun- in að leggja v/b Viðey við svo- nefnda Miðbryggju, en lítið rými var í höfnirani, er skipið kom þar að. Þegar verið var að reyna að koma skipinu að bryggju, var stýrimaður skipsins ásamt þrem- ur öðrum skipverjum á hvalbak v/b Viðeyjar. Stórstraumsflæði mun hafa verið á og gekk hval- bakur skipsins inn yfir bryggj- una, en hæðin frá hvalbak nið- ur að bryggjubrún mun hafa verið á þriðja metra. Þegar skip ið var að komast að bryggjunni mun stýrimaðurinn hafa beygt sig niðuir til að koma fyrir „stuð púða“ milli skips og bryggju, til að verja skipið skemmdum. Hann mun hafa tevgt vinstri handlegg sinn með ..stuðpúðann“ í þeirri hendi út á milli efstu og næstefstu rimar í handriðinu niður fyrir hvalbaksbrúnina. Við þetta klemmdist hönd stýrimanns inni í Reykjavík, sem var eig- andi bátsins, og Landshafnar Keflavíkurkaupstaðar og Njarð víkurhrepps og ríkissjóðs, sem eigenda hafnarinnar. Gegn Hrað frystistöðinni í Reykjavík taldi stýrimaðurinn að slysið hefði orð ið vegna vítaverðs gáleysis skip stjóra v.b. Viðeyjar, sem stjórn- að hefði siglingu skipsins í um- rætt sinn. Ennfremur hefðu aðr- ir skipverjar, sem hefðu betri sýn við allar aðstæður ekki að- varað stýrimanninn og mætti einnig rekja orsök slyssins til þess, en í báðum tilvikum bæri eigandi og útgerðarmaður báts- ins fébóta-ábyrgð á tjóni stýri- mannsins. Að því er snertir Landshöfn- ina og ríkissjóð var bótakrafa stýrimannsins byggð á því, að ástand bryggju þeirrar, sem v.b. Viðey var lagt við í umrætt sinn, hefði ekki verið forsvaranleg, enda staðsetning staurs þess, sem skipið var við, óforsvaran- leg og staurinn hættulegur. Hinir stefndu aðilar kröfðust sýkmi. Hraðfrystistöðin í Reykja vík hélt því fram að slysið yrði ekki rakið til neinna þeirra or- saka, sem gætu leitt til þess, að fyrirtækið væri talið bera á- byrgð á tjóni stýrimannsins. Hér væri um hreina óhappatil- viljun að ræða, og yrði því stýri maðurinn að bera tjón sitt sjálf ur. Landshöfnin og ríkissjóð ur töldu að umrætt slys yrði eingöngu rakið til gáleysis stýri mannsins sjálfs og því yrði hann að bera ábyrgð á tjóni sínu. Mál þetta var í héraðsdómi i dæmt af Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur. Dómarar voru því þrír. Dómararnir urðu sammála um þá niðurstöðu að sýkna ætti Hraðfrystistöðina í Reykjavík, en einn dómenda vildi fella bótaá- byrgð á Landshöfnina og ríkis- sjóð að 1—3. Niðurstaðan varð þvi sú, að báðir hinir stefndu aðilar voru sýknaðir af kröfum stýrimannsins. í forsendum dóms ins sagði, að stefnandi hefði ver ið stýrimaður á skipinu og hefði samkvæmt stöðu sinni verið frammi á hvalbak, til að segja fyrir verkum. Hann hefði sjálfur ætlað að koma fyrir „stuðpúða" til að verja skipið hnjaski, er það legðist að bryggjunni. Vegna menntunar sinnar og reynslu sem stýrimaður svo og sam- kvæmt eðli málsins, hefði hann mátt gera ráð fyrir hreyfingum skipsins og ennfremur að brún hvalbaks skipsins næði inn yfir bryggjubrúnina. Slysið hefði orð ið um hádegisbil og veður ver ið heiðskirt og bjart. Stýrimað- urinn hefði því hlotið að mega sjá stauriran á bryggjunni og haran hefði sjálfur haft beztar aðstæður til að meta afstöðu sína til hans, og haga sér í samræmi við það. Þá sagði ennfremux í forsendum meirihluta dómsins, að ekki yrði á það fallizt, að staurinn hefði haft í för með sér slíka hættu- eiginleika, að fella bæri á þá, sem ábyrgð bæru á rekstri hafn arinnar, hlutlæga ábyrgð á kröf um stýrimannsins. Niðurstaða málsins í Hæsta- rétti varð sú sama og í héraði, þ.e. að báðir hinir stefndu aðil- ar voru sýknaðir af kröfum stýri mannsins og talið m.a. að slys stýrimannsins hefði verið of fjar læg afleiðing af staðsetningu bryggjustaursins. Einn dómari í Hæstarétti skilaði þó sératkvæði í málinu og taldi rétt að skipta fébótaábyrgð í tjóni þessu þann- ig, að Landshöfnin og ríkissjóð ur ættu að bæta stýrimanninum tjón hans að J, þar sem hætta hefði stafað af umræddum staur. Málskostnaður í héraði og Hæsta rétti var felldur niður, en krafa stýrimannsins í máli þessu var 6,1 millj. kr. Fraraski togarinn kemur a» bryggju í Vestmannaeyjum. (Ujósm. Adólf Hansen). Franskur togori í londhelgi KLUKKAN sjö í gænmorgun stóð varðskipið Ægir franska togarann Emile Avry L-5451 að óllögllegum vei'ðuim í Meðallands- bugt. Var togarinn 1.5 sjóimíluT innan við fiskveiðkraör'kin. Varðskipið fór mieð togarann til Ve.itmannaeyja og komiu sikip- in þangað uim fjmimlieytið i gær. Héðan úr Reykjavík héldiu full- trúar saksóknara, túlkar o. fl. uim sjöieytið i gær og var gert ráð fyrir að mál skipstjórans yrði tekið fyrir í Vestimannaeyj- um í gœrkvöldi. Skipstjóri á Bmile Avry heitir Edimond Alleosse. Frianskur tog- ari hefur ekki verið tekinn að ótogkguim veiðum hér við liand síðan fyrir heimi-styrjöldina síð- ari. Tel áreiðonleik Vínlandskorts- ins hafinn yfir efa, segir korta- sérfræðingnr British Museam ÞESSA dagana velta margir því fyrir sér, hve mikið sé til í þeirri staðhæfingu Halldórs Laxness í Vínlandspúnktum, að Vínlandskortið sé falsað. Morgunblaðið hefur sraúið sér til eins af kortasérfræðingum British Museum, Painters, og beint til hans þeirri spurn- ingu, hvort hann telji áð Hall- dór Laxness hafi rétt fyrir sér í þessu. Painter svaraði: „Enda þótt ég beri mikla virðingu fyrir dr. Laxness, tel ég áreiðanleik kortsins, sem Yale-háskólinn gaf út, sann- aðan, svo að hafið sé yfir all- an efa. Ég hef ekki séð nein skynsamleg rök fyrir því að fölsun kortsins sé sönrauð. Ég hef mikinn áhuga á því að sjá það sem dr. Laxness hefur dregið fram. Á meðan mér er það ekki ljóst, er erfitt fyrir mig að láta álit uppi. Vínlands kortfð miðlar aðeins upplýs- ingum, sem þegar eru fyrir hendi í norrænum sögum.“ 1770 lest til Flateyrar ins á milli brúnar hvalbaksins og Ijósastaurs, er stóð á bryggj- unni, mjög nálægt horni henn- ar. Stýrimaðurinn slasaðist svo mikið, að taka varð af vinstri handlegg hans um olnboga. Stýrimaðurinn höfðaði skaða- bótamál gegn Hraðfrystistöð- Jón Helgason, prófessor Heiðursdoktor við hóskólann í Lundi PRÓFESSOR Jón Helgason i Kaupmannahöfn verður sæmduí heiðursdoktorsnafnbót við há- skólann j Lundi hinn 31. maí, að því er segir í einkaskeyti til Mbl. frá AP.-fréttastofunni í gær. Jón Helgason verður sjötugur hinn 30. júní næstkomandi. Alþjóðaskákmótið í Bíisum: Larsen efstar eftir 10 umferðir Rússarnir fylgja fast eftir DANSKI stórmeietarinn Bent Larsen hefur tekið foiryeibuna á afþjóðagkákmótirau í Búsum í Norður-Þýzkalandi. Larsen hef- ur 7 vinniraga eftir 10 uimferðir. í öðru sæti er rússneski stór- meistarinn Saitsev með 6V2 vinning, og í þriðja sæti landi hanis, Poktgaáevsky með 6 vinn- inga og biðskák. Júgóglavinn Iv- kov er fjórði með 6 vinninga, en Vestur-Þjóðverjinn Geruisel hef- ur 5% vinning og 2 biðskákir. í næstu sætum eru þeir Glrgoric, Júgóslavíu og Hecht, V-Þýzka- landi með 5 Mt vinn. hvor. Bilek, Ungverjalandi og Bobotsov, Búlgaríu hafa 5 vinninga og eina biðskák hvor. Mohrlock, Vestur- Þýzkaliandi er tíundi með 5 vinn- inga. Keppendur í mótinu eru 16. Ráðstafanir geröar eftir að 13 hross drápust af ormalyfi EINS og frá yar skýrt í Mbl. fyr- ir nokkru drápust þrettán hross hrossaræktarbúinu á Kirkju- bæ á Rangárvöllum eftir orma- lyfsgjöf. Hræ tveggja hrossanna voru send tii rannsóknar að Kelduim og hefur Mbl. féragið þær upplýsingar hjá Páli A. Páls syni, yfirdýralækni, að við krufn ingu hafi komfð í ljós greiníleg eitrunareinkenni í líffærum. Að sögn Páls hefur nú verið haft samband við dýralækna vegna þessa atburðar og ráðstafanir gerðar til þess að hann endur- taki sig ekki. Lyfið, sem hrossin drápust aí, heitir septuron og er púlver, sem gefið er í fóðri. Því eiga að fylgja leiðbeiningar eiras og öðr- um lyf jum og skal það ekki gef- ið nema í samráði vfð dýrálækni. í þessu Mlfelli var ormalyfið hvorki feragið hjá dýralækni, né gefið í samráði við hann. Flateyri, 14. maí — HÉÐAN reru fjórir bátar í vet- ur. Róðrar hófust hér upp úr miðjum janúar og um svipað leyti hófst rekstur hjá nýju al- menniragshlutafélagi, Hjálrni hf., sem tók að sér rekstur frysti- hússins. Afli bátanna fná byrjun janúar til 11. maí er u.þ.b. 1770 lestir. Þrír línubátanna lönduðu 1200 lestum í frystihúsið, en einn bátur var með lírau og net og fékk um 570 lestir, sem fór í saltfiskverkun hjá Hjallanesi hf. Milli 60 og 70 manns hafa urMiáð við frystihúsið í vetur og hefur verið þar vinna svo tiij hvern dag. Átta menn hafa unnið vi‘ð saltfiskverkun. Líraubátarnir munu halda áfram út þennan mánuð og neta báturinn fram undir 'hvítasunnu. Handfærabátar fara að byrja næstu daga, tveir eru þegar byrj- aðir og hafa fengið upp í 700 kg. á færi. Má búast við að saemi leg vinna verði í frystiihúsinu hér í sumar. Fknmtán þúsund kassar af framieiðslunni eru fyr- irliggjandi í frystiíhúsinu nú og þrengsli orðin í geymslum fyrir- tækisins. Umbúðir munu hins Sigfús M. Johnsen og irú geln Byggðosnini Vestmnnnaeyjn gjöi vegar vera nægjanlegar næstu vikurnar. Freyfaxi lestar hér í dag 140 tonn af fisiki.mjöli hjá Hjálrrii hf. BLIK, ársrit Vestmannaeyja 1969, sem gefið er út af Þorsteini Þ. Víglundssyni, sparisjóðsstjóra og fyrrv. skólastjóra, skýrir frá því, að hjónin Sigfús M. John- sen, Laufásvegi 79, Reykjavík, fyrrv. bæjarfógeti, og kiona hans, Jarðþrúður Pétursdótitr Johnsen, hafi stofnað í tilefni. gullbrúð- kaups þeirra hjóna fyrir 4 árum sjóð til styrktar bygg'ðasafni Vestmannaeyja. Sjóðurinn er 200 þúsund krónur. Auk þess hsifa þau hjónin gefið á byggðasafnið fjölda rouna úr hinu mikla einkaminjasafni þeirra. Sýningu Tryggvn lýkur ú miðvikudng NK. miðvikudagsfcvöld lýkur málverkasýningu Tryggva Ólafs- sonar í Galleri SÚM, Vatnsstíg 3B. Sýningin hefur nú staðið í rúman hálfan mánuð og hefur aðsókn verið mjög góð, og um helmingur myndanna selzt. Tryggvi sýnir þarna 15 málverk og eru þau öll máluð á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 4—10. (Fréttatilkyning frá SÚM) Athugosemd í FRAMHALDI af frétit í Morg- unblaðiniu nýlega um afchugun á þeim möguleika að nýta húseign Kr. Kristjánssonar að Suðurlands braut 2 fyrir hótel, heimavist, kennslustofur, ráðstefnuhald o, fl. skál vegna óljóss orðalags og af gefnu tilefni, tekið fram, að Seðlabaraki íslands eða viðkom- andi ráðuneyti eru ekki. á nokk- urn hátt eigendur að nefndri húis eign og er aðild og áhugi þeirra að athugun málsiras aðeins fil kominn vegna mikilla þarfa á húsnæði fyrir nefnda starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.